Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Laxeldi í lónunum í Kelduhverfi í sumar FYRIRTÆKIÐ Tungulax stefnir að því að byrja Laxeldi í lónunum i Kelduhverfi næsta sumar. Ýmsir endar eru þó enn lausir í sambandi við undirbún- ing að þessu máli. Þannig hefur ekki verið gengið frá RÍKISSTJÓRNIN skipaði á fundi sinum í gær Eggert Hauk- dal alþingismann formann stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Gildir skipunin til loka þessa árs. Þá fól forsætisráðherra í gær, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, Framkvæmdastofnun- inni að hefja nú þegar athugun á atvinnuástandi í Vestmannaeyj- um og gera tillögur um leiðir til samningum við norska fyrir- tækið Mowi um aðild að þessum rekstri, en þau mál skýrast væntanlega um mánaðamótin. Það eru fimm bændur i Kelduneshreppi, sem eiga landið og lónin þar sem fyrirhugað er úrbóta. Til að taka þátt í þessu starfi ásamt stofnuninni hafa verið skipaðir þeir Hilmar Rós- mundsson skipstjóri samkvæmt tilnefningu sjávarútvegsráðun- eytisins, Garðar Sigurðsson al- þingismaður eftir tilnefningu fé- lagsmálaráðuneytisins og Jóhann Friðfinnsson framkvæmdastjóri. Lögð er á það áherzla, að þessu verki verði hraðað eins og kostur er. að fiskeldið verði, þ.e. bæirnir Lón I og II, Fjöll I og II og Auðbjargarstaðir. Að sögn Björns Guðmundssonar oddvita í Lóni, er ekki ólíklegt að gengið verði frá leigusamningi við Tungulax í næstu viku. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar er hugmyndin að í sumar verði sett í eldi í fiskeld- isstöðinni í Kelduhverfi 30—40 þúsund laxaseiði. Verða þau annaðhvort flutt norður frá fiskeldistöðvum Tungulax að Öxnalæk og Tungu í Landbroti eða frá Laxamýri. í staðinn yrðu seiði frá Tungulaxi flutt út fyrir Laxamýrarstöðina. Seiðin verða í sérstökum nót- um eða flotbúrum í lónunum og tekur röskan mánuð að undir- búa reksturinn ef samningar takast við alla aðila. Eyjólfur sagði, að ef af yrði, þá væri ætlunin að vera með laxeldi fyrst í stað, en síðar sjóbirting og jafnvel laxbirting. Kostn- aður, sagði Eyjólfur, að gæti orðið hátt í 100 milljónir strax í sumar. Eggert Haukdal for- maður stjómar Fram- kvæmdastofnunar „Þörfin er brýn“ TVÆR kirkjusóknir i Reykjavik hafa tekið upp þá nýbreytni að hafa safnaðarsystur i starfi. Þetta eru Hallgrimskirkjusókn þar sem Ingunn Gisladóttir starfar sem safnaðarsystir og Laugarnessókn þar sem Margrét Hróbjartsdóttir gegnir þvi starfi. Mbl. ræddi við Ingunni fyrir stuttu um starf safnaðarsystra. „Starfið byggist upp á bæn,“ sagði Ingunn. „Á þriðjudögum kl. 10.30 eru bænastundir í Hall- grímskirkju þar sem við biðjum fyrir sjúkum og öðrum þeim sem leita til okkar og biðja um fyrir- bænir. I byrjun sóttu afskaplega fáir þessar bænastundir en aðsókn- in hefur glæðst mikið upp á síðkast- ið og nú eru 20 — 25 manns á hverri bænastund. Eftir hádegið á þriðjudögum er ég síðan til staðar í kirkjunni og þangað getur fólk komið til að ræða við mig. Þarna er þörfin brýn. Það má segja að þessi þáttur sé sálu- sorgarastarf. Fólk kemur og segir mér frá vandamálum sínum, léttir á hjartanu og biður um fyrirbæn. Þetta er fólk á öllum aldri, oft ungt fólk sem hefur leitað í spíritismann og er í miklum vandræðum með Rætt við Ingunni Gísladóttur safn- aðarsystur i Hall- grímskirkjusókn sjálft sig. Mig hefði í raun aldrei grunað hversu gífurleg þjóðfélags- vandamálin eru hér á landi. Það virðast allir eiga við einhver vand- ræði að stríða nema ég, þar hefur bænin hjálpað mér. Gamla fólkið á ég að annast aðallega. Á miðvikudögum, og reyndar oftar, fer ég í húsvitjanir. Ég er þá beðin um að koma, spjalla við það, lesa úr Biblíunni og biðja fyrir því. Þessi hluti starfsins er alveg óendanlegur. Sumt af þessu fólki er alveg gleymt umheiminum og er svo óskaplega þakklátt, fyrir þessar heimsóknir. Ég hef reynt að sinna aðallega því fólki sem er úr sókninni en það er hringt héðan og þaðan úr borginni til að biðja mig að koma í húsvitjanir." Ingunn var kristniboði í Eþíópiu í mörg ár og hefur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarkona á Landspítalanum. „Séra Karl Sigurbjörnsson færði það í tal við mig árið 1971 hvort ég hefði ekki áhuga á að taka að mér starf safnaðarsystur. Ég vissi þá ekki nákvæmlega í hverju starfið fælist en hafði áhuga á að taka það að mér þar sem ég hafði verið kristniboði. Ég fór því til Noregs á diakonissuheimilið til að kynna mér starf þeirra þar og fékk þar af- skaplega haldgóðar upplýsingar. Nú vinn ég sem sagt að hluta til sem safnaðarsystir og að hluta á Landspítalanum." — Nú hefur verið rætt um að kirkjan rækti ekki nógu mikið þann þátt er snýr að tengslum við söfnuðinn? „Hver rækir starf sitt nógu vel? Ekki geri ég það. En hins vegar má ekki gleyma því að kirkjan er ekki steinhúsið heldur allur söfnuður- inn. Og það er ekki allt rétt það sem sagt er um kirkjuna, t.d. er sóknin góð í Hallgrímskirkju. Og ég hef virkilega séð árangur af því starfi sem ég vinn, en það er bara svo lítið sem ég kemst yfir,“ sagði Ingunn að lokum. Ingunn Glsladóttir við skrifborðið á heimili sinu við Háaleitisbraut. Ljósm. Emilia VÍÐIR (Salix) — Fyrri grein Þegar leikmaður sest við að skrifa um trjárækt hlýtur hann að styðjast að mestu leyti við eigin reynslu og umhverfi sitt. Þannig er það að þessu sinni og uppsveit í Árnessýslu er sjónarhóllinn. Mjög margar víðitegundir eru ræktaðar hér á landi og hafa gefist vel, ekki hvað síst í skjólbelti og munu hér verða nefndar f jórar tegund- ir. BREKKUVÍÐIR (Salix sp.) hefur reynst hér mjög vel. Ekki eru allir á sama máli um uppruna hans, en hvaðan sem hann hefur kom- ist inn í ættir landsins þá hefur hann fyrir löngu áunn- ið sér þegnrétt fyrir sína mörgu og góðu kosti: Það er auðvelt að fjölga honum, hann kelur ekki og er mjög tvennt að velja: leyfa honum að vera „á eftirlaunum" þar sem hann hefur staðið e.t.v. í 15—20 ár og skýlt mönnum og málleysingjum, eða fjar- lægja hann og planta nýjum. VIÐJA (S. cinera) er annar kynblendingur sem nýtur vinsælda. Hún hefur til að bera marga sömu kosti og brekkuvíðirinn og er falleg bæði í skjólbelti og sem stakstætt tré. En hún er talsvert viðkvæm í hvass- viðri, verður þá oft svört og skorpin, sem að sjálfsögðu seinkar vexti um stund, en að líkindum veldur hún engum vangaveltum þó að hún kom- ist til ára sinna. ALASKAVÍÐIR: (S. alas- censis). Fyrir 10—15 árum fór undirrituð til trjáplöntu- kaupa að Kjarri í Ölfusi, til mikillar ræktunarkonu. Að Víðireklar. fljótur að mynda þétt og gott skjólbelti sé hann rækilega klipptur frá upphafi. Hann virðist þola næstum því hvaða íslenskt veður sem er og lifnar snemma á vorin, svo snemma að stundum er vart hugsandi annað en að nú hafi hann hlaupið á sig að þessu sinni, en sjá: að hretinu loknu heldur hann sínu striki eins og ekkert hafi í skorist og kemur sínum fallegu dökk- grænu blöðum óskemmdum út. Ókosti hefur brekkuvíðir- inn að vísu, en enginn er gallalaus. T.d. er hann lús- sækinn og verður skilyrðis- laust að úða hann a.m.k. einu sinni á sumri, einnig vill leggjast á hann ryðsveppur. Hér um slóðir hefur gefist vel að blanda saman lúsa- og sveppalyfi til úðunar, og get- ur meðferðin jafnvel lengt laufgunartímann um 2—3 vikur. Sumir segja að brekku- víðirinn eldist illa. Þá er um kaupunum loknum segir selj- andinn: É'áðu með þér eina af þessum litlu þarna, þú sérð ekki eftir því, kallaðu hana BLÆVÍÐI því að það nafn hæfir henni betur en AL- ASKAVÍÐIR, sem hún mun vera nefnd. Allt hefur síðan farið eftir þessum ummælum. Blævíðir er bæði falleg og góð víðitegund og enginn stendur honum á sporði í vaxtar- hraða, árssprotarnir geta orðið 80—100 sm sé hann ekki klipptur. Hann meðtekur lús og kelur dálítið en það er eins og hann leggi sig fram um að bæta fyrir það, þegar hann fer í gang með miklum vexti. Víðir þessi hefur sérstakan lit. Blöðin eru grágræn að ofan en silfurgrá á neðra borði, þar af leiðandi er hann mjög skemmtilegur á að líta þegar bærir vind. Hann má nota klipptan í skjólbelti og ekki síður sem stakstætt tré. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.