Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 I stormi og stórsjó Ekki veit ég hvort þú hefur heyrt eða lesið soguna um Pál postula. Hún er bæði hrífandi og spennandi. í upphafi var Páll andstæðingur Jesú. Hann lét setja menn í fang- elsi, sem trúðu á hann. Seinna varð hann einn af lærisvein- um Jesú. Hann ferðaðist til margra landa til að segja öðrum frá honum. Einu sinni var Páll tekinn fastur. Hann var fluttur um borð í skip, sem átti að fara með hann til Róma-borgar. En á ieiðinni hrepptu þeir mesta óveður. Stormurinn æddi og bylgjurnar skullu á skipinu. Flestir urðu hræddir og sögðu: „Við drukknum allir.“ En Páll var rólegur, af því að Jesús hafði lofað að vera með honum. Páll sá engil, sem sagði: „Verið óhræddir. Enginn yðar mun drukkna. Skipið ferst, en allir komast lífs af.“ í tvær vikur hraktist skip- ið um hafið og strandaði fyrir utan eyju nokkra. Allir björg- uðust eins og engillinn sagði. Guð hefur lofað að vernda okkur. Hvort sem okkur gengur vel eða illa, vill hann standa við hlið okkar og vera með okkur hvar sem við erum og hvert sem við förum. Úr íslandssögunni: Gunnar og Njáll u\ LbEKrt tíft MfeBAflKd j> no'íK/lL 'DPf.i^AR ELVUK fi n'iLLI ►tíRká! 15^'ATT 1-kfL fRÆLAýTfúí?. |\ E, ft.S. M'A-L AfcNi'N BÚAOloT fyRiA tvfclt Ah T/l AÞ l>X/K i/QftU FflLL- n-|R 'fi BeR i 6M ■ jVl/PARENMÍ FA F'£ ISK HaLl~ tíNN FR/C-M^AöUMAÍaK^TIl. UT Vfl IMUUWlíR M iTEL A ri\r FiÁ ER. ÖUjsWAK FkETT'l hAi> }LÍI rlAN,N WALLGrERPi K/MNHE5T. ^/WjPi^T HUT IKILC'I rlU/J - A fiAsM Qb HÚAJI I £ Fjölskyldu- þraut Hér ætlum við að birta þraut, sem öll fjölskyldan getur glímt við. Hver veit nema þau yngri séu duglegri en hin eldri og leysi þrautina betur og fljótar en þeir fullorðnu. 1. Snati greyið, var að safna kjötbeinum og geymdi þau svo vandlega, að hann fann þau ekki aftur. Hann hafði falið fjögur kjötbein, sem hann leitar nú að glorsoltinn. Getið þið hjálpað honum að finna þau. 2. Eins og þið sjáið og vitið geta börn tekið upp á ýmsu. Stundum er það skemmtilegt en stundum miður skemmtilegt. Hér á teikningunni hafa börnin reyndar tekið upp á ýmsu, sem þau ættu kannski að láta ógert. Mér telst svo til, að það séu 9 atriði, sem þau ættu helst að láta ógerð — getið þið fundið út hvaða atriði það eru? Ef þið finnið 6 atriði, þá telst það gott. Lausn á hinni síðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.