Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 13 á, yrði Glerárgata lögð á þessu svæði í sveig vestur fyrir báta- kvína (þann hluta hennar, sem yrði látinn halda sér). Við það nýttist svæðið vestan við ekki að sama skapi sem bílastæði, en í staðinn er bent á uppfyllinguna austan Glerárgötu og norðan nyrðri bryggjunnar í því skyni. Bæjarstjórn afgreiddi málið í maí 1979 með því að samþykkja álit meirihluta skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu. Endanleg afgreiðsla málsins nálgast. Skipulagsgögn til sýnis almenningi í bæjarstjórnarsal Sú úrvinnsla hefir nú farið fram. Svanur Eiríksson arkítekt hefir á vegum Arkítekta- og verk- fræðistofunnar sf. tekið saman greinargerð með tillögunni, og kom hún út í janúar sl. Einnig hafa verið gerðir margir yfirlits- og skýringaruppdrættir. Öll þessi gögn auk fjölda ljósmynda af miðbæjarsvæðinu og einstökum stöðum þess hafa verið til sýnis almenningi í fundarsal bæjar- stjórnar á efstu hæð ráðhússins, Geislagötu 9, síðan 22. janúar, og mun sýningunni ljúka 4. mars. Er ástæða til að hvetja fólk eindregið til að sjá þessa sýningu og glöggva sig á þeim hugmyndum, sem þar eru settar fram. Að lokinni sýn- ingunni verður veittur hálfs mán- aðar frestur til að skila athuga- semdum og breytingatillögum. Eftir það má búast við, að bæjarstjórn fari að búast til að taka lokaákvörðun sína, en eftir það verður skipulagstillagan að fara til Skipulags ríkisins og Félagsmálaráðuneytisins til þess að fá fullnaðarsamþykki og end- anlega staðfestingu, áður en farið verður að vinna neitt að marki samkvæmt hinu nýja miðbæjar- skipulagi. U ndirskrif tasöf nun Sumum virðist varðveisla hafn- armannvirkjanna á Torfunefi og bátakvíarinnar þar vera allmikið hagsmunamál, svo sem útvegs- mönnum, sem er eftirsjá í viðlegu- plássi í Akureyrarhöfn fyrir skip og báta frá ýmsum útgerðar- stöðum við Eyjafjörð og annars staðar á NOrðurlandi, þar sem ótryggar hafnir eru, en hingað hafa oft leitað fiskiskip annars staðar frá í illviðrum, enda er hér einhver besta og tryggasta höfnin frá náttúrunnar hendi, sem völ er á hér á landi. öðrum er varðveisla þessara hafnarmannvirkja jafnframt til- finningamál, og að því er virðist af þremur ástæðum: 1) Mönnum þyk- ir fegurðarauki að þessum stað eins og hann er, 2) þeim þykir vænt um og er yndi að því lífi, sem þarna hrærist, 3) margir eiga góðar minningar þaðan frá fyrri dögum. Ahugamenn um varðveislu Torfunefs hafa gengist fyrir gerð undirskriftalista, sem dreift hefir verið um bæinn og hafa verið látnir liggja frammi í verslunum, á vinnustöðum og víðar. í yfir- skrift listanna er lýst andstöðu við hverja þá skipulagstillögu, sem feli í sér eyðileggingu á Torfunefs- bryggjum. Ekki er vitað, hve þátttaka hefir verið mikil í undir- skriftum þessum. Sjónarmið meirihluta skipulagsnefndar Sjónarmið meirihluta skipu- lagsnefndar er á hinn bóginn, að auðveld og greið aðkoma að mið- bænum sé aðalatriði, svo og gnægð bílastæða á miðbæjarsvæð- inu sjálfu, til þess að miðbærinn geti gegnt því hlutverki að vera alhliða þjónustumiðstöð fyrir al- menning og eftirsóknarverður starfsvettvangur fyrir þá, sem stunda vilja atvinnustarfsemi þar og þá í samkeppni við þjónustu- miðstöðvar úthverfanna. Hafnar- mannvirki eða bátakví á Torfunefi er í þessu sambandi algert auka- atriði, enda er það mál hafnaryfir- valda að ákveða staði fyrir einstök athafnasvæði þar. Meirihlutinn bendir á ýmis rök gegn bryggjum á Torfunefi, svo sem að núverandi bryggjur séu úr sér gengnar og nær ónýtar, svo að endurgerð þeirra kostaði stórfé. Skipakví á svo kyrrum stað hafi í för með sér mikla mengun og tæringarhættu fyrir skipsskrokka, miklu betri staður undir bátakví sé norðan á Oddeyri milli Togarabryggju og Slippstöðvarinnar. Illa gangi að samræma umferð gangandi fólks, sem er að skoða bátana sér til skemmtunar, og hraða bíiaumferð mestu umferðargötu bæjarins hlið við hlið. Enn mætti nefna það atriði, að enginn hefir gert ráð fyrir, að kvíin haldi sér óbreytt og því þurfi að kosta upp á dýrt stálþil og uppfyllingu í henni vestanverðri. Við það mundi kvíin minnka og þrengjast til muna og koma að fjarska litlu gagni hvort sem er. Hitt er að dómi meirihlut- ans aðalatriði, að áframhaldandi tilvist kvíarinnar og þar með sveigja Glerárgötu til vesturs mundi rýra að mjög miklu leyti svæðið, sem ætlað er undir bílastæði, og þar með möguleika miðbæjarins til að gegna hlut- verki sínu eins og honum er ætlað. Fyrirhugaðar framkvæmdir Hvor hugmyndin sem samþykkt yrði myndi ekki kalla á skjótar framkvæmdir við uppfyllingu kvíarinnar. Hins vegar er ætlunin, að sögn Helga M. Bergs, bæjar- stjóra, að hraða eftir föngum niðurrifi eða brottflutningi húsa, sem nú eru á hafnarbakkanum, enda er fyrirhuguð lagning hita- veituæðar á hússtæðunum á þessu ári. Eimskipafélag íslands hefir þegar afhent bænum vöru- geymsluport sitt, og KEA hefir lofað að rýma burt vöruskemmu sína fyrri hluta sumars. Steindór Jónsson hefir gefið Siglingaklúbbi Akureyrar hús sitt (afgreiðslu póstbátsins Drangs), og verður það flutt burt, þegar bærinn hefir útvegað klúbbnum hentuga lóð. Um syðsta húsið, þar sem Skipa- afgreiðsla Jakobs Karlssonar hf. er til húsa, ríkir svolítil óvissa, en vonast er til, að það mál leysist fljótlega, þannig að það hús fari eins og hin. Aðrar hliðar málsins Ýmislegt hefir þurft að athuga nánar, þegar fjallað hefir verið um miðbæjarskipulagið, og margt af því verður ekki útkljáð í skyndi. Má þar nefna t.a.m. athuganir á hugsanlegri varðveislu gamalla húsa á miðbæjarsvæðinu, hvaða hús skuli hverfa og þoka fyrir öðrum húsum eða öðrum nytjum landsins, og hvaða hús skuli standa. Viðræður standa yfir og munu halda áfram um það mál við húsfriðunarnefnd. — Þá hefir verið bent á, að nauðsynlegt sé að færa íþróttavöllinn til suðurs, þar sem ekki sé hægt að koma fyrir gangstétt milli hans (hlaupa- brautar) og Glerárgötu. Þessi til- færsla er meira og dýrara verk en hún sýnist, því að nauðsynlegt er að leggja hlaupabrautirnar á ný og það sem meira er, gera þyrfti nýtt lokræsakerfi undir vellinum sjálfum. — Við gerð og útfærslu skipulagstillagnanna hefir sú hug- mynd skotið upp kollinum, að hugsanlega væri framtíðarþjóð- veginum gegnum bæinn best kom- ið fyrir í Hjalteyrargötu, en ekki Glerárgötu. Bent hefir verið á, að sú mikla umferðargata, sem Gler- árgata verður og er, muni torvelda tengsl núverandi miðbæjar við mögulega stækkun hans austur fyrir götuna, og því væri best að losna við gegnumstreymisumferð þaðan og flytja hana austar á Oddeyri. Á móti eru þau rök, að meginhluti umferðarinnar á Gler- árgötu sé og muni verða í náinni framtíð innanbæjarumferð að og frá miðbæ og hún leiti afrennslis upp á Brekkurnar og til annarra bæjarhluta hvort sem er og þá eftir óæskilegri leiðum, jafnvel götum, sem ekki eru við því búnar að taka við þeirri umferð, ef þrengt yrði að umferð um Gler- árgötu eða mikilvægi hennar minnkað. Gegnumstreymisumferð um bæinn er enn svo hverfandi og hlutfallslega lítil og mun verða svo í næstu framtíð, að skipulags- nefnd telur ekki ástæðu til að leggja í mikinn aukakostnað hennar vegna við gerð sérstakrar hraðbrautar um Hjalteyrargötu. Allt um það verður ekkert það gert eða ákveðið, sem kemur í veg fyrir þá tilhögun síðar, ef mönnum sýnist svo, þegar frá líður. Sammála um meginatriðin Þó að skipulagsnefndarmenn greini á um Torfunef, er ekki ástæða til að telja, að sá ágrein- ingur sé djúpstæður eða menn telji þennan þátt skipulagsins eitthvert aðalatriði eða sáluhjálp- aratriði. Hitt er miklu athyglis- verðara, að menn eru sammála um meginatriði skipulags miðbæjar- ins, þau er munu setja mestan svip á hann, svo sem að gera Hafnarstræti að viðbættu Ráð- hústorgi að göngusvæði, efla úti- svæðin og jafnframt tengsl mið- bæjarins og þeirra með greiðum gönguleiðum. Einnig verður kostað kapps um að hafa aksturs- leiðir að og frá miðbænum sem bestar og auðveldastar. Með þessu móti ætti miðbær Akureyrar í framtíðinni að geta verið í senn miðstöð gróandi atvinnulífs og umgerð fagurs mannlífs. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.