Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 + Eiginmaöur minn og faöir ÞORSTEINN GUÐBRANDSSON lést 20. febrúar. Guörún Guömundsdóttir, Njáll Þorsteinsson. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN KORNERUP-HANSEN, Tómasarhaga 36, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 20. febrúar. Andrés Reynir Kristjánsson, Dóra Þórhallsdóttir, Kristín Edda Kornerup-Hansen, Gunnar Skaftason, Víðar Kornerup-Hansen, Hólmfríöur Egilsdóttir, og barnabörn. + Kona mín ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR, andaöist aö Hrafnistu 15. febrúar. Aö ósk hinnar látnu hefur jaröarförin fariö fram í kyrrþey. Geir Guömundsson frá Lundum. + Eiginkona mín JÓHANNA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbæ 35, lést af slysförum 19. febrúar, fyrir mína hönd, barna og barnabarna. Ingimar Hallgrímsson. + GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Hvassaleiti 10. andaöist 16. febrúar. Kveöjuathöfnin veröur í Kefiavíkurkirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 2 e.h. Jarðsett veröur í Höfnum. Fyrir hönd vandamanna. Pálína Einarsdóttir. + LEIFUR JÓNSSON, frá Hamri, Borgarnesi, andaöist 15. febrúar. Jaröarförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 2 e.h. Vandamenn. + Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir, MARÍA HÁLFDÁNARDÓTTIR, Barmahlíð 36, sem andaðist 14. febrúar, veröur jarðsungin frá Háteigskirkju, föstudaginn 22. febrúar kl. 3. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Háteigskirkju. Quömundur Pétursson, synir og tengdabörn. + Minningarathöfn um eiginmann minn og föður ÞORLEIF ALEXANDER JÓNSSON, sölumann, frá Þverá, Torfufelli 19, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. febrúar kl. 3.00. Jarösungiö veröur aö Miklaholtskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 2.00. Ferð veröur frá Umferöarmiðstööinni á laugardag kl. 9.00 árdegis. Alda Gísladóttir, Jón Þór Þorleifsson. Vegna minningarathafnar um ÞORLEIF JÓNSSON, veröur fyrirtækiö lokaö frá 12:30 í dag föstudag. Varahlutaverzlanir verða þó opnar frá Jukkan 16 til 18. VELTIR H.F. Bjarni Bjarna- son — Minning Fæddur 29. júní 1895. Dáinn 13. febrúar 1980. Bjarni var fæddur í Bolungavík, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju í dag, föstudaginn 22. febrúar. Hann var sonur hjónanna Jónu Jónsdóttur og Bjarna Þor- lákssonar, sjómanns, ættuðum úr Skötufirði í Isafjarðardjúpi, en hann drukknaði við þriðja mann ásamt Sigurði bróður Jónu í fiski- róðri 5. desember 1894. Jóna var fædd og uppalin í „Koti“, seinna Ytri-Búðum, en það er talið fyrsta býlið sem byggð var utan Hólsár, þar sem nú stendur kjarni Bolungavíkurkaupstaðar. I móðurætt var Bjarni kominn af hinni kunnu Hólsætt í kvenlegg frá Sæmundi syni Arna Gíslason- ar, sýslumanns á Hlíðarenda, en sú ætt sat Hól frá því skömmu eftir siðaskipti 1570—1580 allt fram að 1940. Bjarni ólst upp í Hólshreppi, með móður sinni, til tíu ára aldurs, en þá lést hún, aðeins þrjátíu og fimm ára gömul, eftir það ólst hann upp hjá vandalaus- um og án tilsjónar ættmenna sinna. Árið 1915 kvæntist hann Frið- gerði Skarphéðinsdóttur, ættaðri úr ísafjarðardjúpi af Látraætt, hinni ágætustu konu sem æðru- laus með bros á vör barðist með manni sínum við kröpp kjör. Þau voru í fyrstu vinnuhjú á Hóli en höfðu síðan búsetu á ýmsum stöðum í hreppnum bæði í Bol- ungavík og Skálavík. Bjarni stundaði bæði sjó- mennsku og verkamannavinnu, en hafði lengst af búskap eða skepnu- hald með og um skeið var hann bóndi að aðalstarfi. Þau Friðgerður áttu saman 11 börn, en sjö þeirra dóu í frum- bernsku, fjögur komust til fullorð- insára og eru enn á lífi. Friðgerður lést 5. júlí 1943, aðeins 55 ára. Hinn 20. apríl 1946 kvæntist Bjarni öðru sinni eftirlif- andi konu sinni Ólöfu Jónu Jóns- dóttur, af Arnardalsætt, frá Hnífsdal og Bjarni flutti þá frá Bolungavík og átti þangað ekki afturkvæmt til dvalar. í Hnífsdal bjuggu þau til ársins 1951, Bjarni stundaði þar alla vinnu sem til féll, m.a. vann hann mikið við hina sérstæðu vegagerð á Óshlíð, þar sem hann slasaðist illa. Árið 1951 fluttu þau hjónin til Akraness og hafa verið búsett þar síðan. Á Akranesi stundaði Bjarni ýms störf, vann við byggingu sements- verksmiðjunnar, í Hvalstöðinni í Hvalfirði o.fl., en lengst af og þar til hann varð að hætta störfum, vann hann í Hraðfrystihúsi Heimaskaga h.f. Árið 1960 hætti hann öllum störfum vegna sjóndepru, sem ekki varð ráðin bót á þó að leitað væri til færustu augnlækna. Hann varð því að sætta sig við að vera blindur tuttugu síðustu ár ævi sinnar. Meðan sjónin leyfði hafði hann kindur sér til yndisauka og af- þreyingar í tómstundum, eftir að hann settist að á Akranesi, en það sýnir „að römm er sú taug“ og þótt hann gripi til ýmissa starfa á lífsleiðinni sér og sínum til lífsbjargar, þá hefur skepnuhirð- ing og önnur landbúnaðarstörf staðið hug hans næst. Bjarni var mikill ferðamaður og hafði yndi af ferðalögum. Orðlagður fyrir þrek og ratvísi í ferðalögum að vetrar- lagi á heiðum Vestfjarða, sem ætíð voru farin fótgangandi. Oft fenginn sem fylgdarmaður ef mik- ið þótti við liggja. Hann var snyrtimenni mikið og vandvirkur við öll störf, við sum svo að til annarra var ekki leitað ef til hans náðist. Hann var bundinn svo sterkum átthagaböndum að í raun sætti hann sig aldrei við að hverfa úr átthögum sínum. Bjarni sótti því alltaf til æskustöðvanna og oft eftir að hann var orðinn blindur, héldu honum engin bönd og hann fann einhver ráð til þess að komast vestur, enda kjarkmikill og úrræðagóður til hinstu stundar. Með seinni konunni átti hann eina dóttur, Friðgerði Elínu, sem ásamt stjúpdóttur hans, Erlu Guðmundsdóttur og móður þeirra hefur verið stoð hans og stytta í ellinni, um mörg og dimm ár. Eftirlifandi börn Bjarna eru Guðfinna, búsett á Akureyri, ekkja Frímanns Pálmasonar, bónda í Garðshorni á Þelamörk, Jóna, ógift í Reykjavík, starfar hjá Flugleiðum, Jón Ólafur, kvæntur Þorgerði M. Gísladóttur, búsettur í Hafnarfirði, gjaldkeri í Græn- metisverslun landbúnaðarins, Skarphéðinn, kvæntur Sigríði Karlsdóttur, flugumferðarstjóri, Friðgerður, gift Benedikt R. Hjálmarssyni, trésmið, búsett á Akranesi og stjúpdóttirin Erla Guðmundsdóttir, gift Gísla Sig- urðssyni, byggingarmeistara, bús- ett á Akranesi. Barnabörnin urðu sautján og barna-barnabörnin fjórtán. Hér hefur verið stiklað á stóru Minning: ^ Friðrik Asmunds son skipstjóri Fæddur 20. mars 1930. Dáinn 28. nóvember 1979. Okkur Gerðu minni og mér Iangar að minnast okkar elskulega pabba og afa nokkrum orðum. Það mun hljóma fyrir eyrum mínum alla tíð rödd mömmu er hún hringdi til mín í vinnuna og sagði að pabba væri saknað í erlendri höfn, þá hugsaði ég: Ó, nei, ekki aftur, fyrst Öskar minn svo pabbi. Ég var aðeins 6 ára gömul er pabbi og mamma tóku mig að sér og betri foreldra hefði ég ekki getað fengið. Og svo þegar sjórinn tók Óskar heitinn þá umvafði pabbi okkur Gerðu kærleika sínum og það má með sanni segja að þá hafi hann gengið Gerðu >' föðurstað og litla Gerða getur ekki skilið af hverju afi kemur ekki heim, lítið 7 ára barn, sem kvaddi afa sinn svo oft getur ekki skilið að hann komi ekki aftur. Hvað það hlýtur oft að hafa verið erfitt s.l. 3 mánuði fyrir mömmu að svara henni. Pabbi var yngstur sinna systk- ina, fæddur 20/3 1930 að Kverná í Eyrarsveit, svo hann hefði orðið fimmtugur n.k. marz ef hann hefði lifað, einnig mamma sem verður fimmtug á þessi ári og voru þau mikið búin að tala um sameigin- legt afmæli sem þau ætluðu að halda en ekkert verður af. Pabbi var sonur Steinunnar Þorsteinsdóttur og Ásmundar Jó- hannssonar sem bæði eru nú látin. Hann byrjaði ungur til sjós og það hefur verið hans ævistarf. Skip- stjóri var hann á fiskibátum s.l. 22 ár, en var að huga að því að komast í starf í landi og hafði unnið s.l. 2 sumur hjá Reykja- víkurhöfn við afleysingar á drátt- arbátnum Magna. Árið 1956 kvæntist hann Þor- gerði Gunnarsdóttur og áttu þau 3 börn, Þorstein, Ingibjörgu og Friðrik Þór, sem einn er eftir heima því við hin erum flutt að heiman og búin að stofna okkar eigin heimili, og barnabörnin orð- in fjögur, sem öll áttu hug afa eins og við öll. Pabbi var ekki marg- máll maður en því traustari. Ég veit að söknuðurinn er sár- astur hjá mömmu, en hún á þó góðar minningar um pabba sem allt vildi gera svo sem best færi um hana og okkur börnin. Hafi elsku pabbi þökk fyrir allt sem hann gérði fyrir mig alla tíð og fyrir okkur Gerðu mína er við áttum í okkar erfiðleikum. Ég veit að Guð tekur vel á móti slíkum manni. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu samúö og vinarhug við fráfall móður okkar STEINDÓRU K. ALBERTSDÓTTUR. Sigurður Steinsson, Gyðríður Steinsdóttir, Steindóra Steinsdóttir, Jóhanna Steinsdóttir, Guðmundur Steinsson, t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför JÓNS SIGURÐSSONAR, Götuhúsum Stokkseyri, Sigurður Sigurösson, Kristín Siguröardóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Þóröur Guömundsson, Auöunn Jóhannesson, og systrabörn. Hrefna og Gerða litla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.