Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 Þorlákur í vandræðum. Eirikur Hjálmarsson, Sólrún Yngvadótt- ir, Magnús Óiafsson og Alda Norðfjörð í hlutverkum sinum. Þorlákur þreytti í Kópavogi LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýnir í Kópavogsbiói í kvöld, föstudaginn 22. febrúar, gam- anleikinn „Þoriák þreytta“ eft- ir Neal og Farmer í þýðingu og staðfæringu Emils Thorodd- sens. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen. Með aðalhlutverk fer Magnús Ólafsson og aðrir leikendur eru: Sólrún Yngvadóttir, Jóhanna Jó- hannsdóttir, Bergljót Stefáns- dóttir, Gunnar Magnússon, Finnur Magnússon, Ögmundur Jóhannesson, Eygló Ingvadóttir, Guðbrandur Valdimarsson, Alda Norðfjörð, Eiríkur Hjálmarsson, Sigrún Valdimarsdóttir og Gest- ur Gíslason. Leiktjöld og bún- ingar eru í umsjón félaga í leikfélaginu. Sigrún Gestsdóttir sér um hárgreiðslu og förðun. Önnur sýning er á laugardags- kvöld kl. 23.30 og verður reynt að hafa reglulegar miðnætursýn- ingar á leiknum. Þriðja sýning á leiknum verður mánudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Ný bók — Börn alkóhólista FYRIR skömmu kom út hjá Út- gáfufélaginu Úr bókin BÖRN ALKÓHÖLISTA - hin gieymdu börn. Fjallar hún um hagi 115 harna í Toronto í Kanada. Þó bókin sé skýrsla byggð á rann- sókn er málið á henni blátt áfram og að nokkru er hún lifandi lýsing á orðum harnanna sjálfra á til- finningum sinum. Höfundurinn, Margaret Cork, er félagsráðgjafi með 15 ára reynslu í meðferð hins drykkjusjúka og fjöl- skyldu hans. Byggir hún könnun sína á viðtölum við börnin og dregur fram aðaleinkenni fjöl- skyldulífs alkóhólistans. Markmið bókarinnar er að auka skilning á högum barnanna og bendir Cork á að verulegur hluti alkóhólista og maka þeirra eru börn alkóhólista. Aftast í bókinni er lýsing á gerð og framvindu könnunarinnar. Börn alkóhólista er 128 bls. Þýðandi er Ásgerður Einarsdóttir. Umbrot og filmuvinnu annaðist Prentþjónustan h/f, Guðjón Ó h/f setningu og prentun en bókband Félagsbókbandið h/f. Fjórtán keppendur á Reykjavíkurskákmótinu REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ verður sett á morgun, laugardag og verður þá jafnframt tefld fyrsta umferðin. Hefst mótið kl. 14 í Krystalssal Hótels Loftleiða og önnur umferð verður síðan tefld á sunnudag, en gcrt er ráð fyrir að -því ljúki sunnudagskvöld 9. marz eða mánudag 10. marz. í kvöld klukkan 20:30 verður dreg- ið um töfluröð. Á fundi með fréttamönnum í vikunni kynnti Einar S. Einarsson formaður skákstjórnar mótsfyrir- komulag og keppendur, sem eru 14, þar af 9 erlendir og eru flestir þeirra komnir til landsins. Einar Einarsson sagði að á Reykja- víkurskákmótinu hefðu keppt alls 74 skákmenn frá upphafi 47 er- lendir og 27 íslenzkir og hefði hlutfall hinna erlendu verið síhækkandi. Tímamörk eru þannig að leika ber 30 leiki á fyrstu 90 mínútunum, næstu 20 leiki á 60 mínútum eða alls 50 leiki á 2 1/2 klst. og í biðskákum skal leika 20 leiki á 60 mínútum. Meðalstiga- fjöldi keppenda er 2485 og er styrkleikaflokkur mótsins 10. Aðal- skákdómari verður Guðmundur Arnlaugsson. Dregið um töflu- röð í kvöld Sem fyrr segir eru keppendur 14 stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar og stig þeirra sem hér segir: Byrne 2530, Browne 2540, Miles 2545, Guðmundur Sigur- jónsson 2475, Sosonko 2545, Torre 2520, Vasjukow 2545, Haukur Ang- antýsson 2425, Helgi Ólafsson 2445, Helmers 2405, Jón L. Árnason 2435, Kupreichik 2535, Margeir Péturs- son 2425 og Schussler 2420. Fyrstu verðlaun nema 2.500 dölum, 2. verðlaun 1.800 dölum, 3. 1.200 dölum og 4. 800. Síðan verða greiddir 50 dalir fyrir unna skák, 15 fyrir tap og 10 fyrir jafntefli. Þá verða veitt sérstök fegurðarverð- laun, 200 dalir. Sjónvarpað verður daglega frá mótinu, en hver umferð hefst kl 17 og verður einnig hægt að fylgjast með framvindu skákanna á Hótel Loftleiðum gegnum sjónvarpskerfi, sem komið verður upp. Aðgöngu- miðinn kostar kr. 2.000 fyrir full- orðna, en kr. 15.000 sé keyptur miði á allar umferðirnar. Þá var á fréttamannafundinum kynnt bókin v\ uppnámi", sem Skáksamband Islands og Taflfélag Reykjavíkur hafa nú látið ljós- prenta. Skákrit þetta kom út á árunum 1901 til 1902, 8 tölublöð alls. I kynningarorðum um bókina segir m.a.: Segja má efni ritsins sígilt og meðal bezt rituðu skák- bókmennta íslendinga fyrr og síðar. Prófessor Willard Fiske, mikill áhugamaður um íslenzk málefni og velgjörðarmaður íslendinga lét prenta þetta rit í Leipzig og gaf Taflfélagi Reykja- víkur, sem þá var nýstofnað. Ritið kemur út í tveimur gerðum. Fyrst ber að nefna 250 eintaka viðhafn- arútgáfu, sem tileinkuð verður 80 ára afmæli Taflfélags Reykjavíkur í ár. Viðhafnarútgáfan verður prentuð á fornritapappír, öll ein- tökin árituð, tölusett, bundin í alskinn og kosta þannig frá útgef- endum 49 þúsund kr. Þá kemur bókin út í venjulegu bandi í takmörkuðu upplagi og kostar þannig 12.500. Rit þetta átti mikinn þátt í að leggja grundvöll að íslenzkri skáklist og var útkoma þess menningarsögulegur viðburð- ur. Nokkrir keppenda á Reykjavikurskákmótinu, sem hefst á morgun að Hótel Loftleiðum. Ljósm. Rax Er minni verðbólga i Garði? Garði, 21. íebrúar. ÞAÐ ER ósjaldan, sem hér er allt marautt á meðan fréttir berast að því úr höfuðborginni, að fólk vaði ökkladjúpt krapið og sjái ekki út úr augum fyrir snjókomu. Hér er nú rjómahlíða og þíða. Næstkomandi laugardag heldur Knattspyrnufélagið Víðir árshátíð sína í samkomuhúsinu, en það er árlegur viðburður, sem oftast er beðið með eftirvæntingu. Hefst skemmtunin með borðhaldi klukkan 19.30 og hafa allir aðgöngumiðar nú þegar verið seldir, en þorri miðanna seldist upp á örskömmum tíma. Kom það engum á óvart því miða- verð er aðeins 10 þúsund kronur, en heyrzt hefur, að í höfuðborginni sé miðaverð að jafnaði 13 — 15 þúsund krónur á árshátíðar. Annaðhvort er, að Víðismenn eru útsjónarsamari við undirbúninginn eða miðaverð í Reykjavík er óeðlilega hátt — nú eða að verðbólgan sé svona miklu erfiðari viðfangs í höfuðborginni. —Arnór. Bl&mahátíð Strandgötu 1 — Hafnarfiröi í samvinnu við blómabúðina Burkna efnum við til blómahátíðar Opiö til kl. 3.00 Húsið opnað kl. 21.30. Blóm og blómaskreytingar ffrá Burkna. Hafnfirðing- urinn Örn Arason einn af okkar albestu klassísku gítarleikurum leikur kl. 10.00. Tískusýning kl. 10.30. Hafnfirskar stúlkur snyrtar af Kol- brúnu Sigurðardóttur og greiddar hjá Hárgreiðslustofu Guörúnar sýna tísku- fatnaö frá versluninni Dalakofanum. Þeim gestum sem koma fyrir kl. 11.00 bjóðum viö að smakka á síldar- pinnum frá íslensk matvæli og sælgæti frá Mónu. Snekkjan — Blómabúóin Burkni — islensk matvæli — Sælgætisgeröin Móna — Tískuverslunin Dalakofinn Spariklæðnaöur Blómabúöin Burkni skreytir salinn blómum og blómaskreyting- um í tilefni konudagsins á sunnudaginn en þá bjóöa allir góöir eiginmenn fjölskyldunni í konudagskaffi kl. 3.00 meö tískusýningu og Ijúfri gítartónlist. p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.