Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Á Vestfjarðakjálkanum voru fyrrum a.m.k. einir sex Staðir, sem allir voru prestssetur. Tveir þessara staða eru nú í eyði. Hinir eru bændabýli, — prestarnir flutt- ir í næsta þorp eða þéttbýli — eftir föstu lögmáli byggðaþróun- arinnar. Einn þessara Staða er Staður í Steingrímsfirði, — stundum nefndur Breiðabólsstaður í forn- um plöggum. Hann þótti vildis- brauð, hafði drjúgar tekjur af fylgijörðum og ítökum og svo vitanlega sjálfu prestssetrinu, sem fleytti stóru búi, þegar jörðin og hlunnindi hennar nýttust til fulls meðan nægur var vinnu- kraftur. í þessu góða brauði hafa setið ýmsir mætir klerkar. Ber þar hæst Jón Árnason, síðar Skál- holtsbiskup. Hann var fyrst skóla- meistari á Hólum og fékk vonar- bréf fyrir Stað 15 árum áður en hann fluttist þangað. Sýnir þáð hve brauðið var eftirsótt. Ekki er það ætlunin að rekja hér prestaröð Staðar eða segja sögu Staðarklerka. Þessi fáu orð eru skrifuð í tilefni af meðfylgj- andi myndum. Þar kemur mjög við sögu sá Staðarprestur, er Sigurður hét og var Gíslason, Einarssonar prests í Selárdal og Ragnheiðar eldri Bogadóttur frá Hrappsey. Sr. Sig- urður hélt Stað árin 1838—1868. Sér merki um veru hans þar enn í dag, svo sem síðar mun sagt verða. Nokkuð greinir menn á um kenni- mannlega hæfileika sr. Sigurðar. Hins vegar ber heimildum saman Teikning sr. ísleifs Einarssonar af Staðarkirkju. ’KÉc/fc/Jl ytA% sfM) C, '//iwfrwW''* Sr. Gísli Brynjólfsson: Staöarkirkja í Steingrímsfirði um, að hann hafi verið nokkuð mikið gefinn fyrir veraldarvafstur og ágætur búmaður, enda varð hann auðugur á Stað. Sem dæmi um búskaparáhuga þess Staðar- klerks er frá því greint, að hann hafi stundað heyskap í svonefnd- um Lambatungum, þar sem eru sléttar, víðlendar brokengjar. Þaðan er svo illur og langur heybandsvegur, að þær hafa ekki verið heyjaðar í manna minnum. En sr. Sigurður stundaði þar slátt til að afla heyja fyrir sinn marga fénað. Og lét sig ekki muna um að fara sjálfur á milli. Auðsæld og búmennska sr. Sig- urðar kom staðnum til góða á þann hátt, að hann byggði upp Staðarkirkju af hinum mesta myndarskap. Það var árið 1855. Var það fyrsta timburkirkjan á Stað. Stendur hún þar enn í dag þrátt fyrir sinn háa aldur. Næsta sumar, 19. ágúst 1856, kom prófastur, sr. Þórarinn Kristjánsson á Prestbakka, norð- ur að Stað á yfirreið sinni um prófastsdæmið og tók kirkjuna út, eins og lög gera ráð fyrir. Þar er þessu reisulega guðshúsi skýrt og skilmerkilega lýst, enda tekur úttektin yfir 5 bls. í vísitazíubók- inni. Þar segir m.a. á þessa leið: Kirkjan er reist á góðu grjót- hlaði, sem stendur hvarvetna gilda alin út frá húsinu. Hún er 17 áln. 1014 þ. á lengd, 6 áln. 22 þ. á breidd, hæð undir sperrukverk 7 áln. 6 þ. innanmál. Eins og af þessu má sjá er Staðarkirkja nokkuð langt frá því að hafa hin hefðbundnu stærðarhlutföll (gull- insnið), þ.e. lengd = br. x 2 og hæð = breidd. I grind hússins eru 16 stafir með tilhlýðilegu bindings- verki. Síðan er húsgrindinni og einstökum hlutum hennar ná- kvæmlega lýst. Hún er öll úr „góðum og vönduðum viði“ eftir því sem föng voru á, tilhlýðilega sterk og í álitlegu fyrirkomulagi. Súðin er úr kaupstaðarborðum en veggir úr rekavið, mest nýtt efni en þó nokkuð úr hinni eldri kirkju, gaflar eru úr dönskum borðum, flestum nýjum, breið og væn kaupstaðarborð. Allir veggir eru listaðir utan. Gólf er í allri kirkjunni „fast og staðgott", þótt úr fornu efni sé. Þiljur eru þéttplægðar úr hæfi- lega þykkum, nýjum, dönskum borðum, greiptar í 3 slár bæði í hliðum og gólfum. Kórinn er liðugt 2 stafgólf með bekkjum úr þykkum borðum og tveimur lausabekkjum. Umhverfis í kórnum eru strikaðir listar undir bita með nöglum fyrir hatta og samkynja listi er í 2 stafgólfum framkirkjunnar að sunnanverðu. Altarið og predikunarstóllinn eru úr gömlu kirkjunni, vel ásjálegur. Því næst er lýst bekkjaskipun: Innsti bekkur að norðanverðu lokaður með hurð. Gluggar eru 3 á hvorri hlið, með sterkum Iistum að utanverðu og fyrir þeim hlerar með tilhlýðilegum hjörum og krókum. Enn fremur tveggja rúðna gluggi yfir predikunarstól. Hurð mikil er fyrir húsinu með þrem lömum og skrá og kopar- hring eins og áður var ... Hún er greipt í hæfilega dyrastafi. Fram af kirkjunni er klukkuport með klukkum í ramböldum og vind- hana á fremra stafni. Smíði kirkjunnar var að öllu leyti lokið nema þak (ytri súð) vantaði á þriðja hluta, „en bene- ficiarius hefur í hyggju að full- komna það á þessu sumri, ef forföll ei banna og honum auðnast að fá til þess nægan borðvið. Allt er húsið að utan vel bykað bæði á því næstliðna og þessu sumri.“ Invantarium kirkjunnar var flest úr þeirri gömlu. Verður þess nánar getið síðar. Alls nam byggingarkostnaður 670 rd 64 sk. Efniskaup, aðallega timbur, var 387 rd, þar í mastur af franskri skútu, 18 álna langt á 18 rd, annar rekaviður í grind frá Magnúsi á Finnbogastöðum 60 rd. Smiðir voru: Einar Einarsson, Sandnesi, Grundtvig snikkari frá ísafirði, Jakob Jónsson og Magnús Gunnlaugsson. Þeirra laun og uppihald námu 264 rd. Hvernig var svo byggingin fjár- mögnuð? I sjóði átti kirkjan 371 rd 58 sk; samskot frá sóknarbörnum 60 rd. Skuld við fjárhaldsmann, sr. Sigurð, 239 rd 6 sk. Þegar sr. Sigurður fór frá Stað 12 árum síðar, var skuld þessi að fullu goldin og í sjóði 22 ríkisdalir. Sýnir það að vel hefur verið á fjármálum kirkjunnar haldið af staðarhaldara. Og ekki gerði sr. Sigurður það endasleppt við kirkju sína. Við ýtarlega úttekt á Stað, 22. ágúst 1868, er þess getið, að hann hafi gefið henni vandað- an, baldíraðan korporal-dúk úr dökku silkiflaueli með rauðri um- gerð og fóðraðan. Það voru síðustu afskipti sr. Sigurðar Gíslasonar af Staðakirkju. Næst ber að nefna til sögunnar í röð Staðarklerka þann er ísleifur hét Einarsson, sonur Einars hatt- ara í Reykjavík Hákonarsonar. Hann vígðist 1864, hætti prests- skap um tíma eftir að hafa haldið Stað í Grindavík o.fl. brauð um árabil. Fór aftur út í prestsskap árið 1873 og 10 árum síðar fékk hann veitingu fyrir Stað í Steingrímsfirði. Hann virðist hafa verið mikill hirðu- og snyrtimaður með allar embættisbækur og frágang á þeim. Kirkjustóllinn frá hans embættisárum er til mikillar fyrirmyndar, hefst árið 1888 með teikningu af Staðakirkju, sem hér birtist. Hefur sá, er þetta ritar, ekki séð aðrar kirkjuteikningar í embættisbókum presta. Þó kunna þær að vera til. Síst skal fyrir það synjað. Síðan er skýrt frá öllum eignum Staðarkirkju, ítökum og jörðum og greind landamerki þeirra. Sýnir sú upptalning, að kirkjan hefur verið við góð efni. Auk Staðar, með hjáleigunum Aratungu og Kleppístöðum (svo) eru henni taldar þessar jarðir: Gilsstaðir, Geirmundarstaðir, Grænanes, Hólar, Kirkjuból, Víði- vellir, auk eyðijarðanna Hofstaða og Kolbjarnarstaða.í Kaldrana- neshreppi á kirkjan: Sandnes, Drangsnes, Ásmundarnes, Brúará og Asparvík. Landamerkjum allra þessara jarða er skilmerkilega lýst og viðurkennd með undir- skrift nágrannabænda. Ómetanlegt væri að eiga skil- greining á fleiri stöðum (prest- setrum og kirkjustöðum) jafn glögga og aðgengilega og sr. Isleif- ur hefur skráð í kirkjustól Stað- arkirkju með sinni skíru rithönd í stílabókina, sem hann skreytti með teikningu af Staðarkirkju árið 1888. En ekkert mannanna verk er fullkomið. Ekki voru liðin nema 5 ár þegar svohljóðandi athugasemd er skráð í visitazíu- gerð Staðarkirkju: „Kirkjan held- ur eignum sínum óátöldum að öðru en því, að það er nú komið fram, að lítils háttar ágreiningur er um landamerki milli Hrófbergs og Staðar, Hofsstaðapartsins ...“ o.s.frv. Næstu árin ber litið til tíðinda í sögu Staðarkirkju nema hvað hún er bikuð utan og máluð innan og fær nýja, sterklega hurð á vönduð- um járnum. „Húsið er hið prýði- legasta og í bcztu hirðu“. En þegar kemur fram um aldamót fer kirkj- an nokkuð að láta á sjá. Þakið lekur á suðurhlið, að vísu lítið, — upp um gólfið fennir á stöku stað, sem eðlilegt má teljast þar sem kirkjan er grunnmúrslaus, en gólfið óplægt, gamalt og gisið. En þrátt fyrir fótkulda safnaðarins og áminningar prófasts, sr. Eiríks Gíslasonar á Stað í Hrútafirði, dregst það fram til ársins 1905 að setja nýtt gólf í kirkjuna og gera á henni fleiri lagfæringar, t.d. setja járn á þakið, svo að þegar Staður var tekinn út eftir lát sr. Hans Jónssonar, var kirkjan í það góðu satndi, að hún var álagsfrí og talið vel borgið með sjóði sínum og árstekjum, þegar Gunnlaugur á Ósi tók við henni fyrir hönd safnaðarins. Fjórum árum síðar vísiteraði Þórhallur biskup á Stað og fer þessum orðum um kirkjuna: Kirkjan byggð 1855 og má heita vel stæðileg eftir aldri og vel hirt. Og visitazíugerð sína endar biskup með þessari setningu: Kirkjunni virðist með öllu óhætt fyrir foki. Á miðsumri 1913, þegar Stað- arkirkja hafði staðið í hartnær 60 „Prestshjónin á Stað i Steingrímsfirði, sr. Jón N. Jóhannessen og Þuríður Filippusdóttir, ásamt dætrum sinum, (f.v.) Mattheu, Guðrúnu og Filippu, og dvalardreng hjá þeim, Ragnari Bjarnasyni.u Fundur vestfirskra presta á Stað í Steingrímsfirði (1931?): Talið f.v. Helgi Konráðsson, Bildudal, Þorsteinn Jóhannesson, Vatnsfirði, Jón Brandsson, Kollafjarðarnesi, Sigurgeir Sigurðsson, ísafirði, Böðvar Bjarnason, Rafnseyri, Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi, Jón Norðfjörð Jóhannesson, Stað í Steingrímsfirði, Halldór Kolbeins, Stað í Súgandafirði og Sveinn Guðmundsson, Árnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.