Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 LjÓNm. RAX. Þ\D VAR ýmist krapaelgur í ökla eða öxla í gær í höfuðborginni, en talsvert snjóaði þá á skömmum tima eftir hádegið. I dag spá veðurfræðingar kalda eða stinningskalda um sunnan- og vestanvert landið með éljagangi, en þurru veðri austan til á landinu. Hitaveita Reykjavíkur Ekki lagt heitt vatn í ný hús? — ÞETTA siglir, áfram að því marki stjórnvalda að við hættum að leggja heitt vatn i ný hús, en það markmið blasir nú við og er styttra í það en áður. sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri er Mbl. ræddi við hann i gær og spurði um fjármála- og rekstrar- ástand Hitaveitunnar. —Við fáum ekki að selja vatnið á kostnaðarverði og því kemur að því fyrr eða síðar að ekki verður lagt í fleiri hús. Þessi málefni eru nú til umræðu hjá veitustjórn og borgar- stjórn, en ég get ekki sagt til um það nú hvaða meðferð þau fá þar. Hitaveitan sótti um 37% hækkun gjaldskrár nú í ársbyrjun, en var veitt 20% hækkun frá síðustu mánaðamótum. Þar áður hafði gjaldskráin síðast hækkað 1. maí 1979 og sagði hitaveitustjóri að hækkunarbeiðnin hefði einnig ver- ið lækkuð um helming þá. Aðspurð- ur um hvort til stæði að taka lán til framkvæmda sagði Jóhannes svo ekki vera, það gerðist ekki nema hjá þeim sem hygðu á rekstrarlegt sjálfsmorð. Sjómenn á ísafirði: Vilja 3.5% hærri hlut en aðrir fá Þorskafli mun meiri í janúar í ár en 1979 MIKII. aukning varð í þorskafla í janúarmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Alls jókst botnfisk- aflinn i mánuðinum um liðlega 7.500 tonn, en þorskaflinn jókst hins vegar um 10 þúsund lestir í þcssum fyrsta mánuði ársins. Heildarbotnfiskafli bátanna varð 14.130 tonn og togaraaflinn 27.996, botnfiskafli því alls 42.126 tonn á móti 34.620 tonnum í janúar í fyrra. Þorskur í afla bátanna var 8128 tonn og togaranna 22.068 tonn eða þorskur alls 30.196 tonn á móti 20.363 tonnum í janúar 1979. Tog- araaflinn var um 12 þúsund tonn í janúar í fyrra, en jókst nú um 10 þúsund tonn og er aukningin því eingöngu hjá togaraflotanum. Gjaldeyrisstaðan óhag- stæð um 7 milljarða ÞAÐ kt»m fram í máli Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gærdag að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina i gjaldeyrismálum það sem af er þessu ári. Gjaldeyr- isstaðan er nú óhagstæð um 7 milljarða króna en var hagstæð á sl. ári í fyrsta sinn í langan tíma. Tómas sagði ennfremur í ávarpi sínu í gær að hann ætti ekki von á því, að takast myndi að koma verðbólgunni niður í það sem hún er í nágrannalöndum okkar, eða um 10%, innan tveggja ára, eins Ræða vanda frysti- iðnaðar á fundi með forsætis- ráðherra í dag FULLTRÚAR frá frystihúsum innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deildar Sambandsins munu í dag ganga á fund forsætisráð- herra og ræða við hann um erfiðleika í rekstri hraðfrysti- iðnaðarins. í gær var haldinn stjórnar- fundur í SH þar sem rætt var um þá erfiðleika, sem við er að glíma í rekstri frystihúsa, m.a. vegna hækkana í rekstrarkostn- aði sem orðið hafa að undan- förnu. og getið er um í samstarfssamn- ingi ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens, nema því aðeins að til kæmi mjög víðtæk samstaða allra þeirra aðila sem hlut ættu að máli. Samkvæmt reglum sjávarútvegs- ráðuneytisins er togurunum heim- ilt að veiða 65 þúsund tonn til loka apríl, en ef veiði fer fram úr því fjölgar dögum í maí og júní, sem þeir verða að vera við aðrar veiðar. Þessi afli hefur hins vegar ekki áhrif á veiðar bátanna. Ef litið er á einstök svæði kemur í ljós að á Norðurlandi bárust á land í janúar 7.115 tonn af þorski, en í sama mánuði í fyrra 4070 tonn. Á vestfjörðum komu á land 6230 tonn af þorski í janúar í ár, en 5173 tonn í janúar í fyrra. I Hafnarfirði og Reykjavík komu á land 3879 tonn af þorski í síðasta mánuði, en 1526 tonn í janúar í fyrra. Á suðurnesjum voru þessar tölur 3817 á móti 2949, Suðurlandi 1461 á móti 968, Vesturlandi 3138 á móti 2425, Austfjörðum 2520 á móti 2213. SJÓMANNAFÉLAG ísafjarðar hefur farið fram á 3% hækkun hlutaskipta cins og frá var greint í Morgunblaðinu í gær. Vestfirð- ingar hafa ekki haft samflot með öðrum sjómannafélögum á landinu og nemur hlutur til skipta hjá þeim nú 29.3% af aflaverðmæti, en yrði 32,3% ef krafa þeirra næði fram að ganga. Annars staðar á landinu koma 28.8% til skipta á skipum undir 500 rúmlestum að stærð. Guðmundur Guðmundsson, for- maður Útvegsmannafélags Isafjarð- ar, sagði í gær, að útgerðarmenn hefðu hafnað þessari kröfu. Kæmi þar tvennt til: yfirlýst stefna um að leyfa engar grunnkaupshækkanir og stóraukinn útgerðarkostnaður, olíu- hækkanir og fleira, sem gerðu það að verkum að ekkert svigrúm væri til kauphækkana. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í gær, að hann hefði frekar átt von á kaupkröfum alls staðar annars staðar frá en frá sjómönnum á ísafirði, þar sem síðasta ár og það sem af er þessu ári hefði verið einstaklega hagstætt hjá þeim og gefið þeim góðar tekjur. Bræla á loðnumiðum, fundur um frystingu FJÓRIR bátar voru í fyrrinótt komnir á þær slóðir undir Jökli þar sem loðna fannst um siðustu helgi. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var sömuleiðis á þessum slóðum, en bræla var og skipin gátu því lítið athafnað sig. Þeir bátar, sem farnir eru til veiða á loðnu tií frystingar, eru Hrafn, Ljósfari, Haförn og Albert, en marg- ir eru tilbúnir ef loðnan finnst á ný og frystihús lýsa sig tilbúin að taka við loðnu. I dag verður haldinn fundur með forráðamönnum þeirra frystihúsa innan SH, sem sýnt hafa áhuga á loðnufrystingu, þar sem þessi mál verða rædd. Margir frystihúsamenn eru ekki tilbúnir til þessarar vinnslu nú þegar og áttu ekki von á loðnu strax á þeim slóðum, sem hún fannst á um síðustu helgi. o INNLENT Þrír milljarðar í útflutningsbætur: ^ Afstaða Tómasar Arnasonar stöðvaði afgreiðslu málsins BREYTINGARTILLAGA Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra við frumvarp um ábyrgðar- og greiðsluheimildir vegna 3ja milljarða króna lántöku Framleiðsluráðs landbúnaðarins varð til þess að málið náði ekki fram að ganga á Alþingi í gær og var þingi frestað án þess að málið yrði afgreitt. Olli tillaga Tómasar miklu uppnámi, en Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur höfðu náð samstöðu um málið i f járhags- og viðskiptanefnd efri deildar eftir þingflokksfundi í fyrradag. Til samkomulags höfðu þing- flokkarnir þrír fallist á að Byggðasjóður skyldi greiða allt að helmingi lánsins á næstu 3—5 árum, en ýmsir þingmenn Fram- sóknarflokksins og reyndar Al- þýðubandalags líka voru því mót- fallnir að Byggðasjóður yrði skuldbundinn á þennan hátt en féllust á það til samkomulags við sjálfstæðismenn. Tómas Árnason mun ekki hafa verið á þeim þingflokksfundi framsóknar- manna, sem afgreiddi málið, og í gær bar hann fram breytingar- tillögu um það, að aðeins skyldi heimilt að Byggðasjóður greiddi helminginn. Breytingartillaga Tómasar kom illa við þá, sem voru andvígir skuldbindingu Byggðasjóðs, en höfðu samþykkt hana, og hófust mikil fundahöld að tjaldabaki. Svo fór að Tómas dró breytingartillögu sína til baka, „að sinni“, en þá þótti ríkisstjórninni einsýnt að af- greiðsla málsins myndi ekki haf- ast af, þar sem búið var að ákveða þinghlé eftir fundi í gær en bæði sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn voru tilbúnir til að halda umræðum áfram, þar til afgreiðslu málsins væri lokið. Mbl. tókst ekki í gærkvöldi að ná tali af Tómasi Árnasyni. „Efnislega skiptir þetta ekki máli, þótt mér þyki það heldur verra, að málið skyldi ekki af- greitt fyrir þinghlé," sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „En málið er neglt í bak og fyrir með yfirlýsingum um að ríkisstjórnin sem heild standi að því og að Sjálfstæðisflokkurinn sem heild standi að því. Þannig standa þrír þingflokkar í heild að málinu. Það verður unnið að undirbún- ingi lántökunnar í þinghléinu í trausti þess að málið verði af- greitt strax og þing kemur saman aftur. Það, að málið skyldi ekki ná fram að ganga í dag, mun því ekki bitna á bændum á neinn hátt.“ „Þetta er innanhússvandamál þeirra framsóknarmanna," sagði Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, er Mbl. ræddi við hann í gær um gang landbúnað- armála á Alþingi. „Við höfum síðastliðna tvo sólarhringa verið að koma saman víðtæku sam- komulagi í nefndinni og það tókst í morgun í framhaldi funda þingflokka Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í gær. Ég hafði rætt málið við for- mann Framsóknarflokksins og hélt ég að allt væri klappað og klárt. Síðan veit ég ekki fyrr en annar þingmaður Framsóknar- flokksins í nefndinni kemur til mín og segir mér, að breytingar- tillaga frá Tómasi Árnasyni sé komin á borð þingmanna. Fulltrúar flokkanna þriggja í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar höfðu rætt málið mjög ítarlega. Við lögðum mikla áherzlu á sem breiðasta samstöðu og okkur tókst að ná henni. Tillöguflutningur Tómasar var að mínum dómi óvæntur brestur í þessa breiðu samstöðu, sem þarna hafði myndast." Fulltrúar sjálfstæðismanna í nefndinni eru Eyjólfur Konráð Jónsson, Lárus Jónsson og Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Fulltrúar Framsóknarflokks eru Davíð Aðalsteinsson og Guð- mundur Bjarnason og fulltrúi Alþýðuflokksins er Kjartan Jó- hannsson, en hann skilaði séráliti um málið. Sjá frásögn af umræðum á Alþingi í miðopnu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.