Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Hafnarsva-ðift á Torfuncfi Skiptar skoðanir um hafnarsvæðið á Torfunefi LOKAÁKVÖRÐUN NÁLGAST UM skipulag miðbæjari Uppfyllingin undir fyrirhugaða götu, sem verift er aft leggja fyrir framan Samkomuhús bæjarins (leikhúsið) og á aft tengja Glerárgötu og Drottningarbraut og vera þar meft „þjóðvegur í þéttbýli“. Akureyri, 20. febrúar. Mikil vinna lögð í verkið Akureyri mun vera sá kaup- staður á íslandi, þar sem skipu- lagsmálum var fyrst sinnt af nokkurri alvöru. Á árunum 1897—1904 var gerður uppdráttur af Akureyri og Oddeyri, sem varð grundvöllur fyrsta skipulags bæj- arins. Helstu frumkvöðlar skipu- lagsmála á íslandi, þeir Guð- mundur Hannesson, læknir, og Páll Briem, amtmaður, áttu ein- mitt heima á Akureyri á þessum árum. Hér var um að ræða fyrsta heildarskipulag kaupstaðar hér á landi. Aðalskipulag var samþykkt 1927, og var það í gildi allt til 1970, en var þá löngu orðið úrelt. Á árinu 1962, þegar Akureyri varð 100 ára, var efnt til samkeppni meðal arkítekta um hugmyndir að skipulagi miðbæjarins, en lítið virðist hafa verið unnið úr þeim hugmyndum. Árið 1971 hófst vinna við nýtt aðalskipulag á vegum Akureyrarbæjar og Skipu- lags ríkisins og miðaðist það við tímabilið 1972—1993, en var end- anlega samþykkt í árslok 1975. Seint í nóvember 1976 réð skipu- lagsnefnd Akureyrar Svan Eiríks- son arkítekt til að vinna við undirbúning deiliskipulags mið- bæjar Akureyrar undir stjórn húsameistara bæjarins og í sam- ÍMKK7 r r:* **>.«** f * f * *■"*' ð-» *t vinnu við tæknideild. 10. febrúar 1978 var svo undirritaður samn- ingur milli Akureyrarbæjar ann- ars vegar og arkítektanna Haralds V. Haraldssonar og Svans Eiríks- sonar f.h. Arkítekta- og verkfræðistofunnar sf. hins vegar um að gera skipulag fyrir miðbæ Akureyrar. 29. desember 1978 lögðu þeir Haraldur og Svanur fram þrjár megintillögur og grein- argerð með þeim í febrúar 1979. Skipulagsnefnd b'æjarins byggði svo tillögur sínar til bæjarstjórn- ar Akureyrar á þessum gögnum og lagði þær fram í aprílbyrjun. Tillögurnar voru kynntar almenn- ingi og hagsmunaaðilum, m.a. með sýningum uppdrátta, birtingu þeirra og skýringa við þá í blöðum og með kynningar- og umræðu- fundum, og var sérstaklega beðið um, að almenningur léti í ljós skoðanir sínar, athugasemdir og hugmyndir. Skiptar skoðanir Skipulagsnefnd var yfirleitt sammála um flesta þætti skipu- lagsins, þegar undan er skilinn kaflinn um*hafnarsvæðið. Meiri- hluti nefndarinnar (3) lagði til, að fyllt yrði upp í kvína í Torfunefi, en austurkantur Torfunefsbryggju syðri yrði notaður fyrir skip, sem þyrftu ekki mikið athafnasvæði, svo sem farþegaskip, varðskip, hafrannsóknaskip o.fl., enda vöru- höfn ætlaður annar staður. Ekki yrðu önnur hafnarmannvirki í bótinni samkvæmt þessari skipu- lagstillögu. Þetta er í samræmi við aðalskipulag Akureyrar, sem bæj- arstjórn samþykkti athugasemda- lítið 1975. Minnihluti skipulagsnefndar (2) lagði hins vegar til, að höfninni yrði haldið með nokkrum breyt- ingum, þ.e. fyllt yrði norðan að nyrðri Torfunefsbryggju og vest- urkantur kvíarinnar yrði færður fram um 10—15 m. í kvínni yrði lífhöfn báta og minni skipa, en auk þess lægi fyrir seglbáta og lystibáta (Mynd A2). Endanleg ákvörðun um framtíð hafnarmannvirkjanna á Torfunefi tengist vitanlega ýmsum öðrum þáttum miðbæj arskipulagsins bæði beint og óbeint. Þar verður fyrst fyrir lega Glerárgötu gegn- um miðbæinn, en hún yrði aðal- umferðaræðin og þjónaði um leið sem þjóðvegur í gegnum bæinn endilangan. Samkvæmt hugmynd- um meirihlutans lægi Glerárgata í reglulegum boga fram hjá mið- bænum og tengdist síðan Drottn- ingarbraut, og við það ynnist mikið og gott rými fyrir bílastæði vestan Glerárgötu, austast á mið- bæjarsvæðinu miðju. Götustæði Glerárgötu á þessum stað væri einmitt í vestanverðri skipakvínni á Torfunefi, sem m.a. þess vegna yrði fyllt upp. Er hins vegar sjónarmið minni- hluta skipulagsnefndar yrði ofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.