Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 22

Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Vöruskemman á Rockville. Matínús og Björn komu út um dyrnar nær, en við hornið fjærst á myndinni st<ið einn varnarliðsmannanna er miðaði á þá ok skipaði þeim að rétta upp hendurnar. einhverjum orsökum átt í úti- stöðum við Varnarliðið og oft geta menn kennt sjálfum sér um, þeir hafa e.t.v. ekki farið að tilmælum og reglum. En það hefur líka komið of oft fyrir að menn eru áreittir af Varnarliðs- mönnum þar sem íslendingar álíta sig á ferð utan varnar- svæða. Því er t.d. haldið fram að Hafnavegurinn, þar sem margt fólk fer um daglega, sé innan varnarsvæðis og það má vera, en það veit fólk hreinlega ekkert um. Það vantar víða merkingar sem segja til um hvar varnar- svæðin eru og meðan svo er getur komið til árekstra. Hefi ég reyndar grun um að svona at- burðir hafi gerzt miklu oftar en fram hafa komið í dagsljósið, þó kannski ekki svo alvarlegir sem þessi." Varðandi atburðinn á mánu- dag kváðust þeir Björn og Magn- ús ekki gera ráð fyrir að hann hefði neina eftirmála í för með sér, enda væri aðalatriði málsins það, að hann væri mönnum víti til varnaðar. Hér væri alls ekki um að ræða neinn fjandskap við herinn, en hér væri vissulega um óþægilegan atburð að ræða, sem þeir kærðu sig ekki um að lenda aftur í og óskuðu engum manni slíks. — „Það sem var óþægilegast og við vorum mest hræddir við, var að standa fyrir framan byssurnar sem hermennirnir miðuðu á okkur. Þeir beinlínis miðuðu á okkur með fingur á gikknum og það er allt annað en að beina byssu að manni. Okkur var skipað upp að vegg með uppréttar hendur og það var ekki síður óþægilegt að vita af byssuhlaupunum svona rétt fyrir aftan okkur og þannig urðum við að standa heila eilífð að okkur fannst, en gera má ráð fyrir að allt þetta hafi tekið kannski 15—20 mínútur." Þeir Björn og Magnús kváðust margoft koma þarna vegna starfa sinna, einu sinni, tvisvar í viku og eiga þar erindi eftir varningi í frystigeymslu í vöru- skemmunni, sem er í útjaðri Rockville- svæðisins, skammt frá hliðinu. Eftir að þeir koma inn á svæðið sækja þeir lykil, fara síðan í geymsluna, skila lyklinum og aka út af svæðinu aftur. Kváðust þeir þekkja einn hermanninn, sem hlut átti að máli, en ekki gátu þeir útskýrt þetta skyndilega upphlaup þeirra, en vafalaust væru þeir þar að fara eftir sínum reglum, þótt þeim fyndist þeir hafa gengið fulllangt í þetta sinn. Vonum að slíkur atburð ur endurtaki sig ekki - segja tvímenningarnir sem varnarliðsmennirnir ógnuðu MÁL starfsmannanna á Kefla- víkurflugvelli. sem ógnað var af hermönnum Varnarliðsins sl. mánudag á Rockville- svæðinu. er nú til athugunar hjá varn- armáladeild utanríkisráðuneyt- isins, en Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavíkur- flugvelli kvað rannsókn síns embættis lokið. Ekki er vitað um niðurstöður athugana ráðu- neytisins ennþá. Perry Bishop blaðafulltrúi Varnarliðsins sagði skýrslur Varnarliðsins um málið hafa verið sendar ráðuneytinu. Þeir Magnús Gíslason, annar tvímenninganna, sem er formað- ur Verzlunarmannafélags Suð- urnesja og Ásbjörn Eggertsson, varaformaður félagsins, áttu á miðvikudag fund með utanríkis- ráðherra. Hafði sá fundur verið ákveðinn áður en atburðurinn á mánudag varð, en Magnús sagði í samtali við Mbl. þá hafa upplýst ráðherra um ýmis mál- efni Verzlunarmannafélagsins, er sneru að Varnarliðinu, en hjá því starfa kringum 280 félagar í Verzlunarmannafélagi Suður- nesja. Lítillega hefði og verið fjallað um atburðinn á mánudag, en þar hefði þó ekkert nýtt komið fram. — „Mér finnst aðalatriði málsins það,“ sagði Magnús í samtali við Mbl. í gær,„ að atburður sem þessi endurtaki sig ekki og að hann verði mönnum víti til varnaðar. Það hefur alltof oft komið fyrir að menn hafi af Björn Stefánsson (t.v.) og Magnús Gíslason. Ljósm. Kristján. Fjórðungssamband Norðlendinga um steinullarverksmiðju: Eindreginn stuðningur við frumkvæði og framtak Skagfirðinga Sauúárkroki. 28. febrúar. f GÆR var haldinn á Sauðár- króki sameiginlegur fundur fjórðungsráðs og inðþróunar- og orkumálanefndar Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Fund- inn sátu sveitarstjórnarmenn á öllu Norðurlandi, samtals um 20 manns. Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við frumkvæði og framtak Skag- firðinga við þróun nýiðnaðar, sem nú hefur leitt til þess, að álitlegt þykir að stofnsetja steinullarverksmiðju á Sauð- árkróki. Kemur þetta nánar íram í ályktun fundarins, sem var svohljóðandi: Fjórðungssamband Norðlend- inga styður frumkvæði og fram- tak Skagfirðinga við þróun nýiðnaðar, sem nú hefur leitt til þess að álitlegt þykir áð stofn- setja steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. Fjórðungssam- bandið hefur fylgst með og stutt þetta mál frá upphafi og jafn- framt hvatt önnur byggðarlög til iðnþróunar. Fjórðungssamband- ið krefst þess að frumkvæði Skagfirðinga verði metið að fullu í þessu máli og telur ekki fýsilegt fyrir menn að leggja í mikla vinnu og kostnað við athugun og undirbúning nýiðnaðar, ef þeir eiga á' hættu að verkefnið verði tekið úr þeirra höndum þegar sýnt hefur verið fram á hag- kvæmni þess. Fjórðungssam- bandið harmar þau vinnubrögð iðnaðarráðuneytisins að dreifa mikilvægum gögnum og upplýs- ingum á viðkvæmu stigi málsins til hvers þess, sem sýnir því áhuga. Fjórðungssambandið leggur þunga áherslu á að iðnfyr- irtækjum, sem reka má á hag- kvæman hátt á landsbyggðinni, verði valinn þar staður. Fjórð- ungssambndið hvetur sveitarfé- lög, fyrirtæki og einstaklinga á Norðurlandi til að styðja þetta mál með hlutafé, verði þess óskað. Jafnframt beinir Fjórð- ungssambandið því til þing- manna Norðurlandskjördæm- anna, að þeir styðji þetta mál. Fjórðungssambandið metur stuðning sunnlenzkra sveitarfé- laga við rannsóknir íslenzkra jarðefna og hagnýtingu Heklu- vikurs til iðnaðarframleiðslu. — Kári. Gísli Magnússon, nemandi í M.A., sem hefur verið í starfs- kynningu hjá blað- inu s.l. viku, hafði samband við Grímsey, birtist frá- sögn hans hér: Ástralíustúlkur salta og herða í Grímsey FRÉTTARITARI Mbl. í Grímsey, Alfreð Jónsson, var hress í bragði er við slógum á þráðinn til hans í gær og sagði hann allt gott að frétta af mannlífinu þarna norður við heimskautsbaug. Alfreð tjáði okkur að þrátt fyrir dræm aflabrögð það sem af væri vetri, þá væri létt hljóð í mönnum. Fimm bátar reru nú með þorskanet, og væri aflinn allur saltaður og hertur. Við þessa atvinnugrein vinna um 60 manns, sagði Alfreð, þar af 2 stúlkur frá Astralíu og líkar þeim mjög vel við lífið í eynni. Skemmtanalífið gengur sinn vana gang, eitt þorrablót var haldið nýverið og á slíkar skemmtanir mæta svo til allir eyjarskeggjar og skemmta sér með dansi en án áfengis. Elsti íbúi eyjarinnar, Krist- jana Þorkelsdóttir, varð áttræð fyrir skömmu, en engin barns- fæðing hefur átt sér stað, það sem af er árinu, það stendur þó til bóta, sagði Alfreð án frekari skýringar. I barna- og grunnskólanum eru í vetur 17 nemendur á aldrinum 6—12 ára en íþróttalíf er ekkert sökum mannfæðar. Óveðrið á dögunum hafði sem betur fer engin slys né skemmdir í för með sér, og voru allir bátarnir komnir í höfn kvöldið áður en veðrið skall á. Aðspurður sagði Alfreð um skoðanir þeirra eyjarskeggja á nýju ríkisstjórninni, „að það væri betra að veifa röngu tré en engu“, en bætti því við að það væri hans persónulega álit, hvað sem aðrir segðu. — G. Magg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.