Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 42. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosningarnar í Kanada: „Ástarævintýri flokks og þjóðar Ottawa. 19. febrúar. AP. FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Kanada undir forystu Pierre Ell- iott Trudeaus, fyrrum forsætis- ráðherra, vann stórsigur í þing- kosningunum í landinu á mánu- dag. Flokkur Trudeaus hefur þegar tryggt sér 146 þingsæti af 281. en íhaldsflokkur Joe Clarks, fráfarandi forsætisráðherra, hef- ur fengið 103 sæti og Nýi demó- Hittust Ghotbzadeh og Jordan í París? Gení. Teheran. París, 19. febrúar. AP. í KVÖLD var von á mönnunum fimm, sem rannsaka eiga feril keisarastjórnarinnar í íran á vegum Sameinuðu þjóðanna, til Genfar, en þaðan er ráðgert að þeir fljúgi til Teheran í fyrra- málið. Waldheim framkvæmda- stjóri S.Þ. hefur enn ekki látið uppi hvert formlegt umboð nefndarinnar verður og bíður hann skjalfestrar tilkynningar stjórnarinnar í íran um að hún fallist á umboðið og þá. sem tilnefndir hafa verið í nefndina. Slík staðfesting hefur þó borizt Waldheim símleiðis. Khomeini trúarleiðtogi í íran fól í dag Bani-Sadr forseta öll yfirráð yfir herafla landsins. Velta menn því nú fyrir sér í Teheran, hvort Bani-Sadr muni senn láta til skarar skríða gegn fólki því, sem hefur gíslana í sendiráði Bandaríkjanna á valdi sínu. Einnig er getum að því leitt að hann kunni brátt að reyna að vinna bug á uppreisnarmönnum í Kúrdistan, en þar hefur verið barizt undanfarna mánuði. Sadeg Ghotbzadeh utanríkis- Líðan Títós enn óbreytt Helgrad. 19. íebrúar. AP. LÆKNAR Títós Júgóslavíufor- seta sögðu í dag, að forsetinn væri enn mjög alvarlega veikur, þótt nýru hans störfuðu nú eðlilegar en áður. Talið er, að vél hafi verið sett í samband við nýrun til að hreinsa blóðið en það er talið geta aukið þrýsting- inn á hjartað, sem læknar höfðu miklar áhyggjur af fyrir. Tveir járnbrautarvagnar úr einkalest Títós hafa verið fluttir frá Belgrad til Ljubliana, þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, og rennir það stoðum undir þá skoðun, að fyrirhugað sé að flytja lík hans með lest til Belgrad með viðkomu á ýmsum stöðum, lifi hann ekki af veikindin. Helztu ráðamenn í Júgóslavíu hittust í Belgrad og ræddu að sögn „skipulagsleg" og „stjórn- arfarsleg" málefni. Einnig kom miðstjórn júgóslavneska komm- únistaflokkdns saman til fundar í dag. ráðherra írans hélt í gær heim- leiðis eftir nokkurra daga dvöl í Frakklandi, þar sem hann ræddi m.a. við hinn franska starfsbróð- ur sinn. Þær fregnir komust á kreik í París í dag, að Ghotbza- deh hefði átt leynilegan fund með Hamilton Jordan, skrifstofu- stjóra Carters Bandaríkjaforseta, sem einnig var staddur í borg- inni, en báðir hafa þeir vísað þessum fréttum á bug. krataflokkurinn. sem er jafnað- armannaflokkur, 32 þingsæti. Á þinginu í Ottawa sitja 282 þing- menn, en kosningu í einu kjör- dæmi var frestað. þar sem einn frambjóðendanna féll frá í kosn- ingabaráttunni. Stjórn Joe Clarks hefur aðeins verið við völd í níu mánuði, en hún féll á vantrausti í þinginu í janúar. Talið er að tillaga stjórnar Clarks um að leggja 18 senta aukaskatt á hvert gallon af benzíni hafi ráðið miklu um úrslit kosninganna. Trudeau sagði, þegar úrslit kosninganna lágu fyrir, að þau væru til vitnis um gamalt ástar- ævintýri frjálslynda flokksins og kanadísku þjóðarinnar. Trudeau var búinn að ákveða að láta af starfi leiðtoga Frjálslynda flokks- ins í næsta mánuði, en hann hefur nú sagt, að hann muni verða forsætisráðherra í 2—3 ár en eftirláta öðrum þá völdin. Utanríkisráðherrar EBE: Trudeau, sem nú verður á ný forsætisráðherra í Kanada, í hópi stuðningsmanna sinna í Ottawa í fyrrakvöld, þegar kosningaúrslitin lágu fyrir. Trudeau, sem nú er sextugur, var forsætisráðherra Kanada á árunum 1968 — 79. Símamynd AP. Bjóðast til að tryggja hlutleysi Afganistans Róm. Bunn. Washinntun, 19. febrúar. AP. I samningum og Sovétmenn hverfi | un um þátttöku landanna í Ól- álitshnekki. Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagslandanna níu lögðu í dag til, að hlutleysi Afganistans verði tryggt með alþjóðlegum jafnhliða brctt úr landinu með herlið sitt. Ráðherrarnir, sem funduðu daglangt i Róm, ákváðu að slá á frest endanlegri ákvörð- 200 bílar í árekstri — Einn mesti árekstur, sem sögur fara af, varð á Normandy- hraðbrautinni skammt frá París á mánudag. Alls lentu um 200 bílar í árekstrinum, sem varð í niðaþoku. Tvéir létust í slysinu og 20 slösuð- ust alvarlega. Um helgina varð einnig mikill árekstur skammt utan við Ósló, þegar 18 fólksbílar og áætlunarbíll rákust á við mynni neðanjarðar- ganga. Fyrsti bíllinn lenti á vegg ganganna, en síðan komu hinir allir i kjölfarið. Mikil hálka var, þegar slysið varð og einnig sól, sem talið er að hafi blindað ökumann fyrsta bílsins. Einn maður beið bana í þessum árekstri og 20 slösuðust. ympíuleikunum í Moskvu, þar til Sovétmenn haía svarað boði þeirra. Tillaga sú, sem ráðherrarnir samþykktu, var fram borin af Carrington lávarði, utanríkisráð- herra Bretlands. Carrington sagði eftir ráðherrafundinn, að hann hefði í huga svipaða hlutleysis- tryggingu og samið var um fyrir Austurríki árið 1955. Fréttaskýr- endur telja, að með tillögu þessari sé verið að gefa Sovétríkjunum kost á því að hverfa frá Afganist- an með herlið sitt án þess að bíða Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna var hafður með í ráðum um samningu þessarar tillögu, en hann er nú í Bonn og mun eiga þar viðræður við v-þýzka ráðamenn um Afganist- anmálið. Carter Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld, að samningar um takmörkun gereyðingarvopna væru enn mikilvægari en áður eftir atburðina í Suðvestur-Asíu og að hann hefði ekki lagt Salt- 2 samkomulagið endanlega á hill- una. Daufleg vist í sendiráði Dana Mexíkóborg, 19. íebrúar. AP. LÖGREGLUMAÐUR á verði fyr- ir framan danska sendiráðið i Mexíkóborg sagði í dag, að mót- mælaaðgerðirnar í sendiráðinu væru „hljóðlegar og leiðinlegar“. Sama mun hafa verið uppi á teningnum í belgíska sendiráðinu i borginni. Lítill hópur vinstri manna kom sér fyrir í sendiráðunum tveimur í gær og krafðist þess, að fangar, sem sagðir voru í haldi af pólitísk- um ástæðum, yrðu látnir lausir. Jafnframt var þess krafizt, að lífskjör í Mexíkó yrðu bætt. Starfsmenn sendiráðanna fá að fara óhindraðir ferða sinna og ekki hefur komið til neinna átaka vegna þessara mótmæla. Herlög í Izmir? Ankara. 19. febrúar. AP. TYRKNESKA stjórnin ákvað í dag að óska eftir því við þing landsins, að herlög taki gildi í Izmir-héraði á Eyjahafsströnd Tyrklands og í Hatay-héraði í suðurhluta landsins, en miklar óeirðir hafa verið á þessum stöðum undanfarið. Gengið verður til atkvæða um þessa tillögu stjórnarinnar í þinginu á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.