Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 17
Björn Björnsson prófessor: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Öðrum ritstjóra Morgunblaðs- ins, Matthíasi Johannessen, er mikið niðri fyrir í grein, er hann nefnir „Býsnavetur í íslenzkri pólitík", Mbl. 23. febrúar 1980. Neðanmáls, en vart í skiljanlegu samhengi við meginmál, býsnast ritstjórinn yfir því, að „klerkar nokkrir hafi átt tal við fulltrúa marxista um meira samstarf íslenzkrar kirkju og kommúnista, þó að ekki hafi verið talin ástæða til að ræða sérstaklega við þann flokk, sem hefur kristindóm und- anbragðalaust á stefnuskrá sinni, Sjálfstæðisflokkinn". Þessi ummæli gefa tilefni til nokkurra athugasemda. Fyrst er þess að geta, að undir- rituðum er alls ókunnugt um, að samstarf sé, eða hafi verið, á milli kommúnista og íslenzku kirkjunn- ar. Því er rangt að tala um „meira samstarf". Fyrst verður eitthvað að vera til, til þess síðan að verða meira. Ekkert vil ég um það fullyrða, hvort einhverjir komm- únistar starfi innan kirkjunnar, tel það þó fremur líklegt, þegar allir eru taldir, leikmenn jafnt sem prestar. I slíkum tilvikum er þó vart rétt að ræða um samstarf, því ekki starfar maður með sjálf- um sér. Að þessu sögðu um forsögu samstarfs, sem aldrei hefur verið til, er því eindregið mótmælt, að viðræður nokkurra einstaklinga, sem nafngreindir voru í dagblaði á dögunum, hafi verið teknar upp til þess að hefja, hvað þá auka, samstarf á milli íslenzkrar kirkju og kommúnista. Þeir, sem rædd- ust við, töluðu í eigin nafni og einskis annars, hvorki í nafni stofnunar né samtaka. Tilefni þessa máls liggur þó í öðru en að leiðrétta augljósar rangfærslur ritstjórans. Hvað mestum sárindum virðist valda, er, „að ekki hafi verið talin ástæða til að ræða sérstaklega við þann flokk, sem hefur kristindóm und- anbragðalaust á stefnuskrá sinni, Sjálfstæðisflokkinn". Hér býr mikið undir og uggvæn- legt, þótt ekki séu orðin mörg. 1 fyrsta lagi frábið ég mér því sem einstaklingur, sjálfstæðis- Björn Björnsson maður og kennari í guðfræðideild (en að vísu ekki klerkur), að taka á móti kaldhæðnislegum glósum frá ritstjóra stærsta málgagns þjóð- arinnar, sem í orði kveðnu prédik- ar skoðanafrelsi, málfrelsi og fundafrelsi, fyrir þær „sakir“ ein- ar, að setjast niður kvöldstund ásamt öðrum einstaklingum, sum- um alþýðubandalagsmönnum, til þess að ræða við þá um áhugamál mín, kristna trú, og áhugamál þeirra, marxisma. Þá þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn, ef ég þarf að bera það undir „stóra bróður", hverja ég kýs að viðmælendum mínum og um hvað sé hollt að ræða. I öðru lagi, og það mál er allt sýnu viðsjárverðara, rekur mann í rogastanz við að lesa, að einn pólitískur flokkur, hér og nú mitt á meðal okkar, hafi kristindóm undanbragðalaust á stefnuskrá sinni. Já, en hvaða kristindóm? Til er sá kristinn dómur, sem leyfir engin undanbrögð. „Verið því fullkomnir eins og yðar himn- eski faðir er fullkominn". „Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður“. „Því ég segi yður, að ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimann- anna og Faríseanna, komizt þér alls ekki inn i himnaríki". „Enn er þér eins vant, sel þú allar eigur þínar og skipt þeim meðal fátækra ... kom síðan og fylg mér“. Gagnvart slíkum dómi á jafnvel hinn réttlátasti maður aðeins eitt svar; „Vík frá mér, herra, því að ég er syndugur maður". Hann á engin undanbrögð. Hvað þá um stjórn- málaflokk, hvort hann kennir sig við sjálfstæði, Marx, framsókn eða alþýðu, eða hvað annað þeir, sem keppa um veraldleg völd, kjósa að kenna sig við. Er hann þess umkominn að berja sér á brjóst og segja: „Alls þessa hefi ég gætt“, „-stefnuskrá guðsríkisins er stefnuskrá míns flokks, samþykkt á síðasta landsfundi"? Nú er hún Snorrabúð stekkur. Hinn heilagi í ísrael, sem í árdaga kristins dóms birtist Móse í log- andi runni, verður nú að sæta því að vera borinn undir atkvæði í Háskólabíói. Nei, aldrei í „saman- lagðri kristninni" hefur nokkrum stjórnmálaflokki, eða 'hugmýnda- 17 fræði, tekizt að gera „kristindóm undanbragðalaust að stefnuskrá sinni“, — og mun aldrei takast. Því að „mitt ríki er ekki af þessum heirni". Nær sanni væri að segja, og snöggtum nær guðsríkinu, sem er i nánd, að vart er hugsanlegt verra hlutskipti fyrir kristna trú en að vera sett á stefnuskrá, — innan um öll hin málefnin, sem að vísu, eins og sakir standa, verða að hafa algjöran forgang. Guðsríkið er að sönnu í nánd og kraftar þess þegar að verki, en ekki til þess að vera fellt í kerfi. Veruleiki þess er krafa um rétt- læti, miskunn og kærleika, sem lætur ekki staðár numið, fyrr en hún hefur vakið með manninum og öllu, sem mannsins er, þorsta eftir réttlætinu. Þegar orðið varð hold í Jesú Kristi varð ekkert undanskilið, alls ekkert. Guð einn er án undanbragða. Því er krafan um réttlæti ætíð um leið krafa um félagslegt réttlæti. Pólitísk mark- mið, efnahagsleg, markmið í at- vinnumálum, menningarmálum, fjölskyldumálum, eru snortin af fingri Guðs, og að því er spurt, hvort þau þjóni hinu eina nauð- synlega að leita fyrst réttlætis hans, að hinn smæsti vor á meðal nái rétti sínum. Gagnvart slíkri spurningu, slíkri kröfu, standa allir flokkar jafnt, líka Sjálfstæð- isflokkurinn. „Ónýtir þjónar erum vér“ er hið kristna svar. Beri forsvarsmenn stjórnmála- flokks, t.d. ritstjórar, fram slíka játningu, í stað þess að miklast af því að hafa tekið drottin allsherj- ar í bóndabeygju, má fullyrða, að „klerkar", vígðir jafnt sem óvígðir, væru manna fúsastir að taka upp viðræður um samstarf íslenzkrar kirkju og flokksins. Kannski færi þá að vora í íslenzkri pólitík. Neðanmál við neðanmálsgrein Þátttakendur á námskeiði dr. Eriks Werba. en á myndina vantar nokkra þeirra. Ljósm. Emilía. Tvennir ljóðatón- leikar Söngskólans Söngskólinn í Reykjavík hefur að undanförnu gengist fyrir námskeiði i ljóðasöng og eru leiðbeinendur hjónin Ada og Erik Werba. Hafa þau haldið fjölmörg slik námskeið um heim allan og eru nú hér á landi í annað sinn, en fyrrihluti námskeiðsins fór fram í september sl. Frú Ada er þekktur söngkenn- ari í Vín og hefur um árabil verið starfandi óperusöngkona í Þýzka- landi, Sviss og Austurríki og dr. Erik Werba er þekktastur sem undirleikari ýmissa helztu ljóða- söngvara heimsins og prófessors- starfa við Tónlistarháskólann í Vín. Á námskeiðinu hafa 6 píanó- leikarar og 12 söngvarar notið leiðsagnar þeirra hjóna og lýkur því með tvennum tónleikum, hin- um fyrri á föstudagskvöld kl. 20.30 í félagsstofnun stúdenta, en þar koma fram: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Ás- rún Davíðsdóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Garðar Cortes, Hrönn Hafliðadóttir, Jón Þor- steinsson Margrét Bóasdóttir, Margrét Pálmadóttir, Már Magn- ússon, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Valgerð- ur J. Gunnarsdóttir. Píanóleikarar eru: Hrefna Egg- ertsdóttir, Jónína Gísladóttir, Kolbrún Sæmundsdóttir, Kryst- yana Cortes, Lára Rafnsdóttir og Soffía Guðmundsdóttir. Síðari tónleikarnir verða á sama stað laugardag 1. marz kl. 13.30 og flytja þá Ólöf K. Harðar- dóttir og Garðar Cortes ítölsku ljóðabókina eftir Huga Wolf við undirleik Werba og Krystyna Cortes, en það er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis. húsgögn í barna- og unglingaherbergi Opið til 8 föstudag og laugardag 9—12. ” f&iXL irumarkaðurinnhf. w \r 1 1 Árm iúla 1A — Húsgagna- og heimilisd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.