Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Sovétríkin: Iðnaðarframleiðsla hefur ekki aukist jafn litið SOVÉSKA efna- hagsmálaráðuneytið birti nýverið hagtölur Sovét- ríkjanna fyrir árið 1979. Þar kemur fram að aukn- ing iðnaðarframleiðslu hefur ekki verið jafn lítil frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari. Fram- leiðsla á olíu, kolum og stáli minnkaði verulega. i áratugi sumum svæðum Sovétríkjanna og benda í því sambandi á að olíuframleiðsla landsmanna hafi aðeins aukist um 2.4% á síðasta ári, en samkvæmt áætl- unum stjórnvalda í upphafi árs- ins var gert ráð fyrir um 7.8% aukningu. Sömu sögu er að segja hvað varðar kolaframleiðsluna. Hún jókst aðeins um 4.5% á móti 6.9% sem gert hafði verið ráð fyrir. Heildaraukning iðnaðarfram- leiðslunnar á síðasta ári var aðeins um 3.4%, en samkvæmt áætlunum stjórnvalda í upphafi ársins var gert ráð fyrir um 5.7% aukningu framleiðslunnar. Til að bæta gráu ofan á svart varð svo kornframleiðsla lands- manna sú minnsta í áraraðir og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að selja Sovétmönnum ekki þær 17 milljónir lesta af korni sem um hafði verið samið. Skýringar ráðuneytisins á minni kornframleiðslu svo og hægari vexti iðnaðarframleiðsl- unnar eru þær helztar að veðr- áttan á síðasta ári hafi verið með versta móti, veturinn var mjög kaldur og sumarið mjög þurrt. I skýrslu ráðuneytisins kom fram gagnrýni á landbúnaðar- framleiðsluna almennt og var sagt að hún hefði verið of lítil, jafnframt því sem afköst verka- lýðsins almennt voru töluvert gagnrýnd. Bandarískir efnahagssérfræð- ingar halda því fram, að fram- undan sé magurt ár fyrir Sovét- menn því ofan á þessa óáran, sem að framan er greind, gera sérfræðingarnir ennfremur ráð fyrir því að orkuskortur muni jafnvel gera vart við sig á 443 milljarða tap hjá Chrysler á s.l. ári: „Búumst við „aðeins“ 200 milljarða tapi á þessu ári“ — sagði Lee Iacocca stjórnarformaður fyrirtækisins fyrir skömmu TAI* Chryslcrverksmiðj- anna handarísku á síðasta ári nam um 1.1 milljarði Bandaríkjadollara. cða scm næst 143 milljörðum íslcnzkra króna, o>í hefur annað cins tap aldrci litið dají.sins ljós í handarískri viðskiptasögu. Þctta er hcldur mcira tap cn forráðamenn fyrir- tækisins áttu von á. cn í hyrjun ársins sögðu þcir auKljóst að tapið yrði riflcjía 800 milljónir Bandaríkjadollara. cða scm næst 322 milljörðum íslcnzkra króna. FRÆÐSLA Stjórnunarfélagið með er- lent einkaritaranámskeið „Þetta er nokkurs konar tilraun hjá okkur með að fá svona nám- skeið að utan, auk þess sem kostnaður er auðvitað meiri en við venjuleg námskeið,1* sagði bórður Sverrisson framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins er.Mbl. innti hann eftir því hvers vegna einka- ritaranámskeið sem félagið er með í næstu viku er keypt erlendis frá. „Við gerum okkur góðar vonir um að þetta verði mun vandaðra og betra fyrir vikið. Kennarinn á þessu námskeiði verður þaulvanur, er reyndar framkvæmdastjóri fyrir- tækisins sem við kaupum nám- skeiðið af. Við gerum og meiri röfur til þátttakenda en gengur og ist, þeir einkaritarar sem hyggj- ast sækja þetta námskeið verða að hafa a.m.k. tveggja ára reynslu í starfi. Markmið námskeiðsins er að auka alhliða hæfni einkaritara við skipulagningu, tímastjórnun, sam- skipti-tjáningu, skjalavistun og al- menna skrifstofustjórn í þeim til- gangi að auka afköst forstjóra og ritara við stjórnun fyrirtækisins. Fjallað verður um hlutverk einkaritarans í nútímafyrirtæki og rætt um hvernig einkaritarinn get- ur bezt fullnægt þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Námskeiðið er fengið hingað til lands frá fyrirtækinu „Mercury Sekreterar Institut" í Svíþjóð og leiðbeinandi verður eins og áður sagði forstjóri þess, Eiwor Bohm- Petersen, og fer öll kennsla fram á ensku. Námskeiðið er dagana 26. — 28. febrúar n.k. á Hótel Loftleið- um,“ sagði Þórður ennfremur. Lee Iacocca, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, sagði á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu, að þrátt fyrir þetta mikla tap hefði rekstur fyrirtækisins gengið heldur skár undir það síöasta og að forráðamenn þess ættu von á því að tap þess yrði „ekki nema“ 500 milljónir Banda- ríkjadollara á yfirstandandi ári, eða sem nemur um 200 milljörðum íslenzkra króna. Fyrirtækið seldi bíla á síðasta ári fyrir 12 milljarða Bandaríkjadollara, eða sem næst 4800 milljarða ís- lenzkra króna. Arið á undan seldi fyrirtækið hins vegar bíla fyrir um 13.6 milljarða króna, en þá nam tap fyrir- tækisins um 205 milljónum Bandaríkjadollara, eða sem næst 83 milljörðum íslenzkra króna. Lee Iacocca sagði enn- fremur að þetta mikla tap segði ekki alla söguna varð- andi Chrysler, því mikill samdráttur hefði verið í allri bílasölu í Bandaríkjunum á s.l. ári. Sala Chrysler hefði minnkað um 19% og verk- smiðjurnar selt um 1.8 millj- ónir bíla víðs vegar um heiminn. Iacocca sagði aftur á móti miðað við sama tímabil í fyrra, sem benti ótvírætt til þess að fyrirtæk- ið væri á réttri leið. Eru 500J) heild- salar á Islandi? Nei, þeir voru um 400 árið 1977 ERU 5000 heildsalar á íslandi? — Þessari spurningu er svarað neitandi i nýútkomnu upplýsingahefti um verzlun og viðskipti, sem samtökin Viðskipti og verzlun hafa gefið út. Atvinnuinnflytjendur voru um 400 árið 1977 segir í ritinu. 320 þeirra fluttu inn fyrir 10 milljónir króna eða meira, og skiluðu þeir að jafnaði meira en 1 xk tollskýrslu á viku, sem má nota sem viðmiðun þegar rætt er um þá, sem teljast hafa atvinnu af heildsölu. Hluti þeirra er iðnfyrirtæki, sem flytja inn hráefni og vörur, svo og námsmenn, sem flytjast búferlum heim, og ríkisstofnanir. Meðfylgjandi tafla skýrir málið mun betur og sýnir hvað felst í tölunni 500: SkýrNluf jöldi á ári InnflutninifsverA 1-8 8-75 75 o.fl. Alls Verðmæti af innflutn. % 0-10.000 250 — — 250 10.000-100.000 850 30 — 880 100.000-1 mlllj. 1400 140 — 1540 7 1 — 10 millj. 770 570 10 1350 10—100 millj. 40 400 210 650 29 100-1000 millj — 35 145 180 37 1000 millj. eða meira — — 15 15 27 Alls 3310 1175 380 4865 100 Úr þessu má lesa, að um 200 innflytjendur flytja inn um % af verðmæti innflutnings. Ef bætt er við þeim, sem flytja inn fyrir meira en 10 m. kr. á ári 1977 og fleiri en l'/fc skýrsla á viku fást um 400 innflytjendur með u.þ.b. 85% innflutnings. Innan FÍS eru um 200 meðlimir. 6,4 milljónir án vinnu í Bandaríkjunum ALLS eru nú um 6,4 milljónir manna atvinnulausar í Banda- rikjunum, eða um 6,2% allra vinnufærra manna í landinu. Hefur atvinnulausum fjölgað frá áramótum um 340 þúsund eða um 0,3%. Efnahagssérfræðingar í Banda- ríkjunum eru á þeirri skoðun að atvinnuleysi muni aukast enn frekar í landinu á þessu ári og í lok þess verði um 7,5% vinnu- færra manna án vinnu. Hins vegar er í áætlunum Carterstjórnarinn- ar gert ráð fyrir sérstökum að- gerðum á árinu til þess að minnka atvinnuleysið og samkvæmt þeim er áætlað að um mitt næsta ár verði aðeins um 4,2% vinnufærra manna án vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.