Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 Nemendaráð Kennaraháskóla íslands: Hættum viðskipt- um við Vífilfell NEMENDARÁÐ Kennarahá skóla íslands hefur ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Vífilfell hf. „vegna árása á verkafólk og morða á forystu- mönnum þeirra í verksmiðjum Coca-Cola auðhringsins í Guate- mala, sem forráðamenn fyrir- tækisins þar í iandi stóðu fyrir og hinn alþjóðlegi auðhringur hefur nú lagt blessun sína yfir.“ í fréttatilkynningu frá nem- „VIÐ höfum ekki orðið varir við neinn samdrátt í sölunni," sagði Pctur Björnsson. framkvæmda- stjóri Vífilfells h.f., er Mbl. spurði hann um það í gær. Pétur kvaðst ekki sjálfur vilja ræða ásakanir á hendur Coca-Cola, en fékk Mbl. þess í stað til birtingar eftirfarandi: „Vegna þess að sænskt verka- lýðsfélag í matvælaiðnaði reis upp skyndilega og heimtaði að Coca Cola í Svíþjóð yrði sniðgengið þangað til Coca Cola félagið hefði tekið framleiðsluleyfi af verk- smiðju í Guatemala og hvatti um leið alþjóðleg samtök verkafólks við matvælaiðnað að styðja við bak sér, þá viljum við koma á framfæri yfirlýsingu frá Coca Cola félaginu í Atlanta um þetta mál, og einnig vegna þess að hingað eru komin bréf um þetta efni til Iðju og fleiri félaga. Þykir okkur rétt að skýring þessi komi núna, einkum vegna þess að fregn þessi er forsendulaus og auk þess ár síðan að farandfrétt þessi fór um Vesturlönd en hefur legið niðri vegna ónógrar forsendu og sanninda um þetta óljósa mál. Við vitum að margir aðilar og hópar eru ávallt reiðubúnir að dæma strax þó enginn fótur sé liggjandi fyrir söguburðum. Yfirlýsing frá Coca Cola Company, Atlanta. Beiðni sem fram hefur komið frá Í.Ú.F. sem er alþjóðlegt sam- band starfsfólks við matvæla- framleiðslu, um að úthýsa Coca endaráðinu segir og að neytend- ur séu hvattir til að gera slíkt hið sama og starfsfólk Vífilfells og verkalýðssamtökin til að sýna samstöðu með starfsbræðrum í Guatemala, „sem er jafnframt stuðningur við verkalýð Þriðja heimsins og alþjóðlega verka- lýðsbaráttu yfirleitt." Segist nemendaráðið reiðubúið til að styrkja starfsfólk Vífilfells fjár- hagslega, ef þess verði óskað. Cola af markaði er algjörlega óréttlætanleg. Sambandið byggir úthýsunarkröfu sína á þeirri ákæru að fyrirtækið Emotella- dora Guatemala, sem er verk- smiðja í einkaeign og hefur um- boð til framleiðslu á Coca Cola í Guatemala City, hafi gerst sek um ofbeldi gagnvart starfs- mönnum sínum. Coca Cola félagið hefur staðið að víðtækum rann- sóknum á þessum aðdróttunum, en ekki tekist að afla nokkurra haldbærra sannana. Þrátt fyrir það, hefur Alþjóðasambandið of- an á allt annað, vísað á bug tillögum Coca Cola fyrirtækisins í Atlanta, um að taka umkvörtun- ina beint til fyrirtækisins í Guatemala. Vegna bakgrunns, eða tengsla, hafa nokkrir fréttamiðlar af misskilningi skýrt þannig frá málurn, sem Verksmiðjan í Guatemala og Coca Cola félagið sé eitt og hið sama. Þetta er alls ekki rétt. — Verksmiðjan í Guate- mala er sjálfstætt fyrirtæki í ríkinu Guatemala. Enginn af for- stöðumönnum þess né starfs- mönnum er undir stjórn Coca Cola félagsins. Verksmiðjan í Guatemala hefur aðeins löglega gerðan samning um framleiðslu við Coca Cola félagið. Vegna mikilla umræðna, sem fram fóru á aðalfundi Coca Cola félagsins í maí 1979, vegna frétta sem bárust um staðhæfðar ofbeldisaðgerðir af hendi forstöðumanna verk- smiðjunnar í Guatemala, hóf Coca Cola félagið upp á eigin spýtur einkarannsókn, vegna þessara frétta. Rannsóknin var byggð upp af fjölda viðtala í mörgum löndum við þá aðila sem höfðu borið fram ákærurnar og þóttust búa yfir sönnunargögnum, sem tengdu verksmiðjustjórnina við ofbeldis- verkin. Samhliða þessu var haft náið samstarf við rétta opinbera aðila. Þrátt fyrir þessar rannsóknir tókst ekki að afla sönnunargagna frá fyrstu hendi um sannleiksgildi ákærunnar, né heldur að ná í ábyrga skjalfestingu um ofbeldis- verkin. Það er einnig mjög mikil- vægt að gera sér ljóst að hin réttu og löglegu yfirVöld í Guatemala- ríki hafa hvorki borið fram ákær- ur í þessu máli, né því síður dæmt nokkurn aðila fyrir ábyrgð á ofbeldisverkunum. Sumir hópar, að meðtöldum Alþjóðasamtökum I.Ú.F. hafa þrýst á það, að Coca Cola félagið rifti samningum við verksmiðj- una á framleiðslu á Coca Cola og byggja kröfur sínar á þeirri óraunhæfu forsendu að stjórn verksmiðjunnar í Guatemala City sé ábyrg fyrir ofbeldisverkunum. Samt sem áður er hvergi staf að finna í lögum Guatemalaríkis né heldur í lögum Bandaríkjanna, sem heimilar riftingu á samning- um á grundvelli óraunhæfra ásak- ana. Coca Cola félagið hefur látið fara fram þá bestu rannsókn sem völ er á og framkvæmanleg af hendi einkafyrirtækis. Að lokum. Ef einhverjar hald- „VIÐ ræddum þetta Coca Cola mál á stjórnarfundi i vikunni og þar var ákveðið að leita eftir viðræðum við Félag starfsfólks i veitingahúsum og Landssam- band verzlunarmanna,“ sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks. „Eg geri ráð fyrir því að þessar viðræður fari fram eftir helg- ina.“ Bjarni sagði, að samkvæmt beiðni Iðju hefði framkvæmda- stjóri ASÍ kannað viðbrögð verkalýðssambanda á hinum Norðurlöndunum við óskum Al- þjóðasambands starfsfólks í matvælaiðnaði um aðgerðir gegn framleiðslufyrirtækjum Coca Cola, en slík bréf hafa m.a. borizt Iðju. „Samkvæmt fyrstu svörum virðist afgreiðslubann á Coca Cola komið til framkvæmda að „ÞETTA mál hefur ekki verið tekið sérstaklega fyrir í stjórn- inni,“ sagði Bjarni Ragnarsson, formaður starfsmannafélags Vífilfells hf., er Mbl. ræddi við hann i gær. „Hins vegar hafa menn rætt þetta svona sin í milli og ég ræð það af þeim samtölum, að það sé enginn áhugi á þvi að fara út i einhverjar aðgerðir. Hvað nemendur Kennara- háskólans gera, er þeirra mál. Okkur hefur ekki borizt þetta bréf þeirra, en ég býst við, að ég bærar sannanir liggja fyrir tengdar þessum staðhæfingum — þá viljum við fá að vita um þær, segir Coca Cola fyrirtækið. Þessar ofangreindu upplýsingar eru þegar í höndum I.Ú.F. al- þjóðasamtakanna." hluta í hótelum og veitingahús- um í Danmörku," sagði Bjarni. „Sams konar aðgerðir eru til umræðu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og einnig eru til at- hugunar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð tveggja vikna fram- leiðslustöðvanir. Ákvarðana er að vænta á næstu vikum. í öllum þessum löndum er í athugun að verkalýðssamböndin skori á neytendur að hætta að kaupa Coca Cola.“ „Ég kann enga skýringu á því,“ sagði Bjarni, er Mbl. spurði, hvers vegna þetta mál bærist svona seint hingað til lands. „Coca Cola félagið í Atlanta hefur látið rannsaka þetta Guatemalamál eftir fund félags- ins í maí 1979. Fyrsta bréfið, sem við fengum hins vegar frá Alþjóðasambandi starfsfólks í matvælaiðnaði er dagsett 1. febrúar sl.“ leggi það fyrir stjórnina, þegar það kemur. Persónulega get ég hér og nú afþakkað fjárhagslegan stuðn- ing frá þessum nemendum. Ég tel ekki rétt að þetta sé gert að einhverju æsingamáli hér og einhvern veginn finnst mér hálf- gerður kommabragur á þessu öllu saman. Ég hugsa að við höldum bara áfram að vinna að framleiðslunni og sinna okkar málum, en þau eiga sér hvorki upptök í Guetamala né Kennara- háskólanum." Coca Cola: Engar haldbær- ar sannanir um ofbeldisverk í Guatemala Iðja ræðir við starfsfólk veit- inghúsa og verzlunarmenn Okkar mál eiga sér hvorki upptök Guetamala né Kenn- araháskólanum — segir Bjarni Ragnarsson formaður starfsmannafélags Vífilfells SINDRA STALHF Aukinn útflutning- ur Gefjunaráklæða VERULEG aukning varð á síðasta ári á sölu Gefjunaráklæðis að því er fram kemur i Sambandsfréttum. Var framleiðsla ullaráklæða hjá verksmiðjunum árið 1978 um 33.700 metrar, en á siðasta ári var hún 75.900 metrar. Um 60 þúsund metrar voru fluttir út, aðallega til Danmerkur. Aðal- kaupandi þar er fyrirtækið Kvadrat, sem er umfangsmikill gluggatjalda- og áklæðaseljandi. Eru Gefjunar- áklæðin, sem seld eru til Danmerk- ur, hönnuð af þessu fyrirtæki og öðrum aðilum utan verksmiðjunnar. Auk þess flytur Gefjun talsvert af áklæðum til Svíþjóðar og lítils hátt- ar til Finnlands og Englands. Fjölbreyttar stæröir og þykktir SÍVALT JÁRN VINKILJÁRN FLATJÁRN u FERKANTAÐ JÁRN □ Borgartúni 31 sími27222 Stúdentaráð: Mótmæla umf jöllun f jöl- miðla um mál Afganistans STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur sent frá sér ályktun er samþykkt var á fundi þess nýlega og segir þar að ráðið vilji nota þann atburð, sem innrás Sovétrikjanna i Afganistan sé til að mótmæla heimsvaldastefnu stórveldanna. „Við lýsum stuðningi við afgönsku þjóðina í baráttu hennar gegn aft- urhaldi og kúgun og hörmum hvern- ig Afganistan hefur orðið vettvang- ur valdatafls stórveldanna. Við mót- mælum umfjöllun vestrænna fjöl- miðla um Afganistanmálið, sem virðast hafa meiri áhuga á að magna upp kaldastríðsáróður en að vekja athygli á eymdarlífi sautján millj- óna afgana," segir m.a. í ályktun Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.