Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR1980 Karl Simonar- son á Eskifirði sjötugur í dag KARL Símonarson, framkvæmda- stjóri, TúnKötu 8 á Eskifirði, er sjötugur í dag. Karl hefur um fjölmörg ár rekið vélaverkstæði Eskifjarðar og þá hefur hann og gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt og sat í mörg ár í hreppsnefnd Eskifjarðar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Karl er kvæntur Ann Britt Símonarson, fæddri í Svíþjóð, og eignuðust þau þrjú börn. Vinir og kunningjar senda þeim hugheilar kveðjur í tilefni dagsins, en Karl dvelst í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík. Hverfafundir í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Haínarfjarðar hefur ákveðið að efna til tveggja funda með íbúum Hafnarfjarðar, þar sem rætt verður um málefni Hafnarfjarðarbæjar. Fyrri fundurinn verður í Víðistaðaskóla miðvikudaginn 20. Kirkjukvöld á föstu í Bú- staðakirkju SÖFNUÐIRNIR reyna ætíð að virða sérstöðu föstunnar með sér- stöku helgihaldi, þar sem Passíu- sálmarnir og píslarsagan hafa ver- ið aðalþættirnir. I Bústaðakirkju mun dr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöll- um gefa föstuhaldinu annað yfir- bragð en venjulega. Hann mun ræða um föstuna ekki aðeins í siðum og venjum kirkjunnar, held- ur einnig í hinum ýmsu listgrein- um. Verður hljómlist flutt og litskyggnum brugðið á tjald auk lesturs úr bóklegum fræðum. Þessi kirkjukvöld á föstu verða hvert miðvikudagskvöld og hefjast kl. 8:30. Eru vitanlega allir vel- komnir, en fyrsta samkoman er í kvöld, öskudag. Frá Bústaðasfjkn febrúar n.k. kl. 20:30 og er sá fundur einkum ætlaður þeim íbúum Hafnarfjarðar, sem búa vestan Reykjavíkurvegar. Síðari fundurinn, sem er fyrir íbúa austan Reykjavíkurvegar, verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar n.k. Fundarstaður þá verð- ur í FlensborgarSkóla og hefst fundurinn kl. 20:30. Á fundum þessum mun Einar I. Halldórsson bæjarstjóri ræða um rekstur bæjarfélagsins, fjárhags- áætlun fyrir 1980 og helstu fram- kvæmdir, sem eru á döfinni hjá bænum. Þá mun Björn Árnason, bæjarverkfræðingur, fjalla um verklegar framkvæmdir og Sigur- þór Aðalsteinsson, skipulagsfull- trúi, spjallar um skipulagsmál og hvernig hugsanlegt er að byggðin í Hafnarfirði muni þróast á næstu árum. Að loknum framsöguerindum munu formælendur og bæjarfull- trúar svara fyrirspurnum fundar- manna. JNNLEN-T Fundur hjá BSRB FRÆÐSLUNEFND BSRB gengst i dag fyrir fundi um skattamál þar sem fjallað verður um helztu atriði skattalaga og leiðbeina varðandi skattaframtöl. Fundurinn hefur yfirskriftina „Skattaskýrslan þín“ og verður haldinn að Grettisgötu 89 og hefst kl. 20:30. Jón Guðmundsson nám- skeiðsstjóri hjá ríkisskattstjóra flytur erindi, svarar fyrirspurnum um ýmsar þær breytingar, sem leiða af hinum nýju lögum um tekjuskatt og eignaskatt og fjalla um breytt framtalseyðublað. Þá verður á Akureyri haldið erindi um sama efni í kvöld, miðvikudag kl. 20. Guðmundur Gunnarsson fulltrúi á Skattstofu Norðausturlands annast fundinn, sem fer fram í Iðnskólanum. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálístæðismanna: Afdrifaríkar afleiðingar þegar menn standa ekki við yfirlýsingar sínar „ÉG vil nú sem minnst um þetta segja, en þetta er í samræmi við vinnubrögð þessara félaga okkar að undanförnu. Þetta heitir víst á nútímamáli að losa sig úr flokks- böndunum. en um leið binda menn trúss sitt við sína pólitisku andstæð- inga,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna. er Mbl. ræddi við hann í gær eftir kosningar á Alþingi i stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins.Þar fékk framboð sjálf- steeðismanna aðeins 17 atkvæði. og náðu því tveir fulltrúar kjöri, cn sá þriðji, Ólafur G. Einarsson féll fyrir Eggert Haukdal. „Það virðist svo komið,“ sagði Ólafur, „ að ef tiltekinn hópur í þingflokknum fær ekki ákveðinn kvóta í nefndir og ráð vegna breyttra forsendna, eins og þeir kalla það, þá fari hann sínu fram, hvað sem líður samþykktum í þingflokknum og áður gefnum loforðum. Þetta eru vinnu- brögð, sem ég kann ekki að meta.“ Mbl. spurði Ólaf, hvort það hefði komið honum á óvart að framboð sjálfstæðismanna fékk aðeins 17 atkvæði, en ekki 18, og hvort hann vissi, hvaða þingmaður sjálfstæð- ismanna hefði í atkvæðagreiðslunni bætzt í hóp stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar. „Miðað við ítrekaðar yfirlýsingar þingmanna á þingflokksfundum kom þetta mér þrátt fyrir allt á óvart,“ svaraði Ólafur. „Það var að vísu orðið ljóst með fjóra þingmenn sjálfstæðismanna, að þeir myndu greiða framboði stjórnarliðsins atkvæði sín, ef til þess kæmi, en aðrir þingmenn flokksins höfðu ítrekað lýst því yfir, að þeir myndu greiða framboði okkar atkvæði. En þetta var leynileg atkvæðagreiðsla, svo menn verða bara að velta því fyrir sér, hver sá fimmti var.“ Þá spurði Mbl. Ólaf, hvort hann teldi, að þetta boðaði enn frekari klofning í þingflokki sjálfstæð- ismanna. Hann sagði: „Ég óttast það, að aftur geti myndast hópur um mann og málefni, ef menn ná ekki sínum vilja fram innan þingflokksins og sætta sig ekki við vilja meirihlut- ans. Það er allavega komið fordæmi fyrir því, að menn fari bara sínu fram og sérstaklega getur þetta haft afdrifaríkar afleiðingar, þegar svona auðsótt er um stuðning inn í and- stöðuflokka Sj álfstæðisflokksins." Mbl. bað Ólaf að skýra aðdraganda þess framboðs, sem meirihluti þing- flokks sjálfstæðismanna stóð að. „Það var gengið frá framboði okkar í fjárveitinganefnd og stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins um miðj- an janúar," sagði Ólafur. „Þessi framboð voru leyst saman vegna þess að bæði Friðjón Þórðarson og Steinþór Gestsson sóttust eftir því að komast í fjárveitinganefnd sem fjórði fulltrúi okkar. Ég samþykkti þá að fara úr öðru sæti framboðsins í stjórn Fram- kvæmdastofnunar í þriðja sætið, sem var vonarsæti þá, gegn því að Steinþór Gestsson tæki annað sætið og þannig kæmist Friðjón fyrirhafn- arlaust í fjárveitinganefnd. Þetta var samþykkt og þingflokkurinn gekk svo frá framboðunum í samræmi við þetta. Þetta samkomulag hélt við kosningu í fjárveitinganefnd, en ekki við kosninguna í stjórn Fram- kvæmdastofnunar í dag.“ „Það er ekkert mál fyrir mig persónulega að vera ekki kosinn í stjórn Framkvæmdastofnunarinn- ar,“ sagði Ólafur, er Mbl. spurði hann, hvort honum féllu úrslit kosn- inganna persónulega þungt. „Ég taldi það hins vegar nokkurs virði fyrir þéttbýlið á mínu svæði að vera þarna í stjórn. En burtséð frá mínum hlut í þessu ákveðna máli, þá hlýtur það að hafa einhver áhrif að horfa upp á það, að menn hvorki virða meirihluta- ákvarðanir þingflokksins eða standa við sínar yfirlýsingar, þegar til kastanna kemur.“ Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra: Stuðningsmeim stjórnarinn- ar hljóta að tryggja hana á þýðingarmestu póstum „MÉR finnst það augljóst. að rikisstjórnin hljóti að tryggja sér starfsaðstöðu á helztu vígstöðv- um, ekki sízt þegar yfirlýsingar um harða stjórnarandstöðu hafa verið gefnar. Ég sé ekki, hvernig hægt er að vinna með því að rikisstjórnin hefði ekki meiri- hluta á svo þýðingarmiklum póst- um sem fjárveitinganefnd og stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins. Við sjálfstæðismennirn- ir, sem styðjum þessa ríkisstjórn, hljótum því að taka þátt i að tryggja henni starfsaðstöðu á þessum vettvöngum, en að öðru leyti en í kosningunum til stjórn- ar Framkvæmdastofnunar kusum við með þingflokki Sjálfstæðis- flokksins i dag,“ sagði Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, er Mbl. ræddi við hann eftir kosn- ingar á Alþingi i gær. „Það er rétt,“ sagði Friðjón, „ að það var búið að fara yfir þessar tilnefningar sjálfstæðismanna í nefndir í vetur, þótt ekki væri þar allt fullfrágengið. En síðan hefur margt breytzt og þegar fyrir liggja yfirlýsingar jjm harða stjórnar- andstöðu, þá hljóta stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að tryggja hana á veigamestu vígstöðvunum. í sambandi við fjárveitinga- nefnd, þá sóttist ég eftir að komast í hana sem fulltrúi Vesturlands og Steinþór Gestsson sóttist eftir því sama fyrir Suðurland. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks- ins, leysti þá málið á þann hátt, að Steinþór færi í framboð til stjórn- ar Framkvæmdastofnunarinnar og í fjárveitinganefndina. Þegar ég varð ráðherra bauð ég Steinþóri að taka mitt sæti í fjárveitinganefnd, en hann hafnaði því. Þessi mál voru rædd ítarlega við formann þingflokks sjálfstæð- ismanna og þingflokkinn, en því miður náðist ekki samkomulag um stjórn Framkvæmdastofnunar." Mbl. spurði Friðjón, hvort hann teldi að kosningarnar í stjórn Framkvæmdastofnunar myndu auka á erfiðleikana í samskiptum Gunnarsmanna og meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna. „Ég vona ekki,“ svaraði hann. „Ég held að menn hljóti að sjá, að ríkis- stjórn, hver sem hún er og hvernig sem hún er til komin, getur ekki sett sig í þá aðstöðu að vera í minnihluta á þýðingarmestu stöð- unum. Þess vegna hlutum við stuðningsmenn hennar að tryggja henni meirihluta í stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar. Annað hefði ekki verið rökrétt af okkar hálfu.“ Mbl. spurði Friðjón, hvort hon- um hefði komið á óvart, að þeim yfirlýstum stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar í þingflokki sjálfstæðismanna hefði bætzt liðs- auki í kosningunum til stjórnar Framkvæmdastofnunarinnar, en listi meirihluta þingflokksins fékk aðeins 17 atkvæði. „Nei,“ sagði Friðjón, en hann kvaðst ekki vita til þess að formlegt samkomulag hefði verið um þennan liðsauka fyrir kosninguna. Kjaradómur í máli BHM og fjármálaráðherra: Ekki grundvöllur fyrir grunnkaupshækk- unum vegna afkomuhorf a í þjóðarbúskapnum KJARADÓMUR hefur komist að niðurstöðu i máli Bandalags há- skólamanna gegn fjármálaráð- herra um kaup og kjör og í dómabók Kjaradóms segir m.a., að samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna, skuli Kjaradómur gæta þess við úrlausnir sínar, að ríkis- starfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en rikinu. Þá skal höfð hliðsjón af almennum afkomu- horfum þjóðarbúsins. Þá segir: Aðalkjarasamningar Bandalags háskólamanna og fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs var síðast ákveðinn með dómi Kjaradóms 18. nóvember 1977 og gilti frá nóv- emberbyrjun 1977 til októberloka 1979. 1. júní 1977 höfðu tekist almennir kjarasamningar í land- inu og aðalkjarasamningi ríkisins við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var lokið 25. október 1977. Kjarasamningar þessir eru nú útrunnir án þess að nýir hafi komið í þeirra stað. Almennar kaupbreytingar hafa því ekki orðið á þessum tíma að öðru leyti en rekja má til áhrifa laga um kjaramál og laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu, sem sett voru síðari hluta árs 1978, síðast lög nr. 103/1978, og eftir það til laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála o.fl. að því er varðar verðbætur á laun, og bráðabirgðalaga nr. 92/1979 um 2% hækkun lægstu launa hinn 1. desember 1979. Verðbætur á laun félagsmanna sóknaraðila í þjónustu ríkisins hafa vegna þessarar lagasetningar orðið minni en að óbreyttum verð- bótaákvæðum síðasta aðalkjara- samnings. Hins vegar er hér um að ræða almenna lagasetningu og nær til alls þorra launþega ef undan eru skilin ákvæði í lögum nr. 92/1979 um sérstaka 2% hækk- un lægstu launataxta. Að því er verðbætur á laun varðar njóta ríkisstarfsmenn í Bandalagi há- skólamanna sömu kjara og aðrir, sbr. og dóm Kjaradóms 4. mars 1979. Aðstæður hafá ekki breyst á þann veg frá setningu laga nr. 13/1979, að efnisástæður séu til rýmkunar á regjum þeirra um verðbætur á laun, en þeim má breyta við gerð kjarasamnings, sbr. VIII. kafla, I. ákvæði til bráðabirgða. Verði hins vegar með lögum eða almennum kjarasamn- ingum gerðar breytingar á þessum reglum kemur til álita endurskoð- unarréttur aðalkjarasamnings að þessu leyti skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973. Kjaradómi ber að hafa hliðsjón af almennum afkomuhorfum þjóð- arbúsins en þær virðast með þeim hætti nú, að ekki sé grundvöllur fyrir almennum grunnlaunahækk- unum um sinn. Þegar þetta er virt standa ekki efni til að taka til greina kröfu sóknaraðila um hækkun launa- stiga, fjölgun launaþrepa eða breytingar á verðbótaákvæðum, en í öðrum atriðum eru gerðar nokkr- ar breytingar til einföldunar og samræmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.