Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 Rabbað við Geira í Sjóbúðinni um 30 ár til sjós og 30 í verzlun forlagatrúar ... það fer enginn fyrr en hann á að far?. að „Þú hefur það þarna í bókinni," sagöi hann og slengdi á borðiö doörantinum meö skipstjóra- og stýrimannatalinu. „Vestfirðingur,“ las ég. „Frá Tröð í Álftafirði, nánar tiltekið Djúpmaöur og er hreykinn af." „Hvers vegna?“ „Þar var sérstakt dugnaðar- og myndarfólk á ferð. Þar var ég til 12 ára aldurs. Faðir minn var kaup- maður og útgerðarmaður í Álfta- firði. Djúpmenn sóttu þangað í verzlunarerindum þannig að ég kynntist þeim fljótt. Þarna voru barnmörg heimili og það var byrjað mjög snemma að vinna í fiski, við línubeitingu og annað sem fiskinum fylgir. Stráklingur fór maður að taka til hendinni í þessu starfi og einu atviki man ég sérstaklega eftir frá 8 ára aldri. Ég var að vaska fisk og pabbi var að fletja, en venjan var sú að útgeröarmaöurinn stóð lengst við flatningsborðið. Hann var út- geröarmaðurinn og var orðinn einn eftir viö borðið. Þegar hann hætti og var aö fara úr skinnklæðunum þá átti ég nokkra fiska eftir í stampinum, en ekki tókst að Ijúka við þá, því ég datt steinsofandi út af í fjörunni. Pabbi sagði við mömmu þegar heim kom aö hún skyldi ekki vekja mig næsta morgun. Það var líka snemma byrjaö að sækja sjóinn, róa í forföllum, og grípa þannig inn í til þess að allt gengi sem eðlilegast. Ég var fyrst skráður á skiþ á tvístefnungnum „föðurlandið" bregst ekki í harðindunum' Grein og myndir: Árni Johnsen Harðfylginn, aflakló, útsjónarsamur. Þessi orð má nota um marga af þeim eitilhörðu sjósóknurum á fyrri hluta þessarar aldar og allt fram til dagsins í dag, en hver og einn á þó að sjálfsögðu sína sögu þar sem mismunandi mikíð hefur verið beitt upp í. Einn af þessum mönnum, sem dansa nú á sjöunda áratugnum, er Ásgeir M. Ásgeirsson skipstjóri, sem í 30 ár hefur rekið Sjóbúðina og hún á einmitt afmæli í dag. Sjóbúðin setur svip á Grandann í Reykjavík, því þar eru skipslíkön fyrir fullum seglum, vitaljós í sífellu og fjölmargir gamlir hlutir sem Geiri í Sjóbúðinni hefur sankað að sér, en hver er Geiri í Sjóbúöinni? m/s Andvara, 11 tonna bát, þegar ég var 11 ára gamall. í þessum ígrípum voru aðallega börn og gamalmenni. 10—12 ára aldurinn og svo þeir sem voru jafnvel á níræðisaldri. Það var fast sótt, ýmist dagróðrar eða legið úti á skakinu og saltað um borð. Allir byrjuöu að vinna mjög ungir og á það við um bæði kynin og við höfðum gott af þessu." „Þú hefur fljótt tekið tryggð við hafið." „Ég var ákveðinn í því í æsku að verða sjómaður og ekkert annað.“ „Hvað batt þig svo hafinu?“ „Uppeldið og tengslin. Þegar við fluttum suður var ég 12 ára gamall og okkur taldist svo til að ég hefði 28 mánaða barnaskólanám. Einn vetur bættist við það í Reykjavík. Þá var ég settur í tossabekk, 7E, en um áramótin var écj færður upp í bezta bekkinn, 8B. Eg átti gott með nám og reikningur var mér hugleik- inn, en ég hafði tekiö aðra stefnu. Foreldrar mínir sóttu fast að mér að ganga menntaveginn og sérlega áherzlu lagði móöir mín á þaö. Það varð aö samkomulagi að ef ég næði inn í menntaskóla þá skyldi ég stefna aö því að Ijúka gagnfræða- prófi, en meira vildi ég ekki semja um. Þetta gekk allt vel fyrir sig, en þegar að því kom að Ijúka gagn- fræðaprófi var ég alvarlega að hugsa um að falla á prófinu til þess að lenda ekki í þessu helvítis kvabbi áfram. Ég sagöi Einari Magg að ég væri aö hugsa um aö fara niður undir núlliö, en hann fór þá í Ólaf Dan og þeir stöppuöu i mig stálinu og hvöttu mig til þess að taka eins gott próf og ég gæti. Ég haföi haft mjög gaman af því í stærðfræðinni að finna út mismunandi aðferðir til þess að leysa dæmin og þá hrópaöi Ólafur oft upp: „Vel gert, vel gert.“ Á þessum árum stundaði ég alltaf sjó á sumrin, eitt sumar vann ég hjá Ellingsen. Það var 1927 sem ég tók gagnfræðaprófið, það var gagn í því prófi þá, góð alþýðu- -menntun. Eftir það fór ég alfarið á sjóinn, tók minn eigin kóss í þeim efnum og stundaöi sjómennsku upp frá því, allajafna með beztu afla- mönnum, en sjómennsku hætti ég eftir 30 ár vegna veikinda." „Voru þeir harðsæknari sjó- mennirnir þá?“ „Það meina ég, það var harka aö sækja á þriggja til fjögurra tonna bátum, allt niður á björg, út úr Djúþinu. Maöur hafði svo sem gott af lærdóminum í skólanum, en eitt er víst að maður lærir svo lengi sem maður lifir á sjónum. Hart sótt? spurðir þú. Það má kannski minnast á það út af þessu helvítis hallærishorni, noröaustur- horninu. Það ætti að draga línu frá Húsavík í Dalatanga og loka svæð- inu, þaö hefur verið of dýrt. 1918 brutust ísfirsku sjómennirnir út í gegn um 10 sm þykkan ís þegar frostið skall á og þeir sem ekki náðu að taka veiðarfærin um borð drógu þau á sleðum út ísinn. Engum hefur dottið þetta í hug síðustu ár þegar eitthvert íshröngl hefur verið á norðausturhorninu." „Þeir hafa löngum verið hörku- tól, Vestfirðingarnir." „Aldrei heyrði ég innan við ferm- ingu minnst á orðið vinnuþrælkun. Mér blöskraði þegar stúdentar í Háskóla íslands komu fram í fjöl- miðlum og kvörtuðu undan vinnu- þrælkun í Háskóla íslands. Ég held satt að segja að það sé offram- leiðsla á þessum blessuðu mennta- mönnum og vildi ráöleggja þeim að hvíla sig frá náminu sem finnst vinnuþrælkunin of mikil. Oft held ég líka að prófessorarnir sem krefjast sífellt hærri launa geri sér ekki grein fyrir því hvað búið er að kosta upp á þá til náms, því menntakerfið er dýrt. Manni dettur jafnvel stundum í hug hvoet ekki væri snjallast að skella í lás um sinn.“ „Hvenær laukst þú Stýrimanna- skólanum?" „Það var 1933. Þá var útlitið ekki gott. Aðeins einn af 28 sem luku þá prófi átti von í skipsrúmi sem háseti. Það var Bjarni Ingimarsson, sá mikli aflamaður, en það rættist úr fyrir mörgum okkar, sérstaklega þar sem mikil veikindi urðu á einu skipi og við réðum okkur þangað 5 félagar úr Stýrimannaskólanum. Góö ráð voru dýr, því það voru engir peningar til, komið kvöld og sjógallann vantaði, en við áttum að mæta til skips kl. 5 um nóttina. Ég hringdi þá í Jón í Verðanda og hann kvaö þaö sjálfsagt að afgreiða okkur um nóttina. Eftir að ég fór að verzla hef ég ávallt boðið sjómönnum upp á þessa næturþjónustu sem mér þyk- ir sjálfsögö." „Þú varst 30 ár á sjónum og í dag ertu búinn aó vera 30 ár í verzlun." „í þrettán tíma á dag í 30 ár fyrir utan helgidaga og næturvinnu. Ég var svo heppinn að enginn vildi sjá mig til neins þegar ég varð að fara í land 1950 vegna veikinda og þess vegna er Sjóbúðin til. Ég byrjaði á 3'/* fermetra í húsi Alliance og vörurnar voru tóbak, sælgæti og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.