Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 41 fclk í fréttum The Beatles á velmektardögum sínum, um þaö leyti er þeir gátu út hljómplötuna Beatles for sale, — Bítlarnir til sölu. Þeir eru, talið frá vinstri: George Harrison, John Lennon, Ringo Starr og Paul MacCartney. Hvar eru bresku bítlarnir niðurkomnir? + SÚ var tídin að vart leið sá dagur aö ekki vaeru í heimspressunni fréttir af hinum frægu fjórmenning- um sem mynduðu bresku rokkhljómsveitina The Beatles, en á ástkæra einfaldlega nefndir bresku stjörnuhimininn á árunum argoð ungs fólks um heim Það var ekki aðeins tónlist þeirra sem sló í gegn, heldur höfðu þeir einnig mikil áhrif á öðrum sviðum. Klæönaður ungs fólks tók að breytast, hártískan varð önnur og hugsunarhátturinn varð annar. En um leið og Bítlarnir slógu þannig t' gegn hjá hinum yngri þá var ekki laust viö að ótta gætti hjá eldri og reynd- ari kynslóðum, sem sáu jafnvel í þessum sakleysislegu piltum ímynd alls hins versta l mannlegu fari. En árin liðu og Bítlarnir hlutu margvíslega viðurkenningu frá hinum fullorðnu, ekkl hvað síst eftir að Bretadrottning lýsti vel- þóknun sinni á þeim með því aö veita þeim hina eftirsóttu Sam- veldisoröu. Um þaó leyti stóðu The Beatles á hátindl frægöar sinnar, einkum eftir að þeir komu heim úr mjög vel heppnaöri för tíl Bandaríkjanna. Á þessum tíma var varla til það mannsbarn sem ekki þekkti þá alla með nafni, þá John Lennon, Paul MacCartney, George Harrisson og Ringo Starr. Nú eru tímarnir breyttir og unga fólkiö sem nú er aö byrja að hafa áhuga á dægurtónlist er ekki alltof vel að sér í sögu Bítlanna. — Alla vega mun lakari en pabbi og mamma sem á sínum tíma dáöu fjórmenningana frá Liverpool. The Beatles hættu að koma fram opinberlega og síöar slitu þeir samstarfi sínu fyrir fullt og alit. Óeining var mikil meðal þeirra, einkum voru tvær helstu sprautur hljómsveitarinnar, Lennon og MacCartney, ósáttir um tíma. Sú óeining leiö þó hjá eins og oftast veröur, en hljóm- sveitin kom ekki saman á ný og mun líklega ekki gera það, þó f sumar hafi nokkur von kviknað þess efnis. En þeir hurfu þó ekki af sjónarsviðinu. Allir hafa þeir gef- ið út hljómplötur hver í sínu lagi, og þeir Lennon og MacCartney hafa verið með starfandi hljóm- sveitir. Einkum hefur hljómsveit ylhýra málinu voru þeir bítlarnir. Þeim skaut upp á eftir 1960 og urðu átrúnað- alla. Pauls orðið langlíf, Wings, en Plastic Ono Band Lennons logn- aöist hins vegar út af, enda var hún ööru vísi byggð upp. En hvar eru þeir núna? — John Lennon býr ásamt konu sinni Yoko Ono í New York og lifir þar nánast klausturlifnaði, að því er Paul MacCartney sagði nýlega á blaðamannafundi. Hefur Lennon látlð það frá sér fara, aö ekki sé von á hijómplötu frá honum, enda sé mun vænlegra til árangurs f þeirri viöleitni aö bæta heiminn að einbeita sér að já- kvæðum hugsunum. Ringo Starr býr einnig í Bandaríkjunum og hefur nokkuð gefiö sig aö kvikmyndaleik auk tónlistarinnar. Nýlega komst hann í heimsfréttirnar er einbýl- ishús hans brann til ösku í Los Angeles. Honum viröist ekki hafa vegnað alltof vel og eitthvaö hefur Bakkus konungur veriö að angra hann. George Harrison hefur búiö bæði i Bandaríkjunum og Bret- landi. Hann vinnur nú að sögn að útgáfu nýrrar hljómplötu, sem væntanleg eVá næstu misserum. Hann hefur ekki mikiö látiö á sér bera í opinberu lífi undanfarin ár, heldur hneigst til einveru. Þá er hann jurtaæta, eins og raunar Paul einnig, og virðist reyna að lifa einföldu og eölilegu lífi, en þaö er síður en svo auövelt fyir fyrrverandi Bítil. Paul MacCartney starfar með hljómsveit sinni, Wings, en býr að mestu leyti á búgaröi sínum í Skotlandi. Hann hefur feröast um heiminn þveran og endilangan á síðustu árum og lagöi Bandaríkin meöal annars að fótum sér fyrir skömmu. Þá komst hann heldur betur í heimsfréttirnar er hann var tekinn fyrir hasssmygl í Japan fyrir nokkru og látinn dúsa í fangelsi um hriö. Þannlg hafa þeir snúiö hver í sína áttína og munu líklega ekki taka upp samstarf á ný, þó aö aödáendur þeirra bíði og voni hiö gagnstæða. Hin ýmsu andlH John Lennons í gegnum tíðina. Pré því 1978 hefur hins vegar lítið til hans spurst, og lifir hann í eins konar klaustri i New York að sögn MacCartneys. Linda Eastman, aðalmaðurinn i hljðmsveitinni Wíngs, fyrrum Bítill og nú súperstjarna upp á eigin spýtur. TONLEIKAR í Norræna húsinu Ingvar Jónasson víóluleikari og Janáke Larsson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu laugar- daginn 23. febr. kl. 16:00. Á efnisskrá eru verk eftir Boccherini, Glinka, Max Reger, Arnold Bax, d’Herve- lois og Atla Heimi Sveinsson (frumflutningur). Aögöngumiðar í kaffistofu og viö innganginn. NORRím HUSIO POHJOLAN TAID NORDENS HUS Skemmti markaðurinn SÝNINGAHÖLLINNI V/BÍLDSHÖFÐA eru síðustu klukku tímarnir eftir Opið kl. 9-12 í dag Þaö eru margir, sem gert hafa ótrúlega góö kaup, hjá okkur undanfarna daga og enn er hægt aö gera góö kaup t.d. á prútt markaði Karnabæjar. Viö höldum uppboö kl. 10.30 og 11.30. Þökkum viðskiptin undanförnum dögum Karnabær (ailar verslanir og Sauma- stofa) Steinar h.f. Blómaval Sól/Tropicana íslensk Matvæli Glit h.f. I. Pálmason Skóverslun Þóröar Péturs- sonar Tómstundahúsið Gullkistan Melissa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.