Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 25 félk í fréttum Flugafreks mun minnst + í maímánuöi næstkomandi mun þess veröa minnst í sam- bandi við enduropnun Croydon- flugvallar við London, að liðin eru 50 ár frá því ein fræknasta flugkona flugsögunnar, Amy Johnson, flaug ein síns liðs á flugvél af gerðinni De Havilland Gipsy Moth Jason, frá Croydon til Darwin í Ástralíu. — Brezk flugkona mun þá hefja sig til flugs af flugvellinum í annarri tveggja seinustu flugvélanna af þessari gerð í Bretlandi. — Hún mun þó ekki fljúga alla leið til Darwin, sem er tæplega 10.000 mílna leið, heldur aðeins um 25 mílna leið. — Þegar Amy John- son flugkona lauk þessu flugaf- reki fyrir hálfri öld tók flugferð- in alls 20 daga. — Amy Johnson fórst í flugslysi árið 1941 er flugvél hennar hrapaði til jarðar á Bretlandi. 2ja og !á“ í hjartað + Firir skömmu gerðist það vest- ur í Coloradofylki í Bandríkjun- um, að smiður einn, Joshua Kent að nafni, sem var að vinna með naglabyssu, — beindi henni fyrir mistök að brjósti sínu og skaut. — Fór tveggja og hálfs tommu nagli beint í hjarta mannsins. — Hann kvaðst ekkert hafa fundið fyrir því. — En er smiðir sem með honum voru, urðu þess varir að hann var að missa meðvitund- ina var kallað á sjúkrabíl og smiðurinn fluttur { sjúkrahús. — Læknir sem tók við manninum, sló naglann út úr hjartanu til baka sömu lejð. Síðan saumaði hann saman sárið meðan hjartað pumpaði á fullu. — Þótti þessi læknisaðgerð öll hin fréttnæm- asta. + ÞETTA er forseti alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, Lord Killanin, á blaðamannafundi í vetrarólympíubænum Lake Placid. Á veggnum að baki hans er merki Vetrar-Ólympíuleikanna. Það var á þessum fundi sem Killanin greindi heimspressunni frá því að aðildarsambönd að hinni alþjóðlegu ólympiunefnd, sem eru 73 talsins, hefðu mótatkvæðalaust samþykkt að leikarnir skyldu fara fram i Moskvu næsta sumar. Það er mjög umdeilt, svo sem kunnugt er af fréttum. + ÞESSI kona á myndinni er frú Jane Byrne borfíarstjóri í Chicagoborg. Myndin er tekin af henni er hún fór til fundar við brunaverði við eina af slökkvistöðvum borgarinnar. — Þeir höfðu þá verið í verkfalli í nær vikutíma. Hafði Byrne borgarstjóri hvatt þá til að hætta verkfallinu og taka upp störf sín, eins og reyndar hafði orðið niðurstaða fyrir dómi sem kveðinn hafði verið upp í sambandi við þessa vinnudeilu. — Um 2500 brunaverðir eru í slökkviliði borgarinnar. — En þrátt fyrir dóminn höfðu samningaviðræður strandað næsta dag. — Þá var það svar frú Byrne borgarstjóra að hún lét auglýsa lausar til umsóknar allar 2500 stöðurnar í slökkviliði borgarinnar! Hún lét hart mæta hörðu Afhending styrkj^ ur Menningarsjóði SIS Menningarsjóður Sambands ísl. samvinnufélaga veitir árlega nokkra styrki til félags- og menn- ingarmála. Fyrir síðasta ár veitti sjóðurinn eftirtöldum aðilum styrki: Kvenfélagasambandi tslands 500 þúsund kr„ Sjálfs- björg eina milljón kr„ Hjálpar- stofnun kirkjunnar eina milljón kr. og Bandalagi ísl. skáta 500 þúsund kr. Mynd þessi var tekin er Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins afhenti fulltrúum þrem síðast töldu samtakanna þessa styrki. Fyrir hönd Sjálfsbjargar tók Eiríkur Einarsson við styrknum, Guðmundur Einarsson fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar og þau Arnfinnur Jónsson og Ingi- björg Þorvaldsdóttir tóku á móti styrknum til skátahreyfingarinn- ar. Urgur meðal póstmanna: Mótmæla stöðuveit- ingum til símamanna FUNDUR í félagsráði Póstmannafélags íslands, sem nýlega var haldinn, „mótmælir því að samið hefur verið við annað stéttarfélag um póststörf og þá um leið um hærri laun en fjármálaráðuneytið hefur séð sér fært að semja um við póstmanna- félagið“. Þannig segir í ályktun félagsráðs Póstmannafélagsins, sem birt er í fréttabréfi félagsins, sem útgefið er nú i febrúarmán- uði. Þar segir, að mikill urgur sé i póstmönnum út af málsmeðferð i svokölluðu Varmármáli og veit- ingu stöðu fulltrúa i Borgarnesi. Ályktunin, sem um þetta fjallar var send f jármálaráðherra. í ályktun félagsráðs Póst- mannnafélagsins segir ennfremur: „Er þarna einkum átt við samning þann, er fjármálaráðherra gerði við Félag íslenzkra símamanna í júní 1978, þar sem samið var um, að talsímavörðum skuli greitt fyrir „vandasamari póststörf" hærri laun heldur en segir í sérkjarasamningum P.F.Í. og fjár- málaráðuneytisins. • Enn á ný hefur fjármálaráðu- neytið ráðizt að rétti póstmanna Jasstónleik- ar í Keflavík TÓNLISTARSKÓLINN og Tón- listarfélagið í Keflavik efna til jasstónleika í Tónlistarskólanum n.k. fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Tríó Guðmundar Ingólfssonar ásamt Viðari Alfreðssyni mun leika. og ráðstafað póststarfi í Borgar- nesi til Félags íslenzkra síma- manna. Þetta gerist á sama tíma og póstafgreiðslumanni og félaga í P.F.Í., sem lokið hefur póstnámi frá Póstskólanum, er neitað um rétt stöðuheiti og tilheyrandi launaflokk á póstafgreiðslunni á Varmá. Víðs vegar um landið er hægt að benda á hliðstæð dæmi. Póstmannafélag íslands ítrekar því mótmæli sín, að fjármálaráðu- neytið semji við annað stéttarfé- lag um póststörf og áskilur sér rétt til róttækra gagnaðgerða verði ekki hið bráðasta fundin viðeigandi lausn á málum þess- um.“ Rætt um skatt- framtalið á fundi hjá FEF Félag einstæðra foreldra hef- ur fengið Guðmund Guð- bjarnarson hjá ríkisskatt- stjóra til þess að koma á fund hjá félaginu og mun Guð- mundur fjalla um breytt framtalseyðublað og leið- beina félagsmönnum og svara fyrirspurnum um skattfram- töl. Fundurinn verður fimmtu- daginn 28. febr., kl. 21.00 að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18 (Kaffiteríunni). Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega og nýir félagar eru velkomnir. Framkvæmdum við jarðstöðina seinkar GÚSTAF Arnar verkfræðingur hjá Pósti og sima sagði i samtali við Mbl. að einhverjar tafir væru fyrirsjáanlegar á uppsetningu jarðstöðvarinnar, en um þessar mundir vinna bandarískir sér- fræðingar að uppsetningu henn- ar. „Við höfum orðið fyrir nokkrum töfum nú síðustu daga vegna veðursins auk þess sem smávægi- legar bilanir hafa stungið sér niður að undanförnu," sagði Gúst- af. Aðspurður sagði Gústaf enn- fremur, að samkvæmt gamla tímaplaninu hefði verið gert ráð fyrir því, að stöðin kæmist í gagnið 10. apríl n.k., en fyrirsjáan- legt væri að sú áætlun stæðist ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.