Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 21

Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 21 Könnun Samtaka kvenna á framabraut Pr jónakonur sem vinna heima hafa 584 kr. á tímann SAMTÖK kvenna á framabraut hafa gert könnun á launum og kostnaði þeirra kvenna sem vinna heima við að prjóna lopapeysur. sokka og vettlinga. Útkoma könnunarinnar er sú, að konur sem sitja heima og prjóna hafa að meðaltaii kr. 584 á timann. Könnunin var gerð utan Reykjavíkur, á stöðum þar sem litið annað en frystihús standa konum til boða. Könnunin var gerð á timabilinu 1. okt. '79 til 19. jan. '80 og tóku þátt í henni 12 konur, en þar af eru fáeinar sem hafa þetta aðeins sem tómstundaiðju. Segir svo í fréttatilkynningu frá Félagi kvenna á framabraut í tilefni af könnuninni: „Tölur eru byggðar á upphæð, sem konurnar fá frá kaupanda að frádregnum kostnaði á lopa, sem þær kaupa frá sama fyrirtæki. Ekki er innifalinn tími eða kostnaður sem konurnar leggja fram við þvottaefni, þvott og press- un á peysunum. Peysur voru vigtaðar hjá flestum konunum. Bókaklúbbur Heima er bezt TÍMARITIÐ Heima er bezt hefur hleypt af stokkunum bókaklúbbi, þar sem þátttakendum er gefinn kostur á að kaupa bækur á lágu verði og eru boðnar 3 bækur fyrir fimm þúsund krónur. segir í írétt frá tímaritinu. Allir áskrifendur eru meðlimir klúbbsins og gefst kostur á því mánaðarlega að kaupa bækur á sérstöku tilboðs- verði. Ekki fylgja neinar skuldbind- ingar veru í klúbbnum aðrar en að vera áskrifandi Heima er bezt og eru allar bækur sem til boða standa í klúbbnum ófáanlegar í bókaverzlunum. í febrúarhefti Heima er bezt er kynnt tilboð fyrir marzmánuð og eru boðnar bækurnar Bankahneykslið eftir Arthur Hailey og Nói bátasmiður eftir Erling Davíðsson. Lægsta verð sem borgað var fyrir heila peysu af medium stærð var kr. 8.300 og kr. 8.350 fyrir samskonar peysu með rennilás. Þar lagði kaupandi sjálfur til rennilás- inn en það tekur 1 klukkutíma að hekla 2 jaðra og sauma rennilásinn á peysuna, svo prjónakonan fær aukalega 50 kr. fyrir þennan klukkutíma. Meðalverð, sem borgað var fyrir heila peysu af medium stærð var kr. 8.900 en kr. 9.300 fyrir peysu með rennilás. Þar lagði kaupandi ekki til rennilás svo prjónakonan fékk 400 kr. meira fyrir rennilása- peysuna — en rennilásar kosta frá 780 til 1.000 kr. út úr búð. Prjóna- konan tapar algjörlega klukkutím- anum sem fer í að hekla og festa rennilásinn á peysuna. Athugað var söluverð á lopa- peysum hjá þrem fyrirtækjum, sem selja þessar peysur á almenn- um markaði og var verðið á stærðunum medium og large frá kr. 15.400 upp í 20.000 hver. Útkoma þessarar könnunar var sú, að konur sem sitja heima og prjóna lopapeysur hafa að meðal- tali kr. 584 á tímann og er það lægsta tímakaup sem við höfum heyrt af til þessa. Það skal tekið fram að þessi könnun var gerð utan Reykjavíkur, á stöðum, þar sem lítið annað en frystihúsin standa konum til boða. Þessar 10 konur urðu að afla peninga til heimilisins til þess að endar næðu saman. Þetta var engin tómstundaiðja hjá þeim.“ Nýju tím^riti um flugsögu Islands hleypt af stokkum FLUGSAGA nefnist nýtt rit er hafið hefur göngu sína, en það er íslenzka flugsögufélagið sem gef- ur ritið út. Meðal efnis í ritinu mó nefna ágrip af sögu íslenzkra flugvéla frá upphafi. grein eftir Baldur Sveinsson sem unnin er upp úr dagbókum Alfreðs Elías- sonar um björgun flugvélar úr Vatnajökli, endurminningar úr starfi Svifflugfélags Akureyrar, ágrip af sögu síldarleitar úr lofti- við fsland, sögubrot og minningar úr Grænlandsflugi á árunum 1946 — 1960. grein um fyrsta Grímseyjarflugið o.fl. í inngangskafla að ritinu segir að íslenzka flugsagan sé mjög yfirgripsmikil og margþætt þegar Forsíða Flugsögu, hins nj timarits um íslenzka flugsögu. ja að sé gáð. Hún tæki til flugs frá fyrstu tíð, frá 1919 er flugvélar hófu hér fyrst að þjóna íslending- um. Síðan kæmi saga tveggja svifflugfélaga, síðar stofnun flug- félaga og flugskóla, flug með far- þega, frakt, kvikfénað, flug við síldarleit, landmælingar, ískönn- unarflug, leitarflug, áburðardreif- ingu, landhelgisgæzlu, þyrluflug o.s.frv. Ekki mætti gleyma herflug- inu á stríðsárunum, sem mótað hefði verulega og hleypt krafti í flugmál íslendinga. „Við erum ríkir fslendingar af flugsögu, en því miður fátækir af minjum frá fyrri tíð, vegna skammsýni, að því er virðist, flestra er nærri komu,“ segir í ritinu. Ennfremur segir að ekki sé það stefna ritnefndar að láta söguna birtast í neinni ákveðinni röð eða eftir tímaskeiðum, nema þar sem saga íslenzkra flugvéla væri rakin, hún birtist í þeirri röð er þær komu til landsins og hverri vél gerð eins góð skil og framast væri unnt. Að öðru leyti væri reynt að ná sögunni saman og gera efninu eins góð og tæmandi skil og framast væri unnt, og birtust t.d. í ritinu frá- sagnir sem jafnvel aldrei hafa verið birtar áður. í ritnefnd ritsins eru Jón Karl Snorrason formaður, ívar Helga- son, Georg Ólafur Tryggvason og Guðmundur Sæmundsson. For- maður íslenzka Flugsögufélagsins er Baldur Sveinsson, varaformaður er Ragnar J. Ragnarsson og ritari Einar L. Gunnarsson. Á meðfylgiandi mynd eru nemendur sem útskrifuðust 1. febrúar úr Sjúkraliðaskóla tslands. EFSTA RÖÐ: Steiney K. Ólafsdóttir, Anna Maria Árnadóttir, Margrét ó. Thorlacius, Svava Hugrún Svavarsdóttir, Jóhanna Hulda Jónsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Þórunn M. Jónsdóttir, Ásta Ananíasdóttir. Hanna Magnúsdóttir. ÖNNUR RÖÐ: Guðrún Másdóttir, Kristin Björk Samúelsdóttir, Kristín Anna Sverrisdóttir, Guðný Alexía Jónsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Gunnfriður Ingólfsdóttir, Nanna Guðrún Ásmundsdóttir, Elín Guðbjörg Ólafsdóttir, Anna Þóra Thoroddsen, Sesselia H. Friðþjófsdóttir. FREMSTA RÖÐ: Sigurlín Björk Valgeirsdóttir, Vilborg Anna Árnadóttir, Arna Björnsdóttir, Fjóla Kristjánsdóttir, Sjöfn Þórarinsdóttir, Lorelei Haraldsdóttir, Guðbjörg Sigmundsdóttir. Útsýn, Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og Hafskip h.f.: Samvinna um ferðir og bíl- flutninga til meginlandsins. FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur tekið upp samstarf við Hafskip h.f. fyrir milligöngu Félags islenzkra bifreiðaeigenda um bílaflutninga til meginlands Evrópu. Verðið á þessari þjónustu er mjög hagstætt. en að henni eiga einungis félagsmenn Félags islenzkra bifreiðaeigenda aðgang. Þessi ferðaáætlun var kynnt á blaðamannafundi og kom þar fram að flutningskostnaður á meðalstór- um bíl milli Reykjavikur og Kaup- mannahafnar, en þangað er áætlun- inni beint, mun verða um 160 þúsund krónur ef miðað er við núverandi gengi. Ferðaskrifstofan Útsýn tekur að sér alla þjónustu varðandi flutn- ingana og sér farþegum jafnframt fyrir lægstu flugfargjöldum með ferðum Flugieiða og er fargjald fáanlegt á leiðinni Reykjavík- Kaupmannahöfn báðar leiðir á verði frá 101 þúsund krónur, en til saman- burðar er almennt flugfargjald á þeirri leið kr. 288.800 eftir 1. apríl n.k. M.S. Bomma, flutningaskip Haf- skips h.f., mun halda uppi ferðum á hálfsmánaðar fresti milli Reykja- vikur og Kaupmannahafnar og er fyrsta brottför 20. maí n.k. Skipið kemur til Kaupmannahafnar fimm dögum síðar og sama dag fljúga farþegarnir til Hafnar, nema þeir óski að dvelja í Kaupmannahöfn nokkra daga fyrir komu skipsins. Til dæmis um ferðakostnað til Kaupmannahafnar með þessum hætti, var nefnt á fundinum að fyrir fjögurra manna fjölskyldu, hjón með 2 börn á aldrinum 5 til 11 ára, með bifreið undir 5 metrum að lengd, með einnar nætur gistingu í Kaupmanna- höfn kostar það kr. 499.500 eða tæplega 125 þúsund krónur á mann. Af hálfu Félags íslenzkra bifreiða- eigenda kom það fram, að með þessari nýjung væri ætlunin að auka þjónustu félagsins við félagsmenn- ina. Til þess að gerast félagi í F.Í.B. nægði eitt símtal á skrifstofu félags- ins eða til Útsýnar, sem einnig tæki við inntökubeiðnum í félagið. Ár- gjald í F.Í.B. er núna kr. 10 þúsund. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda á systurklúbba erlendis og gegn fram- vísun alþjóðlegs skírteinis fyrir bif- reiðaeigendur veita þeir klúbbar fé- lagsmönnum alls kyns varahluta- og viðgerðabjónustu (vegna ófyrirséðra bilana) og lögfræðilega aðstoð, sem síðan er gerð upp samkvæmt reikn- ingi hjá F.I.B. í ísienzkum krónum þegar heim kemur. Þessir klúbbar bifreiðaeigenda á meginlandinu veita einnig upplýsingar um leiðir, og fleira fyrir ferðamenn. S.l. tvö ár hefur samvinna verið með Útsýn og F.Í.B. sem er veruiega aukin með þessari nýjung. Ferða- skrifstofan Útsýn mun útvega gist- ingu í Kaupmannahöfn og gera aðrar pantanir, sem farþegar þurfa á að halda, að svo miklu leyti sem ferðin er skipulögð og dagsett fyrirfram. Auk þess að láta í té vegakort, upplýsingar urn leiðir, tjaldstæði og fleira fyrir hönd F.Í.B. Frá kynningarfundinum um þessa nýju ferðaáætlun. Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri Útsýnar, örn Steinssen starfsmaður hjá Útsýn, Sveinn Kári Pétursson, starfsmaður Ilafskips, Kristin Aðalsteinsdóttir. starfsmaður Útsýnar, Sveinn Oddgeirsson og Tómas Sveinsson forsvarsmenn F.Í.B. ásamt fréttamönnum. Átjánda bók- in um Morg- an Kane PRENTHÚSIÐ hefur gefið út 18. bókina um Morgan Kane og nefnist hún Brava- do eftir andstæðingi Kane, en söguefnið er smygl á Kínverjum. Prenthúsið hefur einnig sent frá sér aðra prentun af bókinni Sigmund á skopöld. Öll fyrirgreiðsla varðandi þessar ferðir er því í höndum Útsýnar. Hafskip tekur um 100—200 bíla i ferð og ef ferðamenn skila bifreiðum sínum af sér á réttum tíma, geta þeir sjálfir ekið þeim um borð og frá borði, og látið skipstjóra í té lykla af bifreiðunum ef eitthvað verðmætt, farangur eða annað, er geymt í þeim á leiðinni yfir hafið. Þá er það möguleiki fyrir hvern og einn að velja þennan ferðamáta yfir hafið og heimkomuna með Smyrli, sem tekur bæði bifreiðar og farþega, og hefur ýmsa viðkomustaði á leið- inni. Á fundinum sagði Ingólfur Guð- brandsson forstjóri Útsýnar að tími yæri í raun til þess kominn að íslendingar veittu ferðamönnum sjálfir þessa þjónustu í stað erlendra aðila og forsvarsmenn F.Í.B. þökkuðu Hafskip fyrir þá þjónustu sem þeir veita þessari áætlun m.a. með ágæt- um kjörum um flutningsverð á bif- reiðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.