Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 3 Nemendur úr Gangíræðaskóla Hveragerðis og Bjarni Eiríkur Sigurðsson kennari. fyrir utan Morgunblaðshúsið i gær. Með þeim á myndinni eru Valgarð Runólfsson skólastjóri Ljósm. Mbl. Emilía. „Liggur við að í Hveragerði sé öll fjölskyldan í skóla“ RÚMLEGA 50 manna hópur nem- enda úr 7. og 8. bekk Gagnfræða- skóla Hveragerðis voru í reisu í höfuðborginni i gær og litu þá m.a. inn á ritstjórn Mbl., en tilgangurinn með förinni var að kynna sér starfsemi nokkurra fyrirtækja og stofnana á Reykja- vikursvæðinu. Mbl. tók f jóra nemendurna tali, þau Helendu Björgu Pálsdóttur úr 8.H, Vaidimar Hafsteinsson úr 7. bekk, Sigurð Heiðar Valdi- marsson úr 8. bekk ö og Hörpu Rós Björgvinsdóttur úr 7. bekk, og ræddi við þau um Reykjavikur- ferðina og félagslifið i skólanum. Þau sögðust hafa m.a. litið við hjá Rikisútvarpinu og Mjólkur- samsölunni, auk þess sem þau kynntu sér hvernig Morgunblaðið verður til. Þá skellti hópurinn sér 50 manna hópur nemenda í Gagnfræðaskóla Hveragerðis í kynnisferð í höfuðborginni i hamborgara á kaffiteriu Hótels Loftleiða i hádeginu. Skoðaðar voru allar deildir út- varpsins, og fannst þeim sérkenni- legast hvernig útvarpsleikrit eru tekin upp. Nemendurnir sögðu að þessi starfsfræðsluferð væri sú önnur í röðinni, og í ráði væri að halda þeim áfram. Ferðirnar væru liður í annars umfangsmiklu félagslífi í skólanum. Félagslífið væri undir umsjón stjórnar skólafélagsins, en ein- stakar nefndir hefðu umsjón með ákveðnum verkefnum. Skemmtan- ir væru algengar og tekjurnar sem inn kæmu færu í sjóð til styrktar væntanlegri Noregsferð 9. bekkjar í vor. Foreldrar tækju snaran þátt í félagslífinu og væri heildarstefnan að brúa hið svonefnda kynslóðabil. Bekkirnir hefðu hver um sig efnt til foreldrakvölds, og nú væri komið að foreldrunum að endur- gjalda það, og væri framundan fyrsta skemmtikvöldið, þar sem foreldrar nemenda sæju alfarið um skemmtiatriðin. Á þessum kvöld- um, og reyndar öllum öðrum skemmtunum, kæmu foreldrar og nemendur saman, nytu veitinga hvert með öðru og stigu dans, eins og ein heild. „Það var gerð tilraun með þessi foreldrakvöld í fyrra. Þau þóttu takast það vel, að nú hafa þau verið gerð að föstum lið í félags- starfinu," sögðu fjórmenningarnir. Þau sögðu að diskótek væru a.m.k. hálfsmánaðarlega, spila- kvöld, og auk þess væri efnt til aukatíma eftir venjulega skóla- tíma, t.d. í fimleikum, tónlist, badminton og handbolta. Skóla- hljómsveit væri starfandi. Nem- endur tækju þátt í starfi hesta- mannafélagsins í Hveragerði, og farnar væru skíðaferðir um helgar í Hveradali eða Bláfjöll. Að lokum sögðu þau að margir foreldranna væru einnig setztir á skólabekk, því að hleypt hefði verið af stokkunum öldungadeild í Hveragerði eftir áramót, og væru þar um 100 manns í námi. „Það liggur því við að í Hveragerði sé öll fjölskyldan í skóla," sögðu þau. Flugmannadeilan: Gunnar G. Schram að- stoðarsátta- semjari RÍKISSÁTTASEMJARI, Guð- laugur Þorvaldsson, hefur til- nefnt Gunnar G. Schram, prófess- or, sem aðstoðarsáttasemjara, sem falið er að vinna sjálfstætt að lausn á kjaradeilu flugmanna og vinnuveitenda þeirra. Hefur Gunnar þegar fengið í hendur gögn málsins. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði tilnefnt Gunnar til þessa starfa í samráði við aðila deilunnar. Gunnar muni nú kynna sér málið og kvaðst Guðlaug- ur ætla að upp úr helginni ákveddi Gunnar, hvaða stefnu hann tæki til lausnar deilunni. Tiinefning Gunnars G. Schram er samkvæmt lögum um embætti sátta- semjara ríkisins. „Listiðn ís- lenskra kvenna“ lýkur á morgun í DAG er næst síðasti opnunardag- ur sýningarinnar „Listiðn íslenskra kvenna". Það er Bandalag kvenna í Reykjavík sem stendur að sýning- unni en þar eru verk eftir 36 listakonur. Auk þess eru þar sýnd handbrögð við vefnað, spuna og knipplingar og öðru hvoru eru þar tískusýningar undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur, m.a. í dag kl. 16 og á morgun kl. 15. Sýningin er opin í dag og á morgun kl. 14—22. For- maður Bandalags kvenna í Reykjavík er Unnur Ágústsdóttir en formaður sýningarnefndarinnar er Guðrún S. Jónsdóttir. INNLEN-T MITSUBISHI MOTORS COiT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eyðsla 7I./100 km.). COIT er rúmgóður. COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. ' Sá bestifráJAPAN Komið, skoðið og reynsluakið COLT1980 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.