Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 20

Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Frekar kulsamt að synda í höfninni - segir Haraldur Þórðarson lögreglumaður ÉG ER búinn að starfa í lögreglunni í ein 15 ár og kann bara vei við þetta starf, annars hefði ég varla enzt svo lengi. sagði Haraldur Þórðarson lögreglumaður er Mbl. ræddi stuttlega við hann á dögunum, en hann hefur m.a. oft átt þátt i björgun fólks úr höfninni í Reykjavík. Var hann spurður nánar um það og hvort lögreglumenn þyrftu ekki að vera viðbúnir hvers kyns verkefnum: —Jú, við þurfum að búast við ýmsu og raunar vitum við aldrei þegar við förum á vakt hvað hún kann að hafa í för með sér. Á það kannski helzt við um næturvaktir um helgar þegar ölvun er með mesta móti, en stór þáttur af starfi okkar þá er að sinna kvört- unum undan ölvuðu fólki. En varðandi björgun fólks þá kemur það fyrir að við erum kvaddir niður að höfn og hef ég víst í ein 5 skipti komið við sögu við að ná fólki úr höfninni. Það er nú heldur kalsamt verkefni og við gerum það ekki að frjálsum vilja að fá okkur sundsprett í höfninni, enda sjór- inn geypilega kaldur, en það góða við hann núna er að höfnin er nokkuð hrein í bili. — Þarna um daginn vorum við fyrstir á staðinn tveir lögreglu- menn frá miðborgarstöðinni, kom- um hlaupandi að og síðan fleiri lögreglumenn á bílum og við reyndum að ná konu upp úr höfninni og það gékk sem betur fer nokkuð greiðlega. Eg synti nokkur sundtök og náði henni og síðan hjálpuðumst við að við að koma henni upp. En varla eru lögreglufötin þægi- legur sundbúningur? —Nei, reyndar ekki, við förum þó yfirleitt úr jökkunum, en ég hef haft fyrir venju að fara ekki úr skónum. Það gerir manni bara erfitt fyrir þegar verið er að klifra upp aftur og komast á land, þá er erfitt að fóta sig á bryggjunum sé maður ekki í skóm. Haraldur var eitt sumar starf- andi lögreglumaður á Djúpavogi og var hann spurður hvort mikill munur væri á störfum lögreglu þar og í Reykjavík: — Munurinn er nokkuð mikill, því á þessum litlu stöðum er oftast aðeins einn lögregluþjónn og hann verður að treysta mest á sjálfan sig. En mér var vel tekið á Djúpavogi og þótt segja megi að lögreglan sé því miður oft litin hornauga á þessum minni stöðum, þá fannst mér ég ekki verða var við það þarna. Hins vegar eru lögreglumenn úti á landi í hærri launaflokki og þeir hafa yfirleitt tækifæri á mun fleiri aukavöktum en við í Reykjavík og þar sem flestir lifa á aukavinnu er það kannski betra að starfa úti á landi, enda nokkuð sótt í það. Lögreglunni er skipt í 3 deildir, almenna deild, umferðardeild og rannsóknadeild og er Haraldur starfandi í almennu deildinni. Kvað hann starfið mjög mikið fólgið í hvers kyns aðstoð við fólk og ekki sízt þegar um ölvun væri að ræða. Þá kvörtuðu kannski heimilismenn, eða bærust kvart- anir frá veitingahúsum um ófrið og kæmi þá lögreglan jafnan á vettvang og reyndi að stilla til friðar og tala um fyrir óróaseggj- —Við reynum að tala um fyrir fólki þegar þannig stendur á og fá menn með góðu til að stillast og Ljósm.: Gmilla. Haraldur Þórðarson lögregluþjónn ásamt konu sinni Málfríði Haraldsdóttur. lendum yfirleitt ekki í neinum útistöðum, en þó má kannski segja að t.d. eiginmenn taki okkur ekk- ert alltof vel þegar fjölskyldan hefur kallað okkur til. Þá kemur líka fyrir að þessi atvik sitja í manni og við veltum fyrir okkur hvort við höfum gert rétt, hvort hægt hefði verið að leysa tiltekið mál á annan máta, en þá er gott að dreifa huganum og fást við önnur verkefni. Eg er t.d. lærður vélvirki og hefi gott af að grípa í smíðar. Að lokum er hann spurður um jákvæðari hliðar starfsins: —Þær eru auðvitað margar og ekki færri en það neikvæða, sem oft snýr að okkur. Væri sjálfsagt hægt að nefna margt, en mér dettur helzt í hug gott samstarf sem við höfum oft átt við fatlað fólk, við höfum lengi vel flutt það milli borgarhluta einhverra er- inda og hefur það alltaf verið vel þegin þjónusta og þegin þakklát- um huga. Esjuberg bryddar upp á ýms- um nýjungum — Tiskusýning- ar á Skálafelli orðnar 100 SKÁLAFELL og Esjuberg á Hótel Esju hafa verið starfrækt nokkur undanfarin ár. Fyrir helgina var haldinn blaða- mannafundur þar sem þessir tveir staðir voru kynntir, hvern- ig þeir hefðu reynst og ýmsar nýjungar í staríseminni. Þegar Skálafell, á niundu hæð á Hótel Esju, var opnað í núver- andi mynd var því lýst yfir að þar myndi verða aðstaða til blaðamannafunda, tiskusýninga og minni samkvæma. Einn þess- ara þátta hefur orðið sérlega vinsæll, en það eru tískusýn- ingar sem haldnar eru hvert fimmtudagskvöld. Þessar sýn- ingar, sem eru í höndum Módel- samtakanna undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur eru nú orðnar rúmlega 100 að tölu. Þarna er sýndur fatnaður frá ýmsum er- lendum og innlendum fyrirtækj- um. Veitingastaðurinn Esjuberg á fystu hæð Hótel Esju var opnaður 15. október 1975. A blaðamanna- fundinum kom það fram að rekst- ur Esjubergs hefur gengið betur en við var búist. í fyrstu bjuggust Stutta tiskan er að ryðja sér rúms erlendis og fyrir nokkru voru sýndir á Skálafelli kjólar sem boða þessa nýju tísku hér á landi. Nú mega hnén sjást og ætti það að gleðja augu karlmanna. menn við því að hér myndi aðallega verða um hádegisverðar- stað að ræða en svo hefur ekki orðið raunun á og er Esjuberg ekki síður vinsæll staður á kvöldin og um helgar. Þjóðardagar, salad- bar og barnahorn í Esjubergi hefur verið tekin upp sú nýjung að gefa gestum kost á svokölluðum amerískum salad- bar sem er ókeypis viðbót við hádegisverðinn. Að sögn hefur salad-barinn reynst vinsæll meðal þeirra sem vilja grennast og er boðinn þeim á sérstökum kjörum. Þá var nýlega komið fyrir barnahorni á Esjubergi. Þar geta börnin leikið sér og látið sér líða vel meðan foreldrarnir njóta ró- legheita annars staðar. Auk þess að í barnahorninu eru ýmis leik- tæki gefst börnunum kostur á að teikna og eru bestu teikningarnar hengdar upp til sýnis. Jass-kvöld Myndir Kristján. Tískusýningarnar á Skálafelli eru i umsjá Módelsamtakanna. Stjórnandi þeirra er Unnur Arngrímsdóttir. Nú á næstunni verður tekin upp sú nýjung á Esjubergi að efna til jass-kvölds á hverjum fimmtu- degi. Tvær hljómsveitir munu koma fram og spila Dixie-land- og jass-hljómlist. A sama tíma verð- ur gestum boðið síldarhlaðborð ásamt heitum pottrétti. Að öðru leyti sér Jónas Þórir um tónlistina á Esjubergi. Hann Ieikur þar á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum og á sunnudögum í hádegi. INNLENT William Katt og Tom Berenger í hlutverkum Sundance Kid og Butch Cassidy. Butch Cassidy og Sund Kid í Nýja bíói NÝJA bíó hóí í gær sýningar á kvikmyndinni ..Butch og Sun- dance. Yngri árin“. Eins og nafnið bendir til er myndin um þjóðsagnapersónurnar Butch Cassidy og Sundance-Kid. Fyrir nokkrum árum var sýnd önnur mynd um þá félaga með Robert Redford og Paul Newman í aðalhlutverkum en í þessari mynd eru aðalhlutverkin í hönd- um William Katt og Tom Bereng- er. Leikstjóri cr Richard Leister. framleiðendur eru Gabriol Katzka og Steven Bach en hand- ritið er eftir Allan Burns, byggt á persónusköpun William Gold- mans. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá, að Robert Leroy Parker, öðru nafni Butch Cassidy, hefur setið um tíma í fangelsi í Wyoming þegar hann fær tilboð um frelsi gegn því að hann haldi sig réttum megin laganna í fram- tíðinni. Butch er ekkert of hrifinn af þessu tilboði og segist geta samþykkt það að brjóta aldrei af sér í Wyoming-fylki í framtíðinni og fellst fylkisstjórinn á þá mála- miðlun. Stuttu eftir að Butch er orðinn frjáls hittir hann ISundance og kemst að því að þeir geti unnið saman með miklum ágætum. Vilja vegastæði yfir Eyjafjarðarleirur 272 ÍBÚAR Svaibarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps hafa sent þing- mönnum Norðurlandskjördæmis eystra og samgöngumálaráðhcrra eftirfarandi áskorun: Við undirritaðir íbúar í Sval- barðsstrandar- og Grýtubakka- hreppi skorum á þingmenn Norður- landskjördæmis eystra og sam- göngumálaráðherra að hvika hvergi frá upphaflegri áætlun um vegar- stæði yfir Eyjafjarðarleirur, norðan Akureyrarflugvallar. Ennfremur væntum við þess, að lagningu vegar- ins verði hraðað eftir fremsta megni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.