Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 17 16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 pltrginiiMaliíilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Atlaga að at- vinnurekstrinum Æ’ Aflokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins flutti Jónas H. Haralz bankastjóri ræðu, sem vakið hefur mikla athygli, en sá kafli hennar, sem fjallaði um efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar er m.a. sýnt fram á, að í málefnasamn- ingnum sé um róttækasta markmiðið um lækkun verðbólgu að ræða, sem sett hafi verið fram, sé hann tekinn alvarlega, eða m.ö.o., að verðbólgan verði komin niður fyrir 10% eftir tvö ár. En á hinn bóginn sé þar „bókstaflega ekki nokkur skapaður hlutur, sem orðið gæti til að sigrast á verðbólgunni", segir Jónas H. Haralz og fjallar síðan um svokallaða „niðurtalningarleið", sem gagnstætt tillögum framsóknarmanna gerir ráð fyrir, að verðlagið fari lækkandi burtséð frá kaupgjaldinu. Hann kveðst ekki hafa spurnir af því nokkurs staðar á byggðu bóli, að þvílíkar hugmyndir hafi komið til framkvæmda. — „Annaðhvort er þetta bull,“ segir hann. „Menn meina ekki þetta sem þeir eru að segja, eða, ef menn meina það, þá er hér um að ræða mestu atlögu að atvinnurekstri á Islandi, jafnt einkarekstri og opinberum rekstri, sem sögur fara af. Því þetta þýðir það, að þegar komið er fram á þetta ár, eiga verðhækkanir að vera komnar niður í 25% á ári, en kauphækkunin á sama tíma að vera 35% eða eitthvað svoleiðis. Hvernig halda menn, að nokkur atvinnurekstur geti staðizt við slíkar aðstæður?" Jónas H. Haralz gerir síðan að umræðuefni kaflann um peningamál og sýnir fram á, að hann er í mótsögn við önnur ákvæði málefnasamningsins. Jafnframt vekur hann athygli á, að annars vegar er lögð áherzla á, að ekki verði halli á fjárlögum, en hins vegar felast í málefna- samningnum „útgjaldahækkanir um 25—30 milljarða á árinu 1980 og á næsta ári um 30—35 milljarða. Sé þetta ekki staðreynd, þá er allur sá kafli sem fjallar um alls konar umbótamál, og þar á meðal um landbúnaðarmálin og aðstoð við bændur, markleysa. Eigi þetta að gerast, sem þarna er um rætt, þá kostar það eitthvað svipað þessu. Og þarna er um hreina aukningu ríkisútgjalda og ríkisumsvifa að ræða.“ Jónas H. Haralz segir ennfremur í ræðu sinni: „Það hefur verið spurt um, að hvaða leyti stefna málefnasamningsins bryti í bága við stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Ég skal nefna fjögur atriði sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt megináherslu á í öllu, sem frá honum hefur farið um efnahagsmál á undanförnum árum. í fyrsta lagi hefur verið lögð áhersla á, að unninn sé bugur á verðbólgu með öflugum og samræmdum aðgerðum á sviði fjármála, peningamála og launamála. Samkomulagið gerir ekki ráð fyrir öflugum aðgerðum á neinu þessara sviða og samræmingar gætir hvergi. í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherzlu á, að dregið sé úr umsvifum ríkisins og ríkisútgjöld lækkuð. Sam- komulagið gerir ráð fyrir auknum ríkisumsvifum og ríkisútgjöldum. í þriðja lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á mjög aukið frelsi til athafna í gjaldeyris- málum, í viðskiptum og í verðlagningu. Samkomulagið gerir ekki ráð fyrir, að neitt sé gert í þessu skyni. í fjórða lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt megin áherslu á, að atvinnulífinu séu sköpuð skilyrði til frjálsrar starfsemi á heilbrigðum fjárhagslegum grundvelli. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að þjarmað sé að atvinnulífinu með ströngu verðlagseftirliti og rangri gengisskráningu. Jafnframt séu ríkisafskipti stóraukin með fyrirskipandi áætlunargerð og lánveitingum úr opinberum sjóðum í samræmi við þær áætlanir. Þetta allt saman verður svo undir stjórn þeirra ráðherra sem með atvinnumál fara, en þeir eru allir úr röðum helstu andstöðuflokka Sjálfstæðis- flokksins nema landbúnaðarráðherra." Fjölmenni var á útifundinum og KÓður rómur var gerður að ræðum framsögumanna. Mötuneytismál framhaldsskólanema: Fjölmennur fundur á Lækjartorgi í gær LANDSSAMBAND menntaskóla- ok fjölbrautaskólanema gekkst fyrir útifundi a Lækjartorgi í gær til þess að fylgja eftir kröfum um mötuneyti framhaldsskóla. Krefjast framhaldsskólanemar þess að ríkið greiði launakostnað við mötuneytin, auk þess sem þess er krafist að komið verði upp mötuneytum í þeim skólum sem ekki hafa þau nú þegar. Telja framhaldsskólanemar þetta stóran þátt í þeirri viðleitni að tryggja öllum jafnan rétt til náms. Á útifundinum í gær, sem var allfjölmennur, fluttu ræður þeir Hrólfur Ölvisson í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti, Kristján Hansen í Menntaskólanum í Reykjavík og Gunnar Ingimarsson í Menntaskól- anum á Akureyri. Var málflutningi þeirra vel tekið og tóku fundarmenn undir kröfur fæðumanna með því að hrópa slagorð og syngja baráttu- söngva. Fundarstjóri á fundinum var Ingi Þór Hermannsson, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Á fundinn bárust nokkur skeyti, þar sem tekið var undir kröfur fundarboðenda og lýst fullum stuðn- ingi við baráttuna fyrir mötuneytum í alla framhaldsskóla. Meðal þeirra sem sendu skeytin voru mennta- skólanemar á ísafirði, Stúdentaráð Háskóla íslands og nemar Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Sem fyrr segir var fundurinn allfjölmennur og fór vel fram í alla staði. Góður rómur var gerður að máli ræðumanna og borin voru kröfuspjöld með ýmsum áletrunum og hvatningarorðum varðandi mötu- neytismálin. Að fundi loknum dreifð- ist mannfjöldinn, en forystumenn sambandsins gengu til Alþingishúss- ins, þar sem Eiði Guðnasyni alþing- ismanni og formanni fjárveitingar- nefndar voru afhentar kröfurnar. Fram kom í máli ræðumanna á útifundinum, að mikil samstaða er meðal framhaldsskólanema í þessu máli og hafa þegar safnast meira en fjögur þúsund undirskriftir meðal framhaldsskólanema, þar sem tekið er undir kröfurnar um að ríki greiði launakostnað við mötuneytin, að mötuneytin verði í öllum fram- haldsskólum og að aðstaðan verði bætt þar sem hún er ónóg nú. Ingi Þór Hermannsson: Mikilvægur liður í viðleitni til að koma á jafnrétti til náms „KRÖFUR okkar eru alveg ljósar." sagði Ingi Dór Hermannsson nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og formaður framkvæmdastjórnar Sambands menntaskóla- og fjölbrautaskólanema í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins í gær. Ingi l>ór var þá að koma frá Alþingishúsinu. þar sem hann og félagar hans höfðu afhent formanni fjárveitingarnefndar kröfu framhaldsskólanema í mötuneytismálum. „Kröfur okkar eru þær," sagði Ingi I>ór ennfremur, „að ríkið greiði launakostnað í mötuneytum framhaldsskólanna. sem og raunar í öðrum skólum. Launakostnaður er um það bil 45% af kostnaði við mötuneytin, og hér er því um að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál nemenda. Gunnar Ingimarsson nemi i Menntaskólanum á Akureyri. sagði Gunnar ennfremur, „en fullt fæði fyrir stráka nú í vetur kostar 525 þúsund krónur, en eitthvað minna fyrir stúlkur. Þegar tillit er til þess tekið að launakostnaður í mötuneytunum er milli 40 og 50% af þessari upphæð, þá sést hve það er aðkallandi réttlætismál að rikið greiði þennan lið kostnaðarins. Miklu dýrara er fyrir þá að stunda nám sem ekki geta búið heima hjá sér en hina, sem búa skammt frá skólunum, en til dæmis í M. A. munu það vera milli 170 eg 180 manns sem borða í mötuneyt- Þá krefjumst við þess að komið verði upp viðunandi mötuneytisað- stöðu í öllum skólum, en það er ákaflega brýnt hagsmunamál skóla- nema á íslandi, og verði þeim komið upp í öllum skólum er stigið stórt skref í þá átt að koma á jafnrétti allra nema til náms. Mötuneytiskostnaður er nú um það bil 600 þúsund krónur yfir veturinn fyrir hvern nemanda, svo auðvelt er að sjá að launaliðurinn, um það bil 45% af heildarkostnaðin- um, skiptir mjög miklu máli. Ekki leikur á því nokkur vafi að mun dýrara er fyrir þá nemendur að sækja skóla, sem ekki geta búið heima hjá sér, og því er nauðsynlegt að vinna að lækkun kostnaðar hjá þeim.“ — Hvar er aðstaðan í mötuneyt- ismálum best núna? „Langbesta aðstaðan er vafalaust í Menntaskólanum í Hamrahlíð, og víðar er hún þokkaleg. Ástandið er hins vegar ákaflega slæmt annars staðar, til dæmis í Fjölbrautarskól- anum á Suðurnesjum. Þar er nem- endum ekið í skólann klukkan átta árdegis, og heim aftur klukkan átján, en engin aðstaða er í skólan- um til að næra sig. Þá er í mörgum skólum selt kakó og brauð á upp- sprengdu verði til að standa undir kostnaði, en allt er málið þannig vaxið að við teljum brýnna úrlausna þörf.“ — Hvernig er samstaða meðal framhaldsskólanema um þetta mál, og hvernig hefur ykkur verið tekið af yfirvöldum, til dæmis formanni fjár- veitinganefndar? „Samstaða er mikil um þetta mál, eins og viðbrögð þau sem undir- skriftasöfnunin fékk, sýna. Ekki hefur hins vegar gengið eins vel að ýta þessu máli áfram innan kerfis- ins. Eiður Guðnason formaður fjár- veitinganefndar hefur tekið okkur vægast sagt illa, og ekki lofað neinu, og okkur hefur ekki tekist að fá viðtal við fjárveitinganefnd vegna þessa máls. Hefur Eiður raunar haldið því fram að sjúklingar úti á landsbyggðinni muni hr.vnja niður, verði gengið að kröfum okkar, þar sem svo víða sé úrbóta þörf í heilsugæslu. Upphæðin sem þetta „mötuneyt- ismál" myndi hins vegar kosta ríkið er hins vegar ekki nema um það bil 100 milljónir á ári, og eru þá allir skólar taldir með. En málið hefur nú verið að veltast um í menntamála- ráðuneytinu í tvö ár, eða þar til fyrir skömmu er Vilmundur Gylfason fráfarandi menntamálaráðherra mælti með því við fjárveitinganefnd að tekið yrði á málinu. — Hvað svo verður vitum við ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum. Ingi Þór Ilermannsson. formaður framkvæmdastjórnar Sambands menntaskóla- og fjölbrautaskólanema. afhendir Eiði Guðnasyni formanni fjárveitinganefndar Alþingis kröfur framhaldsskólanema. Ljósm. RAX Gunnar Ingimarsson: „Skólaganga dýrari fyrir þá sem þurfa að borða í mötuneytum“ „Mötuneytisaðstaðan hjá okkur í Menntaskólanum á Akureyri er mjög góð og fa?ðið í mötuneytinu er ágætt," sagði Gunnar Ingimarsson nemi i M. A. er við hittum hann fyrir utan Alþingishúsið í gær og spurðum hann um mötuneytismál nyrðra. „Kostnaður er hins vegar mjög mikill eins og nú er í pottinn búið,“ inu. Þar eru nær eingöngu á ferðinni utanbæjarnemendur, hinir borða heima hjá sér. Ekkert vafamál er að hér þarf að breyta til þess að skapa raunverulegt jafnrétti í aðstöðunni til náms og um það er full samstaða með framhaldsskólanemum. Fund- urinn í dag og meira en 4000 undirskriftir eru því til sönnunar meðal annars,“ sagði Gunnar að lokum. Kristján Hansen: „Aðstæður væg- ast sagt lélegar64 „AÐSTÆÐUR í mötuneytismálum framhaldsskólanna eru vægast sagt lélegar," sagði Kristján Ilansen nemi í Menntaskólanum í Reykja- vík, er blaðamaður ræddi við hann eftir fundinn á Lækjartorgi í gær. „Hjá okkur í M.R. er til dæmis brasað í lítilli kompu, þar sem aðstæður eru alls ófullnægjandi, en þó má segja að fyrir öllu sé að hafa einhvers konar mötuneytisaðstöðu í skólanum, og við erum betur sett en sumir aðrir. En við leggjum áherslu á að jafnrétti til náms er í raun ekki tryggt fyrr en þessi mötuneytismál eru komin á réttan kjöl, svo stór kostnaðarliður sem það er fyrir marga nemendur," sagði Kristján að lokum. Kristján Hansen nemi í M.R. Þorsteinn Pálsson: Stjórnmálaumræður bera þess stundum merki að þeir sem að þeim standa gera takmarkaðar kröfur til sjálfra sín um röksemdafærslu og skýra afstöðu. Höfundur Reykja- víkurbréfs Morgunblaðsins síðast- liðinn sunnudag sýnir af sér þetta algenga kæruleysi. Óhjákvæmilegt er því að gera nokkrar athugasemdir við þau skrif. í þeim hlut Reykjavíkurbréfsins er fjallar um launamál er jórtrað á sömu tuggunni og í fyrra vetur um ( kærleika VSÍ og vinstri stjórnarinn- ar, sem nú hefur verið endurreist. Skrif þessi eru að því leyti ágæt, að þau varpa ljósi á þá staðreynd, að Vinnuveitendasambandið lætur hags- muni atvinnufyrirtækja og starfs- manna þeirra sitja í fyrirrúmi án tillits til þess, hverjir sitja í ríkis-, stjórn á hverjum tíma. Reykjavíkur- bréf Morgunblaðsins er á hinn bóginn tilefni til andsvara fyrir aðrar sakir. Með því sýnist blaðið vera að freista þess að melta eitt stærsta efnahags- Íega uppgjör, sem þjóðin glímir nú við, með einskonar kersknipólitík samkvæmt viðurkenndum lögmálum í pólitískum umræðum. í skrifum Morgunblaðsins um laun- amál er hvergi að finna neitt bitast- ætt um afstöðu blaðsins sjálfs. Þar er einvörðungu reynt að erta pólitíska Kersknipólitík í launamálum andstæðinga af því að þeir snúast eins og vindhanar með launahækkun- um eða á móti eftir því, hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu og draga óskylda aðila eins og VSÍ inn í þá þrætubókarlist. Auðvitar er það hlutverk blaða að vekja athygli á slíkri ósamkvæmni í málflutningi stjórnmálamanna. En til ábyrgra blaða eru líka gerðar aðrar og meiri kröfur. Horft framhjá veiga- mestu atriðunum í nefndu Reykjavíkurbréfi er ekki gerð minnsta tilraun til þess að meta þær efnahagslegu aðstæður, sem setja þjóðinni mörk við útgjalda- ákvarðanir. Því síður er tekin afstaða til markmiða og leiða í þeim efnum. Kersknipólitíkin gengur út á það, að vinstri stjórnir eigi sterka stuðn- ingsmenn þar sem er Vinnuveitenda- samband Islands. Jafnframt er stað- hæft að vinstri stjórnin nýja þurfi ekkert að óttast þó að Guðmundur J. tali digurbarkalega um súkkulaði- drengi og pappírstígrisdýr, því að sjálfur sé hann eins konar pappírstígrisdýr þegar hans eigin flokksmenn eiga aðild að ríkisstjórn. Hér er ekkert sagt svo ákveðið að taka megi á. En þessi skrif verða ekki skilin öðru vísi en þannig, að Morgun- blaðið er að setja Vinnuveitendasam- bandið í það ljós að það sé verkfæri í höndum ríkisstjórna til þess að brjóta á bak aftur sanngjarnar kröf- ur um launahækkanir. En þar sem Morgunblaðið horfir framhjá öllum veigamestu atriðum kjaramálanna í þessari umfjöllun sinni, er óhjá- kvæmilegt að varpa á þau ljósi. Trauðla verður séð hvernig skipa á einstökum aðilum, sem hlut eiga að máli við kjaraákvarðanir, í gæða- flokka án þess að taka mið af aðstæðum í þjöðarbúskapnum. VSÍ vill ekki semja um gengisfellingar og verðhækkanir Alþýðusamband íslands hefur sett fram kauphækkunarkröfur svo og einstök félög innan þess. Hér er um mismiklar kröfur að ræða, en þær fara í flestum tilvikum yfir 25% þegar horft er á sameiginlegar kröfur og sérkröfur, sem ýmist eru fram komnar eða í deiglunni. Kröfur BSRB eru svo enn hærri. Þessar kröfur eru settar fram við sérstakar aðstæður í efnahagsmálum. Þjóðartekjur hafa dregist saman og horfur eru á að þær muni lækka á þessu ári. Birtar hafa verið tölur, er sýna að viðskiptakjör hafa versnað um 19%. Þessi tala sýnir rýrnun kaupmáttar útflutn- ingstekna þjóðarbúsins. Deilan, sem nú stendur snýst um það, hvort unnt er að auka kaupmátt launa um 25% eða meira þegar kaupmáttur útflutn- ingstekna hefur minnkað um 19%. Afstaða VSÍ hefur verið sú að semja ekki um kauphækkanir sem greiða þarf með innistæðulausum ávísunum gengisfellinga og verð- hækkana. Það hefur með rökum bent á að sú leið bætir ekki lífskjör fólksins í landinu. Og hún grefur undan rekstri atvinnufyrirtækjanna. A síðustu fimm árum hefur aðeins ein króna af hverjum hundrað sem bætt hefur verið við í launaumslögin skilað sér í auknum ráðstöfunartekj- um. Ef menn á annað borð hafa hug á því að bæta lífskjörin í landinu, verður ekki hjá því komist að taka á kjaramálunum með öðrum hætti en verið hefur. Skiptir verðbólgu- stigið engu máli? Að óbreyttum kjarasamningum og með gildandi verðbótareglum sam- kvæmt lögum má reikna með að verðbólgan verði yfir 50% í árslok verði ekki um frekari rýrnun við- skiptakjara að ræða. Yrði á hinn bóginn gengið að kröfum ASÍ stæðum við frammi fyrir 80—90% verðbólgu í lok ársins. Tillögur VSÍ gætu á hinn bóginn fært verðbólgustigið niður í rúmlega 40% á þessu ári. I umræðum um endurnýjun kjarasamninga geta menn ekki horft framhjá þessum alvarlegu vísbendingum. Fróðlegt væri að fá það fram, hvort Morgun- blaðið telur að gera eigi kjarasamn- inga með það að markmiði að draga úr verðbólgunni. Eða skiptir það e.t.v. engu máli? Það hefur ekki tíðkast að laun- þegasamtök styddu kröfur sínar efnahagslegum rökum. í raun réttri ætti þó ekki að taka kröfur þeirra til alvarlegrar umfjöllunar, nema þær væru studdar slíkum rökum. Samn- ingaráð VSÍ hefur á hverjum fundi með samninganefnd ASÍ sett fram ósk um að báðir aðilar settu niður sameiginlega sérfræðinganefnd til þess að meta þær efnahagslegu for- sendur, sem endurnýjun kjarasamn- inga ætti að taka mið af. Þessari ósk hefur alfarið verið hafnað af ASÍ. Vinnuveitendasambandið telur þar á móti að það skipti verulegu máli, hver greiðslugeta atvinnuveganna er, hvað kaupkröfurnar kosta í heild, hvort þær geti skilað kaupmáttaraukningu, eða séu aðeins vatn á mylluhjól verðbólgunnar, hvaða áhrif þær hafi á samkeppnishæfni atvinnuveganna, gengi krónunnar og viðskiptajöfnuð. ASÍ vill ekki horfast í augu við þessar spurningar. Og Morgunblaðið sýnist vera við sama heygarðshornið, þó að þar liggi e.t.v. aðrar ástæður að baki. Hver er afstaða Morgunblaðsins Tveir af forystumönnum Verka- mannasambandsins hafa í þingflokk- um þeim, er þeir eiga sæti í, nýlega gert tillögur um ráðstafanir í efna- hagsmálum, er gera ráð fyrir óbreyttu grunnkaupi og frá 2% og upp í 7% kjaraskerðingu milli áranna 1979 og 1980. VSÍ er sammála því mati á efnahagsástandi, sem lagt er til grundvallar í þessum tillögum. Afstaðan er einfaldlega sú að kaup- hækkanir við núverandi aðstæður geta ekki leitt til meiri kaupmáttar. Og til hvers er þá unnið? Eina færa leiðin til þess að auka ráðstöfunar- tekjur einstaklinga eins og sakir standa er að draga úr samneyslunni. Það er á hin bóginn pólitísk ákvörð- un, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa takmörkuð áhrif á og forystu- menn launþega virðast vera algjör- lega áhugalausir um. Fjármálaráðherrann segir í blaða- viðtali að heitasta ósk íhaldsaflanna, sem hann kallar svo, sé að hækka kaup. Oftast nær hefur heyrst annað hljóð úr þeim strokki. En í þessum ummælum felst einfaldlega það mat að þjóðarbúið þoli ekki almennar kauphækkanir, enda hefur ráðherr- ann alfarið hafnað kröfum þar að lútandi. En nú er það spurning, sem Morgunblaðið verður að svara: Telur það, að nú séu þær aðstæður fyrir hendi að auka megi kaupmátt? Með öðrum orðum: Er það ósammála afstöðu fjármálaráðherrans, hvað sem líður fyrri skoðunum hans, og þeirri afstöðu sem VSÍ hefur tekið. Með tilliti til þess, hversu miklu rúmi blaðið hefur varið undir kersknipólitík um þessi mál væri fróðlegt að sjá það taka afstöðu til þeirra álitaefna, sem raunverulega eru uppi á teningnum í þessum efnum. VSÍ vill bæta lífs- kjörin með aukinni verðmætasköpun Vinnuveitendur vilja ekki halda lífskjörum starfsmanna sinna niðri. Þvert á móti eru það hagsmunir atvinnufyrirtækja í neyzluþjóðfélagi að lífskjör séu góð. Reynslan hefur á hinn bóginn sýnt, að kauphækkanir, sem ekki eru innan þeirra marka, er verðmætasköpunin setur leiða aðeins til verðbólgu og lakari lífskjara þegar til lengdar lætur. Hlutfall launa af þjóðartekjum er hér með því hæsta sem þekkist meðal annarra þjóða. Kjarabætur verða því ekki sóttar með því að breyta þessu hlutfalli. Það verður aðeins gert með aukinni verð- mætasköpun. Að því marki ber að stefna. Hagsmunir atvinnufyrirtækj- anna og starfsmanna þeirra fara þar saman. Hagsmunastríð þessara aðila er að meira og minna leyti pólitískur tilbúningur. Hagnaður í atvinnu- rekstri er báðum aðilum sameiginlegt keppikefli. Hafi menn á annað borð áhuga á að líta á þessi mál af raunsæi og án tillits til þess tilbúna stríðs- ástands, er löngum hefur ríkt á þessu sviði, þurfa allir þeir, sem hlut eiga að máli og þar á meðal blað eins og Morgunblaðið að taka viðfangsefnið nýjum tökum. Gamaldags kerskni- pólitík er ekkert framlag til þeirrar nýsköpunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.