Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 9 Klemenz i búningsherbergi fyrir skólasýningu er hann var við nám i London 1945 til 1948. fræðslu eða skemmtun, eða alla þessa þætti saman? „Það er mín skoðun að blanda eigi þessu öllu saman," segir Klemenz, „pólitík er vissulega í öllum hlutum, en aldrei má þó gleyma því hlutverki leikhússins að skemmta fólki. Þá á leikhús að sýna 'merkustu verk heims- bókmenntanna og hér á landi verk eftir íslendinga sem telja má sígild, svo sem eftir Jóhann Sigurjónsson, Matthías Joch- umson og fleiri. Enn má nefna að ég tel að koma eigi marg- víslegri þekkingu og fræðslu til skila í gegnum leikhús ef svo ber undir. Mér dettur í hug leikritið Biko, sem nýlega var flutt í Ríkisútvarpinu, sem dæmi þar um. Þar var verið að fjalla um málefni blökkumanna í Suður- Afríku, með dauða blökku- mannaleiðtogans Steve Biko sem þungamiðju. í þessu tilviki var hið listræna gildi ef til vill ekki ýkja mikið, en mikilvægi boðskaparins því meira. Þannig á að blanda saman, listrænu, fræðandi og hreinu afþreyingarefni, þannig að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi. Þetta á kannski ekki hvað síst við um útvarpið, sem nær til landsmanna allra." Þá sagði Klemenz, að rétt væri að taka fram, um leið og rætt væri um framfarir ís- lenskra leikara, að leikritahöf- undar hafa einnig fylgst vel með tímanum og mikil framför hefði orðið hjá þeim ekki síður. Mætti vel við una á þeim vettvangi ekki síður, meðal annars með tilliti til þess að í sumar eru aðeins liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Jóhanns Sigurjónsson- ar eins merkasta leikritahöf- undar sem þessi þjóð hefur alið. Skemmtileg viðfangsefni hjá útvarpinu Talið barst að Ríkisútvarpinu, og störfum hans þar sem leiklistarstjóra. Klemenz kveðst hafa haft mikla ánægju af því að starfa að leiklistarmálum hjá útvarpinu, þó aðstæður þar séu að mörgu leyti erfiðar. Þrengsli segir hann mikil, og hái þau starfsem- inni óneitanlega, auk þess sem tækjabúnaður sé gamall og úr sér genginn. „Hér er til dæmis ekki hægt að senda út í stereo," segir Klemenz, „og setur það okkur nokkur takmörk, en vonir standa nú til þess að það breytist á næstunni. Útvarpið verður fimmtíu ára á árinu, og þá er stefnt að því að taka upp stereoútsendingar, bæði á leik- list og tónlist. Þá er rétt að minnast þess að búið er að taka fyrstu skóflu- stunguna að nýju Útvarpshúsi, þar sem leiklistin mun fá mun betri aðstöðu en nú er, þannig að þetta horfir allt til bóta þó hægt fari. En ég hef haft mikla og ómælda ánægju af störfum mínum hér, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á útvarps- leiklist, allt frá því á námsárum mínum í Englandi. Þá hef ég einnig „haldið mér við" í leik- listinni ef svo má segja, og verið með í sýningum, bæði á sviði og í útvarpi. — Veturinn í vetur er annars fyrsti veturinn sem ég kem ekki fram á leiksviði síðan ég kom til starfa hjá útvarpinu, en það stendur vonandi til bóta." Félagsmál leikara Auk þess sem Klemenz hefur verið starfandi að leiklistarmál- um hefur hann alla tíð verið mjög virkur í félagsstarfi leik- ara, og var til dæmis í stjórn Félags íslenskra leikara í yfir tuttugu ár. Þar af var hann formaður í átta ár. Kveðst hann alla tíð hafa haft mjög mikinn áhuga á félagsstarfi og kjara- baráttu leikara, en félagið er nú orðið mjög fjölmennt og stórt, og tekur virkan þátt í alþjóða- samstarfi leikara. „Það hefur hins vegar snúist svo við nú, eftir að ég tók við starfi leiklistarstjóra Ríkisút- varpsins, að nú er ég hinum megin við borðið í samnings- gerðum. Það hefur þó ekki komið sér illa hingað til að minnsta kosti, og vonandi hafa leikarar ekki við verri menn eða ósanngjarnari að semja nú en áður." Aldrei séð eftir því að fara í leiklist Klemenz neitar því að hann eigi sér eitthvert óskahlutverk, og hanri kveðst ekki muna eftir neinu hlutverki sem sé honum sérstaklega minnisstætt. Mörg leikrit standi hins vegar upp úr, og einnig sé margra samstarfs- manna að minnast, bæði þeirra er hafi farið með stærstu hlut- verkin og þeirra sem farið hafa með smærri hlutverk. „Öll eru þau jafnnauðsynleg, og enginn hlekkur í keðjunni má bresta, hvorki leikarinn í stærsta hlut- verkinu né sá er fer með minnsta hlutverkið." — Hefur þú einhvern tíma séð eftir því að hafa farið út á þessa braut? „Nei, ég hef aldrei séð eftir því að hafa gert leiklist að ævistarfi mínu, nema síður sé. Þær stundir hafa að vísu komið, að maður er ekki ánægður með sjálfan sig eða það sem unnið er að í það og það skiptið, en ánægjustundirnar eru miklu fleiri og minnisstæðari. Ég se því ekki eftir neinu í þessu sambandi," sagði Klemenz að lokum. — AH Kvisthagi Höfum i einkasölu glæsilega 130 fm 5 herb. íbúö á 1. hæð í þríbýlishúsi við Kvisthaga. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, 3 svefnherbergi, snyrting, baö og eldhús, með nýjum amerískum, óvenju vönduð- um tækjum þar á meöal uppþvottavél. í kjallara fylgir rúmgott íbúðarherbergi, stórt geymsluher- bergi og hlutdeild í sameiginlegu þvottaherbergi. Bílskúrsréttur. Falleg og vönduö eign. Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofunni. Agnar Gústafsson, hrl. Hafnarstræti 11. Meðalstór og góð íbúð eða einbýlishús óskast á leigu. Æski- legast í Vesturborginni. Upplýsingar í síma 30780 og eftir kl. 19 í síma 42039. MELAR Vorum aö fá til sölu efri hæð og ris í þríbýlishúsi (parhúsi) á góðum stað í Melahverfi. Á hæðinni eru stofur, 2 svefnh., eldhús, baö og skáli. í risi eru 4 svefnherb. og baö, en í einu herb. eru lagnir fyrir eldhús. Sér inng. og hiti. Bílskúrsréttur. ián Fasteignaþjónustan Ragnar Tómasson hdl. Austurstræti 17 sfmi 26600 Tilboð óskast í byggingarlóö í miöborginni Upplýsingar hjá Geir Stefánssyni lögfr. Sími: 30780. TILBOD ÓSKAST í BYGGINGARLOD í MIOBORGINNI UPPLÝSINGAR HJÁ GEIR STEFÁNSSYNI LÖGFR. SÍMI: 30780. OpiAfrdkl <) 7c.h 31710 31711 Goöheimar Stórglæsileg sérhæö 150 ferm. Stór stofa, gott eldhús, hús- bóndaherb. Þverbrekka Falleg 2ja herb. 60 ferm. íbúð á 8. hæö í lyftuhúsi. Góöar inn- réttingar. Mikið útsýni. Efstaland Stórglæsileg 3ja—4ra herb. ca. 100 ferm. íbúö á 1. hæð í 2ja hæöa blokk. Glæsilegar innrétt- ingar. Parket á gólfum. íbúð í sérflokki. Dvergabakki 3ja herb. íbúð 80 ferm. á 1^, hæð vel um gengin og góö íbúð. Góöar innréttingar. Krummahólar Glæsileg 3ja herb. 87 ferm. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Stofa, 2 svefnherb. auk fataherb. Fal- legt baðherb., vandaðar inn- réttingar, suðursvalir. Mikið út- sýni. Sogavegur 3]a herb. íbúö í parhúsi. íbúöin er mikið endurnýjuð. Dalsbyggd Rúmlega fokhelt 200 ferm. ein- býlishús með tvöföldum bílskúr á fallegum stað í Garöabæ. Fasteigna- SeíTd Fasteignaviðskipti: Guðmundur Jónsson. sími 34861 Garðar Jóhann GuðmAndarson. sími 77591 Magnus Þórðarson. hdl. Grensasvegi 11 43466 MIOSTÖÐ FASTEIGNA- VIDSKIPTANNA, GOD . PJÓNUSTA ER TAK- MARK OKKAR, LEITID UPPLÝSINGA !É2?| Fastéignösalan IH EIGNABORGsf 26600 BLÖNDUBAKKI 4ra herb. ca. 112 fm. íbúð á 2. hæð i'3ja hæða blokk. Herbergi í kjallara fylgir. Þvottaherb. inn af baði. Frágengin lóð. Suður svalir. Mjög góð íbúð. Verð: 37.0 millj., útb. 27.0 millj. BLIKAHÓLAR 3ja herb. ca. 93 fm. íbúð á 2. hæö í háhýsi. Frágengin lóð. Vestur svalir. Góðar innrétt- ingar. Mikið útsýni. Falleg og vel umgengin íbúð. Verö: 29.0 millj., útb. 24.0 millj. FELLSMULI 5 herb. ca. 120 fm. íbúó á 4. hæð (efstu) í blokk. Suðvestur svalir. Góðar innréttingar. Fal- leg íbúð. Verð 40.0 millj. ÍRABAKKI 3ja herb. ca. 85 fm. íbúö á 1. hæö Í3ja hæða blokk. Sameig- inl. vélaþvottahús. Suöur svalir. Verð: 27.0 millj., útb. 19.0 millj. KRÍUHÓLAR 2ja herb. ca. 70 fm. íbúð á 8. hæð. Lagt fyrir þvottavél á baöi. Sameiginl. vélaþvottahús. Frá- gengin lóð og bílastæði. Suður svalir. Góð sameign. Fallegt útsýni. Verð: 24.0 millj. KRUMMAHÓLAR 3ja herb. ca. 90 fm. íbúð á 6. hæð. Góðar viðarinnréttingar. Sameiginl. vélaþvottahús á hæöinni. Suöur svalir. Verð 28.5 millj., útb. 20.0 millj. LJÓSHEIMAR 3ja herb. ca. 94 fm. íbúð á jaröhæö í sjöíbúöahúsi. Ný teppi. Tvöf. verksm.gler. Dan- foss-kerfi. Góð íbúö. Verö: 30.0 millj., útb. 24.0 millj. LÆKIR 6 herb. ca. 140 fm. 2. hæð í fjórbýlishúsi. Sér hiti. 40 fm. mjög góður bílskúr. Fjögur svefnherb. Tvennar svalir. Verð: 53.0 millj. STÓRAGERÐI 4ra herb. ca. 110 fm. endaíbúö á efstu hæö í blokk. Suður svalir. Góðar innréttingar. Bílskúrsréttur. Verð: 36.0 millj., útb. 26.0 millj. VESTURBORG 6—7 herb. ca. 145 fm. 3. hæð (efsta) í nýlegu steinhúsi. 5 svefnherb. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Mjög stórar suöur svalir. Glæsileg íbúö á mjög góöum staö. Verð: 47.0 millj. Fasteignaþjónustan AustuntTBti 17, i 2660C. Ragnar Tómasson hdl (& EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ^IRAAR ?11Rn-?117n SÖLUSTJ. LARUSÞ.VALDIMARS ouvmn tiiau ctoiu lögm. jóh. þorðarson hdl Til sölu og sýnir m.a.: Úrvals íbúð með sér þvottahúsi á 4. hæö viö Kjarrhólma 105 ferm. Haröviöur, teppi, búr. Mjög góð sameign. Mikiö útsýni. Nánari uppl. á skrifstof- unni. Ný íbúö við Furugrund 3ja herb. á 1. hæð um 80 ferm. íbúðarhæð ekki fullgerð. Rúmgott herb. fylgir í kjallara. Rishæð í Vogunum 3ja—4ra herb. í þríbýlishúsi um 90 ferm. Góð innrétting. Sér hitaveita, suður svalir, Bílskúrsréttur. Útsýni. Stór ræktuö lóö. Radhús í byggingu Húsin eru tvær hæðir um 150 ferm. Innbyggður bílskúr um 24 ferm. Allur frágangur fylgir utanhúss ásamt öllum útihurðum, bílskúrs- og svalahuröum. GJer í gluggum. Malbikuö bílastæði. Ræktuö lóö. Fullt húsnæöismálalán tekiö upp í kaupverö. Engin vísitala. Kynniö ykkur teikningu og greiösluskilmála. Einbýlishús — Sérhæð — Skipti Til kaups óskast góö sérhæö 5—6 herb. Skipti möguleg r mjög góðu, nýlegu timburhúsi í borginni. Höfum fjölda fjársterkra kaupenda aö fasteignum. ALMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEGI18 SIMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.