Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 5 Norræna húsið á morgun; Ingvar Jónasson frumflytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson INGVAR JÓNASSON víóluleik- ari og Janaake Larsson píanó- leikari halda á morgun, laugar- dag kl. 16, tónleika í Norræna húsinu. A efnisskrá eru verk eftir Boccherini, Glinka, Max Reger, Arnold Bax, Louis de Caix d’Hervelois og Atla Heimi Sveinsson. Verk Atla Heimis Sveinsson- ar er hér frumflutt. en það heitir Cathexis fyrir víólu og píanó. Um það segir tónskáldið m.a.: „Cathexis merkir samþjöppun sálarorku um eitthvað sérstakt, t.d. hugmynd, endurminningu, hlut eða atferli. Það tók mig langan tíma að semja þetta verk. Víólan hefur löngum verið uppá- haldshljóðfæri mitt, einkanlega í höndum Ingvars Jónassonar, en á sínum tíma kenndi hann mér ýmislegt um möguleika þess.“ Verkið er tileinkað hjón- unum Guðrúnu Vilmundardótt- ur og Gylfa Þ. Gíslasyni. Eftir tónlistarnám hérlendis og erlendis og kennslu og tónlist- arstörf í Reykjavík hélt Ingvar Jónasson til Svíþjóðar árið 1972. Er hann nú búsettur í Malmö og hefur stundað kennslu og tón- listarstörf þar og í Gautaborg, auk þess sem hann hefur farið fjölda tónleikaferða bæði sem einleikari og með kammersveit- um víða í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Hann kom fram í Nor- ræna húsinu árið 1976 ásamt sænska gítarleikaranum Per— Olof Johnson og kammertríói hans. Janaake Larsson og Ingvar Jónasson eru báðir félagar í Ingvar Jónasson víóluleikari Malmö kammarkvintett, sem kom hingað til lands sl. vor og_. hélt tónleika víðs vegar um landið. Biskup messar fyrir Islendinga í Kaupmannahöfn BISKUP íslands hr. Sigurbjörn Einarsson messar á sunnudag í Kaupmannahöfn, en hann hefur verið þar á ferð í tilefni ferðar norrænna biskupa til vigslu fyrsta Grænlenska biskupsins. Guðsþjónustan verður í St. Páls kirkjunni kl. 14 á sunnudag. Pre- dikar biskup og sr. Jóhann Hlíðar þjónar fyrir altari. Að lokinni messunni tekur biskup á móti Islendingum í húsi Jóns Sigurðs- sonar ásamt hinum nýja sendi- herra, Einari Ágústssyni. Þetta er í þriðja sinn sem biskup messar fyrir Islendinga í Kaupmannahöfn á starfsferli sínum. AUCLYSINGASIMINN BR © Jtlarpunblabib Þorri blótað- ur í Valhöll HALDIÐ verður þorrablót i húsi Sjálfstæðisflokksins, Valhöll við Háalcitisbraut, á morgun og hefst það kiukkan tólf á hádcgi. Hér er um að ræða fjölskylduþorrablót, sem efnt er til í fjáröflunarskyni fyrir félagsheimili sem innrétta á í kjallara hússins. Þau félög sem standa að þeim framkvæmdum eru hverfafélög þau og landssambönd sjálfstæðisfólks sem aðsetur hafa í Valhöll, og hefur verið skipuð þriggja manna fram: kvæmdastjórn fjáröflunarnefndar. í henni eiga sæti þau Þórunn Gests- dóttir, Haukur Hjaltason og Pétur Rafnsson. Þórunn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að vonast væri til þess að sem flestir velunnarar Sjálf- stæðisflokksins litu við og styddu gott málefni um leið og þorri væri kvaddur. Rennur ágóðinn óskiptur til félagsheimilisins. Þór- unn sagði að börn þyrftu ekki að greiða aðgang, en ef þau vildu ekki þorramatinn, þá væri einnig boðið upp á „þjóðarréttinn", pylsur og kók. Á þorrablótinu mun Matthías Á. Mathiesen flytja stutt ávarp en veislustjóri verður Árni Johnsen blaðamaður og mun hann einnig fara með einhver gamanmál. Hrói höttur hefur opið hús fyrir unglinga HRÓI höttur nefnist félagsskap- ur ungs fólks í Reykjavík. Verk- efni þessa félagsskapar er að fara út meðal unglinga á „Hall- ærisplaninu“ og í Breiðholti um helgar. Unglingunum er gefið kakó og heit súpa og spjalla félagsmenn við þá um málefni unglinga og hvað helst eigi að gera fyrir þá. Hrói höttur hefur útdeilt súpu og kakói tvisvar í ár, 1. og 15 febrúar sl. í kvöld, föstudag, verður hins vegar opið hús fyrir unglinga í Seljabraut 54 í Breiðholti. Þar mun m.a. skemmta Magnús Kjart- ansson ásamt félögum sínum og einnig verður diskótek. Aðgangur er ókeypis. NU ERU ENGIN VERÐ á fötunum okkar á Skemmtimarkaðnum í Sýningarhöllinni Bíldshöfða. Herraföt, stakir jakkar. skyrtur, bolir, peysur, stakar buxur barna, kápur, dragtir, kjólar, stakir dömujakkar, blússur í ótrúlega miklu úrvali, herra úlpur gæöavara, barnaúlpur, dömuúlpur, dömu- og barnavesti ofl. ofl. Nú er hægt aö gera sér glaðan dag og góö — eöa öllu heldur æöisgengin kaup á markaönum, sem er opinn í dag kl. 1—10. Nú á allt að seljast Prútta - Prútta Þiö reynið eins og þiö getiö viö afgreiöslufólkiö, aö ná sem hag- stæöasta verði, því nú á ALLT sem eftir er aö seljast. \ ífSZm. tIzkuverzlun unga folksins Wkarnabær \ Ausiufstræii 22 Sími frá skiptiborði 85055 Iwgivtgi 20. Sími frá skiptiborði 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.