Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 SH og SÍS á fundi með ríkisstjórninni: Frystihúsin vantar 10 milljarða króna BJÖRN Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar les dómsorð í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum síðdegis í gær. Með hon- um á myndinni eru hæstaréttardómararnir Logi Einarsson og Bene- dikt Sigurjónsson. Ljósm. Mbl. Kristján. — þýðir 7-15% gengisbreytingu MIÐAÐ við reksturskostnað frystihúsanna frá 1. marz n.k. með núgildandi fiskverði sem hefur verið sagt upp á báðum aðilum vantar um 10 milijarða króna til þess að endar nái saman í frystingu á árinu. Þetta þýðir 7—9% gengisbreyt- ingu ef sú leið er farin, en hækki fiskverð hækkar þessi tala einnig og að auki kæmi inn í dæmið að mikið af lánum útgerðarinnar og fiskvinnsl- unnar er gengistryggt þannig að í gengisbreytingu gæti verið í kring um 15% að ræða yfir linuna. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem forráða- menn SH og SÍS áttu í gær með forsætisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og viðskiptaráðherra. Morgunblaðið ræddi við dr. Gunnar Thoroddsen og innti frétta af fundinum. „Við rædd- um við fulltrúa frystihúsanna," sagði dr. Gunnar, „en auk mín sátu fundinn af hálfu ríkis- stjórnarinnar þeir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra og Tómas Árnason við- skiptaráðherra. Fulltrúar frysti- húsanna gerðu ítarlega grein fyrir vandamálum frystiiðn- aðarins og málin voru rædd. Við spurðum um ástand og horfur og hvaða tillögur þeir hefðu sjálfir fram að færa. Að loknum sam- ræðum tjáði ég þeim að málið yrði lagt fyrir ríkisstjórnarfund n.k. þriðjudag þar sem gerð yrði grein fyrir málinu." 55 Virkjun Blöndu einn hagstæðasti möguleikinn“ Rannsóknum lokið fyrir verkfræði- hönnun „þAÐ er ljóst að virkjun Blöndu er með hagkvæmustu virkjunarmöguleikum sem við höfum kannað rækilega eins og nú liggur fyrir, en rann- sóknum og undirbúningi á mörkinni er lokið fyrir verk- fræðilega hönnun virkjunar- innar,“ sagði Ilaukur Tómas- son jarðfræðingur hjá Orku- stofnun í samtaii við Mbl. í gær þegar við inntum frétta af stöðu mála i sambandi við Blönduvirkjun. „Það hefur ekki verið byrjað á verkfræðivinnu vegna skorts á fjármagni, en það er allt tilhúið fyrir hana og hægt að hefja framkvæmdir tiltölulega fljótt ef ákveðið verður að fara í virkjunina. Unnt ætti að vera að ljúka við slika virkjun á tveimur árum, en um er að ræða álíka stóra virkjun og Hrauneyjafoss miðað við orku- vinnslugetu, eða um 800 giga- vött á ári. Það gæti þýtt 130-180 MW í vélaafli.“ Hæstiréttur léttir dóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálum: Ekki sakfelling fyrir manndráp af ásetningi HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum. Niðurstaða réttarins varð sú að stytta refsingu fimm sakborninga en rcfsing eins sakhornings var óbreytt. Niðurstaða Hæstaréttar varð þessi í megindráttum: • Refsing ákærða Kristjáns Við- ars Viðarssonar var stytt úr lífstíðarfangelsi í 16 ára fang- elsi. • Refsing ákærða Sævars Marín- ós Ciesielskis var stytt úr lífstíðarfangelsi í 17 ára fang- elsi. • Refsing ákæ.rða Tryggva Rún- ars Leifssonar var stytt úr 16 ára fangelsi í 13 ára fangelsi. Refsing ákærða Guðjóns Skarphéðinssonar var stytt úr 12 ára fangelsi í 10 ára fangelsi. Refsing ákærðu Erlu Bolladótt- ur er óbreýtt, þriggja ára fang- elsi. Refsing ákærða Alberts Klahns Skaftasonar var stytt úr 15 Seðlabankinn ákveður lækkun afurðalána fiskvinnslu: mánaða fangelsi í 12 mánaða fangelsi. • í öllum tilvikum kemur gæzlu- varðhald ákærðu til frádráttar. Dómur Hæstaréttar í heild og þar með forsendur verður ekki tilbúinn til birtingar fyrr en eftir nokkra daga. Þó er ljóst að ákærðu eru ekki sakfelld fyrir brot á 211. grein almennu hegn- ingarlaganna, þ.e. fyrir manndráp af ásetningi, eins og ríkissaksókn- ari krafðist, heldur fyrir brot á 215. grein, sem fjallar um manndráp af gáleysi og 218. grein, sem fjallar um vísvitandi líkams- árás. „I>ó nokkur frystihús stöðvast sjálfkrafau Allt að 60 millj. kr. fjármagnsflutningur á hús SEÐLABANKI íslands hefur ákveðið að útlán hans út á afurðir í sjávarútvegi skuli lækka í tveimur þrepum úr 53*/2% í 50%. Afgreiðslu afurða- lána hefur verið þannig háttað að Seðlabankinn hefur lánað 53'/2%, en síðan hafa viðskipta- hankarnir lánað 40% að auki ofan á útlánin eða 21'/2% þannig að framleiðendur hafa fengið lánuð 75% af áætluðu verði fyrir vöruna. Viðskiptabank- arnir munu ekki ætla að brúa þetta bil, og halda sínu hlut- falli, en það þýðir að afurðalán til fiskvinnslunnar lækka um 5%. Morgunblaðið ræddi í gær við Eyjólf ísfeld Eyjólfsson for- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og spurði hann hvaða áhrif þessi ákvörð- un hefði á stöðu frystihúsanna. „Þegar þetta kemur til fram- kvæmda,“ svaraði Eyjólfur ísfeld, „þýðir það án tillits til lélegrar rekstrarafkomu að þó nokkur frystihús stöðvast sjájfkrafa.“ Hér er um feikilegar upphæðir að ræða miðað við t.d. að velta Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna var á sl. ári um 70 milljarðar króna. Ef tekið er dæmi um eitt af afkastameiri frystihúsum lands- ins sem framleiddi á sl. ári fyrir um 3,6 milljarða króna þá er meðaitalið um 300 millj. kr. á mánuði eða 1,2 milljarðar kr. framleiðsluverðmæti á fjögurra mánaða tímabili, sem er vénju- legur geymslu- og greiðslutími. 5% af þessari upphæð eru um 60 milljónir króna á ári sem verða beinlínis teknar úr veltu fyrir- tækjanna. Miðað við frystihús með minni veltu, en þó í hópi afkastamestu frystihúsa landsins, má nefna hús sem var með 2,4 milljarða í veltu á árinu sem þýðir 200 millj. kr. á mánuði. Það þýðir 800 millj kr. á fjórum mánuðum eða um 40 millj- ónir á ári. Þessu má líkja við það að samningi við mann, sem fær borguð laun sín fyrirfram, sé rift án fyrirvara. Sem fyrr segir verður dómur Hæstaréttar tilbúinn til birtingar eftir nokkra daga, en hann mun verða um 60 blaðsíður að stærð. Athygli vekur, að Sævar Marínó Ciesielski hlýtur 17 ára fangelsis- dóm, sem er utan þess ramma, sem hegningarlögin setja um manndráp, sem er 5—16 ár eða ævilangt fangelsi. Þessi dómur Hæstaréttar er kveðinn upp með tilliti til 2. málsgreinar 77. greinar hegningarlaganna, en þar segir svo m.a.: Refsingu skal að jafnaði tiltaka innan takmarka þess hegn- ingarákvæðis, sem við brotunum liggur, og eigi þau ekki öll undir sama hegningarákvæði, þá innan takmarka þess hegningarákvæðis, sem þyngsta hegningu setur. Þó má eftir málavöxtum þyngja refs- ingu svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. Þessi dómur mun vera lengsti fangelsisdómur, sem kveðinn hef- ur verið upp hér á landi á áratugi a.m.k. Sjá: „Hæstiréttur léttir dóma“ á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.