Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Ný lögreglu- samþykkt á næsta leiti? BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt að fela borgarráði að láta í samráði við embætti lögreglu- stjóra semja tillögu að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Reykja- vík. Tillaga þessa efnis var sam- þykkt á fundi borgarstjórnar siðastliðinn fimmtudag, en hún var komin frá Þór Vigfússyni og ólafi B. Thors. Þór fylgdi tillögunni úr hlaði og gat þess m.a., að lögreglusam- þykkt sú, sem nú væri í gildi, væri hálfrar aldar gömul og þyrfti endurskoðunar við, og nefndi hann ýmis dæmi máli sinu til stuðnings. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða. Ríkisspítalar: Tveir fram- kvæmdastjór- ar skipaðir Heilbrigðis— og tryggingamála- ráðuneytið hefur skipað Pétur Jónsson viðskiptafræðing til að vera framkvæmdastjóra stjórnun- arsviðs ríkisspítalanna og Símon Steingrímsson verkfræðing til að vera framkvæmdastjóri tækni- sviðs ríkisspítalanna, báða frá 1. febrúar sl. Loðnan: 19 þús. lestir til Akraness Akranesi 18. febr. Akranestogararnir hafa land- að þorskafla hér síðustu daga. Haraldur Böðvarsson 96 lestum, Krossvíkin 120 lestum og óskar Magnússon 170 lestum. Loðnuskipin losa nú hér úr sinni síðustu veiðiferð í þessari lotu. Sigurfari um 900 lestir og Víking- ur 1350 lestir. Þar með hefur Síldar— og fiskimjölsverksmiðja Akraness hf. tekið á móti 19 þúsund lestum það sem af er þessari vertíð. Afli á línu hefur verið sæmi- legur að undanförnu hér frá Skag- anum, en nú eru bátar að skipta um veiðarfæri, frá línu á net. Júlíus. Nýir héraðs- dýralæknar Hinn 15. janúar sl. skipaði forseti íslands að tillögu landbúnaðar- ráðherra Gunnar Örn Guð- mundsson til að vera héraðsdýra- lækni í Borgarfjarðarumdæmi frá 1. febr. sl. Sama dag skipaði forseti íslands að tillögu landbúnaðar- ráðherra Gunnar Má Gunnarsson til að vera héraðsdýralækni í * Barðastrandarumdæmi frá 1. jan. Aðalfundur kattavina AÐALFUNDUR Kattavinafélags íslands verður haldinn að Hall- veigarstöðum laugardaginn 1. marz nk. og hefst fundurinn klukkan 15. Fundarefni eru venju- leg aðalfundarstörf og þau mál, sem hæst ber í starfi félagsins. Halla Hauksdóttir viö smásjána. „Getum aldrei lofað konu að allt sé í lagi með barnið hennar44 Lejívatnsrannsóknir hafa verið gerðar hér á landi síðan árið 1963. Fyrstu árin var það fremur sjaldgæft að tekin voru lejívatnssýni hjá þunguöum kqnum en síðustu tvö árin hefur slíkt aukist til muna. Á síðasta ári var legvatn rannsakað hjá 239 konum vegna litninj;a en frá því í júlí 1978 til loka ársins 1979 hefur legvatnssýni verið rannsakað hjá 333 konum. Sjö sinnum hefur rannsóknin leitt í Ijós fósturjíalla. „Það eru um 20 ár síðan menn hófu að rannsaka legvatn,“ sagði Gunnlaugur Snædal kvensjúk- dómalæknir í samtali við Mbl. „Upphaf þess var það að menn uppgötvuðu að í legvatninu væri að finna efni sem fóstrið gefur frá sér og vissar mælingar á þeim efnum gefa ákveðnar hugmyndir um ástand fóstursins. Fyrstu legvatnsrannsóknirnar voru framkvæmdar til að athuga ástand barna hjá konum, sem höfðu blóðflokkamisræmi. I fram- haldi af því fæddist sú hugmynd að hægt væri að rannsaka í legvatninu ýmislegt fleira sem lýtur að fóstrinu og þroska þess. Næsti stóri þátturinn í leg- vatnsrannsóknum kom fram í byrjun þessa áratugar. Þá var farið að kanna þroska fósturs, þ.e.a.s. með því að mæla viss efni í legvatninu er hægt að segja með nokkurri nákvæmni fyrir um það hvort lungu fósturs séu nógu þroskuð til þess að óhætt sé að , framkalla fæðingu. Það var einnig á þessum áratug sem litningarannsóknir á frumum úr legvatni hófust. Þá er tekið sýni af legvatninu, sem ávallt inniheld- ur frumur frá fóstrinu, í því augnamiði að rækta þær og telja síðan litningana og ákvarða hvort um litningagalla er að ræða. Legvatnsprófanir vegna blóð- flokkamisræmis og þroska eru yfirleitt gerðar á síðastá hluta meðgöngutímans en litningaprófið er gert um 16. viku eða fyrir miðjan meðgöngutímann. Eftir nokkra reynslu af legvatnsprófun- um vegna litningagalla hefur komið í ljós að af tæknilegum ástæðum er ekki ráðlegt að taka sýnið fyrr. Upphaf legvatnsrannsókna hér á landi, vegna fyrr nefndu ástæðn- anna, var árið 1963, en síðustu 7 árin höfum við einnig framkvæmt litningarannsóknir. Fyrstu árin sendum við tiltölulega fá sýni árlega til Kaupmannahafnar og fengum þar ágæta fyrirgreiðslu Dana í þeim efnum sem öðrum á sviðum heilbrigðismála. Hins veg- ar fór próftökum okkar svo fjölg- andi næstu árin að sjáanlegt var að þeir gætu ekki hjálpað okkur með allan þann fjölda sýna sem við fórum fram á. Síðustu tvö áriri hefur því verið byggð upp aðstaða til litninga- rannsókna í Rannsóknastofu Há- skólans við Barónsstíg. í þeim Rætt við Gunn- laug Snædal kvensjúkdóma- lækni um litn- ingarannsóknir á legvatni efnum fékkst ágæt hjálp erfða- fræðings frá Bristol í Englandi, Ron Berry, sem starfaði hér hátt á annað ár. Hjálpaði hann til við að byggja upp rannsóknastofuna. Þar starfa nú tveir meinatæknar og tveir líffræðingar." Náttúran skilar aftur grófustu litningagöllunum — Hvernig er sjálf legvatns- takan framkvæmd? „Legvatnsástungan er óþæg- indalítil fyrir konuna. Ástungan er gerð með aðstoð sónartækis á kvenlækningadeild Landspítalans. Segir það okkur nákvæmlega hvar best er að ná legvatnssýni enda fágætt að það náist ekki. Eins og áður er getið reynum við að taka prófin kringum 16. viku með- göngutímans og fáum þá gjarnan staðfest áður með sónarmælingu hversu langt konan er gengin með.“ — Um hvers konar fósturgalla getur verið að ræða? „Þekktasta afbrigði litninga- galla er það sem þekkt er undir nafninu mongólíti, orð sem við notum lítið en virðist fast í málinu. Ýmis afbrigði litninga- galla þurfa þó ekki að þýða að viðkomandi einstaklingur verði að marki frábrugðinn öðrum en aðrir eru mjög grófir þannig að fóstrið nær ekki fullum þroska svo að náttúran tekur í taumana og skilar því sem fósturláti snemma á meðgöngutímanum. Rannsóknir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.