Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Á KR-b mögu- leika gegn Val? DREGIÐ hefur verið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ «K hefur raunar þegar farið fram einn leikur, en á öðrum stað hér á síðunni er sagt frá sigri UMFN gegn ÍR. Aðrir leikir umferðarinn- ar cru leikir Fram og ÍS, Vais og KR-b. og KR-a gegn Ármanni eða Grindavik, eft- ir því hvort liðið sigrar í innbyrðisviðureign. 100 prósent umframgróði SEM kunnugt er fór C-keppnin í handknattleik fram í Færeyjum á dögun- um. Heimamenn græddu um 100 prósent meira á keppn- inni heldur en vonir stóðu til. þannig að þeir eru ánægðir með sinn hlut. Var gróðinn svo mikill að Færey- ingar eru að hugsa um að ráða austantjaldsþjálfara og setja stcfnuna alfarið á B-flokkinn. C-keppnin í Belgíu? MARGT bendir til þess, að næsta C-keppni í handknatt- leik verði háð i Belgíu. Belgar komu fram með mjög frambæriiegt lið í Færeyjum i siðasta mánuði og þar létu þeir í ljós eindreginn áhuga á þvi að halda næstu keppni. Uandknattleikur í Belgiu á vaxandi vinsældum að fagna. HSÍ með skoðanakönnun FRÁ og með næsta sunnu- degi mun HSÍ gangast fyrir skoðanakonnun meðal hand- knattleiksáhorfenda hér- lendis. Verður spurningar- lista dreift við miðasöluna og áhorfendur vinsamlega beðnir að láta skoðun sina í Ijós. Tilgangurinn er sá m.a. að gefa áhorfendur tækifæri til þess að tjá sig um ýmis mál varðandi mótshald o.fl. eins og það gerist hérlendis. Fólk verður spurt hvort því finnist að leika eigi tvo leiki á kvoldi, hvernig þvi litist á keppnistimann o.fl. o.fl. Siðan er hugmyndin að lögð verði tillaga um brcytingar fram á næsta ársþingi HSÍ, byggð á niðurstöðum þess- ara skoðanakönnunar. Ekki má gleyma, að fólk verður spurt um skoðun sína á 6-Iiða deild. —gg. Sigurlás til Eyja EYJAMAÐURINN Sigurlás Þorleifsson gekk í gær frá félagaskiptum úr Vikingi til ÍBV. Hann lék með Víking- um síðastliðið sumar og varð markakóngur 1. dcildar. Ekki er að efa að Eyjamenn munu fagna endurkomu Sig- urlásar, og að hann verði drjúgur liðsauki. Eyjamenn hafa í vetur misst þrjá af máttarstólpum meistaraliðs- ins frá i fyrra, þá Örn Oskarsson, Ársæl Sveinsson sem fóru til Svíþjóðar og Valþór Sigþórsson, sem hef- ur gengið í FH. Knattspyrnulandsleikir á Húsavík og Akureyri — Færeyjar, Grænland og ísland í 3-liöa keppni VERIÐ er að skipuleggja þriggja landa keppni i knattspyrnu hér á landi, þar sem þátttakendur utan íslands verða landslið Færeyja og Grænlands. Það sem kannski er hvað merkilegast við móts- haldið er, að leikirnir munu fara fram á Húsavík og Akureyri. Verður þetta í fyrsta skipti sem A-landsleikir fara fram utan Reykjavikur, en áður hefur ungl- ingalandsleikur farið fram á Akranesi. Leikdagar hafa verið ákveðnir. Mánudaginn 30. júní leika íslend- ingar annaðhvort við Grænlend- inga eða Færeyinga á Akureyri; Miðvikudaginn 2. júli leika síðan á Húsavík Færeyjar og Grænland. Síðasti leikurinn verður síðan viðureign íslands og þess liðs, sem það lék ekki gegn á mánudeginum, og fer hann fram á föstudaginn 4. júlí. KSI ber hitann og þungann af verkefni þessu og fjárhagsleg áhætta viðkomandi félaga verður því lítil sem engin, hins vegar munu Grænland og Færeyjar greiða eigin ferðakostnað. Ástæða er til að ætla að nýjung þessari verði vel tekið á Akureyri og á Húsavík, en á báðum stöðum eru aðstæður tii slíkra leikja góðar, góðir grasvellir og áhorfenda- svæði. Þetta verða fyrstu opinberu landsleikir Grænlendinga í knattspyrnu, en íslendingar hafa hins vegar áður leikið nokkra landsleiki gegn Færeyjum og jafn- an borið sigur úr býtum, yfirleitt með miklum yfirburðum. KSÍ hef- ur skipað nefnd til að sjá um heimsókn þessa, en hana skipa Helgi Daníelsson, Kjartan Trausti Sigurðsson og Rafn Hjaltalín. Grænlendingarnir munu hafa hug á að dvelja hérlendis nokkra daga fyrir umrædda keppni og hefur komið til tals að þeir dvelji á Sauðárkróki og leiki jafnvel gegn 3. deildarliðinu þar. Finnaleikurinn Menntaskólinn við Sund sigraði í skíðamóti framhaldsskólanna 15 SKÓLAR tóku þátt i skíða- móti framhaldsskóla sem fram fór í Hveradölum á öskudag á vegum Skíðafélags Reykjavíkur. Keppt var í sveitakeppni í svigi og voru fimm keppendur ræstir, en timi hjá fjórum fyrstu látinn ráða úrsiitum. Alls voru 15 skói- ar skráðir til keppni, 10 luku keppni, þrír voru dæmdir úr leik og tveir mættu ekki. Sigurvegari í keppninni varð A-sveit Menntaskólans við Sund og hlaut hún veglegan bikar sem verslunin Sportval gaf til keppn- innar. Úrslit keppninnar urðu sem hér segir: 1. A-sveit Menntaskólans við Sund 116,5 sek. Sveitina skipuðu Krist- inn Sigurðsson, Helgi Geirharðs- son, Einar Úlfsson og Trausti Sigurðsson. 2. Menntaskólinn á Akureyri 129,1 sek. Sveitina skipuðu Finnbogi Baldvinsson, Þorsteinn Guð- brandsson, Ásta Ásmundsdóttir og Fríða Pétursdóttir. 3. Fjölbrautaskólinn Breiðholti 129,3 sek. 4. Menntaskólinn í Reykjavík 134.8 sek. 5. Menntaskólinn við Sund B-sveit 142.8 sek. 6. Iþróttakennaraskólinn Laug- arvatni 148,4 sek. 7. Réttarholtsskólinn 154,6 sek. 8. Flensborgarskólinn Hafnarfirði 157.7 sek. 9. Öldutúnsskóli Hafnarfirði 158,6 sek. 10. Víðistaðaskólinn Hafnarfirði 220.8 sek. -þr. 2. deildar lið IBÍ fer til Færeyja — ýmsar framkvæmdir á döfinni fyrir vestan MIKIL uppbygging er nú á Isa- firði varðandi alla íþróttastarf- semi. Unnið er nú að uppbýgg- ingu íþróttaaðstöðu á svokölluðu Torfnesi. Þar er í byggingu Malarvöllur og Grasvöllur, og hafin er bygging á íþróttahúsi þar sem verða búningsklefar og baðaðstaða. Einnig fær íþrótta- hreyfingin þar aðstöðu fyrir fé- lagsstarfsemi og geymslu fyrir áhöld íþróttavallanna. Knatt- spyrnuráð ísaf jarðar hefur starf- að ágætlega undir stjórn Kristj- áns Jónarssonar. Knattspyrnum- enn líta björtum augum til næsta keppnistímabils. Þjálfari ísfirð- inga í knattspyrnu næsta keppn- istímarbil verður Kjartan Sig- tryggsson frá Keflavík og hefur hann þegar hafið störf. Um áramótin eftir ráðningu Kjartans var unnið að því hjá knattspyrnuliði ísafjarðar að undirbúa æfingaferð til Færeyja í vor. Fór Kjartan þjálfari þangað í endaðan jánúar og gekk frá leikja- prógrammi og samdi við félög í Færeyjum um leiki. Ákveðið er að fara til Færeyja 24. apríl—3. maí. Leikið verður við Skála-Götu-I.F. og B. 36. Sörvog. Undirbúningur að byggingu íþróttahúss er hafinn og verður það hús að einhverju leyti byggt í samvinnu við Mennt- askólann á ísafirði. En mjög mikil vöntun er á stóru og góðu íþrótta- húsi á ísafirði, sem sést best á því að ísfirðingar eru ekkert með í keppni í hefðbundnum inniíþrótt- um svo sem badminton, handbolta og körfubolta vegna aðstöðuleysis. Aðeins eitt lítið íþróttahús er á ísafirði og annar það rétt skólum bæjarins því að ísafjörður er mikill skólabær. Þá hefur bæjarf- élagið yfirtekið allan rekstur á skíðamannvirkjum á Seljalands- dal og er hafin þar markviss uppbygging. Seljalandsdalur hef- ur verið kallaður paradís skíða- manna og er mikið til í því. Þess má einnig geta að grasvöll- ur verður væntanlega tekinn í notkun næsta sumar. -þr. opnar hátíðina FRÁ því hefur verið skýrt í Mbl. að landsleikur við Finna i knatt- spyrnu er á dagskrá i sumar, en til þessa hefur vantað dagsetn- ingu. Hefur verið talað um þenn- an leik í sömu andrá og íþrótta- hátíðina sem á dagskrá er frá og með 26. júni. Nú hefur verið ákveðið, að landsleikurinn fari fram 25. júni, eða daginn áður en iþróttahátiðin hefst. Þetta er ekki eini landsleikur sumarsins. Á öðrum stað á íþróttasíðunni má lesa um þriggja landa keppni milli íslands, Fær- eyja og Grænlands. Wales-búar mæta Islendingum á Laugardals- vellinum í undankeppni HM 2. júní, 14. júlí verður leikið ytra við Svía og 17. sama mánaðar við Norðmenn í sömu ferð, Rússar leika í HM á Laugardalsvellinum 3. september og Tyrkir í sömu keppni 24. september. Síðasti landsleikur keppnistímabilsins verður síðan við Sovétmenn í Rússlandi 15. október. Þá má geta þess, landslið íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Norðmönnum í Reykjavík 22. maí. —gg. Þórdís og Þráinn með þrjú íslandsmet • Þórdís Gisladóttir ÞÓRDÍS Gísladóttir ÍR er iðin við að setja íslandsmet i frjáls- iþróttum þessa dagana. Á ungl- ingameistaramóti Ontarió-fylkis i Toronto í Kanada um helgina, setti hún nýtt íslandsmet i há- stökki, stökk 1,80 metra. Sigraði Þórdís í hástökkinu, og i samtali við Mbl. sagði Þráinn Ilafsteins- son ÍR, sem einnig dvelst við æfingar i Kanada, að Þórdís hefði átt góðar tilraunir við 1,83. Þórdis sigraði á mótinu i há- stökkinu, og vart þarf að taka fram hver átti fyrra metið, þetta var þriðja íslandsmetið hennar í hástökki innanhúss i vetur. Þórdís bar einnig sigur úr být- um í 50 metra grindahlaupi kvenna, hljóp á íslandsmeti, 7,55 sekúndum, en rafmagnstímataka var á mótinu. Þá varð Þórdís önnur í langstökki með 5,37 metra. Þráinn Hafsteinsson setti íslandsmet í fimmtarþraut inn- anhúss á móti í London, Ontaríó á laugardag, en þá varð hann annar á meistaramóti Ontaríó í þeirri grein. Hlaut þráinn 3,500 stig. Árangur Þráins í einstökum greinum þrautarinnar var sá, að hann stökk 1,88 metra í hástökki, 6,29 metra í langstökki, varpaði kúlu 13,38 metra, hljóp 50 metra grindahlaup á 7,5 sekúndum og 1500 metra hlaup á 4:27,7 mínút- um. — ágás. HSI með klærnar úti SEM kunnugt er hefur HSÍ lengi vel verið frekar illa stætt fjár- hagslega svo ekki sé meira sagt. Ný fjáröflunarleið skaut þó upp koilinum fyrir skömmu, en þá var HSÍ boðið að annast inn- heimtu fyrir Frjálst framtak. Um 40 manns, handknattleiks- fólk úr unglingalandsliði íslands, stúlkna- og kvennalandsliðunum, tók þetta verketni að sér og vann fyrir vikið ómetanlegt starf fyrir sambandið. Fjórir atkvæðamestu einstaklingarnir voru verðlaunað- ir hjá HSI og Frjálsu framtaki, en það voru Asa Ásgrímsdóttir úr KR, Sigurrós Björnsdóttir og íris Þráinsdóttir úr Víkingi og Oddur Jakobsson úr Þrótti. gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.