Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI TIL FOSTUDAGS Brýrnar eru nefnilega sér á parti og ég hef grun um að þar sé óplægður akur. Akranesferjan gegnir mikilvægu hlutverki og er hin mesta samgöngubót. Hins vegar má líka spyrja hvort hag- kvæmara sé að brúa Hvalfjörðinn einhvers staðar við Akrafjallið eða Grundartanga og láta reikna út hvort ódýrara sé að notast við slíka brú eða ferjuna um aldur og ævi. Nú hlýtur að þurfa að end- urnýja ferjuna og stækka eftir kröfum tímans o.s.frv., en endist ekki brúin miklu lengur með minni tilkostnaði þótt hún hafi kannski kostað mikið í upphafi? En kannski er of snemmt að tala um Hvalfjarðarbrú svona strax á eftir Borgarfjarðarbrúnni. Þess vegna held ég að brú yfir Ölfusárósa sé mun merkilegri og meira aðkallandi framkvæmd, enda sækja sveitarfélögin þar það mál fast, eftir því sem ég kemst næst. Sú brúargerð myndi spara miklar fjárhæðir þegar fram í sækti og held ég að við mættum gera meira af því að velta vöngum yfir hvers kyns framkvæmdum í þessa átt. Hvað með t.d. ýmsa vegi á Vestfjörðum? Mætti ekki hrein- lega leggja vegi eða brýr yfir ýmsa firði þar ? Þeir eru svo grunnir að það geta vart verið svo fjárfrekar framkvæmdir við slíka brúargerð. Nóg um þetta í bili og ég vona bara að menn vilji ræða þessi mál og helzt þyrfti auðvitað að reikna út á vísindalegan hátt hvað sé þjóðhagslega hagkvæmast í þess- um efnum. Bara svo við vitum að hverju beri að stefna fyrst. Er það ekki alltaf gert hjá okkur? DÝRARÍKIÐ heitir skrautfiskaeldistöð, sem er til húsa i Borgartúni 2. MASH tók þessa mynd þar nýlega og sýnir hún mikinn fjölda skrautfiska af tegundinni Kribba. Þesslr hringdu . . . • Góð þjónusta G.M.: Ég vil aðeins koma því á framfæri hvað er misjafnt með almennar upplýsingar og af- greiðslu á vinnustöðum hjá því opinbera. En hér vil ég þakka góða og skjóta hjálp í minn garð, sem var hjá lóðarskrárritara ekki alls fyrir löngu. Ég var svo heppin að hitta þar elskulega konu, sem greiddi úr öllum mínum heimsku- legu spurningin. Þökk sé henni — fleiri konur í kerfið ! • Dr.Gunnar og Ljósvetn- ingagoðinn Að gefnu tilefni óskaði próf. Þórir Kr. Þórðarson eftir því að þess yrði getið að hann væri ekki höfundur að bréfi um ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen, er birtist hjá Velvakanda sl. fimmtudag, en það var undirritað stöfunum Þ.K.Þ. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU • Fær einhleyp- ingur frádrátt? Skattgreiðandi: Hingað til hafa útivinnandi eiginkonur haft 50% frádrátt launa þegar reiknaður er út skatt- ur hjónanna, en hvernig er með þær, sem ekki eru eiginkonur? Hafa þær engan rétt á frádrætti? Eða hafa þær einhvern annan frádrátt? Mér finnst þessi atriði eitthvað óljós og vona að upplýs- ingar fáist um hvernig þessum málum er hagað núna. Lesendum til upplýsingar getur Velvakandi aðeins sagt að alveg á næstunni verða birtar leiðbein- ingar frá skattstjóra um útfyll- ingu framtalseyðublaða og verður áreiðanlega komið inn á ofan- greind atriði, en leiðbeiningar þessar verða birtar mjög fljótlega, enda skilafrestur 10. marz. • Nýr símatími Velvakandi vekur athygli á nýjum símatíma, sem breytist frá deginum í dag. Verður hann fram- vegis kl. 13—14 mánudaga til föstudaga. HÖGNI HREKKVISI /.f’ETTA El? 'l ó'iW>TA 6INN 6EM '66 Flí>* 'A 6imW6rrWóA6TA©.'" 82? SIGGA V/ÖGA £ 1/LVeRAN Frá Búnaðarþingi: Gefin verði út handbók um búfjársjúkdóma Á FUNDI Búnaðarþings i fyrra- dag ræddi Skúli Johnsen um laxeldi og kynnti m.a. félag er nýlega hefur verið stofnað um iaxeldi. Kvað hann áríðandi að sem mest samstarf tækist við bændur á þessu sviði og hvatti þá til að gerast aðilar að laxeldi. Sex mál hafa nú verið afgreidd frá Búnaðarþingi. Samþykkt var ályktun um nýtingu innlendra orkugjafa til súgþurrkunar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að notaður sé hverahiti þar sem hægt sé að koma því við og áð umfram- rafmagn fáist með hagstæðum kjörum. Þá var samþykkt ályktun um gerð hliðgrinda, samþykkt var ályktun þar sem hvatt var til þess að leitað verði jafnan að hag- kvæmustu vinnubrögðum í land- búnaði og skipaður starfshópur um það mál. Einnig var samþykkt ályktun um hrossamörk og bent á að menn gætu hagnýtt frostmerki og samþykkt að taka upp skipu- lagt merkjakerfi. Þá var samþykkt að stuðlað yrði að því nú þegar að samin yrði kennslubók og handbók um helztu búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Sumarhús hf. opnar verzlun NÝLEGA opnaði fyrirtækið Sumarhús h.f. verslun á Háteigs- vegi 20. Verslunin ber sama nafn og fyrirtækið en í henni eru seld furu- og reyrhúsgögn auk fjöl- breytts úrvals af smíðajárni. Hús- gögnin eru flutt inn frá Noregi. Sumarhús h.f. mun sem fyrr annast innflutning og uppsetn- ingu Romsdals-sumarhúsa. Meðfylgjandi mynd var tekin í nýju verzluninni. Ljósm. Mbl. Kristján. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.