Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 47 Babiuch tekur við í Varsjá Varsjá. 18. febrúar. AP. EDVARD Babiuch, sem heíur sam- ræmt starfsemi kommúnistaflokks- ins í Póllandi. var skipaður forsæt- isráðherra í dag í stað Piotr Jaroszewicz að sögn fréttastofunn- ar PAP. Edvard Gierek, leiðtogi kommún- istaflokksins, lagði til að hann yrði skipaður forsætisráðherra og skip- un hans var samþykkt á sérstökum fundi pólska þingsins. Babiuch hefur til þessa verið fulltrúi í stjórnmálaráði flokksins og ritari í miðstjórninni. Babiuch er handgenginn Gierek og hefur í starfi sínu jafnt fjallað um persónu- leg mál sem skipulagsstarfsemi. Sprengjur í kirkjum Salisburv. 18. febrúar. AP. SKÆRULIÐAFORINGINN Robert Mugabe sakaði í dag öryggissveitir í Rhódesíu um að koma fyrir sprengjum í kirkjum til að skella skuldinni á hreyfingu sína. ZANU. og ófrægja hana. Þannig sagði Mugabe að reynt væri að vekja fjandskap í garð ZANU og andúð á hreyfingunni. Tveir blökkumenn biðu bana af völdum sprengju í bíl utan við kirkju í blökkumannabænum Har- are og Mugabe segir að þeir hafi verið úr öryggissveitunum. Tjón varð af völdum sprengjutilræða í fleiri kirkjum í gærkvöldi. Mugabe segir að menn sínir hafi sýnt fram á að mennirnir hafi verið úr öryggissveitunum. Veður víöa um heim Akureyri 2 skýjað Amsterdam 8 skýjaó Aþena vantar Barcelona 14 akýjað Berlín 1 skýjað BrUssel 12 skýjað Chicago +9 skýjaó Dyflinni 7 rigning Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 10 skýjað Ganf 8 skýjað Helsinki +3 skýjað Jerúsalem 7 heiðskírt Jóhannesarb. 21 rigning Kaupmannahöfn 0 skýjaö Las Palmas 22 léltskýjað Lissabon 21 heiöskírt London 11 skýjað Los Angeles 17 rigning Madrid 18 heiöskírt Malaga 16 skýjað Mallorca 15 léttskýjaö Miami 24 skýjað Moskva -6 heiðskírt New York +2 heiðskírt Osló 2 heiðskírt París 9 heiðskírt Reykjavík 3 lóttskýjaö Rio de Janeiro 34 skýjað Rómaborg 14 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskirt Tel Aviv 16 heið8kírt Tókýó 10 heiðskírt Vancouver vantar Vínarborg 1 rigning Vance við í Vance kemur til Bonn. annað kvöld og fer síðan til Rómar, Parísar og London að sögn ráðu- neytisins. Þar sem Vance kemur við í París er líklegt að Bandaríkjamenn og Frakkar reyni nú að binda enda á úlfúð sem kom upp á milli þeirra í síðustu viku vegna „sambandsleysis" að sögn beggja aðila. Frakkar ákváðu að' taka ekki þátt í fyrirhuguðum fundi utan- kemur París ríkisráðherra í Bonn og sögðu að Bandaríkjamenn reyndu að gera ráðstefnuna að uppgjöri við Rússa og auglýsa hana sem slíka þótt Frakkar héldu að um yrði að ræða einkaviðræður sem lítið mundi bera á. Bandaríkjamenn reiddu^t ákvörðun Frakka og Carter forseti sagði að Bandaríkjamenn og Frakkar færu stundum í taugarn- ar hvor á öðrum. Cyrus Vance WashinKton. 18. febrúar. AP. CYRUS VANCE, utanríkisráftherra Bandaríkjanna. fer til Parísar auk annarra höfuðborga í þessari viku til að hafa samráð við bandalagsríki Bandaríkjanna um ástandið í Iran og Afganistan að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins í dag. Afrek í barátt- mmi gegn astma Washington. 18. febrúar. AP. LIÐ vísindamanna frá Har- vardháskóla og Karolinsku stofnuninni í Svíþjóð hafa unn- ið meiri háttar afrek í barátt- unni gagn asma. Hafa þeir uppgötvað efnasamband það sem ýtir undir astma, en það höfðu vísindamenn um heim allan reynt í 40 ár. Uppgötvunin kann að hafa í för með sér að búið verði innan skamms að finna aðferðir sem virka munu í baráttunni gegn astma og ofnæmissjúkdóminum anaphylaxis. Yfir tvær milljónir Banda- ríkjamanna þjást af astma. Efn- ið sem veldur astma er framleitt í örlitlum mæli í líkamanum og þar sem vísindamönnunum hef- ur tekist að framleiða efnið í tilraunastofu auðveldar það rannsóknir á meðulum til að fyrirbyggja astma. Efnið sem ýtir undir astma nefnist SRS Anaphylaxis eða Leukotriene C og virkar á svip- aðan hátt og Histamín, efni sem veldur vöðvasamdrætti, en efni sem fundin hafa verið gegn Histamíni verka ekki á SRS. Hljómtækja- á Skemmtimarkaönum — Sýningahöllinni viö Bíldshöfð niOMŒŒR Verð áður Utvarpsmagnarar SX 590 AM/FM 2x20 W RMS 259.000 Útvarpsmagnarar SX 690 AM/FM 2x30 W RMS 299.900 Útvarpsmagnarar SX 790 AM/FM 2x45 W RMS 397.300 Magnarar SA 506 2x25 W RMS 149.500 Magnarar SA 606 2x40 W RMS 189.200 Magnarar SA 706 2x60 W RMS 240.000 T unerar TX 5500 AM/FM 125.000 Tunerar TX 6500 AM/FM 160.000 Sambyggð sett M 6000 án kassettu 249 500 Hátalarar CSE 321—2 Way 40W 90.000 Hátalarar CS 313 65.000 Bíltæki TP 828 8 rása 98.000 Hljómtækjaskápar 55.900 Verð nú 180.000 210.000 280.000 112.000 143.000 195.000 90.000 110.000 185.000 45.000 30.000 25.000 40.000 ^Einstakt tækifeen til « ad gera hlægilege] góö kaup é hljómtækjum. Þetta er aðeins takmarkað magnaf78og79 árgerðum hljómtækja. Litasjónvörp C 1472 Magnarar SM 1515 Tunerar ST 1515 Kassettutæki RT1144 Kassettutæki RT 3500 Ferðakassettutæki GT 9090 stereo SW/MW/LW Magnari SM 3636 2x65W RMS Útvarpsmagnari SA 2121 Plötuspilari RP 2727 Sambyggð sett SG 160 (X) CP 160 2x7 RMS Peningakassar ER 1500 Peningakassar ER 2000 Peningakassar ER 2510 Bílhátalarar CP 150 Reikningstalva EL 8152 Hleðslutæki fyrir tölvur EA 17 E Verð áður 426.000 166.000 215.000 184.400 210.000 255.000 270.000 338.000 325.000 254.000 244.000 407.000 490.000 5.500 40.200 4.500 Verð nú 336.000 125.000 150.000 140.000 135.000 190.000 190.000 240.000 150.000 185.000 194.000 305.000 360.000 3.500 24.000 2.000 Þeir, sem ekki komast á skemmtimarkaðinn geta sími 85055. HLJÓMDEILD ^jKARNABÆR pantað tækin og við sendum í póstkröfu Öll verð miöast viö staögreiðslu. Opið kl. 1—10 ídag. SKEMMTIMARKAÐURINN, Sýningahöllinni, v/Bíldshöföa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.