Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 11 Staður i Steingrímsfirði. ár, kom Matthías Þjóðminjavörð- ur að Stað og gefur á guðshúsinu og munur þess svofellda lýsingu: Kirkjan er löng og fremur mjó, veggir hvítir ofan, blýgráir neðan, sæti eikarmáluð. Altarið er gam- alt með útskornum súlum beggja megin, hurðir hvítar með svörtum listum. Altaristaflan þrískipt, kvöldmáltíðin í miðju, skírnin til vinstri, himnaförin hægra megin. Tvennir steyptir koparstjakar, al- tarisklæði gamalt, ljósahjálmur með 6 ljósálmum og 6 skrautlilj- um, kaleikur og patrína úr silfri, stórt skírnarfat úr messing með mynd af syndafallinu í botni, leturlínu um kring — þykkt og þungt — bezti safngripur. Predik- unarstóllinn er frá 1731, gjöf frá sr. Halldóri Einarssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans. Halldór var merkur klerkur. Hann hélt Stað í 13 ár, var heilsuveill og dó aðeins rúmlega fertugur. Sonur hans sr. Björn í Sauðlauksdal. Predikunarstóllinn er hinn bezti gripur, með Kristi, guðspjálla- mönnunum, Pétri og Páli og nöfn þeirra letruð yfir. Þá hengu á kirkjuvegg 7 skrifaðar grafskriftir og ein prentuð, í góðri gylltri umgerð. Hún var yfir mad. Hildi Guðmundsdóttur, konu sr. Sigurð- ar Gíslasonar, sem reisti Staðar- kirkju. Því má svo skjóta hér inn í áður en að fullu er skilið við sr. Sigurð, að 7 árum eftir að kirkjan var reist ferðuðust 2 Englendingar um Vestfirði og víðar hér á landi. Þeir láta mjög vel af byggðinni við Steingrímsfjörð, segja að býlin þar séu með miklu meiri myndar- brag en þeir hafi séð annars staðar á Islandi. Þeir voru nætur- sakir í Staðarkirkju og telja hana miklu hreinna og álitlegra hús en þær kirkjur, sem þeir höfðu áður gist. Nýlega hafði verið gert við hana, torfveggirnir fjarlægðir og þess vegna gáfu gluggarnir meiri birtu en annars staðar. Málningin var hrein og ekkert hrindverk milli kórs og framkirkju eins og annars er venja. Einn er sá prestur, sem tvisvar gerðist sóknarherra þeirra í Steingrímsfirðinum. Það var sr. Jón' N. Jóhannessen, f. 1878 — 1958. Er um hann rætt í Breiða- bólstaðarþætti sr. Ágústs Sigurðs- sonar — „Forn frægðarsetur". Hann kom sunnan frá Staðarstað vorið 1922 og hafði þá eins árs dvöl á Stað, hvarf þaðan vorið eftir suður á Skógarströnd. í stað hans vígðist norður sr. Þorsteinn Jóhannesson, síðar prófastur í Vatnsfirði. Hefur hann í hlýlegri grein í bókinni „Hugur- inn flýgur víða“ lýst komu sinni þangað norður og veru þeirra hjóna þar sín fyrstu prestsskapar- ár. Um kirkjuna farast honum þannig orð, að hún sé fremur lágreist timburhús í fornum, hefð- bundnum stíl, en yfir henni hvíli hlýr og hljóður helgiblær. Meðal ara væri að hefja undirbúning nýrrar kirkju en viðhalda þeirri gömlu." Annað viðhorf ríkir við vísitazíu herra Sigurbjarnar 12 árum síðar, þar sem mættir eru flestir úr 57 manna Staðarsöfnuði. Þrátt fyrir hrörnun hússins er það einlægur vilji biskups og safnaðar, að við- halda kirkjunni og varðveita hana með sínum upphaflega svip og sérkennum. Svo líða önnur 12 ár. Þá eru sóknarmenn orðnir innan við 30, og það horfir þunglega með við- hald og endurbætur á stóru, gömlu timburhúsi í svo afar fámennum söfnuði. Svona breytast tímarnir með hinni miklu röskun á búsetu fólksins á síðustu áratugum. Sr. ísleifur Einarsson. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Félagi islenzkra námsmanna i Kaupmannahöfn: „Aðalfundur Félags íslenskra námsmanna 14. 2. 1980 beinir eftir- farandi til fjárveitinganefndar Al- þingis, menntamálaráðherra fjár- málaráðherra og stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna: íslenskir námsmenn, þ.á.m. í Danmörku, hafa í raun ekki mögu- leika til að afla nægjanlegs ráðstöf- unarfjár. Ráðstöfunarfé okkargetur hæst orðið um 30 þús d.kr. á ári, á meðan kreppuhrjáð danskt samfé- lag getur gert dönskum náms- mönnum kleift að njóta yfir 40 þús. d.kr. í ráðstöfunarfé. Dönsk félags- málayfirvöld telja lágmarksfram- færslukostnað nema nálægt 40 þús. d.kr. og standa og reyndar tekju- lausu fólki straum af þeim kostnaði. Við teljum að eftirfarandi ráðstaf- anir verði að gera á þessu ári til að kirkjumuna nefnir predikunar- stólinn, sem hafi verið einkar fagur gripur á sinni tíð og gæti tímans vegna verið verk sr. Hjalta í Vatnsfirði (1665-1754). Við brottför sr. Þorsteins Jó- hannssonar frá Stað kom nú sr. Jón N. Jóhannessen aftur norður vorið 1929, ásamt sinni fögru konu, Þuríði Filippusdóttur frá Gufunesi. Á öllum þeim stöðum, sem þessi mætu prestshjón sátu, var heimili þeirra rómað fyrir menningu og myndarskap. Sá sem þetta ritar slóst í för með herra Ásmundi biskupi og sr. Jóni þann 11. júlí 1954, er þeir fóru austur í Öræfi til endurvígslu Hofskirkju, og var einn í hópi 6 vígðra manna við þá athöfn. Fleiri prestar höfðu aldri verið saman komnir í Öræfasveit. í þeim hópi var sr. Jón ljúfur og glaður og hvarf björtum huga til baka er þau frú Þuríður höfðu ung að árum dvalið 7 ár í Sandfelli. í vísitazíugerðum biskupa síðustu áratugina sést, að nú tekur mjög að halla undan fæti fyrir hinum stóra, aldna Staðarhelgi- dómi. Herra Sigurgeir kom að Stað 16. júlí 1952. Þá er prestur horfinn þaðan. Hann hafði með leyfi kirkjustjórnar sezt að á Hólmavík og þar var prestssetur lögfest síðar. Um kirkjuna farast biskupi svo orð: „Hún er nú öll orðin meira og minna fúin og sýnilegt að aðgerð á henni myndi kosta stórfé, ef í slíka framkvæmd væri lagt. Sennilega er hún ekki viðgerðarhæf." Kom ráðamönnum saman um að rétt- námsmenn nálgist lágmarkslífs- kjör: 1. Námsmönnum verði heimilað að afla sér tekna án þess að þær dragist að fullu frá námslánum. Námsmenn hafa reyndar búið við þessa heimild lengst af eftir að núverandi lánakerfi komst á 1967, en þó ekki sl. lánaár. Líklegt er að þessar úrbætur yrðu sjóðnum lítill sem enginn kostnaðarauki til lang- frama, þar sem í þeim felst hvatn- ing til að afla aukinna vinnutekna, sem síðan yrðu dregnar að hluta til frá námsláni. Við leggjum áherslu á að þessi breyting verði gerð nú þegar, þ.e. fyrir úthlutun aðallána. 2. Kostnaðarmat verði hækkað, sbr.framangreindar tölur, sem sýna að íslenskir námsmenn ná ekki framfærslulágmarki danskra náms- manna né tekjulausra. 3. Lánahlutfall verði hækkað, a.m.k. upp í 90% nú þegar og næsta ár upp í 100%.“ „Námslánahlutfall hækki í 100% þegar á næsta ári“ Bridgefélag kvenna Nýlega lauk aðalsveitakeppni félagsins með sigri Hugborgar Hjartardóttur sem hlaut 121 stig. Röð sveita í meistaraflokki varð annars þessi: Gunnþórunn Erlingádóttir 113 Guðrún Bergsd. 84 Aldís Schram 66 Alda Hansen 60 Sigríður Ingibergs 48 Guðrún Einarsd. 38 Kristjana K. 30 Tvær síðasttöldu sveitirnar fær- ast því niður í fyrsta flokk, en úr fyrsta flokki koma sveitir Kristín- ar Jónsdóttur og Gróu Eiðsdóttur, en þær sveitir urðu í fyrsta og öðru sæti í keppni fyrsta flokks. Meðan keppni sveita í meistara- flokki var að ljúka var spilaður tveggja kvölda tvímenningur, með þátttöku tíu para. Úrslit urðu sem hér segir: Gróa — Valgerður 255 Lovísa — Lilja 245 Rannveig — Ásta 223 Sigrún — Árnína 212 Sigríður — Charlotta 210 Næstkomandi mánudag hefst svo hin vinsæla parakeppni félags- ins, og þar sem búist er við mikilli þátttöku eru spilarar beðnir að hafa samband sem fyrst í síma 17987, Ingunn Hoffmann, eða 17933, Alda Hansen og láta skrá sig. Bridgefélag Blönduóss Firmakeppni félagsins sem spil- uð er í tvímenningsformi var spiluð í desember sl. og var spilað í fimm kvöld, 10 pör. Úrslit urðu þessi: stig Vélsmiðja Húnvetninga 617 (Guðmundur Tehodórsson — Ævar Rögnvaldsson) Sölufélag Húnvetninga 583 (Vilhelm Lúðvíksson — Vignir Einarsson) Fróði hf. 582 (Hallbjörn Kristjánsson — Ari Einarsson) Vísir sf. 582 (Jón Arason — Magnús Hall- björnsson) Um og eftir áramótin var spilað minningarmót um Þorstein Sigur- jónsson. Spiluð var hraðsveita- keppni með þátttöku átta sveita. Jón Ingvarsson — Eðvarð Hall- grímsson — Kristófer Árnason — Gunnar Sveinsson 66 stig. Vilhelm Lúðvíksson — Vignir Einarsson — Haraldur Dungal — Unnar Agnarsson 66 stig. Guðmundur Theodórsson — Ævar Rögnvaldsson — Björn Friðriksson — Friðrik Indriðason 65 stig. Þá er nýlega lokið sveitakeppni félagsins með sigri sveitar Guð- mundar Theodórssonar sem hlaut 53 stig. Sveit Vignis Einarssonar hlaut 49 stig og sveit Hallbjörns Kristjánssonar 47 stig. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Eftir 6 umferðir í Barometer- keppninni sem hófst síðastliðinn mánudag er árangur efstu para þessi: stig Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 76 Jóhann H. Sigurðsson — Karl Karlsson 56 Ragnar Þorsteinsson — Eggert Kjartansson 27 Jpn Karlsson — Pétur Karlsson 20 Viðar Guðmundsson — Birgir Magnússon 17 Sigrún Straumland — Kristín Kristjánsdóttir 15 Ágústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 14 Bridgefélag Selfoss Staðan í Höskuldarmótinu eftir 4. umferð 21. 2.1980. Bridge Urnsjón: ARNÖR RAGNARSSON Vilhjálmur Þ. Pálsson — Sigfús Þórðarson 731 Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 701 Kristmann Guðmundsson — Þórður Sigurðsson 698 Friðrik Larsen — Grímur Sigurðsson 687 Haraldur Gestsson — Halldór Magnússon 677 Garðar Gestsson — Kristján Jónsson 628 Haukur Baldvinsson — Oddur Einarsson 626 Sigurður Þorleifsson — Árni Erlingsson 602 Leif Österby — Sigurður S. Sigurðsson 600 Sigurður Sighvatsson — Örn Vigfússon 599 Fimmtudaginn 6. mars hefst meistaramót félagsins í sveita- keppni. Þátttaka í sveitakeppni tilk. til Halldórs Magnússonar í síma 1481. Frá fjögurra sveita úrslitakeppninni í Reykjavíkurmótinu. Sveitir Olafs Lárussonar og Hjalta Eliassonar etja kappi saman. Sveit Hjalta bar sigur úr býtum í leiknum og síðar í mótinu. Ljósm. Arnór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.