Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 23 Hver og hvernig á að annast uppeldi barna? Sólveig Ólafsdóttir formaður KRFÍ (t.v.) og Jónína Guðnadóttir formaður þeirrar nefndar er skipuleggur ráðstefnuna. / Ljósm. Kristján. r Kvenréttindafélag Islands gengst fyrir ráðstefnu um „jafna foreldraábyrgð“ KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands — KRFÍ — hefur ákveðið að efna tii ráðstefnu undir heitinu „Jöfn foreldra- ábyrgð“ að Ilótel Borg 23. febrúar næst komandi kl. 13 — 18. Alþjóðasamband kven- réttindafélaga, sem KRFI á aðild að, valdi þetta viðfangs- efni vegna alþjóðaárs barns- ins 1979 og beindi því til aðildarfélaga að þau gengjust fyrir umræðufundum um það. Ráðstefnan hefst með setn- ingu formanns KRFÍ, Sólveig- ar Ólafsdóttur, en síðan verður flutt framsöguerindi. Fyrst talar Guðrún Erlendsdóttir dósent um löggjöf er snertir börn og ábyrgð foreldra fyrr og nú. Mun hún og gera grein fyrir frumvarpi til barnalaga sem legið hefur fyrir Alþingi nokkur undanfarin ár. Þá verður fjallað um heimili og fjölskyldu og mun Björg Ein- arsdóttir skrifstofumaður hafa framsögu um verkaskipt- ingu foreldra innan veggja heimilisins sem mótandi afl í að skapa ímynd foreldra í augum barna. Um hlutverk foreldra utan heimilis við tekjuöflun, félagsstörf og tóm- stundir o.fl. talar Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi. Þriðji efnisþáttur ráðstefn- unnar verður um foreldra- ábyrgð annars vegar og ábyrgð hins opinbera hins vegar. Guð- finna Eydal sálfræðingur talar um það hvar mörkin milli þessara tveggja aðila séu eða eiga að vera en síðar mun Bessí Jóhannsdóttir fjalla um það hvernig opinberir aðilar geta komið til móts við það sjónarmið að ábyrgð á börnum jafnist á foreldrana meir en nú er. Kári Arnórsson skólastjóri þessum þætti um innra starf í skólum og fræðslu sem getur stuðlað að því að gera einstakl- inga af báðum kynjum ábyrga fyrir eigin framfærslu. mun hafa síðustu framsögu í Fjórði og síðasti þáttur um- ræðnanna fjallar um vinnu- markaðinn. Framsögu um þennan þátt hafa Bergþóra Sigmundsdóttir þjóðfélags- fræðingur og Haukur Björns- son framkvæmdastjóri. Að framsöguerindunum loknum munu hópar fjalla um þau efni sem að ofan greinir en niðurstöður þeirra verða síðan ræddar eftir því sem tími vinnst til. Sólveig Ólafsdóttir mun síðan slíta ráðstefnunni kl. 18. Breytingar fyrirhugaðar á starfsemi og lögum KRFÍ Á fundi sem KRFÍ hélt með blaðamönnum kom það fram að starfssvið félagsins hefur breyst mikið á síðustu árum. í fyrstu var það markmið fé- lagsins að fá aukin réttindi til handa konum. Nú hafa konur hins vegar fengið flest lagaleg réttindi til jafns við karlmenn. Starfsemi félagsins hefur því mótast af því að breyta við- horfum fólks til jafnréttis- mála. „Þótt stundum hafi verið allerfitt að fá lögunum breytt þá má búast við því að enn erfiðara verði að breyta hug- arfari fólks," sagði Sólveig Ólafsdóttir formaður KRFÍ. Þá kom það fram á fundin- um að á landsfundi KRFÍ í haust verður rætt um gagn- gera breytingu á störfum og lögum félagsins. í tengslum við fundinn er einnig ráðgert að halda fund með konum sem sitja í sveitarstjórnum víðs vegar um landið í því augna- miði að kanna þátttöku kvenna í sveitarstjórnarmal- um. Mildur vetur í Stykkishólmi Stykki.shólmi. 14. íebr. 1980. ÞAÐ sem af er vetri hefir hann verið mildur. Ekki hefir verið um mikinn ís að ræða á firðinum eins og oft áður, þegar jafnvel höfnin í Stykkishólmi hefir lokast um lengri tíma og valdið vandræð- um. Áætlunarferðir bifreiða milli Stykkishólms og Reykjavíkur hafa ekki stöðvast og lítið hefir verið um snjó bæði á jörð og í fjöllum. Skelfiskveiðar hófust rétt eftir áramót og hafa verið eðlilegar allan timann. Flestir batar hér stunda þær veiðar. Þórsnes II hefir verið á þorsk- veiðum en bilun varð í olíukerfi fyrir nokkru og gat báturinn ekki stundað veiðar á meðan. ÖII stöðvun hefir mikil áhrif á greiðslugetu og kom þetta sér því mjög bagalega. Stykkishólmskirkju eru oft færðar veglegar gjafir og nýlega sendi frú Lovísa Olafsdóttir kirkj- unni 200 þúsund krónur að gjöf sem hún óskaði eftir að yrði varið kirkjunni til gagns. Frú Lovísa bjó hér allan sinn búskap. Hún var gift Einari Jóhannessyni skip- stjóra en hann er látinn fyrir nokkru. Einar lét kirkjunnar mál- efni sig miklu skipta og var um skeið formaður sóknarnefndar. Þau hjón settu svip á bæinn um langt skeið og minnist þeirra margur. Hjónafagnaður er hér árviss. Hann var nú haldinn í febrúar- byrjun. Nefnd 10 hjóna sér að öllu leyti um fagnaðinn, borðhald og annað og er hún tilnefnd í lok hvers fagnaðar. Er jafnan mikil aðsókn og kemur fólk úr sveitinni til þessa hófs. Öll skemmtiatriðin eru heimatilbúin og takast yfir- leitt mjög vel svo að ekki þarf að sækja annað dýra skemmtikrafta. Þessi fagnaður varð öllum til ánægju og sóma. Þá er nýlátin hér í Hólminum frú Jóhanna Ólafsdóttir, eigin- kona Kristjáns Gíslasonar tré- smiðameistara frá Skógarnesi. Jó- hanna var 83 ára er hún lést og höfðu þau hjón búið hér í Hólmin- um yfir 40 ár þar sem Kristján hafði þar til fyrir nokkrum árum stundað húsa- og bátasmíðar. Þau hjón voru vel metnir borgarar hér. Fréttaritari. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AÚGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 mazoa VARAHLUTAMIÐSTÖÐ Í BELGÍU Aður en þið festið kaup á japönskum bilum, þá spyrjið um varahlutamiðstöð fýrir Island, því leiðin frá Japan er löng og ströng ef þið _ ^ ^ _ _ _ lendið í óhöppum. B/LABOfíG HR SMIDSHÖFDA 23 simar: 81264 og 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.