Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 í ,til . Islands ferma skipin sem hér segir: AMERÍKA PORTSMOUTH Brúarfoss 29. febr. Bakkafoss 6. marz Bakkafoss 27. marz Selfoss 2. apríl Brúarfoss 9. apríl BRETLAND MEGINLANDIÐ ANTWERPEN Skógafoss 29. febr. Bifröst 6. marz Reykjafoss 11. marz Skógafoss 20. marz Bifröst 27. marz ROTTERDAM Bifröst 5. marz Reykjafoss 10. marz Skógafoss 19. marz Bifröst 26. marz FELIXSTOWE Dettifoss 3. marz Mánafoss 10. marz Dettifoss 17. marz Mánafoss 24. marz HAMBORG Dettifoss 6. marz Mánafoss 13. marz Dettifoss 20. marz Mánafoss 27. marz WESTON POINT Kljáfoss 12. marz Kljáfoss 26. marz NORÐURLOND EYSTRASALT KRISTIANSAND Úðafoss 11. febr. Tungufoss 25. marz MOSS Álafoss 29. febr. Tungufoss 7. marz Úöafoss 14. marz Álafoss 21. marz Tungufoss 27. marz BERGEN Tungufoss 4. marz Álafoss 17. marz HELSINGBORG Lagarfoss 4. marz Háifoss 10. marz Lagarfoss 17. marz Háifoss 24. marz GAUTABORG Tungufoss 6. marz Úöafoss 13. marz Álafoss 19. marz Tungufoss 26. marz KAUPMANNAHÖFN Lagarfoss 5. marz Háifoss 10. marz Lagarfoss 19. marz Háifoss 26. marz TURKU Múlafoss 29. febr. írafoss 17. marz Múlafoss 25. marz GDYNIA Múlafoss 3. marz írafoss 19. marz Múlafoss 27. marz sími 27100 ámánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á miðvikudögum til •gii VESTMANNAEYJA EIMSKIP í kastljósi í kvöld verður meðal annars fjallað um afleysinga- þjónustu í sveitum sem nú skal greidd af ríkinu, en oft hefur því verið haldið fram að bændur séu eina stéttin í landinu sem ekki á þess kost að taka orlof sem aðrir landsmenn, og jafnvel geti bændur ekki leyft sér þann „munað“ að verða veikir eins og þó kemur fyrir alla einhvern tíma,- Kastljós í kvöld klukkan 21.30: Vöruflutnmgar innanlands og afleysingaþjónusta í sveitum Kastljós er á dagskrá sjónvarps í kvöld klukkan 21.20 og er umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni Helgi E. Helgason. Honum til aðstoðar er Sæmund- ur Guðvinsson blaðamaður á Vísi. I þættinum í kvöld verður fjallað um vöruflutninga hér innanlands, og um samkeppni þeirra aðila sem vöruflutninga annast, svo sem Skipaútgerðar ríkisins og vöruflutningabíla sem flytja vörur um þjóðvega- kerfi landsins. I þessu sambandi verður rætt við þá Guðmund Einarsson for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins, Stefán Pálsson framkvæmda- stjóra Landsfélags vörubifreiða- eigaenda og Helga Bergs bæjar- stjóra á Akureyri. Munu þessir menn skiptast á skoðunum um þessi mál, sem eru brýnt hags- munamál landsbyggðarfólks, sem og raunar allra lands- manna. í öðru lagi verður svo í þættin- um fjaliað um afleysingaþjón- ustu fyrir bændur, sem kostuð skal af ríkissjóði. í umræðum um það mál taka þátt þeir Eiður Guðnason alþingismaður og Egill Bjarnason ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar. Bandarísk sjónvarpskvikmynd í kvöld: Hver mun bjarga börnum okkar? Á dagskrá sjónvarps i kvöld er athyglisverð bandarisk sjón- varpskvikmynd, sem fjallar um sigilt vandamál sem alltaf ann- að slagið kemur upp; hver á að hafa umráðarétt yfir börnum. Um þetta málefni var meðal annars rætt nokkuð í Katljósi fyrir viku síðan, en þá var raunar einungis tekið fyrir hve lítinn rétt feður hafa til um- gengni við óskilgetin börn sín. Myndin í kvöld fjallar hins vegar um tvö börn, sem komið er fyrir hjá barnlausum hjónum vegna þess að réttir foreldrar þeirra eru taldir ófærir um að ala upp börn. Fósturforeldrarnir taka brátt miklu ástfóstri við börnin og vilja gera ráðstafanir til að ættleiða þau. Þá koma foreldrar barnanna til sögunnar á ný, og taka börnin til sín á ný. Um þau átök sem þarna verða, tilfinningalegs eðlis, verður fjallað í myndinni, en í málum sem þessum er vafasamt að nokkur einn hafi alfarið rétt fyrir sér, heldur verður að taka tillit til allra aðstæðna og til- finningalífs fjölda fólks. Þýðandi myndarinnar er Ósk- ar Ingimarsson, en með helstu hlutverk fara þau Shirley Jones og Len Cariou. Hér er á ferðinni mynd sem óhætt ætti að vera að mæla með, en hún er á dagskrá sjónvarps klukkan 22.20 í kvöld. Börnin Marjory og Tommy lukkuleg með lífið i leik við fósturforeldra sína, barnlaus hjón sem tóku við þeim vegna þess að foreldrar þeirra voru taldir óhæfir uppalendur. Útvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 29. febrúar MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna; Ilallveig Thorlacius heldur áfram að lesa „Sögur af Hrokkinskeggja*' í endur- sögn K.A. Mullers og þýð- ingu Sigurðar Thorlaciusar (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- , fregnir. 10.25 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson rithöf- undur frá Hermundarfelli sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikar Edith Mathis og Peter Schreier syngja Þýzk þjóð- lög í útsetningu Jóhannesar Brahms; Karl Engel Jeikur á píanó / Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Egilsson, Jón Sig- urðsson. Stefán Þ. Stephen- sen, Sigurður Markússon og Hans Franzson leika Sextett 1949 eftir Pál P. Páisson / Concertgebouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur Tvö- hljómsveitarverk „Morgun- söng trúðsins" og „Spánska rapsódíu" eftir Maurice Rav- el; Bernard Haitink stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- ' fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Léttklassísk tónlist og lög úr ýmsum áttum. 14.30 Miðdegissagan: „Myndir daganna“, minningar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (3). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.30 Lesin dagskrá næstu viku 15.50 Tilkynningar 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn: Heiðdís Norðfjörð stjórnar barnatíma á Akureyri. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Dóra verður 18 ára“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjónsdóttir ies (4). 17.00 Síðdegistónleikar Þuríður Pálsdóttir syngur iög eftir Björn Franzson; Jórunn Viðar leikur á píanó / Dennis Brain, Max Salpet- er og Cyril Preedy leika Tríó í Esndúr op. 40 eftir Johann- es Brahms / Wladyslaw Ke- dra og Fíiharmoníusveitin í Varsjá leika Píanókonsert nr. 2 í A-dúr eftir Franz Liszt; Jan Krenz stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDID___________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viðsjá. 19.45 Til- kynningar. 20.00 Frá tónleikum Lúðra- sveitarinnar Svans í Há- skólabíói í fyrravor Stjórnandi: Sæbjörn Jóns- son. Kynnir: Guðrún Ás- mundsdóttir. 20.35 Kvöidvaka a. Einsöngur: Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík í Hegranesi syngur lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Þór- arinn Guðmundsson, Jón Björnsson, Pétur Sigurðsson og Jón Þórarinsson. Kári Gestsson, Dalvík, leikur á píanó. b. Hlaupársdagur. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur flytur er- indi um uppruna þessa af- brigðis i timatalinu. c. Flutningur milli lands og Eyja. Magnús Finnbogason á Lágafelli í Austur-Landeyj- um talar við Magnús Jónas- son frá Hólmhjáleigu um gripaflutninga til Vest- mannaeyja og þaðan. d. Kvæði eftir Guðmund Frímann skáld. Baldur Pálmason les. e. Stofnað til hjúskapar um miðja síðustu öld. Séra Jón Kr. ísfeld flytur fyrri hluta frásögu sinnar. f. Kórsöngur: Karlakór K.F.U.M. syngur. Söngstjóri: Jón Halldórsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (23). 22.40 Kvöldsagan: „Úr fylgsn- um fyrri aldar“ eftir Friðrik Eggerz Gils Guðmundsson les (13). 23.00 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FðSTUDAGUR 29. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Reykjavíkurskákmótið Friðrik Ólafsson fiytur skákskýringar. 20.55 Prúðu leikararnir Gestur leikbrúðanna að þessu sinni er leikkonan Dyan Cannon. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason fréttamaður. 22.20 Hver mun bjarga börn- um okkar? Bandarisk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Shir- ley Jones og Len Cariou. Foreldrar Marjory og Tommy eru gersamlega ófærir uppalendur og því er börnunum komið fyrir hjá barnlausum hjónum, Söru og Matt. Þeim þykir brátt afar vænt um börnin og gera ráðstafanir til að ættleiða þau, en þá koma foreldrarnir til sögunnar og táka börnin frá þeim. Þýðandi óskar Ingimars- son. 23.55 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.