Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Scheppach trésmíöavélar fyrirliggjandi J Samanstendur af 5“ þykktarhefli, 10“ afrétt- ara og hjólsög meö 12“ blaði, 2 ha. mótor Verzlunin Laugavegi29, símar 24320 — 24321 — 24322. r ALLAR ^ FERMINGAR z oc < m Sálmabók m/ nafngyllmgu 4.550 kr Vasaklútur í sálmabók frá 600 kr. Hvítar slæður 1 830 kr Hvítir crepe hanskar 1.760 kr 50 stk. servíettur með nafni og fermingardegi áprentað 4.460 kr Stórt fermingarkerti m.mynd 1.650 kr Kertastjaki f.f kerti frá 1.080 kr Kokustyttur frá 1.280 kr Blómahárkambar frá 1.450 kr Fermingarkort 200-400-500-760 kr. Biblía, skinnband 18x13 12.200 kr. Fjólva myndabiblía 9 760 kr. KIRKJUFELL Klapparstíg 27 sími 91 21090 Friðrik ólafsson Jón Þorsteinsson. Frá Reykjavíkurskákmóti á Hótel Loftleiðum. Reykjavíkurskákmótið í sjónvarpi SKÁKÁHUGI er mikill hér á landi eins og kunnugt er, og yfirleitt fylgist fólk vandlega með skákvið- burðum, hvort heldur þeir eru hér innanlands eða utan landsteinanna. Trú- lega á þessi mikli skák- áhugi rætur sínar að rekja til mikillar velgengni Frið- riks ólafssonar við skák- borðið á sínum tíma, en síðar hafa komið upp menn er einnig halda merki skáklistarinnar hátt á loft, sem Friðrik gerir að sjálf- sögðu einnig. í gær hófst í Reykjavík hið alþjóðlega Reykja- víkurskákmót og mun sjón- varpið verða með allmarga þætti þar sem skákir frá mótinu verða skýrðar. Það eru skákmeistararnir Frið- rik Ólafsson stórmeistari og forseti FIDE og Jón Þorsteinsson fyrrum al- þingismaður sem skýra skákirnar. Látnir tala ekki nefnist laugardagskvikmyndin að þessu sinni, og hér eru þrjár svipmyndir úr myndinni. Laugardagskvikmynd sjónvarpsins: Eltingaleikur manns við tvífara sinn, eða „Látn- ir tala ekki af sér“ Laugardagskvikmynd sjón- varpsins að þcssu sinni er bandaríska sjónvarpskvikmynd- in Dead Men Tell No Tales, og er hún á dagskrá klukkan 22.15 í kvöld. Með aðalhlutverk fara þau Judy Carne og Christopher George, en þýðandi er Jón Edwald. í myndinni er fjallað um það fyrirbrigði sem nokkuð algengt er í skáldsögum og kvikmyndum, en að sama. skapi sjaldgæft í raunveruleikanum, þegar menn eiga sér tvífara, eða þegar tveir menn eru nánast alveg eins, án þess þó að vera nokkuð skyldir. Raunar eru slík tilfelli til, og mun til dæmis þekkt að frægt fólk leggi áherslu á að fá tvífara sína til að gegna ýmsum erfiðum eða hættulegum verkefnum. En í myndinni í kvöld gerist það að Larry Towers nokkur kemur til hinnar frægu borgar í Kaliforníu, Los Angeles, á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. I LA hittir hann stúlku sem villist á honum og unnusta sínum, og einnig hittir hann flokk morðingja sem telur hann vera annan en hann raunveru- lega er. Fjallar myndin um það er Larry þessi hefur leit að tvífara sínum til að bjarga lífi hans. Hér er sem fyrr segir um nýlega bandaríska sjónvarps- mynd að ræða, og er hún í sakamálastíl, en ekki vestri eins og einhver kynni að álíta. Mynd- in á að gerast á okkar dögum í því mikla landi Bandaríkjunum, þar sem menn kunna að hand- leika skotvopn meir og betur en annars staðar. Úlvarp Reykiavlk L4UG4RD4GUR MORGUNINN 23. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 óskalög sjúklinga: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.20 Barnatími. Sigriður Ey- þórsdóttir stjórnar þætti með blönduðu efni. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 í vikuiokin. Umsjónar- menn: Guðmundur Árni Stef- ánsson, Guðjón Friðriksson og Þórunn Gestsdóttir. 15.00 í dægurlandi. Svavar Gests velur islenzka dægur- tónlist til flutnings og fjall- ar um hana. 15.40 ísienzkt mái. Guðrún Kvaran cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Heilabrot. Áttundi þátt- ur: Um skóla. Stjórnandi: Jakob S. Jónsson. 16.50 Barnalög sungin og leik- in. 17.00 Tónlistarrabb; — XIII. Atli Heimir Sveinsson f jallar um g-moll-kvintett Mozarts. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. LAUGARDAGUR 23. febrúar 16.30 íþróttir. Stórsvig karla á Vetraról- ympiuleikunum. (Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsins) 18.30 Lassie. Fjórði þáttur. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.50 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Reykjavíkurskákmótið 1980. Meðan á skákmótinu stend- ur verða í sjónvarpi all- margir þættir þar sem skákmeistararnir Friðrik ólafsson og Jón Þorsteins- son skýra skákir aí mót- inu. 20.45 Spítalalíf. Bandariskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Eilert Sigurbjörnsson. 22.15 Vetrarólympíuleikarn- ir. Listdans á skautum. (Evró- vision — upptaka Norska sjónvarpsins). 22.15 .Framiiðinn er ei til frásagnar. (Dead Men Tell No Tales) Bandarísk sjónvarpskvik- mynd frá árinu 1971. Aðalhlutverk Judy Carne og Christopher George. Larry Towers kemur til Los Angeles. Þar hittir hann stúlku sem villist á honum og gömium vini sinum. Flokki morðingja verða á sömu mistök, og Larry hefur leit að tvífara sinum til að reyna að bjarga iifi hans. Þýðandí ér Kristrún Þórð- ardóttir. 23.25 Dagskrárlok.^ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Ein- arsson íslenzkaði. Gísli Rún- ar Jónsson les (13). 20.00 Harmonikuþáttur. Bjarni Marteinsson, Högni Jónsson og Sigurður Al- fonsson kynna. 20.30 Að þreyja þorrann og góuna. Gunnar Kristjánsson sér um þáttinn. 21.15 Á hljómþingi Jón örn Marinósson velur sigilda tónlist, spjallar um verkin og höfunda þeirra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (18). 22.40 Kvöldsagan: „Úr fylgsn- um fyrri aldar“ eftir Friðrik Eggerz. Gils Guðmundsson lcs (11). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.