Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Vestmannaeyjar: Miklir greiðsluerf ið- leikar f rystihúsanna — ÞAÐ ER mjög alvarlegt ástand í Vestmannaeyjum og brýnt að íinna úrræði til lausnar þeim vandamálum, sem við er að glíma, sagði Steingrímur Her- mannsson er Mbl. spurðist fregna af ferð hans til Eyja á miðvikudag. Sagði hann að vandinn mætti greina í tvennt. Annars vegar skammtímavandamál t.d. vegna loðnunnar, sem ekki kom í ár, en í fyrra framleiddu Eyjamenn loðnuafurðir fyrir um 4 milljarða króna. Hins vegar önnur vanda- mál, t.d. minnkandi fiskafla siðustu 10 árin og önnur sem rekja maetti til gossins. Sagði Steingrímur að fisk- vinnslan í Eyjum væri í miklum greiðsluerfiðleikum og væri Út- vegsbankinn þar kominn í þrot með aðstoð við þá, þar sem frystihúsin væru komin með það mikinn yfirdrátt. Sagði hann ferð- ina til Eyja hafa verið mjög gagnlega og hana hafa verið vel undirbúna af Vestmannaeyingum. Fidelio næsta óperuverkefni SÍDUSTU áætluðu tónleikar óperunnar La Traviata féllu niður í fyrrakvöld vegna veik- inda Ólafar Kolbrúnar Harð- ardóttur söngvara og ekki var unnt að bæta við tónleikum vegna þess að hljómsveitar- stjórinn þurfti að fara af landi brott. Sjö hundruð miðar höfðu selzt á síðustu tónleik- ana og voru þeir endurgreidd- ir. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Björnssonar söngv- ara og framkvæmdastjóra Sinfóníunnar er ákveðið að næsta óperuverkefni verði Fidelio og verður hún flutt að ári. Metaðsókn að „Landi og sonum" KVIKMYNDIN „Land og syn- ir" hefur nú verið sýnd í fimm vikur í Austurbæjarbíói og hafa um 40 þús. manns séð hana, sem er metaðsókn að sýningum í bíóinu. Enn er lítið lát á aðsókn, en sýningum fer þó fækkandi úr þessu. Metaðsókn hefur einnig verið á Norðurlandi þar sem myndin hefur verið sýnd. Sænska skáldið og sérfræðingurinn Tomas Tranströmer er' gestur Norræna hússins um þessar mundir. í fyrrakvöld kynnti hann skáldskap sinn i Norræna húsinu og var þá þessi mynd tekin. Ljósm. Mbl. RAX. Frystingarloðnan hefur að mestu f arið í bræðslu ÚTGERÐARMENN hafa farið fram á, að loðnuskipunum verði leyft að veiða það magn strax, sém leyft verður að veiða á vertíðinni. Sjávarútvegsráðherra hefur mál þetta nú til athugunar, en hátt í viku er liðið síðan gaf til veiða. Um 1500 tonn af loðnu, sem veidd var til frystingar, eru nú komin á land, en aðeins um 100 tonn hafa verið fryst, hitt hefur farið í bræðslu. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í gær, að það væri dýrt að geyma loðnuna. Fituinnihald hennar minnkaði um 10% á viku hverri og bræðsluverðmæti lækkaði því ört. Þá sagði hann bræðsluloðnuna núna vera verðmætari en þegar hún yrði nothæf til hrognatöku, þannig að hrognin vægju ekki upp rýrnunina vegna fitunnar. — í fyrsta lagi viljum við fá að taka þessi 750 tonn strax, sem ætluð eru hverjum báti til veiða í fryst- ingu, sagði Kristján. — Það vill enginn kaupa loðnu til frystingar og ef einhverjir eru, þá geta þeir fengið af þessum 750 tonnum. Það magn, sem þá verður eftir, e.t.v. 30—40 þúsund tonn, verði leyft að veiða strax pg þá t.d. með meðalkvóta á þau skip, sem ekki fara á net, sagði Kristján. Veiting prófessorsembættis við heimspekideild HI: Hætta á að embætti verði veitt ef tir f or- múlum klíkunnar - segir Vilmundur Gylfason fyrrv. menntamálaráðherra MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Vilmundar Gylfasonar fyrrverandi menntamálaráðherra og innti eftir áliti hans á þeirri ákvörðun Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra að veita dr. Sveinbirni Rafnssyni prófessorsembætti í sagnfræði við heimspeki- deild Háskóla íslands. Fer svar Vilmundar hér á eftir: Ég held að það hafi verið röng ákvörðun menntamálaráðherra að ganga frá þessari stöðuveit- ingu nú með þessum hætti. Það hefur verið kirfiiega upplýst í almennri umræðu nú síðustu vikurnar, að heimspekideild Há- skóla íslands — þ.e. meirihluti hennar hafi orðið á alvarleg mistök. Dómnefnd sú, sem skipuð var, vann vel. Hins vegar skilaði formaður hennar, Björn Þor- steinsson, séráliti, sem var með endemum. Allt þetta hefur verið tíundað í fjölmiðlum og óþarfi að hafa um það lengra mál. Aðalatriðið var það, að þar var kappkostað að telja einn um- sækjanda hæfan, fræðimanns- heiður tveggja annarra dreginn í efa og öllum tiltækum ráðum beitt í þessu skyni. Atkvæðagreiðsla í heimspeki- deild fór svo þannig, að ætla hefði mátt að þessi dómur hefði verið staðfestur. Þar með var þessi málatilbúnaður allur orð- inn mjðg vefengjanlegur. Ég veit ekki hvort fólk hefur almennt áttað sig á því að þetta mál er allt flóknara. Annað sagnfræðiembætti við Háskóla íslands er laust, en dómnefnd þar hefur ekki skilað áliti. Ég hef opinberlega áður bent á þá hættu, að í lítilli háskóladeild kunni að safnast 'saman hópur persónulegra og/eða pólitískra vina, sem veiti embætti eftir formúlum klíkunnar. Ég vil benda á eitt í þessu sambandi. Sveinbjörn Rafnsson sækir einn- ig um hitt embættið, sem er í gamalíslenzkri sögu. Um það embætti sækir einnig Gunnar Karlsson. Mér hefur veið sagt, að hann sé kandidat „meirihlut- ans" í það embætti, hvort sem það er satt eða logið. Sveinbjörn Rafnsson er sérfræðingur í gamalíslenzkri sögu. Gunnar er aftur sérfræðingur í síðari hluta 19. aldar. Það eru hins vegar augljósir hagsmunir Gunnars, að Sveinbjörn fái þetta embætti nú, þar með er skæður keppi- nautur ekki til staðar í síðara embættið. Gunnar Karlsson hefur tekið þátt í þessum leik og er einn þeirra, sem skrifaði nýlega undir þrýstibréf til menntamálaráð- herra, þar sem dómnefndarálit Björns var að vísu dregið í efa en engu að síður lagt að ráðherran- um að skipa Sveinbjörn. — Slík vinnubrögð þættu satt að segja ekki til fyrirmyndar, ef stjórn- málamenn ættu í hlut. Þetta mál er auðvitað flókið. Kjarninn er sá, að enginn dregur lengur í efa, að með fullum rökum hefur verið sýnt fram á, að annarleg sjónarmið hafa veg- ið þungt og fræðileg sjónarmið hafa að sama skapi verið léttvæg að því er varðar afgreiðslu meirihluta heimspekideildar Háskóla íslands. Þess vegna tel ég, að Ingvar Gíslason hafi tekið ranga ákvörðun, sem getur reynst mjög skaðleg. Sjálfstæði Háskóla íslands á auðvitað að vera sem mest. En mikið liggur við að Háskólinn sé hafinn yfir allan grun. Það er hann ekki í þessu máli. Þess vegna hefði átt að skipa nýja dómnefnd. Það hefði ekki átt að skipa í embættið fyrr en niðurstöður dómnefndar varðandi seinna embættið liggja fyrir, og skipa síðan í þau saman. Og umfram allt. Það er ófyrirgefanlegt að skipa í stöð- una í samræmi við aðfarirnar fyrir Sveinbjörn og gegn þeim Inga og Þór. Ég bað heimspekideild á sínum tíma að fara aftur yfir þetta mál. Tillögur um slíkt voru bornar upp á deildarfundi að því er mér hefur verið tjáð og í samræmi við bréf mitt en þær voru felldar. Þessi fundur átti sér stað á sömu mínútum og við Ingvar Gíslason vorum að skipt- ast á lyklum uppi í stjórnarráði. Málið var Jjar með úr mínum höndum. Eg veit að Ingvar Gíslason er friðarins maður. En of mikill friðarvilji verður stundum að hugleysi. Og það held ég að sé lóðið að þessu sinni. Rætt um lækkun afurðalána í dag TÓMAS Árnason viðskiptaráð- herra mun í dag eiga fund með bankastjórum Seðlabankans þar sem rætt verður um af urðalán, en lækkun þeirra hefur verið mjög til umræðu að undanförnu. Tómas sagði í gær, að hann hefði þegar rætt þessi mál við Seðlabankann, sem hefði tekið vel hugmyndum um að athuga þessi mál nánar. Aðspurður sagðist hann líta svo á, að Seðlabankinn réði afurðalánum, en eðlilegt væri að hafa samráð um þau við ríkisstjórn á hverjum tíma. Vetraríþróttahátíðin á Akureyri: Setningu f restað vegna veðurs FRESTA varð setningu vetrar- íþróttahátíðar ÍSÍ norður á Akureyri í gærkvöldi vegna veð- urs. Fer setningin þess í stað fram i kvöld klukkan 20.30 ef veður leyfir. Hins vegar var opnuð sögu- og vörusýning sem haldin er samf ara vetrarhátíðinni, enda sýning sú haldin innanhúss og óháð veðri. Sýning þessi sem haldin er í Alþýðuhúsinu er haldin á nýjustu vetraríþróttavörum annars vegar og fornum gripum til sömu iðkana hins vegar. Þykir það forvitnilegt. Þrátt fyrir frestun á hátíðar- setningunni, verður keppt í dag samkvæmt dagskrá. I svigi ungl- inga, skíðagöngu, öllum flokkum, og skautahlaupi. Einnig í ísknatt- leik. Gagntilboð til BSRB: Málið rætt af tur á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag „ÞAÐ er misskilningur, að það sé endilega von á gagntilboði öðru hvorum megin við helgina. Þetta er meira mál en það," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort ríkisstjórnin hefði á fundi í gær- morgun gengið frá gagntilboði til BSRB. „Við ræddum málið á ríkis- stjórnarfundinum í morgun og ég gerði grein fyrir þeim viðræðum, sem fram hafa farið. Málin verða íhuguð yfir helgina og rædd aftur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn." Gengissig eða aðrar leiðir EKKI hefur verið ákveðið í ríkis- stjórninni á hvern hátt verður brugðist við vanda frystihúsanna. Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra sagði í gær, að þetta mál hefði verið rætt á fundum ríkisstjórnarinnar síðan forystu- menn frystihúsanna lögðu fram sín vandamál. Þá sagði hann að Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar hefði látið stjórninni í té álit sitt, en málið væri ekki afgreitt. — Það er enginn vafi á því að gengið verður annaðhvort að síga eða þá að finna aðrar leiðir til að létta greiðslubyrði frystihúsanna, en staða þeirra er mjög erfið, sagði Steingrímur Hermannsson. t » m---------- Akraborgin ekki i ferðum 10-14 daga AKRABORGIN verður tekin í slipp á sunnudaginn í árlega klössun og vélarupptöku. Er búist við því að skipið verði 10—14 daga í slipp og verða engar ferðir sjóleiðis milli Reykjavíkur og Akraness á meðan. Hins vegar mun Sæmundur í Borg- arnesi halda uppi rútuferðum á meðan Akraborgin verður stopp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.