Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 1
44. tbl. 67. árg. FOSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Áhrifarík mótmæli í Kabul gegn Rússum Afganskir uppreisnar- menn sýna herfang sitt, sovézkan stríðsvagn, aust- an við Kabul. Heimildir herma að nær öll aðflutn- ingsleiðin frá landamær- um Pakistans til höfuð- borgar Afganistans sé á valdi uppreisnarmanna. Kabul, 21. febrúar. AP. FLESTUM verzlunum í höfuðborg Afganistans var lokað í dag og þetta voru áhrifaríkustu mótmælin sem hefur verið gripið til gegn hernámi Rússa til þessa. Aðeins örfáir búðareigendur færðust undan áskorun uppreisnarmanna um að fordæma íhlutunina með því að lama viðskiptalíf höfuðborgarinnar þrátt fyrir ein- dregnar tilraunir stjórnvalda til að neyða þá til að hafa verzlanirnar opnar. Þúsundir borgarbúa stóðu á götum úti þrátt fyrir úrkomu til að fylgjast með árangri mótmælanna og voru greinilega sigri hrósandi. „Við höfum unniö mikinn sigur í dag," sagði búðareigandi nokkur. „Við höfum sýnt Rússunum hvað afgönsku þjóðinni finnst Um þá." Afganskir lögreglumenn og her- menn voru hvarvetna á verði. Sums staðar sáust óeinkennis- klæddir lögreglumenn reyna að neyða búðareigendur til að fjar- lægja rimla frá gluggum sínum. Eigendurnir hlýddu yfirleitt, en komu rimlunum aftur fyrir þegar lögreglan var farin. Vestrænir fréttamenn sáu emb- ættismenn aka um aðalverzlun- arsvæðin í fylgd lögreglu og fylgj- ast felmtri slegnir með lokuninni. Sovétstjórnin hafnaði í dag til- lögu Efnahagsbandalagsins um brottflutning Rússa frá Afganist- an og gaf í skyn að hún væri runnin undan rifjum Bandaríkja- manna. Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenni í kvöld að honum hefði ekki tekizt að tryggja einróma stuðning við ákvörðunina um að hundsa Ólympíuleikana í Moskvu í Evrópuferð sinni. Eftir ferð sína til Bonn, Rómar, Parísar og viðræður í London getur Vance aöeins treyst á ein- dreginn opinberan stuðning Breta. Ráðherrann mætti harðastri mót- stöðu í París, þar sem honum tókst ekki að fá Frakka ofan af þeirri skoðun að slökunarstefnan geti orðið fyrir skakkaföllum ef Olympíuleikarnir verða hundsað- Jörgensen með aðild Færeyinga Frá frcttaritara Mb!. i hórshöfn i Fa'rovjum i uær. DANSKA stjórnin hefur hvatt til þess að rannsakað verði hvernig Færeyjar og Dan- mörk geti sent sjálfstæða full- trúa á fundi Norðurlandaráðs samkvæmt brcfi sem Anker Jörgensen forsætisráðherra hefur scnt færeysku land- stjórninni. Stjórnin telur þetta æski- legt með tilvísun til stöðu Færeyja samkvæmt heima- stjórnarlógunum frá 1948 og þar sem staða Grænlands sé nú orðin hin sama og Færeyja. Síðan 1. janúar 1970 hefur Lögþing Færeyja valið tvo full- trúa í nefnd Danmerkur á fundum Norðurlandaráðs auk þess sem einn fulltrúi fær- eysku lands'tjórnariivnar hefur átt sæti í nefndinni. — Arge. Kosygin kemur upp á yfirborðið Moskvu, 21. febrúar. AP. ALEXEI Kosygin, forsætisráðherra Rússa, kont í dag fram i dagsljósið eftir f jögurra mánaða hlé og veittist harkalega að Bandaríkjamönnum fyrir að sveigja inn á braut „hreinn- ar vitfirringar" með harðnandi stefnu um allan heim. Kosygin sagði þetta í 45 mínútna ræðu sem hann flutti á 76 ára afmæli sinu i Bolshoi-leikhúsinu til undirbúnings kosningunum til Æðsta ráðsins á sunnudaginn, Leonid Brezhnev forseti flytur sína framboðsræðu á morgun. Forsætisráðherrann virtist við góða heilsu en rak í vörðurnar nokkrum sinnum í ræðunni. Hann sást síðast opinberlega 17. október þegar hann kvaddi Hafez Assad Sýrlandsforseta. Fréttir herma að hann hafi fengið hjartaáfall, en engin opinber skýring var gefin á fjarveru hans og Kosygin minntist heldur ekki á hana í ræðunni. Kosygin réðst á „bandarísk aft- urhaldsöfl" sem hann sagði reyna að „grafa undan slökunarstefnu og kalla fram árekstra" og kvað Rússa standa vörð um „málstað slökunarst- efnu afvopnunar og friðsamlegrar samvinnu". En hann ræddi aðallega innan- landsmál, kvað „meginmarkmið" So- vétríkjanna að bæta lífskjörin og lagði áherzlu á mikilvægi þess að hraðað yrði framförum í vísindum og tækni. Námsmennirnir hafa i hótunum við gíslana Tchcran, 21. fcbrúar. AP. NÁMSMENNIRNIR í bandaríska sendiráðinu í Teheran sogðu í dag, að gíslum þeirra yrði cngín vægð sýnd fyrr en fyrrverandi íranskeis- ari hefði verið framseldur. Nefndin sem SÞ skipaði til að rannsaka feril keisarans hélt fyrsta fund sinn í Genf í dag í f jarveru eins formannsins, Mohamed Bedjaoui, sem fór óvænt til New York þar sem hann er fulltrúi Alsírs hjá samtök- unum. Samningamönnum hefur enn ekki tekizt að ná samkomulagi um timasctningu frelsunar gíslanna og starf nefndarinnar er i sjálfheldu. Trúarleiðtoginn Khomeini og Abolhassan Bani-Sadr forseti neit- uðu því enn að nokkurt samband væri á milli starfs nefndarinnar og frelsunar gíslanna og kröfðust fram- sals keisarans. Námsmennirnir í sendiráðinu sögðu að skjöl sýndu að einn þriggja bandarískra diplómata sem eru í haldi í íranska utanríkisráðuneytinu, Victor Tomseh, hefði staðið í tengsl- um við hryðjuverkasamtökin Forg- han sem hefðu myrt nokkra stuðn- ingsmenn trúarleiðtogans og leiða yrði hann fyrir rétt. Þeir kváðu einnig skjöl sýna að annar ónafn- greindur gísl hefði staðið í sambandi við Forghan. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, sagði í kvöld að Bedjaoui hefði farið aftur til New York vegna aðkallandi mála í alsírsku sendi- nefndinni. Talsmaður SÞ kvað ekki ólíklegt að Bedjaoui þyrfti eínnig að ræða við Waldheim. Lögfræðingur írans í Panamaborg sagði, að hann byggist við að hafa undir höndum nauðsynleg skjöl til að fara fram á framsal keisarans eftir um hálfan mánuð. Hann hefur frest til 22. marz. Soames sakaður um „hlutdrægni" London. 21. febrúar. AP. FULLTRÚAR frá 40 Samveldis- löndum sökuðu í dag brezka lands- tjórann í Rhódesiu, Soames lávarð, um hlutdrægni sem þeir sögðu valda „trúnaðarbresti" í undirbúningi kosninganna í iandinu. Talsmaður framkvæmdastjórnar Samveldisins sagði eftir fund full- trúanna, að stjórnarfulltrúi Zambiu Tito getur ekki skrifað Ljubljana. 21. febrúar. AP. LÆKNAR Josip Broz Titos for- seta gáfu í skyn í dag, að liðan hans væri óbreytt en lifshættuleg. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að Tito hefði verið of þungt haldinn til að undirrita orðsendingar sem hann ætlaði að senda í byrjun mánaðarins til Jimmy Carters, Bandaríkjaforseta, Leonid Brez- hnevs, forseta Sovétríkjanna, Fid- els Castros Kúbuforseta og fleiri leiðtoga. í þess stað fól Tito Lazar Kolis- evski varaforseta" að senda orð- sendingarnar. Tito liggur enn í sjúkrahúsinu í Ljubljana sem er talið einn bezti spítali í Austur-Evrópu. kvæðist hafa undir höndum óyggj- andi upplýsingar um veru suður- afrískra hersveita meðfram landa- mærum Zambíu og Mozambique. Brezka utanríkisráðuneytið hafði áður ítrekað andstöðu sína við er- lenda íhlutun í Rhódesíu og harmað yfirlýsingar er gæfu slíkt tii kynna. Fulltrúarnir fólu framkvæmda- stjóra Samveldisins, Shridath Ramphal að bera fram við brezka utanríkisráðherrann fjórar kröfur sem þeir sögðu að ganga yrði að fyrir kosningarnar 27.-29. febrúar. Samkvæmt þeim mundi brezka stjórnin fela Soames að skipa rhód- esískum öryggissveitum að fara til búða sinna, fjarlægja alla suður- afríska hermenn og hergögn þeirra, banna rhódesískum heryfirvöldum að birta „stríðstilkynningar" og sjá um að embættismenn Samveldisins verði viðstaddir á öllum kjörstöðum til að fylgjast með kosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.