Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 45 svo ólíklega færi, að kistan fengizt tekin upp og rannsökuð. Þá inyndu allir segja einum rómi: Þetta grunaði mig. Og það getur líka vel verið að ýmsa hafi grunað á 17. öld, að ekki væri allt með felldu um þessar galdraofsóknir. Þeir þorðu bara ekki að segja það, sem varla var heldur von, því að til þess hefði þurft yfirburðakjark. Menn tóku því þann kost að lasta hina ofsóttu, en lofa ofsækjendurna. Af þessu er sprottið það frábæra lof, sem Páll í Selárdal, Eggert Björnsson hinn ríki, Jón þumlung- ur og Þorleifur Kortsson fá und- antekningarlítið í heimildum frá 17. öld og byrjun 18. aldar. Þorsteinn Guðjónsson.“ • Maður eða frumusamband ? „í Morgunblaðinu 12. febr. er grein eftir Kristófer Inga Svav- arsson laganema, er nefnist Fóst- ureyðingar eru mannréttindi. Ég get ekki látið hjá líða, að gera athugasemdir við eftirfar- andi orð í greininni, þar sem segir: „Fóstur á þessu tímaskeiði, fyrstu tólf vikum, er að mati þeirra sérfræðinga, er stóðu að samningu laganna, ekki mannvera í eigin- legri merkingu, heldur aðeins og einvörðungu fóstur, þ.e. frumu- samband, sem verður að mann- veru er líða tekur á meðgöngutím- ann.“ Þessi kenning, að mannsfóstrið sé aðeins frumusamband á fyrstu vikunum er mjög útbreidd, en röng. I skólunum er kennt að fósturþróunin sé eitt af mikilvæg- ustu rökum þróunarkenningarinn- ar og sýndar teikningar því til sönnunar, en það er gallinn við þessar teikningar, að þær eru flestar falsaðar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það kemur strax fullkomin mannsmynd á fóstrið. Alsköpunarstefnan svonefnda er sem sagt rétt. Þar með eru þessi mikilvægu rök fyrir þróun orðin að engu. Það er sannarlega mál til komið að fólk fái að vita sannleik- ann í þessu efni. Það má nú segja að það sé eðlilegt að flestir telji að manns- fóstrið beri ekki mannsmynd fyrr en seinna á meðgöngutímanum, svo mikið hafa þróunarsinnar barist fyrir sinni kenningu, sem sé því að mannsfóstrið gangi í gegn- um mörg þróunarstig í móðurlífi. Þeir hafa heldur ekki hikað við að sýna hugmyndir sínar í þessum fölsuðu fósturmyndum. Svo langt hafa þeir gengið í þessum lygum, að á síðast liðnu ári birtist í einni af bókum þeirra, Frumlífssögunni, mynd, sem er sögð vera af 6 mánaða gömlu mannsfóstri. Segir í texta með myndinni að „á þessu þroskastigi minni fóstrið meira á fisk en mann, útlimir séu bægsli og tálknraufarnar eigi eftir að vaxa í neðri kjálka." ! Er hægt að sýna öllu meiri ósvífni í þessum málum en þarna er gert ? Svo segja þeir sem standa að útgáfu þessara þróunar- bókar frá Fjölva, að þeir séu að stuðla að aukinni þekkingu meðal þjóðarinnar. Sóley Jónsdóttir, Akureyri." Þessir hringdu . . . • Er það jafnrétti? Húsmóðir nokkur hringdi og vildi koma á framfæri því atriði sínu að hún væri algjörlega at'móti því að fluttur væri inn í landið áfengur bjór. Það væru líka ekki allir þegnar þessa lands svo vel staðsettir að geta látið Alþingi breyta fyrir sig lögum á svip- stundu eftir eigin vild. Þeir sem hafa tækifæri til að ferðast hve- nær sem er til útlanda, þeir fá bjór, en þeir sem hafa ekki tækfæri, sitja alltaf heima á gamla Fróni og fara aldrei út fyrir landsteinana, sem kallað er, fá engan bjór. Nú langar mig að spyrja Davíð Sch. Thorsteinsson hvort honum finnist þetta jafn- rétti. Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í janúar kom þessi staða upp í skák júgóslavneska stór- meistarans Kovacevics, sem hafði hvítt og átti leik, við Hollending- inn Böhm. Hvítur hefur mann yfir fyrir tvö peð, en engu að síður hefði úrvinnslan getað orðið nokkrum erfiðleikum bundin ef hann hefði ekki fundið snjalla fléttu: 23. Bxg6! — fxgB, 24. Rxg6+ — Kf7, 25. Bxb8 — Hxb8, 26. Re5+ — Kf8, 27. Rxc6 og svartur gafst skömmu síðar upp. HÖGNI HREKKVÍSI Síðasta sýningarhelgi Málverkasýning Ronalds Símonarsonar Ásmundarsal við Skólavörðuholt SÍGILD VERK Vegna metaðsóknar verður sýningin opin frá kl. 10 aö morgni til kl. 10 að kvöldi. kfek, Orlofshús ---- HIK Bandalag háskólamanna minnir félagsmenn sína á, aö frestur til aö sækja um orlofsdvöl næsta sumar í orlofshúsum bandalagsins aö Brekku í Biskupstung- um rennur út 29. febrúar n.k. Frestur til aö sækja um dvöl í orlofshúsum Hins íslenska kennarafélags rennur út 31. mars. Orlofshús þessara félaga er einnig hægt aö fá á leigu í vetur um lengri eöa skemmri tíma. Hiö íslenska kennarafélag Bandalag háskólamanna Súlnasalur Opiö í kvöld Hljómsveit _ Ragnars ttígkg: Bjarnasonar og María Helena Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 20221, eftir kl. 16.00 .--, Áskiljum okkur rétt til \ Inolrel/' aö ráðstafa fráteknum borðum eftir kl. 20.30 Dansaö til kl. 2.30 Fjolskyldu þorrablót Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík halda þorrablót í Valhöll í dag kl. 12:00— 19:00. Árni Johnsen stjórnar veizlu og söng. Matthías Á. Mathiesen, alþm. kemur og ávarpar gesti. Glæsilegur þorramatur á boðstólnum. Einnig bjóðum við upp á pylsur fyrir börn 12 ára og yngri. Hittumst í Valhöll og njótum góðra veitinga — söngs og gleði. Sjálfstæöisfélögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.