Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 „Hef aldrei séð eftir því að leggja leiklist" — .scKlr Klcmenz JTöriHHor* lelkarl ojr leifc- !iMt««-.-it jói-i. Hem 1 <liiK hcldur upp & «extuK»- t»fm«-H Mitt t'» flmmtánda «fma-lÍHda>finn! Ljó»m: Kristján Einarsson. Klemenz Jónsson leikari <>k ieiklistarstjori i skrifstofu sinni i Ríkisútvarpinu i gær. Klemenz i hlutverki sinu sem „Kotstrandarkvik- indio" i Lénharði Fógeta ário 1953 i Þjóðleikhús- inu. Klemenz Jónsson leikari og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins er sextugur í dag, og féllst hann á að ræða við blaðamann Morgunblaðsins af því tilefni. — Raunar er þetta aðeins fimmtándi afmælisdagur hans, þar sem hann ber upp á hlaup- arsdag, en árin eru víst samt sem áður orðin sextíu! „Já, ég hef aðeins átt fimmtán afmælisdaga þar sem þá ber upp á þennan dag, 29. febrúar," sagði Klemenz er við spurðum út í fjölda afmælisdaga hans. „Ég minnist þess hins vegar ekki að þetta hafi skipt neinu máli þegar ég var yngri, þar sem "móðir mín hafði það fyrir reglu að halda upp á afmælið mitt þann 28. Átti ég því alltaf minn afmælisdag eins og bræður mín- ir og var ekki á neinn hátt mismunað að því leyti, en fyrir kom þó að mér var strítt á þessu í skóla." En ekki var þó ætlunin að ræða afmælisdaga sérstaklega við Klemenz, þó blaðamaðurinn gæti ekki stillt sig um að minnast á það, heldur var aðal- erindið að forvitnast um leikfer- il hans, og skoðanir á leikhús- málum. Klemenz sem ólafur og Regina Þórðardóttir i Galdra-Lofti árið 1948. Fyrsta hlutverkið hjá L.R. 1942 „Áhugi minn á leiklist vakn- aði þegar ég var við nam í Kennaraskólanum," segir Klem- enz, „en þá kenndi Haraldur Björnsson okkur framsögn. Það varð til þess að ég hóf leiklist- arnám hjá honum og var við það í þrjú ár. Enn frekari áhuga á leiklist fékk ég svo eftir að ég fékk mitt fyrsta hlutverk árið 1942. Það var hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Dansinum í Hruna. Síðar komu svo fleiri hlutverk, til dæmis í Orðinu eftir Kaj Munk." — En hvað með frekara leik- listarnám? „Ég fór ásamt fleira ungu fólki til náms í Royal Academy of Dramatic Art í London, og var þar í tæp þrjú ár. Að því loknu var ég í nokkra mánuði að kynna mér leiklistarflutning hjá BBC. Þaðan fór ég síðan og starfaði um hríð við lítið leikhús í Farnham í Surrey, en kom síðan heim er ég fékk ekki atvinnuleyfi til að starfa lengur þar ytra." Ólafur í Galdra-Lofti Eftir að Klemenz kom heim frá námi sínu og störfum ytra, fékk hann fljótlega hlutverk hjá Leikfélaginu á ný. Það var hlutverk Ólafs í Galdra-Lofti, sem frumsýnt var um áramótin 1948 og 1949. Síðar rak hvert hlutverkið annað, í Hamlet sama vetur, og fleiri leikritum. Þá tók Klemenz einnig þátt í opnun Þjóðleikhússins í apríl 1950 er hann lék í íslandsklukk- unni og Fjalla-Eyvindi og var kennari við leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og síðar yfirkennari í um það bil 20 ár. Eins hefur Klemenz verið leikstjóri í fjölda verka, og alls munu þau vera orðin nær 40 leikritin sem hann hefur leik- stýrt. Miklar framfarir síðari ár — Hafa orðið miklar breyt- ingar á leiklist hér á landi hin síðari ár, hafa gæðin aukist? „Já ég tel að ekki leiki nokkur vafi á því að við eigum nú mun fleiri og betri leikara en áður var," segir Klemenz, „þótt rétt sé að hafa í huga að okkar gömlu leikarar voru ótrúlega góðir, þótt ekki væru þeir allir skólagengnir. En öll aðstaða leikara er nú miklu betri en áður var og möguleikarnir fleiri, þó vissulega megi þar margt gera betur. Það er til dæmis slæmt þegar mikið af efnilegum ungum leikurum fær ekki vinnu, en hugsanlega hefur verið offramleiðsla á leikurum hin síðari ár. Atvinnuleikhúsum hefur þó farið fjölgandi og eru nú fjögur talsins hér á landi sem verður líklega að teljast nokkuð gott." — En hvert á hlutverk leik- húss að vera að þínum dómi, á að leggja aðaláherslu á boðskap, Sextugur: Klemenz Jónsson leiklistarstjóri Heillaóskir frá félögum Félags íslenskra leikara Klemenz Jónsson, leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins, er sextugur ídag. Klemenz fæddist að Klettstíu í Norðurárdal, en foreldrar hans eru þau hjónin Jón Jóhannesson, bóndi, og Sæunn Klemenzdóttir, sem lifir mann sinn og er nú 90 ára gömul. Klemenz lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1942. Lagði hann síðan stund á leiklist, fyrst í skóla Haraldar heitins Björnssonar í þrjú ár, en síðan í Royal Academy of Dramatic Art í London frá 1945 og lauk þaðan prófi 1948. Bæði fyrir og eftir nám sitt í London starfaði hann hjá Leikfé- lagLReykjayíkur, en.var.r&ðinn að Þjóðleikhúsinu 1. nóvember 1949 og starfaði óslitið þar til ársins 1975. Hann var kennari við Leik- listarskóla Þjóðleikhússins óslitið frá stofnun hans, þangað til hann var lagður niður, eða frá 1950 til 1973. Yfirkennari skólans var hann frá 1961 til 1973. Þá var Klemenz bókavörður og blaða- fulltrúi leikhússins, auk þess sem hann tilheyrði hinum fasta leik- arahópi. Þá leikstýrði Klemenz 16 leik- ritum hjá Þjóðleikhúsinu, og var hann sérstaklega vinsæil sem leik- stjóri barnaleikrita, enda tvívegis heiðraður sem slíkur, fyrst úr menningarsjóði Þjóðleikhússins 1972, og 1975 úr „Kardemommu- sjóði Thorbjörns Egners". Klem- enz hefur einnig gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir .Þiáðleikhúsiö „ .s-s. .íaxarstjóni. í. leikferðum hérlendis og erlendis, og fleira mætti upp telja. Einnig hefur Klemenz látið til sín taka sem leikstjóri utan Þjóð- leikhússins, því hann hefur leik- stýrt um 30 leikritum fyrir leikfé- lög áhugamanna, 6 leikritum í sjónvarpi og rösklega 100 leikrit- um í hljóðvarpi. Klemenz var dagskrárstjóri fyrir Reykjavíkurborg á 17. júní- hátiðahöldum í 22 ár, einnig annaðist hann og skipulagði skemmtidagskrá fyrir Reykja- yíkurborg á 1100 ára * afmæli íslandsbyggðar og sat í þeirri nefnd rösklega tvö ár. Þá hefur hann og séð um skemmtidagskrár fyrir Landssamband hestamanna á landsmóti svo og fyrir Fák við önnur tækifæri. Menntamálaráðherra skipaði Klemenz formann skólanefndar nýstofnaðs Leiklistarskóla íslands árið 1975, og gegndi hann því starfi frá upphafi. Klemenz tók við starfi leiklist- arstjóra Útvarpsins þ. 1. mars 1975 og hefur gegnt því starfi síðan með miklum ágætum. Þá eru ótalin störf hans að félagsmálum, en þau eru ekki svo 1 ít.i 1 ao vöxtum. Hann g«kk í Félag - íslenskra leikara árið 1950. Árið 1955 var hann kjörinn ritari fé- lagsins og gegndi því starfi í 12 ár eða til ársins 1967, þegar hann var kjörinn formaður félagsins. Hann var formaður F.Í.L. til 1. mars 1975, er hann tók við starfi leiklistarstjóra útvarps, en gegndi samt áfram framkvæmdastjóra- störfum fyrir félagið fram á síðasta ár. Þá hefur Klemenz sótt ótal ráðstefnur og fundi fyrir félag sitt bæði hérlendis og erlendis, og um sinn var hann formaður Norræna leikararáðsins. . S.l. tvö ár hefur hann verið formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins. Hann var sæmdur Riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar 1975. Það fer ekki á milli mála, að maður sem hefur afrekað á sinni æfi öllu því, sem Klemenz hefur gert hlýtur að vera óvenjulegum kostum búinn. Það sem fyrst og fremst einkennir hann er óbilandi dugnaður, kjarkur og ósérhlífni og sá hæfileiki að takast á við hvert verkefni um leið og það kemur upp á, en slá engu á frest. Klemenz hefuF setið í stjérn F.Í.L.- á mesta- uppgangstíma leiklistar á íslandi, og óteljandi eru þau verkefni og vandamál, sem hann hefur leyst úr fyrir félaga sína. Þær eru ómældar þakkirnar, sem félagar F.Í.L. kunna honum fyrir störf hans. Nú er Klemenz sextugur í dag, en hann lætur ekki deigan síga, auk síns viðamikla starfs sem leiklistarstjóri situr hann í 60 manna samninganefnd BSRB, sem formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins, en auk þess mun- ar hann ekkert um að ritstýra Félagsmálum F.Í.L., en það hefur hann gert frá upphafi. Við sem þekkjum hann vitum að í honum er að finna tryggan félagsmann F.Í.L. og dugnaðar- fork, sem enn um langa hríð á eftir að láta mikið eftir sig liggja fyrir leiklistina í landinu. Við færum Klemenzi, svo og eiginkonu hans Guðrúnu Guð- mundsdóttur, sm ætíð hefur stað- ið honum við hlið, og börnum þeirra, Ólafi, Sæunni og Guð- mundi, innilegustu hamingjuóskir með daginn. F.h. félaga í F.Í.L. .--------------Gísli Alfreðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.