Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 19 virðast ekki geta fallist á að allir hafi sama rétt á að koma í heiminn, því þar þurfi skilyrðis- lausan vilja móðurinnar. Hvernig er hægt að tryggja öllum sama rétt til að iifa, ef þeim er ekki tryggður sami réttur til lífs? Ég fæ þetta dæmi ekki til að ganga upp. 4. spurning: Túlka landslög siðferðisgrundvöll fóstureyð- ingastefnunnar? Þessari spurn- ingu svara ég tvímælalaust neit- andi. Þótt fóstureyðingalöggjöfin sé ótrúlega ábyrgðarlaus löggjöf, er henni þó ætlað að setja ýmsar skorður við fóstureyðingum. Margt bendir hins vegar til að löggjöfin sé sniðgengin í raun- veruleikanum og fátt eitt reisi skorður við fyrirætlan mæðra að framkvæma fóstureyðingu. í þessu sambandi má minna á orð Ragnhildar Helgadóttur alþing- ismanns við umræður um fóstur- eyðingar á alþingi í fyrra, en hún hafði þetta að segja: „Það kemur fram í Alþingistíðindum ... í fyrirvörum við atkvæðagreiðslu, að þingmenn almennt æltluðust til að þessi lög yrðu túlkuð þröngt. Ég óttast hins vegar að fram- kvæmdin hafi orðið rýmri eða enn frjálsari en þingmenn raunveru- lega ætluðust til." (Alþingistíð- indi, 26. mars 1979). 5. spurning: Er siðferðisgrundvöllur fóstureyð- ingastefnunnar varanlegur? Hverjar eru forsendur varanlegs siðferðisgrundvallar? Fóstureyð- ingastefnan byggir á skefjalausri trú á mannlegt innsæi og mann- lega skynsemi: Konan á að meta það sjálf hvort hún „vill" eyða fóstrinu eða ekki. í þessari oftrú á mannlega skynsemi felst veikleiki fóstureyðingastefnunnar. Maður- inn sér ekki fyrir afleiðingarnar af sinni eigin hegðun og er þess vegna aldrei dómbær á viðbrögð sín fyrirfram, allra síst í flóknum og viðkvæmum málum eins og fóstureyðingum. Það er ekki hægt að byggja siðferðiskerfi til lengd- ar á mannkgri skynsemi. Mann- leg skynsemi stenst aldrei allar eldraunir sem verða á vegi okkar í daglegu lífi. Það er ekki einu sinni fræðilegur möguleiki til þess. Sið- ferðisgrundvelli fóstureyðinga- stefnunnar er þess vegna ekki treystandi. í dag geta leikreglurn- ar verið aðrar en þær verða á morgun, af því aðstæðurnar eru sífellt að breytast. Kona sem er andvíg fóstureyðingu í dag ein- göngu vegna hættu á ófrjósemi, er orðin áköf talsmanneskja fóst- ureyðingar á morgun, eingöngu vegna nýrrar eyðingartækni! Þessi kona horfir aðeins á tær sér. Afstaða hennar er breytileg eftir veðrinu, af því siðferðilegu við miðin sem hún tekur, ná ekki út fyrir hana sjálfa. Þetta er að verða ótrúlega algengt í okkar samfélagi. Hér er mikil vá fyrir dyrum. Siðferisafstaða manna hættir að vera sjálfri sér ósam- kvæm, þegar hún hættir að taka veraldleg mið. Veröldin er hverful. Aðalatriðið í mínum huga er því þetta: Siðferðishugmyndir manna þurfa að vera fastur bautasteinn í tilverunni ef farsæld á að ríkja. Til þess þurfa siðferðishugmynd- ir að vera reistar á trúarlegri sannfæringu. Og langflest segj- umst við í orði kveðnu játa kristna trú. Kristin trú er hafin yfir hverfula veröld. Samkvæmt henni hafa allir hlutir sitt fasta verð- gildi. Kristileg afstaða til fóstur- eyðinga er því stöðug afstaða. Hún byggist á jöfnum rétti allra til að koma i heiminn og vaxa í þessum heimi. Við gleymum oft hinu fyrrnefnda. Skyldur okkar eru miklar gagnvart okkur sjálfum. Þessar skyldur eiga ekkert skylt við heimtufrekju og sjálfsvor- kunn. Við eigum í raun hvorki líf okkar né annarra. Bæði erum við gestir hér á jörð og gestir í okkur sjálfum. Það er hlutverk gestanna að ganga vel um og lúta gestgjaf- anum. Sá er tekur upp hanskann fyrir fóstureyðingum veit ekki hvað hann gjörir. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðinemi. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum: Þing Norðurlandaráðs á íslandi í næsta mánuði Að því, að ég bezt veit, er þing Norðurlandaráðs skipað kjörnum fulltrúum frá löggjafarþingum allra Norðurlandanna fimm mis- jafnlega mörgum frá hverju landi samkvæmt þar um settum reglum. Mér hefur skilist af frásögnum af þessum þingum, að fulltrúarnir hafi umboðsrétt til að taka til umræðu og umfjöllunar hvert það málefni, sem beint eða óbeint varðaði eða geti varðað hagsmuni og samstöðu Norðurlandanna inn á við sem út á við. I útvarpinu var getið um hin ýmsu mál, sem mundu verða rædd á þessu væntanlega þingi, þar á meðal var nefnt deilumál Norð- manna og íslendinga um veiðirétt- indin á hafinu milli íslands og Jan-Mayen. Nú eigum við Islendingar annað vandamál, sem ekki síður ætti að koma til umræðu og umfjöllunar á Nytt skákfélag á Suðurlandi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Skáksambandi Suðurlands: Aðalfundur Skáksambands Suð- urlands var haldinn á Hvolsvelli laugardaginn 9. febrúar s.l. Starfssvæði sambandsins er allt Suðurland að undanskildum Vest- mannaeyjum. Hlutverk þess er að stuðla að innbyrðis samskiptum taflfélaga á svæðinu, og að koma fram fyrir þeirra hönd sameigin- lega út á við. Á s.l. ári varð sambandið 20 ára. Eitt megin- verkefni þess er að halda Skák- þing Suðurlands, sem jafnframt er svæðismót, sem gefur réttindi til þátttöku í áskorendaflokki á Skákþingi íslands. Nýkjörna stjórn sambandsins skipa nú: Sig- urður Sólmundarson, Hveragerði, formaður, Ingólfur Hrólfsson, Selfossi, gjaldkeri, Þórhallur B. Ólafsson, Hveragerði, ritari, Hannes Ólafsson, Landi, og Sig- urður Ævar Harðarson, Vík, með- stjórnendur. Áætlað er, að Skák- þing Suðurlands, sem er öllum opið, hefjist þ. 14. mars n.k. og verður það haldið að Hellu þá helgi og þá næstu þar á eftir. Nýtt taflfélag var stofnað á svæðinu s.l. vetur: Taflfélag Ár- nesinga. Stjórn þess skipa Þór- hallur B. Ólafsson, formaður, Ing- ólfur Hrólfsson, gjaldkeri, Gísli Magnússon, Selfossi, ritari. Skákþing Árnesinga 1979 var haldið s.l. haust á Selfossi. Sigur- vegari og þar með Skákmeistari Árnesinga varð Sigurður Sól- mundarson, Hveragerði, með 4v. af 5 mögulegum, en annar varð Hrafnkell Karlsson á Hrauni í Ölfusi, einnig með 4 v., en Sigurð- ur vann einvígí á milli þeirra með 2v. gegn ð. í unglingaflokki varð efstur Ingimundur Sigurmunds- son, Laugardælum, og hlaut hann því titilinn Unglingameistari Ár- Fjalakötturinn: Smásögur úr Mtækrahverfi í Tókýó Fjalakötturinn sýnir um helg- ina í Regnboganum fjórðu og síðustu myndina sem hin svoköll- uðu kynningarskírteini gilda á. Það er myndin „Dodeska Den" eftir Akira Kurosawa og verður hún sýnd í kvöld, föstudag, laugar- dag og sunnudag kl. 23.30 öll kvöldin. „Dodeska Den" er gerð í Japan árið 1970. Þetta er fyrsta litmynd Kurosawa. Hér er um nokkrar smásögur að ræða, sem eiga allar það sameiginlegt að eiga sér stað í fátækrahverfi í Tókýó. nesinga í skák 1979. Annar varð Birgir Þráinsson, Laugarási. — Hraðskákmeistari Árnesinga varð Kristján Eiríksson, Laugarvatni. Taflfélag Árnesinga mun standa að æfingamótum nú í vetur. þessu þingi, ekki síst, nú þegar þingið verður háð hér á landi. Þetta mál er markaðsvöntun fyrir íslenzka dilkakjötið í dag. Um langt skeið hefur aðalmarkaður okkar fyrir dilkakjötið verið á Norðurlöndunum. Nú, vegna hinnar skefjalausu verðbólgu, sem við íslendingar höfum alið með okkur þessi síðustu ár, þá hefur kostnaðarvarð þessarar vöru sem annarrar rokið upp. Afleiðingarnar hafa valdið því að Norðurlöndin hafa dregið að sér höndina í þessum viðskiptum við okkur. Það hefur svo orsakað minnkandi framboð og sölu á íslenzku dilkakjöti á Norðurlönd- um. Hafa umkvartanir og að- finnslur borizt frá íslenzku fólki búsettu á Norðurlöndum í blaðagreinum og viðræðum. Má í því sambandi benda á blaðagrein- ar Gísla Gunnarssonar búsettan í Lundi í Svíþjóð. Hefur hann sérstaklega skrifað um það, hvernig staðið hefur verið að þessum markaðsmálum í Svíþjóð og Danmörk. Áfellist hann mjög íslenzka söluaðila og umboðsaðila þeirra í þessum lönd- um fyrir frammistöðu þeirra og neikvæð áhrif á markaðinn og söluna. Heildarviðskipti okkar við Norðurlöndin síðustu árin hafa verið okkur óhagstæð, hvað við- skiptajöfnuðinn snertir. Við höf- um keypt mikið meira af þessum löndum en þau af okkur og skiptir það mörgum milljörðum. Mér finnst að Norðurlöndin gætu met- ið þetta nokkurs, þegar við ræðum við þau um aukinn markað fyrir dilkakjötið okkar. Markaðsþörfin'fyrir dilkakjötið okkar er stórmál fyrir íslenzkan landbúnað, því hann stendur og fellur með markaðinum. Hinsvegar má þetta kallast smámál fyrir Norðurlöndin í sam- einingu að leysa. Magnið ca. 4000 tonn, sem selja þarf út úr landinu, er svo lítið í hlutfalli við fólks- fjölda allra Norðurlandanna fjög- urra, að sölumarkaður fyrir það ætti að vera nægur hjá þeim, ef til kæmi góður vilji og samstaða. Ég tel það afgerandi nauðsyn, að þetta markaðsspursmál verði tekið inn á þingið til umræðu og upplýsinga fyrir hina þingkjörnu fulltrúa Norðurlandanna og aðra fundarmenn, sem þar verða. Gæti sú kynning og upplýsingar leitt til þess, að þingið léti frá sér fara ályktanir méð vinsamlegri afstöðu, sem síðar mættu verða málefninu til stuðnings. Egilsstöðum 20. febrúar 1980 Sveinn Jónsson. ft^ kassettutæki á meóan birgðirendast SUPERSCOPE CD-301A: Eitt ödýrasta kassottutækið á mark- aðnum með norm-cro 2stillingu og sjálfvirkum upptökustyrk. Tónsviö 40-14.000 rið. Hámarks- bjögun 0.2%. Verð kr. 126.500.-. Útborgun kr. 42.000.- eöa staðgreiösluafsláttur kr. 8.900. ÍWÖfð MARANTZ 5010: Tæki fyrir þá, er gera kröfur ti! upptökugæða. Permalloy upptökuhöfuð og mjög næmir styrkmælar. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta, sjálfvirk upptökustilling og gott Dolby kerfi. Tónsvið 30-17.000 rið. Hámarksbjögun 0.08%. Verö kr. 319.800.- Útborgun kr. 107.000.- eða staðgreiðsluafsláttur kr. 22.400. f—I ¦» SUPERSCOPE CD-312: Lipurt framhlaðið tæki með stiilingu fyrir þrjár tegundir kassetta og Dolby kerfi. Tónsvið 40-15.000 rið. Hámarksbjögun 0.10%. Að- eins fáanlegt í svörtu. Verð kr. 198.300.- Útborgun kr. 66.000.- eða staðgreiðsluafsláttur kr.. 13.900. ¦I^^M^ ¦am^^&nMtaa ...........,m MARANTZ 5025: Frábært tæki með möguleika á hljóðblöndun (frá hljóðnemum og/eða magn- ara). Viðvörunarljós kviknar, ef upptökustyrkur verður of hár. Teljari með minni. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta. Dolby kerfi og sjálfvirk upptökustilling. Tónsvið 28-17.000 rið. Hámarks- bjögun 0.08%. Fáanlegt í silfri eða svörtu. Verð kr. 389.800.- MARANTZ 1820 mkll: Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta Dolby kerfi og sjálfvirk upptöku- stilling. Tónsvið 30-16.000 rið. Hámarksbjögun 0.10%. Verð kr. 236.600.- Útborgun kr. 79.000.- eða staðgreiösluafsláttur kr. 16.600.- ðððððð MARANTZ 5030: Fullkomnasta Marantz-tækið. Þrjú tónhöfuð. Tvöfalt Dolby kerfi. Hljoðblönd- unarmöguleikar. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta. Við- vörunarljós fyrir upptökustyrk. Teljari með minni. Allt skapar þetta upptökugæði í hæsta flokki. Tónsvið. 20-18.000 riö (FeCr). Hámarksbjögun 0.05%. Verð kr. 556.200.-. Utborgun kr. 130.000.- Útborgun kr. 185.400.- eða staðgreiðsluafsláttur kr. 27.300. eða staðgreiðsluafsláttur kr. 38.900. LAUGAVEGI10 SÍMI 27788 ¦¦ | *3Pi ¦""¦»" ---------------------------1 i .*. i• * * > • « *»»****- »4,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.