Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Kristján Ragnarsson um nýtingu vinnutíma við viðgerðir: „Höfum lengi vitað að þessu mál væru í ólestri hérlendis“ LANDSSAMBAND ísl. útvegs- manna fór þess á leit við Vinnu- veitendasambandið siðari hluta siðasta árs að könnuð yrði nýting vinnutíma við skipaviðgerðir. Niðurstöður könnunarinnar urðu þær, að hreinn verktími er ailt frá 21% og upp í 53,9%, en meðaltal þcirra 13 verkefna, sem fylgst var með, var 44,3% í hreinan verktima að meðaltali. Morgunblaðið ræddi Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ. i gær við Kristján Ragnarsson og spurði hann hvers vegna þessi athugun hefði verið gerð. — Þetta er í rauninni aðeins upphafið að miklu víðtækara verki og nú liggur fyrir að kanna hvernig koma á þessum málum í betra horf, sagði Kristján. — Þetta er gríðar- lega mikið vandamál og við höfum lengi vitað að þessi mál væru í miklum ólestri hér á landi. I því sambandi höfum við góðan saman- burð frá viðgerðum erlendis, þar sem nýting á tíma virðist vera miklum mun betri heldur en hér og sá tími, sem fer í ákveðnar viðgerð- ir, tekur mun styttri tíma, auk þess sem hægt er að treysta tímanum, sem upp er gefinn til ákveðinna verka. — Þess vegna teljum við, að hægt sé að auka framleiðnina og okkar vilji stendur til þess að hægt sé að vinna sem mest af okkar viðgerðarverkefnum hér á landi, en höfum neyðzt til að fara að nokkru leyti með þau til útlanda. I því efni hafa stjórnvöld jafnvel haft uppi þvinganir í þá átt, að við fengjum ekki að fara til útlanda til þess að framkvæma viðgerðir og breyting- ar. — Okkur fannst því nauðsynlegt að á þessu væri gerð athugun og þessi athugun er gerð með vitund þeirra, sem verkin vinna. Þrátt fyrir það kemur þetta svona illa út og við álítum að þetta sé enn verra en þarna kemur fram. Einn þáttur málsins stendur okkur nærri og við höfum vafalaust verið réttilega gagnrýndir hvað varðar skipulagn- ingu útgerðarmanna á verkefnum, sem unnin eru hér heima. Betur er hins vegar vandað til þeirra verkefna, sem fara utan, vegna nákvæmari verklýsinga er- lendis en hér hafa almennt tíðkazt. — Þarna eiga sem sé hvorir tveggja sök, útgerðarmenn og smiðjurnar, sem hafa haft afskap- lega litla stjórn á sínu liði, og hér er alls ekki um að ræða, að bara sé verið að gagnrýna mennina, sem vinna verkið, heldur fyrst og fremst skipulag og óstjórn frá þeirra hendi. Þetta mál varðar einnig það, að aðstaða til skipaviðgerða eins og t.d. í Reykjavík á sér engan líka. — Skipin eru hrakin á milli viðleguplássa og engin aðstaða er við höfnina til þess að smiðjurnar geti geymt verkfæri og slíkt. Þess vegna er það þáttur þessa máls, eins og fram kemur í skýrslunni, að flutningatíminn á mönnunum er óheyrilega mikill. Menn eru ekki látnir mæta á viðkomandi verkstað heldur í smiðjuna sem oft er fjarri höfninni, og fara síðan í kaffi- og matartíma í smiðjurnar sjálfar, þannig að mjög mikill tími glatast í flutninga. Þetta er mál, sem brýnt er að leysa, og leysist ekki nema í samvinnu hafnaryfirvalda og við- komandi smiðja, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Formaður Ilins íslenzka fornleifafélags. forseti Islands herra Kristján Eldjárn. blaðar i endurútgáfu Þjóðsögu á árbókum félagsins 1880 til 1885. Þjóðsaga mun endurútgefa árhækurnaf til 1955 og eru það áætluð 14 bindi. eins og forsetinn og Ilafsteinn Guðmundsson forstjóri Þjóðsögu hafa á milli sín á myndinni. Ljúsm. Mhl. rtl.K.M. hann reyndar þegar hafa þurft að rífa úr bandi einstaklings vegna ljósprentunar í tvö fyrstu bindin og liklega yrði hann að gera svo aftur vegna árgangsins 18%, sem virtist með öllu ófáan- legur með öðrum hætti. Forseti íslands, herra Krist- ján Eldjárn, hefur setið í stjórn félagsins frá 1945 og varð for- maður þess á síðasta aðalfundi. Hann hefur verið ritstjóri Ár- bókarinnar frá 1947. Hann sagði árbók þá, sem nú væri í útgáfu, Árbók 1979, yrði að meginefni tengd sögu félagsins, en það varð 100 ára á síðasta ári. Hann gat þess, að fyrsta árstillagið hefði verið tvær krónur, sem síðan var hækkað í þrjár og kveður svo enn á um í lögum félagsins. „Við höfum hins vegar horft fram hjá þessu og hagað verðlagningu Árbókarinnar þannig að við gætum synt stóráfallalaust í gegn.“ Sagðist hann áætla að Árbókin 1979 myndi kosta um Þjóðsaga gefur út eldri árganga Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga heí- ur hafið útgáfu á eldri árgöng- um Árbókar Hins islenzka forn- leifafélags ljósprentuðum. og er fyrsta bindið nú komið út, en það geymir fimm fyrstu ár- gangana; 1880 til 1885. Ætlunin er að gefa út árbókina til 1955 og eru til þess áætluð 14 bindi, en annað bindið kemur væntan- lega út innan mánaðar og á það að geyma árgangana til 1896. Einnig gefur Þjóðsaga út laus eintök árganga fyrir þá, sem það kjósa. Árbókin er ljósprent- uð með öllum gögnum frá upp- hafi og er því um nákvæma eftirmynd frumútgáfunnar að ræða. „Það hefur lengi hrjáð félagið að gömlu árgangarnir hafa verið uppseldir, þar sem margir hafa viljað eignast einstaka árganga og nýir félagar ritið frá byrjun,“ sagði formaður Hins íslenzka fornleifafélags, forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, á blaðamannafundi í gær, þar sem hann og Hafsteinn Guðmunds- son, forstjóri Þjóðsögu, kynntu útgáfuna. „Ég hef þá trú, að þetta framtak Hafsteins stuðli að því að félagið verði enn fjölmennara og það létti okkur þannig róðurinn. ' Þessi útgáfa er mjög þakkar- verð. I raun og veru er þetta mikið hugsjónastarf og greiði við félagið, að Hafsteinn skuli leggja í það að gera þetta á sinn kostnað, því það hefur einmitt verið kostnaðarins vegna, sem félagið sjálft hefur ekki ráðist í þessa endurútgáfu." Hafsteinn Guðmundsson sagði það mjög erfitt starf að ná saman elztu árgöngunum til ljósprentunar. Að vísu væri Ár- bókin til innbundin, en hins vegar væri ógjörningur að fara að rífa hana úr gömlu bandi, nema þá menn væru þess algjör- lega fullvissir, að önnur úrræði væru ekki fyrir hendi. Kvaðst 6000 krónur. Upplag Árbókar- innar er nú 1500 eintök, en félagar eru tæp sjö hundruð, auk þess sem árbókin er send skipti- félögum innanlands og utan; háskólum, söfnum og ýmsum stofnunum. Þau rit, sem félagið fær í skiptum, ganga til Þjóð- minjasafnsins. Upplag útgáfu Þjóðsögu er 1500 eintök og kostar fyrsta bindið 11.600 krónur frá forlag- inu, eða 14.150 krónur með söluskatti, en óinnbundnir kosta þeir fimm árgangar, sem í fyrsta bindinu eru, 6.295 krónur án söluskatts, eða 7.680 krónur í búð. Aðspurður um áhuga yngra fólks á Hinu íslenzka fornleifa- félagi, sagði formaður þess, for- seti Islands, herra Kristján Eld- járn. „Það er margt ungt fólk í félaginu og félögum fjölgar allt- af, hægt og bítandi, en vel í hlutfalli við það, sem fólkinu fjölgar í landinu." Nær 300 ha land við Kópavog til sölu Fífuhvammsland- ið er metið á nær 900 millj. kr. NÆR 300 hektara óbyggt landsvæði sunnan Kópavogs- lækjar og suður að landa- merkjum Vifilsstaða hefur nú verið auglýst til sölu, en fasteignamatsverð er tæpar 900 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Ólafssonar hrl. eru það fjögur systkini sem eiga Fífu- hvammslandið, en um árabil hafa staðið yfir umræður og samningaviðræður við Kópa- vogskaupstað um kaup á land- inu, en ekki hefur gengið sam- an. Ragnar kvað ætlunina að selja þetta land í heilu lagi, 280—290 hektara, en þó sagði hann að deila stæði um 50 hektara þar sem landið tengdist Vífilsstaðalandi. Skömmu eftir 1970 keypti Reykjavíkurborg 33 hektara úr Fífuhvammslandi á um 60 milljónir króna. Fífu- hvammslandið mun vera eitt heillegasta svæðið til bygginga sem enn er óráðstafað á nær- Kort: Punktalinan sýnir Fifuhvammslandið sem nú er auglýst til sölu, en fasteignamatið nálgast einn milljarð króna og um er að ræða hggjandi þettbyhssvæði. tæplega 300 hektara. ’4» *’*'••'* '4'*'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.