Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn HfHflfl og skrifstofu: lv IUU r MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 „Holskefla og 14-16 vindstig lögðu bátinn á hliðina44 „HOLSKEFLA á bátinn og vindurinn hjálpuðust að við að leggja hann á hliðina, en líklega heíur vindhraðinn verið 14 — Ifi vindstig þegar þetta gerðist.“ sagði Konráð Egg- ertsson á rækjubátnum Hall- dóri Sigurðssyni, en þeir voru hætt komnir í fárviðrinu á mánudaginn. Náðu þeir að keyra bátinn upp og rétta hann við með því að setja vélina á fullt og beygja á það borðið sem hallaði á. Sjór var kominn í Konráð Eggertsson. — segir Konráð Eggertsson sem lenti i fárviðr- inu í Djúpinu stýrishús þar sem báðir menn- irnir voru en holbárurnar sem riðu yfir voru margra metra háar. „Við vorum á Ögurvíkinni að toga um hádegisbilið þegar það snöggbætti í suðaustan-kalda áður en hann fór í suðvestan á punktinum með þessum óskapn- aði í vindhraða og byl. Maður hugsaði nú ekki mikið á köflum annað en það að reyna að halda bátnum upp í veðrið og gera enga vitleysu. Holbárurnar hvelfast niður yfir og stundum eru þær eins og stórir hnútar sem hellast niður hver á eftir öðrum. Við vorum báðir í stýr- ishúsinu þegar skvettan reið yfir og þegar við höfðum náð að keyra bátinn upp frá því að liggja á hliðinni urðum við að keyra allt í botn til þess eins að geta haldið upp í vindinn í verstu hviðunum. Auðvitað átt- um við að halda okkur í vari í Ögurvíkinni, en eftir að við höfðum lagt af stað heim varð ekki snúið við aftur. Ég hef aldrei lent í öðru eins veðri, þetta var heldur verra en þegar Svanur frá Hnífsdal fórst í ofboðslegu veðri úti á hafi fyrir nokkrum árum. Síðasta spölinn heim höfðum við samflot við þrjá aðra báta, Pólstjörnuna, Gissur hvíta og Engilráð." Strax og Konráð var kominn í land tók hann til starfa á stjórnstöð fyrir björgunarstarf og var þar ásamt öðrum hjálpar- mönnum alla nóttina. Við spurð- um Konráð hvernig stjórnun leitar- og hjálparstarfs hefði gengið fyrir sig og kom það fram hjá honum sem öðrum, er við ræddum við, að meiri samræm- ingu vantaði í starf milli hjálp- arsveitanna og fastari tök á heildarstjórnun, sérstaklega í upphafi. Ljósmynd Kristján Örn Eliasson. Rækjubáturinn Halldór Sigurðsson við bryggju á ísafirði í gær, en hann lagðist flatur undan vindi og sjó í fárviðrinu á Vestfjörðum. Brak úr 3 fundið LEIT að bátunum sem saknað er á Vestfjörðum var haldið áfram í gær við góð leitarskilyrði og hafa fundist hlutir úr bátunum þrem- ur, en sjómannanna sex er saknað. Um 30—40 skip, flugvélar og leitarflokkar björgunarsveita leit- uðu hvarvetna á Djúpinu, í Jök- uif jörðum og Arnarfirði og fjörur voru gengnar. Allar líkur benda til að brak úr Gullfaxa hafi fundist við Sandeyri, gúmmíbjörgunarbátur úr Eiríki Finnssyni fannst skammt frá Ytra-Skarði miðja vegu milli Sand- eyrar og Æðeyjar og einnig fannst olíubrák á sjó. Þá varð vart við áður ókunna lóðningu á hafsbotni norður af Vigur og skammt þar frá var olíubrák á sjónum. Á Arnar- firði hefur fundist brak á svæðinu frá Auðkúlu að Gljúfurá. Uppstill- ingarborð af dekki og fleira hefur verið sýnt mönnum sem segjast hafa smíðað þessa hluti fyrir Vísi BA. Þá hafa fundist 20—30 rækju- kassar á þessum slóðum. Leit verður haldið áfram í dag eins og aðstæður leyfa, en í gær tókst að ganga allar fjörur og kemba Djúpið og önnur leitarsvæði þar sem nokkur von var talin til leitar. Stór og smá skip tóku þátt í Ieitinni, allt frá trillum og upp í skutttogara, flugvél Arna og leitar- flokkar björgunarsveita tóku land á Snæfjallaströnd og í Jökulfjörð- um til þess að ganga fjörur. Hópur leitarmanna komst á land við illan leik þar sem bát þeirra hvolfdi. Björgunarsveitir SVFÍ í Arnar- firði, Hnífsdal, Bolungavík, Súða- vík og ísafirði ásamt hjálparsveit skáta á Isafirði tóku þátt í leitinni. Sjá frásagnir á miðopnu Spáð vonskuveðri um land allt VONSKUVEÐRI ER nú spáð um land allt. Lægð stefndi í gærkvöld að landinu og upp- lýsti Veðurstofan Morgunblaðið um að gert væri ráð fyrir stormi um landið allt. víðast norðanátt og kólnandi veðri. Var búist við að lægðin færi að hafa áhrif í nótt eða með morgninum. Veður í gær var skaplegt og var t.d. innanlandsflug Flugleiða að mestu eftir áætlun nema að ekki var flogið til Vestfjarða. Þá voru bátar að veiðum víða vestur og suður af landinu, en í gær- kvöld var veður tekið að versna nokkuð syðst. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Selfossi var t.d. Hellisheiði orðin illfær og fólki snúið frá heiðinni eftir að það hafði lent í vandræðum. Haukur Danid Bóðvarsson Jóhannwton Pétur Valgarð HJálmar Jóhannsson Elnarsson Ólafur S. Valdimar Þ. Össurarson Össurarson Þeirra er saknað FRÁ ísafirði er saknað fjögurra manna. Tveggja af mb. Gullfaxa: ólafs Össurarsonar, Fjarðar- stræti 57, f. 5. jan. 1932, kvæntur og á 2 börn, og Valdimars Össur- arsonar, Sundstræti 30, f. 23. febr. 1940, kvæntur og á fjóra syni, og tveggja af Eíríki Finns- syni, Hauks Böðvarssonar, Tún- götu 20, f. 18. október 1949, ókvæntur, og Daniels Jóhanns- sonar, Grundargötu 2, f. 12. ágúst 1955, kvæntur og á 2 börn. Frá Bíldudal er saknað tveggja skipverja á Vísi: Péturs Valgarðs Jóhannssonar skipstjóra, Dal- braut 18, f. 17. ágúst 1935, kvænt- ur og fimm barna faðir, og Hjálmars Einarssonar, Dalbraut 26, f. 3. nóvember 1943, kvæntur, á fjögur börn og eitt stjúpbarn. Brauð hækka í verði STAÐFEST hefur verið hækkun á brauðum og er hækkunin 7,5% á flestum brauðtegundum en 16% á seyddum rúgbrauðum. Franskbrauð, heilhveiti- brauð, maltbrauð, sigti- brauð og normalbrauð hækka um 7,5% að meðal- tali. Má sem dæmi nefna að 500 gramma franskbrauð hækka úr 212 í 228 krónur og 675 gramma maltbrauð úr 210 í 226 krónur. Seydd rúgbrauð, 750 gramma, hækka úr 214 í 250 krónur. Rúgbrauðin hafa hækkað minna en önnur brauð á undanförnum misserum og ennfremur hefur sykur hækkað mikið í verði að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.