Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Vltf> MORö’Jfv- KAFP/NO Ég finn orðið til vaxandi þunglyndis! 2/6 Afsakaðu. En átt þú ástkonu? Ef ég væri í þínum sporum myndi ég reyna að sleppa næsta mánuði alveg! ■' I l Í‘ II ! ! * i Ferjur eða brýr? Eftirfarandi hugleiðingar um samgöngumál hafa nýlega borist, en þar er komið víða við, en þó einkum fjallað um ferjur og brýr: „Samgöngumál eru einn stærsti og erfiðasti málaflokkur, sem við Islendingar eigum við að glíma og gildir þar jafnt hvort um stjórn- málamenn er að ræða, almenning eða hinar ýmsu starfsgreinar, sem fást við samgöngur eða byggja atvinnurekstur sinn að einhverju leyti á góðum samgöngum. Miðað við allar aðstæður í landinu þá held ég að samgöng- urnar séu í nokkuð góðu lagi. Vegir liggja til allra átta eins og segir í ljóðinu og þótt segja megi ýmislegt misjafnt um ástand þeirra, þá eru þeir þó þarna og um þá má fara að öllum jafnaði. Við ráðum ekki við veður og vinda og verðum því að sætta okkur við að þeir séu lokaðir mislangan tíma ársins, opnaðir einu sinni til tvisvar í viku eftir aðstæðum o.s.frv. Fyrir utan vegina höfum við allgóðar flugsamgöngur þótt flug- fólk sé einatt að tala um hversu illa við búum að litlu flugvöllun- um úti á landi. Þeir séu vart nothæfir nema hluta úr ári og þeim sé illa haldið við. Allt stafar það auðvitað af fjárskortinum fræga og ekki getur allt komið í einu. Við verðum að skilja það. Þá má nefna skipafélögin, sem flytja varning á helztu hafnirnar nokkr- um sinnum í mánuði og nú síðast eru komnar ferjur, sem reyndar hafa þjónað okkur í nokkur ár með ágætum árangri. Enn eitt vil ég nefna og gera að sérstöku umtalsefni, en það eru brýrnar. Við byggjum nú Borgar- fjarðarbrú. Umdeild framkvæmd, en eigi að síður nauðsynleg og á eflaust eftir að verða rómuð, þegar hún kemst í gagnið og menn finna hversu hún hefur stytt og auðveldað leiðina frá suðurhorni landsins í vestur og norðurátt. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Tapslagirnir virtust heldur margir þegar spil blinds voru lögð á borðið í spili dagsins. En ekki þýddi að gefast upp og eftir stutta stund var vestur fangi trompanna og sagnhafi gat skrif- að töluna sín megin. Norður gaf, allir game. Vestur Norður S. Á83 H. K52 T. G743 L. 743 Austur S. 97 S. 654 H. G943 H. D1084 T. K82 T. D95 L. KDG8 L. 965 Suður S. KDG102 H. Á7 T. Á106 L. Á102 Eftir tvö pöss opnaði suður á einum spaða. Norður hækkaði í tvo og þeir þrýstu sér áfram í gameið, fjóra spaða. Útspil laufkóngur. Útlitið var ekki sérlega gott. Suður sá þó að tvennt kom til greina. Austur gat átt eitt smáspil með kóng eða drottningu í tíglinum og þá mætti spila lágum tígli frá blindum á tíuna, vestur fengi slaginn en þá kæmi háspil vesturs næst í tígul- ásinn og gosinn yrði tíundi slagur- inn. Og þessi leið dygði líka ætti austur bæði háspilin. Vissulega var þetta nokkuð góð- ur kostur. En suður sá annan, sem honum leist enn betur á. Hann tók fyrsta slaginn og á kóng og drottningu í trompi. Því næst spilaði hann hjörtunum. Tók ás og kóng, trompaði þriðja hjartað og spilaði lauftíu. Vestur fékk á gosan en var þá í leiðindastöðu. Ekki þorði hann að spila laufátt- unni og ekki gat verið hollt að spila hjarta í tvöfaldá eyðu. Þá yrði trompun í blindum tíundi slagurinn og um leið færi tapslag- ur af hendi sagnhafa. Að lokum spilaði hann tíglinum og sú stað- reynd, að austur átti enn tromp hjálpaði ekki vörninni. Auðvelt varð fyrir suður að búa til sigur- slaginn á tígul. En lengi má bæta. Með því að taka slagina í annarri röð gat suður spilað laufinu frá blindum og að tíunni. Þá hefði vestri ekki nægt að spila laufáttunni til að hnekkja spilinu. COSPER Þetta er ekki úr með ábyrgð. En ég ábyggist að þetta er úr! Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri ó islensku 56 — Hvað gerum við nú? — Settu mig úr við Rue d'Aselía. mig langar til að ræða smástund vií) föðurinn. — Föður hennar? — Nei, föður hans. Hann hefur verið gjaldkeri. en er nú kominn á eftirlaun. Hann hætti að umgangast son sinn þegar hann gifti sig. íbúðin í Rue d'Alesía var ögn hugnanlegri og Maigret til óblandins léttis var þar lyfta. Þegar hann hringdi þurfti hann ekki að biða lengi eftir því að lokið væri upp. — Eruð þér hr. Pigou? — Ilvað viljið þér? — Má ég koma inn? —- Ég vona þér séuð ekki að selja alfræðiorðabækur? Þeir hafa komið i halarófum þessir sölumenn að undanförnu. — Maigret lögregluforingi. íbúðin var tandurhrein og það var bónlykt í loftinu. Allt var þar á sinum stað. — Fáið yður sæti, lögreglu- foringi. - Dagstofan var lítil og virtist ekki mikið notuð, gluggatjöldin voru dregin að hálfu fyrir, en gamli maðurinn gekk að giugg- anum og svipti þeim írá. - Ég vona þér berið mér ekki slæmar fregnir. — Eftir þvi sem ég veit bezt er allt i lagi með son yðar. Það sem mig langaði til að spyrja var hvenær þér sáuð hann síðast? — Það er cinfalt mál. Á gamlaárskvöld. Hann brosti og vottaði fyrir beizkju i brosinu. — Ég var svo mikill kjáni að vara hann við þessari stúlku sem hann vildi endilega giftast. Þegar ég sá hana skildi ég strax að þetta var ekki kona við hans hæfi. Hann brást við hinn versti og skammaði mig og sagði ég væri gamall sjálfselskupúki og ég man ekki hvað. Áður en þetta kom upp á heimsótti hann mig reglulega einu sinni í viku. Hann hætti því algerlega — og þau komu aðeins á gamlaárs- kvöld. ósköp þurr og lítið merkileg kurteisisheimsókn. — Eruð þér gramur i hans garð? — Nei. Ilann lítur allt frá hennar sjónarhorni. Það virðist ekki alveg heilbrigt. — Hefur hann aldrei beðið yður um peninga? — Þá þekkið þér hann ekki. fyrst þér spyrjið um þetta. Hann er allt of stoltur til þess. — Heldur ekki síðustu mán- uðina? — Hvað hefur skeð? — Hann hefur misst vinn- una. Næstu þrjá mánuði á eftir fór hann að hciman um sama leyti og kom heim á sama tíma og þegar hann vann á Quai de Charenton og hann afhenti konu sinni sömu upphæð. — Þá hlýtur hann að hafa fengið aðra vinnu? — Haldið þér ekki að það sé ögn erfitt fyrir mann á hans aldri, sem hafði engin með- mæli... — Kannski. En hann hlýtur að... — Já, hann hefur komizt yfir peninga einhvers staðar. En svo gefst hann upp. Og síðan í september hefur hann verið horfinn. — Hefur konan hans ekki af honum spurt. — Nei. Fyrrverandi yfirmað- ur hans, Osear Chabut, var drepinn — skotinn til bana á götu af óþekktum manni. — Og þér haldið að .. ? — Ég veit það ekki, hr. Pigou. Eg kom til yðar í þeirri von að fá kannski eitthvað að vita... — Ég veit enn minna en þér, lögregluforingi. Konan hans hefur ekki einu sinni gert sér það ómak að segja mér frá þessu. Hafið þér á tilfinning- unni að hann hafi gert eitthvað af sér og sé í felum þess vegna? — Það getur verið. Ég er næstum viss um að ég hef séð hann nokkrum sinnum siðustu daga. Ég hef einnig sterkan grun um að það sé hann sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.