Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Orka og afkoma * Afjölmiðlafundi, sem forráðamenn Landsvirkjunar efndu tii fyrir skemmstu, var upplýst, að strax á árinu 1985 verður þörf fyrir nýja virkjun í raforkukerfi landsins, þó allar þrjár fyrirhuf;aðar vélasam- stæður Hrauneyjafossvirkjunar verði þá komnar í (íafínið. Er þá reiknað með framleiðsluþörf Landsvirkjunar í samten(;du landskerfi, án aukninyar orkufreks iðnaðar í landinu. Þessi viðblasandi staðreynd í orkubúskap þjóðarinnar tengist öðrum áþreifanlegum veruleika, sem ekki verður fram hjá gengið. I fyrsta lagi margföldun olíuverðs á heimsmarkaði, sem stórlega hefur skekkt viðskiptastöðu þjóðarbúsins út á við og skert kaupmátt útflutnings- framleiðslu okkar. I annan stað er deginum ljósara, að framtíðarat- vinnuör.vggi vaxandi þjóðar og sú aukning þjóðartekna, sem er forsenda bættra lífskjara, byggist ekki sízt á nýtingu innlendra orkugjafa, iðju og iðnaði, sem verða að taka við bróðurparti viðbótarvinnuafls hér á landi í næstu framtíð. Allt þetta knýr fast á framkvæmdadyr landsmanna, ef þeir ætla að styrkja þjóðhagslega stöðu sína á komandi árum. Forráðamenn Landsvirkjunar telja einsýnt að stefna beri að 120 MW-virkjun við Sultartanga sem næsta virkjunarverkefni. Með stíflugerð, sem þeirri virkjun fylgir, er rekstur Búrfellsvirkjunar fulltryggður, bæði hvað varðar ís- og aurburðarvandamál, auk þess sem stíflan ein sér eykur orkuvinnslugetu núverandi kerfis um allt að 150 GWh, vegna minnkaðs vatnstaps til ísskolunar við Búrfell. Með þessari virkjun er einnig búið í haginn fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar, sem talinn er álitlegur virkjunarkostur. Þá segja forráðamenn Landsvirkj- unar að Sultartangavirkjun sé nánast eini virkjunarkosturinn, sem völ er á í landinu, er uppfyllt geti tímaskilyrði um nauðsynlega og nægjanlega viðbótarorku þegar árið 1985. Þeir telja og virkjunina, eins og hún er nú áætluð, „að mestu utan áhrifasvæðis hugsanlegra eldsumbrota á Tungnaársvæðinu“. Hægt virðist að fullgera stífluna 1984, ef á það yrði lögð áherzla nú þegar. Aðrir virkjunarkostir, sem koma til greina í þessu sambandi, er einkum Blönduvirkjun, en rannsóknum og undirbúningi þar er lokið undir verkfræðilega hönnun virkjunarinnar. Verkfræðivinna hefur hins vegar ekki hafizt vegna skorts á fjármagni. Blönduvirkjun er talin hagkvæmur virkjunarkostur og hefur þann ótvíræða kost að vera utan eldvirknisvæða. I þessu sambandi er og þess að geta að Bessastaðaárvirkjun á Austurlandi er fullhannaður virkjunarkostur, 64 MW, og í athugun mun vera, hvort hægt verður að tengja hana stærri og þá hagkvæmari Fljótsdalsvirkjun. Fljótsdalsvirkjun og Blönduvirkjun hljóta því einnig að koma til skoðunar, ásamt Sultartangavirkjun, sem næsta virkjunar- verkefni. En Landsvirkjun hefur um árabil haft sérstöðu, hvað það varðar, að hafa jafnan tiltækan fullkannaðan og hannaðan virkjunar- kost, til að mæta framkvæmdaþörfinni í orkubúskap okkar. Hver virkjunarkostur sem valinn verður, er óhjákvæmilegt: vegna olíuverðsþróunar, vegna orkueftirspurnar á næstu árum, vegna atvinnuöryggis og viðleitni til að auka þjóðartekjur og bæta lífskjör þjóðarinnar, að ný stórvirkjun verði tiltæk, er Hrauneyjafossvirkjun verður fullnýtt. Æsingaskrif Tímans * IReykjavíkurbréfi 17. febrúar sl. sagði m.a. svo: „Morgunblaðið sér ekki ofsjónum yfir því, að myndarlega verði staðið að lausn á vandamálum landbúnaðarins. Þau eru margvísleg og þungbærari fyrir sveitafólk en almenningur í þéttbýli gerir sér grein fyrir. Eins og jafnan áður er höfuðnauðsyn að efla skilning milli dreifbýlis og þéttbýlis, ekki sízt vegna þess, að það eru auðvitað fyrst og fremst skattgreiðendur í þéttbýli, sem standa undir þessum kostnaði, þegar til lengdar lætur, þótt hluti vanda af þessu tagi sé leystur í bili með lántöku. Og ekki má gleyma því, að fólk í þéttbýli hefur mikla atvinnu og tekjur af vinnslu landbúnaðarafurða." Þessi ummæli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins kallar Tíminn „æsingaskrif gegn bændurn" og að Morgunblaðið „ófrægi landbúnaðinn og bændur“. Eru það æsingaskrif að benda á, að vandi sveitafólks síðustu misseri sé þungbærari en almenningur gerir sér almennt grein fyrir? Eru það æsingaskrif að benda á, að fólk í þéttbýli hafi mikla atvinnu og tekjur af vinnslu landbúnaðarafurða? Eru það æsingaskrif að benda á, að kostnaður,* sem greiddur er úr sameiginlegum sjóði landsmanna allra, er auðvitað að mestum hluta borinn af fólki í þéttbýli, þar sem flestir búa? Eru það æsingaskrif að benda á, að við íslendingar höfum „kostnað af landbúnaðinum" eins og fjölmargar aðrar þjóðir a.m.k. í okkar heimshluta? Landbúnaðurinn á við vandamái að etja eins og aðrar atvinnugreinar. Bændur eiga við vanda að etja eins og aðrar stéttir. Um þau á að ræða af hreinskilni og hræsnislaust. Annað vilja bændur heldur ekki sjálfir. Það er líka forsenda gagnkvæms skilnings milli fólks í dreifbýli og þéttbýli sem Morgunblaðið vill stuðla að. Æsingaskrif Tímans eru hins vegar ekki framlag til þess. Árangurs- laus leit að sjómönn- unum sex MIÐSTÖÐ björgunarstarfsins við Djúp var á Ísafjarðarradíói og þar var Jón GuÓbjörnsson frá Bolungarvík fyrir björgunar- sveitunum og Halldór Her- mannsson fyrir sjómenn, en hann er á rækjubátnum Engil- ráð sem lenti í fárviðrinu. Lið- lega 30 skip, stór og smá, röðuðu sér skipulega til leitar úti af Arnarnesi og var leitarsvæðið síðan kembt af þessum flota auk þess sem menn gengu fjörur og flugvél frá Isafirði margflaug yfir alla strandlengjuna allt að 10 mílur út fyrir Rit og Straumnes. Gott veður og bjart var til leitar mest allan tímann og rennisléttur sjór, en gekk á með éljum annað slagið. A Arn- arfirði gengu leitárflokkar fjör- ur frá Álftamýrartanga fyrir allan Arnarfjörð og fyrir Langa- nes að Steinanesi. Fannst brak á því svæði. Minni bátar leituðu Suðurfirðina sunnan Langaness og varðskip leitaði vítt og breytt um leitarsvæðið. Leit verður haldið áfram í Arnarfirði í dag og fjórir menn voru skildir eftir á Rafnseyri til þess að ganga fjörur í dag. Þegar vindhraðinn var hvað mestur á mánudaginn mældist hann um 14 vindstig á flugvellinum á Isafirði. Á tsaf jarðarradíói hittum við að máli Halldór Hermannsson skipstjóra, en hann er á rækjubátnum Engilráð og komust þeir við illan leik til hafnar í fárviðrinu. Þá tók Halldór til við stjórnun björgun- arstarfa og við ræddum við hann um veðurofsann og björgunarstarfið: „Bátarnir lögðu upp héðan á miðin milli kl. 7 og 8 á mánudagsmorgun og byrjuðu að toga. Laust fyrir klukkan eitt var fárviðrið skollið á, aftakaveður. Menn fóru að lóna á móti þessu en það sást lítið fyrir særoki. Þetta er sterkasta veður sem ég hef lent í á sjó í Djúpinu og rokið var með eindæmum úti fyrir Skötufirði, Seyðisfirði og Álftafirði. Þótt menn reyndu að halda saman á bátunum var það illmögulegt því ekkert sást lengst af á milli báta. Rækjubáturinn Silfá sá til Gullfaxa rétt áður en æðis- Rætt við Halldór Hermannsson á Engilráð gengin hviða gekk yfir, en þegar hún var yfirstaðin sást ekkert til Guilfaxa á radarn- um. Sterkviðrið var svo mikið að þótt ekki væri um úthafsbáru að ræða þá voru holskeflurnar slíkar að þær gátu kastað hverjum þessara báta á hlið ef eitthvað bar út af, hver bátur var í rauninni leiksoppur. Við vorum mjög nálægt Halldóri Sigurðssyni þegar hann lagð- ist á hliðina algjörlega flatur og var mjög hætt kominn. Þeir voru að búa sig undir að yfirgefa bátinn þegar þeir náðu að rétta hann við. Þá átti Silfá fullt í fangi á meðan mesti darraðardansinn gekk yfir og er það þó 30 tonna bátur. Þeir fengu einnig sjó á sig.“ „Hvað uni stjórnun björgun- araðgerða?" „Það verður að segjast eins og það er, það vantar meiri samræmingu í stjórnunina og betri skipulagningu, betra start er hægt að segja og skipulag á tækjabúnaði. Eftir að þetta var komið í gang má segja að allt hafi gengið mjög vel, en þó er fátækt á ferðinni í útbúnaðinum og það vantar fleiri gúmmíbáta, vélar og fleira. Gúmmíbáturinn sem leitarflokkar notuðu til að lenda á við Jökulfirði var vélarlaus og honum hvolfdi með þeim afleiðingum að einir 6—8 menn voru hætt komnir þegar þeir þurftu að synda í land. Var það mikið þrek- virki.“ —á.j. Mli K Rœkjubíturinn Sólrún frá ísafiröi viö bryggju í ísafjaróarhöfn í gær, en í fárviðrinu á mánudag og aöfaranótt þriöjudags hélt báturinn sjó í Ögurvík þar sem hann lagði ekki í siglingu yfir Djúpiö í aftakaveörinu. Rækjubáturinn Eiríkur Finnsson, sem saknaö er, átti nafna í höfn á ísafirói, stærri og betur búinn og átti hann aö vera búinn aö leysa gamla bátinn af hólmi fyrir nokkrum dögum, en vegna vélarbilunar í nýja bátnum voru þeir bræóur Ólafur og Valdimar Össurarsynir enn ð gamla bátnum. Ljósmynd Mbl. KÖE. Tugir vestfirskra báta leituðu skipulega um allt Djúpið í gær og í horninu til vinstri sést TF-Örn frá ísafiröi í leitarflugi.Ljósmynd Mbl. RAX. Halldór Hermannsson skip- stjóri var í miöstöó björgun- arstarfa á Ísafjaröarradíói þegar vió hittum hann. Ljósmynd Mbl. KÖE. Leitarbátar kanna olíubrák á sjónum skammt frá Vigur. Ljósmynd Mbl. RAX. Fulltrúar björgunarsveita á Isafjaröarradíói í gær. „Rokið var með eindæmum — hver hátnr eins og leiksoppur44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.