Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 15 Mynd K.(J. Flugmaðurinn við vélina á Höín í Ilornaíirði, en vélin er af gerðinni Islander. „Hugsaði um það eitt að reyna að lenda einhvers staðar“ „ÞAÐ eina sem ég hugsaði var að reyna að lenda vélinni einhvers staðar,“ sagði Will- iam Zollinder, bandarískur flugmaður sem lenti í þeirri óþægilegu lífsreynslu að lenda vélinni sinni á síðustu eldsneytisdropunum. Zollinder var að ferja flugvél frá Prestwick 1* Skotlandi til Reykjavíkur en þar sem hann lenti í miklum mótvindi sá hann fram á, að eldsneytið dygði ekki til Reykjavíkur og sneri hann þá til Hafnar í Hornafiröi þar sem hann lenti vélinni á síðustu eldsneytisdropun- um. Munaði svo mjóu að hreyflarnir stöðvuðust rétt eftir lendinjíuna eins ofí sajít var frá í Mbl. í gær. „Efí var afskaplefja hræddur, ég er það reyndar alltaf þefjar eitthvað kemur fyrir, ofi í svona aðstöðu verður maður að vera hræddur. Efi vona bara að ég þurfi ekki að lenda í einhverju þessu líku aftur,“ sagði William Zollinder. Ætlunin var að Zollinder flygi vélinni áfram til Reykjavíkur í gær en vegna bilunar varð ekkert úr því. Mikil sprenging er eldingu laust niður í Hruna Kviknaði í á tveimur bæjum Syðra- Langholti. 20. fchrúar. Eldingu laust niður milli tvcKBja bæja um kl. 12:05 í gær. mánudag. ok brotnuðu fjórir símastaurar or símar á tveimur bæjum eyðilögðust ok kviknaði í út frá þeim. Nokkurt tjón varð á innanstokksmunum. en fyrir snarræði tókst að ráða niðurlögum eldsins og varð það því minna en ella. Fjórir símastaurar milli bæj- anna Hruna og Sólheima kubbuð- ust sundur við eldinguna og á þessum bæjum sprungu símatæk- in hreinlega í sundur. Kviknaði í fötum við símainntakið á Sólheim- um, en tjón varð þar ekki mjög verulegt. Öllu meira tjón varð þó að Hruna, en þar er síminn á skrifstofu prestsins, sr. Svein- björns Sveinbjörnssonar. Urðu skemmdir á skrifstofugögnum, bókum o.fl. Fyrir snarræði hús- freyjunnar, frú Ölmu Asbjörns- dóttur var eldurinn slökktur fljótt, er hún greip til slökkvitækis og tók rafmagnið af húsinu. Sr. Sveinbjörn var staddur að Flúðum við kennslu þegar atburðurinn varð. Er ekki að efa að þárna hefðu orðið stórbrunar ef enginn hefði verið heima við. Símasam- bandslaust er enn við Hreppa og Skeið, en hægt að hringja innan- sveitar þar sem kominn er sjálf- virkur sími. Nokkrar vegaskemmdir urðu nú fyrir helgina er mesta slagveðrið gekk yfir. Einangruðust Auðs- holtsbæirnir, en vegasamband er nú aftur orðið eðlilegt. Sig. Sigm. Litlar skemmdir i óveðrinu á Flateyri Flateyri, 26. íebrúar. OFSAVEÐUR gekk hér yfir síðdegis í gær. Raf- magnslaust var öðru hvoru en sem betur fer urðu hér engin slys og skemmdir urðu litlar á mannvirkjum. Plötur losnuðu á húsi, sem er hér í smíðum, en þær fuku ekki. Enginn bátur var á sjó. — Gunnhildur. Fræðslufundur um sykursýki SAMTÖK sykursjúkra gangast fyrir fræðslufundi í dag, miðvikudag- inn 27. fcbrúar, að Iloltagörðum við Iloltsveg í fundarsal SÍS. Fundarefni cr erindi Þóris Ilelgasonar yfirlæknis er hann nefnir „Um sykursýki“. Auk þcss verður boðið upp á ókeypis veitingar. I Samtökum sykursjúkra eru í kringum 550 manns. Félagið hefur nýlega sent frá sér blaðið „Jafn- vægi" sem er rit félagsins og stefnt er að þvi að tvö rit komi út á ári hverju til félagsmanna. I ritinu er greint frá samtökum sykursjúkra á Akureyri en það félag hélt nýlega upp á 10 ára afmæli sitt. Einnig er í ritinu grein eftir Ástráð B. Hreiðarsson lækni er nefnist „Mikilvægi góðr- ar sykursýkisstjórnunar", grein um sumarbúðir barna erlendis og ýmsar fleiri greinar. ALLAR STÆRÐIR af PHILIPSog PHILCO kæliskApum heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 - SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.