Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 23 Guðjón Ó. Magnússon endurkjörinn formaður ÍSALP: Áhugi á fjallgöngum hefur stóraukist á síðustu árum AÐALFUNDURÍSALP, íslenzka alpaklúbbsins, félags áhugamanna um f jallgöngur, var nýlega haldinn í húsnæði félags- ins á Grensásvegi 5. Þar kom fram að félagið vex stöðugt fisk- ur um hrygg, félögum fjölgaði úr 120 í upphafi árs 1979 i um 200 í lok ársins. Formaður félagsins, Guðjón Ó. Magnússon, var endurkjörinn og með honum í stjórn þeir Björn Vilhjálmsson, Einar Steingríms- son, Ingvar Teitsson.Magnús Guð- mundsson og Torfi Hjaltason, en þeir Einar og Torfi koma inn sem nýir stjórnarmenn í stað þeirra Erlings Thoroddsens og Helga Benediktssonar, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. í samtali sem Mbl. átti við formann félagsins kom fram að starfið var mjög blómlegt á s.l. starfsári. A hverju miðvikudags- kvöldi eru svokölluðu „opin hús“, þar sem félagarnir hittast og ræða málin, sýna myndir og haldnir eru ýmiss konar fyrirlestrar um efni tengd fjallgöngum. Á s.l. ári voru farnar 15 ferðir á vegum félagsins, þar af 4 námskeið í undirstöðu- Félögum f jölgaði um tæplega 70% á síðasta ári Hér má sjá einn félaga ÍSALP klífa snarbrattan ísvegg í Gigjökli í Eyjafjallajökli. atriðum fjallamennsku. Eitt nám- skeið var í undirstöðuatriðum snjóklifurs og var það haldið í Hengli. Eitt námskeið var haldið í undirstöðuatriðum bergklifurs og var það haldið á Þingvöllum og loks voru tvö ísklifurnámskeið haldin á árinu í Gígjökli í Eyja- fjallajökli. Þátttakendur í þessum ferðum og námskeiðum voru tæp- lega 200. Sex félagsfundir voru haldnir á starfsárinu og má þar sérstaklega geta fundar þar sem gestur félags- ins var hinn þekkti bandaríski fjallgöngumaður William Q. Sumner, en hann sýndi litskyggn- ur frá ýmsum ferðum sínum um heiminn.m.a.úr ferð þegar Band- aríkjamenn klifu fjallið K2, næsthæsta fjall heims, fyrir tveimur árum. Að síðustu kom fram hjá formanni félagsins, að áhugi fólks á útivist væri að aukast mikið hér á landi og áhugi á fjallgöngum væri þar ekki und- anskilinn. „Annars er aðalmark- mið okkar hjá ÍSALP að auka áhuga fólks á fjallamennsku," sagði Guðjón Ó. Magnússon for- maður félagsins að síðustu. Óðaverðbólga á íslandi virðist fara vaxandi WashinKton — 23. íehrúar — AP. HAGVÖXTUR hélt áfram á íslandi árið 1979, þrátt fyrir áframhaldandi óða- verðbólgu, sem virðist vera að færast í aukana, segir í greinargerð banda- ríska viðskiptaráðuneytis- ins, sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Business America. Þjóð- arframleiðsla virðist hafa aukizt um 3.7 af hundraði, — segir Business America en þar er um samdrátt að ræða sé miðað við aukn- ingu 1977 og 1978, en þá var aukning þjóðarfram- leiðslu í kringum 5 af hundraði. „Óðaverðbólgan, sem að meðaltali var 54% á ár- inu, á rætur sínar að rekja til launahækkana á árinu 1977, en olíuhækk- anir á Rotterdammarkaði, sem ræður verði á olíu, sem Islendingar fá frá Sovétríkjunum, urðu til að auka verðbólguna," segir í grein ritsins, sem gefið er út af viðskipta- ráðuneytinu. Spanskflugan í Fannahlíð LEIKFLOKKURINN Sunnan Skarðsheiðar frumsýnir í kvöld gamanleikritið Spanskfluguna eftir Arnold og Bach í Félags- heimilinu Fannahlíð Skilmanna- hreppi klukkan 21.00. Leikarar eru tólf og leikstjóri er Evert Ingólfsson, sem þreytir sína frumraun í leikhússtjórn. Verkið er það sjöunda sem leikflokkurinn tekur fyrir frá stofnun hans. Hægt er að panta miða í síma 2134 á Akranesi. ilii^ '' "V .- ■ V 1 \ ITO I l®'' l i * ■i JÉ , » A- « ásgarður m. *aa — m im — i. tolum. * Asgarður í nýjum búningi ÁSGARÐUR, tímarit BSRB, er nú komið út í nýjum búningi. Það er offsetprentað með einum aukalit. Blaðið hefur komið út reglubundið í 28 ár og er sent félagsmönnum í BSRB og því eftirlaunafólki er þess óskar. Upplagið er 16.500 eintök. Útlitshönnun blaðsins er gerð af prentstofu G. Benediktssonar. Ritstjóri Ásgarðs er Haraldur Steinþórsson. Yerkíærum fyr- ir hundruð þúsunda stolið UM HELGINA var brotizt inn í fyrirtækið Bátanaust við Elliða- vog. Þaðan var stolið miklu af verkfærum og tækjum, alls að verðmæti um 500 þúsund krónur. Meðal annars hafði þjófurinn á' brott með sér talstöðvar. Þá var brotizt inn í Málningu og járnvörur, Laugavegi 23, og þaðan stolið miklu af vasahníf- um af gerðinni Victorinox. Víglundur í stjórn Verzlunar- ráðsins í FRÁSÖGN Mbl. af stjórnar- kjöri Verzlunarráðs íslands á aðalfundi þess í sl. viku féll niður eitt nafn nýkjörins stjórn- armanns, Víglunds Þorsteins- sonar. Biður blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Þá var sagt á einum stað í ræðu formanns Verzlunarráðs- ins, Hjalta Geirs Kristjánsson- ar, að verðbólga myndi lækka úr 45% í 45%, en átti auðvitað að vera 45% í 4,5%. Flugleiða- menn á fund ríkisstjórn- arinnar SIGURÐUR Helgason forstjóri og Örn O. Johnson stjórnarfor- maður Flugleiða gengu í gærdag á fund ríkisstjórnarinnar og skýrðu frá stöðu mála hjá Flug- leiðum um þessar mundir. Örn sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að það væri stefna þeirra hjá Flugleiðum að skýra ríkisstjórnum á hverjum tíma frá stöðu mála, þetta væri því ekki nein nýlunda. Að öðru leyti vildi Örn ekki tjá sig um málið. Tvívegis stol- ið tóbaki úr Nýgrilli UM HELGINA var tvívegis brotizt inn í Nýgrill í Breiðholti og þaðan stolið tóbaksvörum fyrir hundruð þúsunda króna. Fyrst var stolið tóbaki þaðan um miðjan dag á föstudag og var þá tekið talsvert magn. Aðfaranótt laugardagsins voru þjófar aftur á ferð í Nýgrilli og þá stálu þeir 30 lengjum af sígarettum að söluverðmæti 270 þúsund krón- ur. Framlög verði aukin til kynningar á framhaldsnámi Á FUNDI stjórnar Nemendafé- lags Menntaskólans á Egils- stöðum fyrir skömmu var sam- þykkt að skora á menntamála- ráðuneytið að auka fjárveitingar til námskynningar í menntaskól- unum á vegum Stúdentaráðs Islands. Bendir stjórnin á að henni hafi borizt bréf frá S.H.Í. þess efnis að verulega skorti á fjár- framlög af ríkisins hálfu til slíkra námskynninga. Þá segir að stjórnin telji að þær séu nauðsynlegar vegna þess að þær séu eina tækifærið sem nemendur mennta- og fjöl- brautaskóla hafi til að kynna sér framhaldsnám. Safnahúsið í Borgarnesi FÖÐURNAFN Dagnýjar Helga- dóttur arkitekts misritaðist því miður, er sagt var frá úrslitum í samkeppni um gerð nýs safna- húss í Borgarnesi í blaðinu í gær. Hlaut Dagný þar 2. verðlaun. Allirþekkj BRILLO Brillo sápusvampurinn er þín daglega hjálp viö ræstinguna í eldhúsinu. Hann auöveldar hreinsun á pottum, pönnum, ofnum, eldavélum og fleiru sem mikiö mæöir á og skilar því skínandi hreinu og fáguöu. BRILLO MN DAGLEGA HJÁLR...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.