Morgunblaðið - 27.02.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.02.1980, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 48. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fullt samband Tel Aviv, 26. febrúar. AP. ARABAR fóru í fjöldagöngur, efndu til mótmælaverkfalla og áttu í átökum við lögreglu þegar Egyptar og ísraelsmenn skiptust á sendiherrum í dag og tóku upp fullt stjórnmálasamband. Egypzki sendiherrann Saad Murtada afhenti trúnaðarbréf sín í embættisbústað forseta ísraels, Yitzhak Navons. „Við getum gefið gott fordæmi með því að lifa saman í friði.“ Israelski sendiherrann Eliahu Ben-Elissar afhenti jafnframt Anwar Sadat forseta trúnaðarbréf sín í Kaíró og sagði: „Ég er algerlega viss um að friður er óhj ákvæmilegur." Yfirmaður íransflota handtekinn Teheran, 26. febrúar. AP. YFIRMAÐUR iranska sjóhers- ins, Mahmoud Alavi flotaforingi, hefur verið handtekinn, gefið að sök að hafa staðið í nánu sam- bandi við „bandaríska njósnara“ i sendiráði Bandaríkjanna í Te- heran að sögn stjórnarmálgagns í dag. Þetta er í þriðja sinn sem skjöl úr sendiráðinu leiða til þess að íranskur embættismaður er hand- tekinn. Enn bendir ekkert til þess að bandarísku gíslarnir verði látnir lausir fyrr en í apríl. Djúpið kembt Nær allur bátaflotinn við Djúp, 30-40 bátar og togarar, kembdu leitarsvæðið innan fjarða í gær við góð leitarskilyrði, en þarna sjást þrír bátanna sigla með jöfnu millibili inn Djúpið. ,.. Sjá trásagnir í baksiðu og miðsíðu blaðsws. u-m-mmssx. Tito er nær dauða en lífi Belgrad, 26. febrúar. AP. DAUÐASTUND Josip Broz Tito forseta færðist nær i dag er læknar hans sögðu að þeir hefðu ekki getað læknað hann af lungnabólgu og hjartatrufl- anirnar hefðu aukizt. Alvarleg tónlist var á ný flutt í Belgrad-útvarpinu og í fyrsta skipti síðan Tito var fluttur í sjúkrahús fyrir rúmum sex vik- um var sýnd mynd af honum með frétt sjónvarpsins í Belgrad um veikindi hans. Fjöldi manna tekinn höndum í Af ganistan Nýju Dolhi._2fi. fohrúar. AP. YFIRVÖLD í Kabul handtóku í dag mikinn fjölda múhameðstrúarmanna af trúflokki Shíta, sem eru grunaðir um að hafa staðið fyrir óeirðunum sem hafa kostað mörg hundruð manna lífið að undanförnu. Útvarpið í Kabul skoraði jafnframt á kaupmenn í höfuðborginni að hætta sex daga verkfalli og lofaði þeim vernd ef þeir yrðu við áskoruninni. Samkvæmt flugmiða sem hefur verið dreift átti verkfallið að standa í sex daga þótt það sé enn ekki ljóst. Kosningar eftir sjö ára stríð í Rhódesíu Salisbury. 26. fehrúar. AP. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA méð þátttöku þriggja milljóna blökkumanna hefst á morgun um sjálfstaeði Rhódesíu í kjölfar sjö ára skærustyrjaldar sem batt enda á stjórn hvíta minnihlutans. Soames lávarður, landstjóri siðustu nýlendu Breta í Afríku. sagði í sjónvarpsávarpi til landsmanna: „Þrátt fyrir öll vandamál sem við höfum staðið andspænis munu kosningarnar sem hefjast á morgun fara fram með þeim hætti að þær ættu að tryggja Rhódesíumönnum þá stjórn sem þeir vilja.“ Talsmaður Soames benti á, að landstjórinn hefði ekki talið nauð- synlegt að gera fleiri ráðstafanir til að bæla niður pólitískt ofbeldi þá þrjá daga sem kosningarnar standa. Landstjórinn hefði getað bannað stjórnmálaflokka sem hann teldi reyna að kúga svarta kjósendur, en slíkar ráðstafanir hefðu líklega gert að engu mögu- leika Breta á því að fá blökku- menn til að sætta sig við úrslit kosninganna. Talsmaðurinn sagði einnig, að Soames fyndist ánægjulegt að um 90 rhódesískir lögreglumenn og hermenn hefðu sameinazt um 12.500 skæruliðum, óvinum þeirra í sjö ár. Þorri um 550 hermanna frá brezka samveldinu, sem hafa haft eftirlit með 22.000 skærulið- um í sérstökum búðum, mun fara úr landi fyrir mánudag í næstu viku. Nokkrir brezkir eftirlitsmenn verða eftir í búðunum og munu sjá um samstarf milli skæruliða og rhódesískra öryggissveita eða starfa sem leiðbeinendur skæru- liða sem bjóða sig fram sem sjálfboðaliða í landher sem stofn- aður verður eftir að landið fær sjálfstæði. Shíta-mennirnir sem voru hand- teknir eru af Hazara-ættflokknum í héraðinu Bamian í Mið-Afganistan. Þeir hafa frá gamalli tíð verið beittir misrétti af Pushtun- ættflokknum og Paþönum sem til- heyra Sunnita-trúflokknum. Hazar- ar og aðrir shítar eru milli 10—20% þjóðarinnar sem er 16 milljónir. I Washington var sagt, að Jimmy Carter forseti hefði boðizt til þess í dag að styðja hlutlaust Afganist- anríki ef Rússar færu fljótlega frá landinu. Tilboð Carters kemur fram í svari við bréfi frá Josip Broz Tito Júgóslavíuforseta og fylgir í kjölfar tilboðs sem Rússar virðast hafa sett fram um að hverfa á braut um leið og öllum utanaðkomandi afskiptum af málum Afganistans verður hætt að fullu. Embættismenn neita því að bréf forsetans sé svar við ræðu sem Leonid Brezhnev, forseti Rússa, flutti á föstudag. Þar sagði, að ef Bandaríkin og nágrannaríki Afgan- istans ábyrgðust að afskiptum yrði hætt yrði ekki lengur þörf fyrir sovézka hernaðaraðstoð. Samkvæmt síðari fréttum frá Afganistan eru fjölskyldur matar- lausar vegna verkfalls kaupmanna. Áreiðanlegar fréttir herma, að 85— 90% verzlana hafi verið lokaðar í gær. Ríkisútvarpið skoraði á ríkis- starfsmenn að snúa aftur til vinnu og áskorunin fylgir í kjölfar frétta um að þeir hafi flestir verið heima í gær. Kabul-útvarpið sagði í dag, að Mahmud Baryalay, bróðir Babrak Karmals forseta, væri á lífi, en fréttir hermdu að hann hefði beðið bana í skotbardaga í síðustu viku. En útvarpið í Afganistan hefur ekki minnzt á Karmal síðustu tvo daga og hann hefur ekki sézt opinberlega í þrjár vikur. Kjarnorkuver stöðvaðist Atlanta. <ú'nriria. 2fi. íebrúar. Al’. KJARNORKUVER við Chrysler River, Florida, stöðvaðist af sjálfu sér í dag og nokkrir starfsmenn voru fluttir burtu eftir kælivatns- leka, en ekkert geislavirkt efni barst úr verinu að sögn kjarn- orkueftirlitsnefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.