Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 (mynd: Einar Hannesnon) Skuggaíoss í Langá á Mýrum. í fossinn var byggður laxastigi 1962 og sést hann til vinstri á myndinni landsvegi hjá Svignaskarði í Borg- arhreppi. Vatnsmiðlunar- stífla og tveir fiskvegir I rennsli Langár er, eins og í öðrum ám, breiða, brot, fljót, flúð, foss, hávaði, hlaup, hola, hylur, iða, kvörn, leira, lón, lygna, ólga, pollur, renna, straumur, strengur, stokkur og sveigur. Áin fellur á leið sinni til sjávar að meðaltali tæplega 6 metra á hvern kíló- metra eða 60 sm á hverja 100 m eftir ánni. Sumir fossanna í ánni voru laxinum hindrun en aðrir tofðu hann á göngu upp ána. Skammt ofan ósasvæðis (leiru- svæði) er Skuggafoss sem var laxi erfiður þröskuldur, þegar vatns- magn í ánni og önnur skilyrði voru honum óhagstæð. Fyrst mun hafa og hins vegar var steypt sérstök sleppitjörn neðar í ánni. Félagsmálin Jafnskjótt og veiðin komst á ný í hendur landeigenda, var hafinn undirbúningur stofnunar fisk- ræktarfélags um Langá og Urriðaá sem síðar stóð fyrir sum- um þeim framkvæmdum sem tíundaðar hafa verið hér að fram- an, en annað hefur verið unnið á vegum einstakra landeigenda, svo sem bygging fiskvegar í marg- nefndan Sveðjufoss, hjá Grenjum og Litla-Fjalli. Auk þess hafa landeigendur sjálfir verið að „breyta og bæta“ ánni fyrir landi sínu, sem fyrr greinir. Veiðifélag var hins vegar sett á laggirnar árið 1972 og leysti af hólmi fiskræktarfélagið eftir 12 ára starf þess. Veiðifélagið starf- ar, eins og fiskræktarfélagið gerði, Einar Hannesson: (Ljósm.: Þór Guöjónsson) Myndin sýnir fiskveg í Sveðjufossi í Langá á Mýrum. Fyrir daga þessarar umsvifa- miklu fískræktar, sem hófst í smáum stíl fyrst um 1960, höfðu veiðiréttindi jarða við Langá verið um áratuga skeið í eigu erlends aðila, og veiði með stöng verið stunduð í ánni frá því fyrir aldamótin síðustu, eins og í borg- firsku laxveiðiánum: Grímsá, Norðurá og Þverá. Samfelldar skýrslur eru til um stangaveiði í Langá allt þetta tímabil og mun það vera einsdæmi, að slík gögn séu fyrir hendi. Um 120 ár eru liðin frá því að fyrstu ensku veiðimennirnir hófu stangaveiði í ánum í Borgarfirði. Byrjaði það í Grímsá og fylgdu í kjölfarið aðrar stóru laxveiðiárnar í héraðinu. Til eru ýmsar minjar frá fyrri tíð um dvöl breskra veiðimanna í Borg- arfirði, svo sem veiðimannahús, ýmsir munir og fleira. Myndin er tekin við stifiuna i útrennsli Langavatns 1971. Frá vinstri Haukur Þorleifsson, Jónas Tómasson, Sólheimatungu, Jósef Reynis, Magnús Thorlacius, formaður vatnsmiðlunarfélagsins og Jóhannes Guðmundsson, Ánabrekku, allir i stjórn félagsins Beilá og nokkrir smærri lækir. í Beilá falla ár sem koma úr Vikravatni sem er skammt austur af Langavatni og er í 275 m hæð yfir sjó, og Hrófbjargardalsá en upptök hennar eru í vestanverðu fjallinu Sátu, 741 m á hæð, skammt suðvestur af sýslumörk- um fyrrgreindra sýslna hjá Bröttubrekku. Langavatn er 5,1 ferkílómetri að flatarmáli og mesta dýpi í því er 36 m, en meðaldýpið 15,7 m. Vikravatn er innan við 1 kmz að flatarmáli. Tvö hreppsfélög og jörð í þriðja hreppnum eiga veiðirétt í Langa- vatni. Borgarhreppur og jörðin Hreðavatn hafa veiðirétt í Vikra- vatni. í vötnunum er bæði bleikja og urriði og stangaveiði í Langa- vatni hefur verið leigð almenningi. Greið vegaleið er að vatninu að sumarlagi og ekið út af norður- verið reynt að bæta úr þessum ágalla árið 1911, með því að sprengja í fossinum. Það er þó loks árið 1964 að tekinn er í notkun fullkominn fiskvegur í Skuggafossi. Áður fyrr komst lax- inn lengst upp ána að Sveðjufossi sem er í 21 km fjarlægð frá sjávarósi. I fossinn var gerður fiskvegur árið 1967 sem opnaði laxi leið í efri hluta árinnar. Árið 1969 var reist á vegum Vatnsmiðl- unarfélags Langár og Gljúfurár stífla í útrennsli Langavatns, til að safna vatni til að bæta og jafna sumarvatn árinnar og Gljúfurár. Tilkoma þessa mannvirkis hefur dregið nær alveg úr ísruðningi í ánni á vetrum sem áður var árviss og olli tjóni á fiskstofni árinnar. Stóraukið landnám laxins Auk fyrrgreindra framkvæmda hefur verið keppt að því, eftir að Sveðjufoss varð greiðfær laxinum, að gera nokkra aðra fossa ofan Sveðju fiskgenga með lagfæringu, og stefnt að því að koma göngu- fiski allt inn að Langavatni. Er um sex fossa að ræða á þessu svæði. Komist laxinn inn að stíflu við Langavatn stækkar veiðisvæði árinnar um 15 km. Það jafngildir tvöföldun á stangaveiðisvæði hennar fyrir daga fiskvegar í Sveðjufossi. Þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar í árfarvegi Langár og rennsli hénnar, til að létta fiski göngu um ána og búa honum í öðrum tilvikum hvíldar- staði (veiðistaðir) og festa í sessi eldri veiðistaði. Þá hefur verið sleppt miklum fjölda seiða í ár- kerfið; smáseiði og stærri laxa- seiði og þau sett bæði í fiskgenga hluta árinar og ófiskgenga svæðið, inn á afrétti. Ennfremur hafa verið útbúnar tvær sleppitjarnir fyrir gönguseiði, til að tryggja betri árangur í endurheimtu á laxi úr sjó. Er hagnýtt í þessu skyni hvíldarhólf í fiskveginum í Sveðju Á vatnasvæði Langár í Mýrasýslu hefur verið unn- ið meira að fiskrækt en í nokkurri annarri á hér á landi. Framkvæmt hefur verið: Fiskvegagerð, vatnsmiðlunarstífla, lag- færing árfarvegar, slepp- ing laxaseiða, sleppitjarn- irnar fyrir gönguseiði og veiðieftirlit. á grundvelli laga um lax- og silungsveiði. Það skipuleggur veiði og ræktun á félagssvæðinu, er tekur til Langár sjálfrar frá ósi í sjó og að Langavatni ásamt Úrriðaá. Innan vébanda félagsins eru 16 jarðir og tvö afréttarlönd sem liggja að ánni neðan Langa- vatns. Jarðirnar eru allar í Álfta- neshreppi og Borgarhreppi í Mýrasýslu, en Langá er merkja- vatn hreppanna. — Það verkefni bíður úrlausnar að koma á fót veiðifélagi um Langavatn og árnar sem í það falla. Veiðieigendur við Langársvæðið hafa verið sammála um, að hver einstakur landeigandi ráðstafi veiði fyrir sínu landi og eingöngu sé stunduð stangaveiði á félags- svæðinu. Um tíma var í tíð fiskræktarfélagsins beitt netum á neðsta hluta svæðisins, en sl. 10 ár hefur eingöngu verið veitt á stöng. Fyrst (1949) voru ákvarðaðar fjór- ar stengur til veiða í Langá. Stangaveiðiálag hefur aukist smám saman með netaupptöku og aukinni ræktun og nú er leyfð alls 13,5 stöng í Langá og Urriðaá. Veitt er í fimm pörtum eða svæðum í Langá, en Urriðaá er leigð út í einu lagi. Langármenn annað hvort leigja út veiði eða stunda sjálfir veiði fyrir sínu landi. Sumir landeigendur hafa samvinnu um útleigu en aðrir eru Fellur í tvær áttir! Langá kemur úr Langavatni, 214 m hæð yfir sjó, og fellur í sjó milli Rauðaness og Landdeildar- höfða, 6 km suðvestur frá Borg- arnesi, og er áin 36 km að lengd. Stærð aðrennslissvæðis Langár er 262 km2. Er þetta einkennileg tilhögun náttúrunnar og trúlega nær einstætt fyrirbæri hér á landi, að ein og sama áin skipti sér í tvær áttir. Tvö stöðuvötn Efstu upptök Langár eru vatna- skil Mýrasýslu og Dalasýslu, suð- ur af Vífilsdal er liggur inn af Hörðudal í Dölum. Um 50 km eru frá upptökum að sjávarósi. Vatn af þessu svæði rennur fyrst til Langavatns um Langavatnsdalsá. Auk árinnar falla í Langavatn Árangursrfk fiskirækt f Langá á Mýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.