Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 3 Neyðarástandi var lýst yfir á Suðureyri: Verstu hviðurnar voru eins og sprengingar Suðureyri. 26. fehrúar. Suðureyri við Súgandafjörð. EKKI er ofsögum sagt að tjónið í ofsaveðrinu, sem gekk hér yfir í gær, nemi 10—20 milljónum króna. Má sem dæmi nefna, að hjallur með nær fullstöðnum harð- fiski fauk um koll og allur harðfiskurinn á sjó út, en hann var metinn á 5 milljónir króna. Þá fuku skreiðarhjallar með 8 tonnum af nær fullstað- inni skreið en tjón er ókannað. í birtingu í gærmorgun fóru stærri línubátarnir af stað í róður í sæmilegu veðri. Um tíuleytið skall á suðvestan stormur og sneru þeir þá við og voru komnir í land um hádegi. Um eittleytið lægði á meðan vindurinn snerist í vestrið og Iitlu seinna skall á vestan-ofsa- veður, sem er í líkingu við veðrið sem hér gerði 1974, er mikið tjón varð hér á Súgandafirði. Þetta veður var með aðfalli og fór ekki að draga úr því fyrr en fór að falla út aftur seinni part dags- ins. í verstu vindhviðunum fauk járn af mörgum þökum sam- tímis og sem dæmi má nefna tók veðrið fiskhjall í heilu lagi á loft upp og skellti honum síðan á hliðina . skammt frá þar sem og menn fuku eins og fiður vœri hann stóð áður, en næsta hviða tók allt lauslegt úr hjallinum og þeytti því á sjó fram. Tjón varð meira og minna hjá um 50 mönnum og er þar bæði átt við tjón, sem varð á fasteignum og lausafé. Járnplötur fuku af 12— 15 húsum, allt frá einni plötu upp í 20—30 plötur af einstaka húsi. A flestum sveitabæjunum í hreppnum urðu meiri og minni skemmdir er járn fauk af hús- um. A Norðureyri, sem er eyði- býli gegnt kauptúninu, fór þakið af í heilu lagi og þeyttist á sjó fram. Það má teljast mildi, að ekki varð slys á fólki í þessu fárviðri, því að fullfrískir karlmenn fuku í veðrinu eins og fiður væri. Einungis er vitað um einn mann, sem fauk og fékk gat á höfuð, er hann skall á húsvegg. Síma- samband við Súgandafjörð rofn- aði um miðjan dag í gær og komst ekki á aftur fyrr en sólarhring seinna eða um kaffi- leytið í dag. Að sögn símavið- gerðarmanna voru 14 símastaur- ar brotnir, allir í miðjum firðin- um, rétt fyrir innan Laugar. Hitaveita Suðureyrar fór úr sambandi seinni partinn í gær og kom í ljós að skemmdir höfðu orðið á háspennulínu inn af borholunni. Þeirri viðgerð lauk um miðjan dag í dag og var heitt vatn farið að streyma í hús Súgfirðinga nú síðdegis. Um miðjan dag í gær var lýst yfir neyðarástandi í byggðarlag- inu og var sett upp stjórnstöð almannavarnanefndar vegna hjálparaðgerða og björgunar- sveit staðarins ásamt öllum verkfærum öðrum var í því fram eftir kvöldi að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Var vakt hjá almannavarnanefndinni fram á nótt til klukkan 4. Erfitt er að lýsa með orðum því óskaplega veðri sem hér gekk yfir en sem dæmi um iveðurofs- ann má segja, að verstu hviðurn- ar hafi gengið yfir eins og um sprengingu væri að ræða. Þak- plötur sáust snúast í loft upp eins og pappaspjöld og jafnvel fá á sig hviður úr gagnstæðri átt og fljúga til baka. - Ilalldór Sveinbjörn Rafnsson Sveinbjörn Rafns- son skipaður prófessor MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að leggja til við forseta íslands að Sveinbjörn Rafnsson verði skipaður prófess- or í almennri sagnfraéði við heimspekideild Háskóla íslands og mun skipunin taka gildi 1. marz n.k. Þegar umsóknarfrestur um stöðu prófessors í almennri sagn- fræði við heimspekideild Háskól- ans rann út höfðu borizt 5 um- sóknir auk umsóknar Sveinbjörns, en þær voru frá Inga Sigurðssyni, Jóni R. Hjálmarssyni, Jóni Kr. Margeirssyni, Lofti Guttormssyni og Þór Whitehead. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis var dóm- nefnd skipuð og áleit meirihluti hennar 3 umsækjendur hæfa, þá Inga Sigurðsson, Sveinbjörn Rafnsson og Þór Whitehead. Björn Þorsteinsson formaður dómnefndar skilaði séráliti og taldi Sveinbjörn mjög vel hæfan, en að Ingi og Þór hefðu ekki sannað hæfni sína til starfsins og við atkvæðagreiðslu í heimspeki- deild hlaut Sveinbjörn 17 atkvæði, Ingi 7 og Þór 3, en 1 seðill var auður. Viðskiptaráðherra ræð ir við Seðlabankann — um óbreytt afurðalán áfram RÍKISSTJ ÓRNIN fól á fundi í gærmorgun viðskiptaráðherra að ræða við Seðlabankann um að bank- inn hverfi frá fyrirhugaðri lækkun afurðalána fiskvinnslu. eða þá að viðskiptabankarnir auki sín lán. þannig að heildarlán haldist óbreytt. „Ég gerði grein fyrir því á ríkis- stjórnarfundinum í morgun, að ég teldi þessa ákvörðun Seðlabankans brot á þeim grundvelli, sem ákveðinn var, þegar farið var yfir í gengis- tryggð lán,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Þessi samdráttur í afurðalánunum er að mínu mati mjög alvarlegur hlutur og niðurstaðan varð sú, að viðskiptaráð- herra myndi ræða við Seðlabank- ann.“ Seðlabankinn hefur tilkynnt að útlán hans út á afurðir í sjávarútvegi skuli lækka úr 53,5% í 50% í tveimur áföngum. Viðskiptabankarnir hafa að auki lánað 40% ofan á útlánin, eða 21,5%, þannig að heildarafurðalánin hafa verið 75% af áætluðu afurða- verði. Viðskiptabankarnir ætluðu ekki að auka hlutdeild sína á móti lækkun Seðlabankans. Þrír vioræðu- fundir TALSVERT verður um að vera á sviði kjaramálanna í dag. Boðað- ir eru tveir sáttafundir ög einn viðræðufundur aðila ASÍ og VSÍ. Sáttafundirnir eru á vegum sáttasemjara ríkisins, en viðræð- ur ASÍ og VSÍ eru enn á vegum sambandanna sjálfra. Kjaradeil- unni hefur enn ekki verið visað til sáttasemjara ríkisins. Guðlaugur Þorvaldsson, sátta- semjari ríkisins hefur boðað við- ræðuaðila í kjaradeilu ríkisins og BSRB til fundar í dag klukkan 13,30. Er þetta annar fundurinn nú í þessari kjaradeilu, en 3. fundur frá því er samningar voru lausir hinn 1. júlí síðastliðinn. Kröfur BSRB eru um grunnkaups- hækkanir á bilinu frá 18 og upp í 39%, auk annarra krafna. Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands hafa átt með sér allmarga í dag viðræðufundi að undanförnu óg hafa þeir verið haldnir til skiptis í húsakynnum sambandanna. Verð- ur fundur í dag klukkan 10 í húsakynnum VSI. ASÍ hefur lagt fram kröfu um 5% grunnkaups- hækkun, auk sérkrafna. Þá eru sérkröfur landssambanda innan ASÍ nú óðum að koma fram og hækka þær kröfurnar allverulega frá 5%-markinu. Þá er boðaður þriðji fundurinn í dag milli flugmanna og vinnuveit- enda þeirra. Það er Gunnar G. Schram, skipaður aðstoðarsátta- semjari, sem boðar fundinn og er þetta fyrsti fundurinn frá því er hann tók að sér sáttastörf milli aðilanna. í flugmannadeilunni hafa verið lagðar fram kröfur flugmanna og gagnkröfur Flug- leiða. Sáttafundurinn í flug- mannadeilunni er boðaður klukk- an 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.