Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 25 flttffiQMiilPlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Hin nýja „útgangau Fá mál voru blásin meira út né rangtúlkuð af jafn miklu kappi í síðustu þingkosningum og „útganga" þingmanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, er bætur á óverðtryggðan útflutning búvöru komu á dagskrá síðasta þings. Þó var sá ágreiningur, er þá kom upp, ekki um efnisatriði málsins, heldur forms- atriði; það er vafasama verkstjórn forseta, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Öðru máli gegnir nú, er þingmenn stjórnarliðsins „ganga út“ — frá þessu sama máli óafgreiddu. Nú eru það ekki formsatriðin eða verkstjórn forseta sem tefja málið, heldur efniságreiningur í stuðningsliði ríkis- stjórnarinnar, ekki sízt í Framsóknarflokknum, sem höfuðábyrgð ber á stöðvun þess nú. Upphaf málsins nú er, að Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp, sem fól í sér heimild til lántöku vegna óafgreiddra útflutningsbóta til bænda. Samkomulag tókst milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um afgreiðslu þess með þeirri breytingu, að helmingur þessarar 3ja milljarða lánsfjárhæðar yrði greiddur úr Byggðasjóði. í þessu samkomulagi fólst heilbrigð málamiðlun milli sjónarmiða í þéttbýli og strjálbýli. Nú átti ekkert að geta tafið skjótan framgang málsins í þinginu, nema eitthvað óvænt kæmi á daginn. Þetta óvænta var breytingartillaga frá einum af ráðherrum Framsóknarflokksins, Tómasi Arnasyni, þess efnis, að greiðsluskyldu Byggðasjóðs skyldi breytt og þynnt í greiðsluheimild. Mikið fjaðrafok varð í stjórnarliðinu, er breytingartillaga Tómasar kom fram, og dró hann hana þá til baka. Engu að síður náði málið ekki afgreiðslu og komu ekki fram viðhlítandi skýringar á því í ræðum ráðherra. Þingið gekk frá þessu máli óafgreiddu, þrátt fyrir það, að afgreiðsla þess virtist auðfengin, með stuðningi stærsta stjórnar- andstöðuflokksins. Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti því yfir í umræðu um málið, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að þingmenn hans væru reiðubúnir til að afgreiða málið nú, og skipti þá ekki máli, þó að þingfundir stæðu fram á nótt eða morgun. Raunar hefur meirihluti þings lýst því yfir, sagði Eyjólfur, að hann sé reiðubúinn til að afgreiða þetta mikilvæga mál fyrir þinghlé. Kjartan Jóhanns- son lýsti því einnig yfir, fyrir hönd Alþýðuflokksins, að þrátt fyrir sérstöðu Alþýðuflokksins í málinu, myndi hann ekki tefja afgreiðslu þess, enda æskilegt að henni væri hraðað. Að öllu athuguðu er ljóst að þetta mál hefur strandað á ágreiningi í stjórnarliðinu, sém nú hefur komið upp á yfirborðið með eftirminnilegum hætti. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra segir að vísu, að missætti sé ekki í stjórninni um þetta mál, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, fullyrðir hið gagnstæða, í viðtali við Mbl. í gær. „Þetta er innanhússvandamál þeirra framsókn- armanna," segir hann. „Tillöguflutningur Tómasar," bætir hann við, „var að mínum dómi óvæntur brestur" í þeirri samstöðu, sem myndast hafði flokka á milli í viðkomandi þingnefnd. Sjálfstæðisflokkurinn var reiðubúinn til að fylgja fram þeim sættum, sem orðnar voru um þetta mál milli þriggja þingflokka. Alþýðuflokkurinn, sem hafði sérstöðu í málinu, kvaðst ekki tefja afgreiðslu þess. Ágreiningur í stjórnarliðinu olli því hins vegar, að þingmenn stjórnarliðsins gengu út, án þess að afgreiða málið, þrátt fyrir yfirlýsingar um afgreiðslu fyrir þinghlé. Öll stóru orðin um hina fyrri „útgöngu“ standa nú í hálsi þeirra, er þá síðari ganga — frá hinu sama málinu óafgreiddu. En bændur hafa fengið nýja yfirsýn er skýrir heildarmyndina. setakosningunum sællar minningar. Samt voru notuð sömu niðrandi um- mælin um Bjarna Benediktsson í lágmæli þá, eins og nú eru höfð í hámæli um Geir Hallgrímsson. Þetta eru ekki fjölmæli heldur söguleg staðreynd. En hvað sem þessu líður, þá hefur dr. Gunnar nú sýnt hæfileika til að taka ákvörðun og ástæðulaust að fjölyrða um það hér. En fyrir hvern var sú ákvörðun tekin? Menn svari því hver fyrir sig. Allt tal um sæmd Alþingis er álíka marklaust og þegar alræðismenn þykjast bera lýðræði sérstaklega fyrir brjósti. Nei, það var Bjarni Benediktsson, sem þorði. Hann þorði ekki sízt að vera heilsteyptur og misjafnlega vin- sæll formaður og varaformaður flokks síns. Hann þorði öðrum fremur að bjóða pólitískum freistingum birginn. Og hann þorði það, sem mest er um vert í stjórnmálabaráttu: að láta ekki andstæðingana nota sig með þeim hætti, að kæmi niður á flokki hans og félögum. En hann þorði einnig að eiga við þá samstarf, sem var flokki hans og þjóðinni allri til framdráttar. En það átti ekkert skylt við launskraf. Þó kunni hann umfram allt freistingum sínum hóf í löngu og farsælu samstarfi við foringja sinn, Ólaf Thors. Af þeim sökum sá Ólafur alltaf framan í andstæðinga sína. Hann átti þeirra aldrei von að baki. Hann vissi, að það var traustur grundvöllur, að Bjarni væri manni í vinarhúsi. Hann gat treyst því, að Bjarni Benediktsson stæði að baki honum, en ynni ekki á bak við hann. Hann mat þann bak- hjarl mikils, sem hann gat stuðzt við alla tíð, ekki síður en Jón Þorláksson, þegar Ólafur var varaformaður hans og styrkasta stoð. Bjarni hafði síðar þær nú eru. Þeirra vegna á Sjálfstæð- isflokkurinn nú um sárt að binda. En á það er. þó ástæða að benda, þótt hlálegt sé, að minning Bjarna Bene- diktssonar býður engan hnekki við það, þótt í aðsendu dagblaðsbréfi segi svo í fyrirsögn: Gunnar Thor er kóngur klár. En stendur Gunnar Thoroddsen undir þessum orðum? Þetta er ekki einu sinni oflof, sem er háð. í þessum orðum blasir við kjarni þeirrar brengluðu stjórnmáladellu, sem er afsprengi öngþveitis og upp- lausnar, en ber þó einkum vitni því lága plani, sem íslenzk stjórnmál eru á. Geir Hallgrímsson þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af þessu skolpi pólitísku holræsanna. En á þeirri stundu, sem við stuðningsmenn hans færum að setja nafn hans í stað hins smurða, þá — og þá fyrst — ætti hann að hafa áhyggjur af okkur, og ef hann ekki mótmælti harðlega slíkum smekkleysum, þá — og þá fyrst — ætti hann að hafa áhyggjur af sjálfum sér.*^ En snúum okkur þá að öðru mikil- vægara atriði en þessu brenglaða rugli, sem borið hefur verið á borð í íslenzku stjórnmálaþrasi undanfarið. Stjórnmálasagan hefur sýnt, að það fer alltaf illa fyrir flokkum, þegar þeir láta stjórnmálaandstæðinga komast upp með að ráðskast með málefni þeirra. Þá fyrst er voðinn vís. Þetta kemur rækilega í ljós hjá Héðni Valdimarssyni í athyglisverðu riti hans um afskipti framsóknarmanna af innanflokksmálum Alþýðuflokksins á fjórða áratugnum, Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann. Héðinn segir m.a. um aðdragandann að Þjóð- stjórninni 1939: „Sagði Jónas í fyrstu vinstri mönnum Framsóknar, að til- gangurinn væri sá einn, að kljúfa Fæst af því, sem fjasað er um stjórnmál í fjölmiðlum, er annað og meira en hugsanakækir á lægsta plani, ef það kemur þá hugsun í raun og veru nokkurn skapaðan hlut við. Þannig var núverandi forsætisráð- herra nýlega líkt við Krist í lesenda- bréfi í Dagblaðinu, sem af einhverri einstakri og næsta óskiljanlegri fórn- arlund mun vera helzta málgagn hans og ríkisstjórnarinnar. Og um svipað leyti þótti ritstjóra blaðsins ástæða til að ráðast að minningu Bjarna Bene- diktssonar með þeim hætti, að ekki verður orðrétt í það vitnað. Þau ófögru orð um Bjarna koma honum og minningu hans ekkert við og lýsa auðvitað engum néma þeim, sem þau skrifaði. Við skulum vona, að hann hafi ekki verið hvattur til þess af þeim himnesku fyrirmyndum, sem blað hans á nú ekki orð yfir vegna stjórnmálahæfileika á þeirri stóru stundu, sem nú er fremur kennd við söguleg svik en sögulegar sættir. Það var víst ekki hægt að lofsyngja Gunnar Thoroddsen nema með aðför að Bjarna Benediktssyni látnum og átti í leiðinni að vega rétt einu sinni að Geir Hallgrímssyni og öðrum vinum Bjarna. Allt er þetta með eindæmum ógeð- fellt og raunar einskis virði, þó að einhverjir virðist hafa lagt upp úr því, eins og á stóð og í pottinn var búið. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en allt minnir þetta einskis verða pólitíska brambolt undanfarið á furst- ann hans Machiavellis, sem var öðrum stjórnmálamönnum snjallari, ef miðað er við, að pólitík sé svik og prettir, samsæri og sjónarspil, jafnvel mannvíg og það sem er verra: atlaga að orðstír dauðra sem lifandi. En snjallt er það ekki, ef miðað er við, að stjórnmál séu í einhverjum tengslum við drengskap og heiðarleika þar sem Mörður er ekki sýknt og heilagt hreyfiafl sögunnar. Hann á heima í Njálu, sem er kennslubók í því, hvernig við eigum ekki að umgangast hvert annað. Búsnavetur Af þessu má draga þá ályktun, að stjórnmál eru a.m.k. afstæð eins og annað í þessari voluðu veröld okkar, sem virðist nú hafa það helzt á stefnuskrá sinni, að freistingar séu til þess að standast þær ekki. Margir hafa fallið fyrir metnaði sínum á Islandi undanfarnar vikur og mánuði, ekki síður en annars staðar. Hornkerl- ing vill enginn vera, allra sízt í Einskismannslandi íslenzkra stjórn- mála. Ég held samt það sé skemmti- legra og raunar eftirsóknarverðara á alla lund að falla fyrir öðrum og betri kræsingum en þessum eilífa egóisma og afdrífaríka, en þó drepleiðinlega metnaði og sjálfsánægju. Menn eiga ekki að herbergja hatur sitt eða rugla saman heilagra manna beinum og hrossabeinum, svo að dreg- inn sé lærdómur af Sturlungu. En í forystugrein Dagblaðsins var talað um „hatur" Bjarna Benediktssonar í þeim tilgangi að upphefja Gunnar Thor- oddsen. Sá fyrrnefndi getur ekki tekið til máls, en hinn síðar nefndi hefur kosið að þegja þunnu hljóði um þetta atriði. Kannski líkar honum það vel. Ef svo er, lifum við nú pólitískan býsnavetur. En sú þögn kemur þó ekki heim og saman við það, þegar núver- andi forsætisráðherra fann ekkert ráð betra til að upphefja sjálfan sig í samtali við Helgarpóstinn nú fyrir skömmu en vísa til orða Bjarna Benediktssonar um hann fimmtugan 1960, en þá segir Gunnar, að Bjarni hafi sagt, að sá hæfileiki einkenndi Gunnar Thoroddsen mest „að taka l íslenzkri pótitík ákvarðanir". Hann hafi þorað. Að vísu heyrði ég ekki þessi orð og aldrei sagði Bjarni Benediktsson neitt í þá átt í mín eyru. En ef rétt er munað hjá Gunnari Thoroddsen hefur sáttfýsi Bjarna Benediktssonar verið aldeilis óendanleg eins og Magnús dósent sagði um náðina(!) En við hljótum þó að gleðjast yfir því, að svo mikils virðist núverandi forsætisráðherra hafa metið það, sem fram gekk af munni Bjarna Benediktssonar, að hann telur sér það helzt til vegsauka að láta hann, horfinn af sjónarsviðinu, skrifa upp á víxilinn um ágæti Gunn- ars Thoroddsens. Og víst er um það, að hvorki hann né við morgunblaðsmenn brugðumst Gunnari Thoroddsen í for- sama stuðning af heilindum Jóhanns Hafsteins. Að forsetakosningum loknum 1952 var haldinn fundur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins að heimili Ólafs Thors. Þar var Bjarni Benediktsson. En þar var ekki Gunnar Thoroddsen. Þá gekk Bjarni fram fyrir skjöldu og reyndi að sætta stríðandi öfl innan flokksins. Þá þurfti hann ekki sízt að sætta flokkinn við Gunnar Thorodd- sen. Og þegar Bjarni varð formaður Sjálfstæðisflokksins 1961, rétti hann enn fram sáttarhönd og gerði Gunnar Thoroddsen að varaformanni sínum. En ýmsir töldu hann þó ekki ofsælan af þeim bakhjarli, sem hann þá fékk. En látum freistingar metnaðarins liggja milli hluta, svo augljósar sem *) Frá því hefur verið sagt í dagblaðtfrétt, að klerkar nokkrir hafi átt tal við fulltrúa. marxista urti meira samstarf íslenzkrar kirkju og kommún- ista, þó að ekki hafi verið tálin ástæða til að ræða sérstaklega við þann flokk, sem hefur kristindóm undanbragðalaust á stefnuskrá sinni, Sjálfstæðis- flokkinn. En mér er úr því sem komið er næsta óskiljanlegt að prestamir skyldu hafa talað við þá alþýðubandalagsmenn fyrst þeir gátu komizt milliliðalaust í samband við þann, sem Hallgrímur Pétursson orti um Passíusálmana. Rikisstjómin getur státað af því, að hann situr nú í forsæti, að því er manni skilst. Ef marka má Dagblaðið er höfuðpersóna Passíusálmanna nú loksins komin í leitimar. En þó að Gunnar Thoroddsen hafi ýmsa ótvírœða hœfileika og enginn frýi honum vits, þá held ég, að málgagn núverandi ríkisstjómar, Dagblaðið, hafi gengið einum of langt í dýrkun sinni á þeim helgu beinum, sem nú er boðið upp á í íslenzkri pólitík — og trúi því, þangað til annað kemur í Ijós, að við Hallgrímur Pétursson séum sammála um það, hvað sem öðrum líður. Það er því ástæða til að vera pólitískur trúvillingur nú um stundir og halda sig við hrossabeinin. hatöfállt aðra skapgeft, s^a Sjálfstæðisflokkinn með samvinnutil- boðum um ríkisstjórn, á sama hátt og tekizt hafði að kljúfa Alþýðuflokkinn". Innra þrek þingmanria Sjálfstæðis- flokksins var þó meira en svo, að unnt væri að kljúfa flokkinn, enda var forystan heil og óskipt og lét ekki stjórnast af persónulegum metnaði, heldur þjóðarhag. En þó hrikti í flokknum eins og oftar. Þegar Nýsköpunarstjórnin var mynduð varð ágreiningur um afstöð- una til kommúnista bæði í Sjálfstæð- isflokknum og Alþýðuflokknum og var foringi hins síðarnefnda, Stefán Jó- hann Stefánsson, andvígur samstarfi við sósíalista, þó að ekki yrði um klofning að ræða frekar en í Sjálf- stæðisflokknum. Fimm þúigmenn flokksins treystu sér ekki til að fylgja foringja sínum og þingflokki. Jón á Akri fylgdi meirihluta þingflokksins og varð forseti S.Þ. Það voru traustir innviðirnir í karli. En þessi afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins kom persónulegum metnaði ekkert við og engin hætta á klofningi. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins réð ferðinni, hinir höfðu sérstöðu eins og oft vill verða í stjórnmálum, en fimmmenningunum datt hvorki í hug að kljúfa flokkinn né brjóta lög hans og reglur fyrir eigin hagsmuni. Að lokum fór svo, að andstæðingarnir sundruðu ekki flokknum, heldur sam- einuðu hann í átökunum út af Kefla- víkursamningnum. Á þetta var minnzt í forystugrein Morgunblaðsins, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var í burðarliðnum og varað var eindregið við klofningi í röðum borgaralegra afla í landinu, en áherzla lögð á samstöðu þeirra. En andstæðingum Sjálfstæðisflokksins tókst samt að ráða ferðinni og sundra samherjum. Það var ekki vegna þess að málefnin hafi verið betri en áður eða sjálfstæð- isstefnan, frelsi einstaklinga og minnkuð umsvif ríkisins, væri í heiðri höfð — nei, þvert á móti eru einkenni vinstri stjórna svo mikil og áberandi á núverandi ríkisstjórn og málefna- samningi hennar, að Alþýðublaðið telur hana vinstri stjórn, Framsókn „umbótastjórn" og vita allir af langri og hrollvekjandi reynslu, hvað það merkir, og einn af ráðherrum þeirra valdagráðugu og metorðasjúku al- þýðubandalagsmanna, sem að ríkis- stjórninni standa, telur einungis blæ- brigðamun á henni og síðustu vinstri stjórn. Þannig hefur andstæðingunum tekizt að sundra sjálfstæðismönnum og fleyga raðir þeirra með lítilli fyrirhöfn, eins og framsóknarmenn og kommúnistar nöguðu rætur Alþýðu- flokksins áður fyrr. En vonandi stend- ur Askur Yggdrasils íslenzkra stjórn- mála, Sjálfstæðisflokkurinn, af sér níðhögg þennan. En af hverju var þetta gert? Fyrir þjóðina, sem á í vændum meiri skattpíningu og sér ekki fram á annað en áframhaldandi óðaverðbólgu? Eða var það gert fyrir sjálfstæðisstefn- una? Eða kannski Sjálfstæðisflokk- inn? Eða var þetta kannski gert vegna þeirra freistinga, sem fyrr eru nefnd- ar? Það þarf auðvitað ekki að spyrja, svo augljóst sem þetta er — og þaðan af síður að svara. Svörin liggja í augum uppi, einungis ef menn hafa pólitískt þrek til að skyggnast um að tjaldabaki. Jónas H. Haralz, sem er þekktari að hófstillingu í málflutningi en ofsa og stóryrðum, sá sér ekki annað fært en taka sér í munn orð eins og bull og markleysa, þegar hann fjallaði um málefnasamninginn í ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins og sýndi af alkunnri rökvísi fram á, að hann gengi þvert á stefnu flokksins. Eina frjálshyggjan í samningnum er frelsi sjálfstæðisráðherranna til að ráðskast með fjöregg flokksins í eig- ingjörnum tilgangi. Að mínu viti er það ekki sjálfstæðisstefna í reynd, heldur einhverskonar einkaalræði, sem nýtur sín að vísu betur, þar sem menn hafa vopnaðan her við að styðjast en hér í agaleysinu. Ráðherr- arnir eiga því miður eftir að upplifa það, ekki síður en Sjálfstæðisflokkur- inn, að sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brénnur. Það koma ekki allir dagar í böggli, sagði gamla fólkið, sem allt vissi af langri reynslu. Styrkur flokks í lýðræðislandi kem- ur að sjálfsögðu frá honum sjálfum. Veikleikinn eru þau fræ, sem andstæð- ingunum tekst að sá í metnað þeirra, sem trúað var fyrir þrekinu. Og þá efum við loks komin að öðru dæmi um afdrifarík áhrif eins flokks á annan. Stefán Jóhann segir frá margendur- teknum átökum innan Alþýðuflokks- ins í minningum sínum, enda gekk flokkurinn ekki heill til skógar áratug- um saman vegna þess hversu „innan- gengt? var milli hans og Framsóknar- flokksins annars vegar og kommúnista hins vegar. Stefán Jóhann segir t.a.m.: „Ég er ekki í neinum vafa um það, enda fékk ég síðar um það örugga vitneskju, að andstæðingar mínir í öðrum flokkum höfðu veruleg, ef ekki úrslitaáhrif á formannskjörið á flokksþinginu 1952“. Þannig gátu pólitískir andstæðingar Alþýðuflokksins att jafnaðarmönnum saman og klofið flokk þeirra með þeim hætti. Hann bar ekki sitt barr vegna pólitísks þrekleysis árum saman, og þá einkum í forystuliðinu. Andstæðingar formannsins voru bæði bak og fyrir eins og Jón Baldvinsson hafði einnig mátt reyna — og nú forystumenn Sjálfstæðisflokksins um alllangt skeið. Það er kjarni málsins. Allt annað er í raun og veru hismi. Sjálfstæðismenn eiga að gera sér grein fyrir því. Að vísu er langt frá því að þeir hafi gert það allir. Og það verður ekki fyrr en farið verður að sljákka í hrifningunni yfir þessari nýfæddu ríkisstjórn, sem var getin í þeim tilgangi einum að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Raunsætt mat er öðru fremur nauðsynlegt í stjórnmálabaráttu, en hvorki ósk- hyggja né blekkingar. En vonandi sjá menn í gegnum töfrabrögðin, áður en Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn jafn- illa leikinn af klofningi og Alþýðu- flokkurinn, þegar verst gegndi. Fram- sóknarmenn höfðu vit á að bregðast rétt við þegar þeir sáu, hvernig kommúnistar ætluðu sér að eyðileggja flokkinn með möl og möðruvellingum, enda hafa þeir kunnustuna í þeim efnum. Ég nefndi heimspeki valdsins og Machiavelli hér að framan og raunar ekki að ástæðulausu, svo litlar siðferð- iskröfur sem nú eru gerðar til stjórn- málamanna, enda svífast þeir einskis og hljóta því meira klapp sem þeir eru ófyrirleitnari. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrum forseti, hafði marga stjórn- málafjöruna sopið. Hann sagði í sam- tali okkar 1969, að í þeirri bók, sem Sir Alec Douglas Home, fyrrum försætis- ráðherra Breta, gaf honum, Bréf Juniusar, frá 18. öld, séu „einhverjar mestu pólitísku skammir, sem um getur“. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri til að hafna ekki á 18. öldinni, þótt margt, sem ég hefi lesið undan- farið um stjórnmál, minni einna helzt á Bréf Juniusar, að því undan skildu auðvitað, að þau eru talin til ritsnilld- ar, en hér rjátlast meðalmennskan varla af nokkrum manni, ef pólitík er annars vegar. En það vil ég segja að lokum, að nóg er af sturlungaöldinni í blóði okkar, þó að við séum ekki að pipra okkur upp með forskriftum furstans eftir Machiavelli, þann auma ítala. Það er ástæðulaust að gera því skóna, að stjórnmál séu „survival of the fittest" í alls konar klækjum og brögðum. Þó má vel vera, að Lúðvík Jósepsson eigi eftir að mynda ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu flokks í blóra við Alþýðubandalagið og má ætla, að hann sé farinn að hugsa sér til hreyfings, því að samkeppnin er mikil og hörð í fjölleikahúsi íslenzkra stjórnmála. Matthías Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.