Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 23 Vffl leiftur- sókn gegn verðbólgu Washington, 28. febr. - AP. BARRY P. Bosworth, fyrrum formaður kaupgjalds- og verð- lagsnefndar Carter-stjórnar- innar í Bandaríkjunum, hvatti í dag til „leiftursóknar" til að stöðva aukningu verðbólgunn- ar þar í landi, og gæti sú sókn meðal annars falið i sér strangt eftirlit með kaupgjaldi og verðlagi, og skömmtun á bensíni. Kvaðst Bosworth and- vígur þeirri stefnu Carters forseta að reyna að hefta verð- bólguna í áföngum, en verð- bólgan í Bandarikjunum er nú 18% á ársgrundvelli. Þótt Carter hafi viðurkennt að aukning verðbólgunnar sé nú komin á „hættustig", hefur hann neitað að fallast á lög- bundna takmörkun hækkunar V, •f ^V Veöur víða um heim Akureyri -4 alskýjad Amsterdam 8 skýjao Barcetona 13 mistur Berlín -2 skýjað BrUssel B skýjað Buenos Aires 30 heiðskírt Chicago -1 heiöskírt Feneyjar 8 þokumistur Frankfurt S heiðskírt Genf 7 skýjað Helsinki 0 skýjað Jerúsaiem 10 léttskýjaö Jóhannesarb. 23 skýjað Kaupmannahöfn -1 skýjað Las Patmas 18 alskýjaö Líssatwn 13 léttskýjao London 11 heiöskírt Los Angeles 27 skýjað Madrid 8 heiðskírt Mallorca 14 súld Miamí 20 heiöskírt Moskva -3 akýjað New York 2 heiðskírt Osló 1 skýjað Reykjavík 0 ískorn Rio de Janeírc 21 skýjað Róm 8 heiðskirt Stokkhólmur 1 skýjað Sydney 29 heiðskírt Tel Aviv 16 léttskýjað Tókýó 6 skýjað Vancouver 13 heiðskírt Vinarborg 4 heiðskírt kaupgjalds og verðlags, sem hann telur ekki ná tilgangi sínum, heldur auka verðbólguna með aukinni eftirspurn áður en viðkomandi lög tækju gildi. Hins vegar hefur Edward M. Kennedy öldungadeildarþing- maður krafizt þess í kosninga- baráttu sinni undanfarið að bannaðar verði allar hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi næsta hálfa árið, en því næst taki við samningsbundið eftirlit með hækkunum. Ummæli Bosworths komu fram á fundi hans með fjárlaga nefnd Öldungadeildar þingsins, og sagði hann að víðtækra aðgerða væri þörf til að ná tókum á verðbólgunni. Auk lög- bundins eftirlits með kaup- og verðhækkunum þyrfti að draga úr ríkisútgjöldum, minnka inn- flutning á olíu um 10—15% og takmarka húsbyggingarlán. Bosworth sagði að draga mætti úr olíuinnflutningnum með bensínskömmtun eða 50 senta skatti á bensíngallon (um kr. 50 á lítra). Taldi hann líklegt að almenningur gæti betur sætt sig við skömmtun, en spáði því að yfirvöld kysu heldur auka- skattinn, sem auðveldari væri í framkvæmd. _ Allir kusu allir kjörnir Moskvu. 28. febrúar. AP. TASS f réttastofan sovéska skýrði frá þvi í dag að í kosningum til Æðsta ráðs Sovétríkjanna síðast- liðinn sunnudag hafi kosninga- þátttaka náð 99,99% í öllum ríkjum Sovétríkjanna nema Rússlandi, þar sem þátttakan var 99,98%. Samkvæmt lögum geta kjósend- ur annað hvort greitt frambjóð- anda kommúnistaflokksins at- kvæði, eða látið vera að kjósa hann. Voru allir frambjóðendur kjörnir, en fæst atkvæði hlutu frambjóðendur í Rússlandi, 99,90% greiddra atkvæða. Bæði í Georgíu og Azerbajan fengu fram- bjóðendur flokksins 99,99% greiddra atkvæða. íbúafjöldi Sov- étríkjanna er nú 264,5 milljónir, og af þeim greiddu 176,5 milljónir atkvæði, eða 66% þjóðarinnar. Meðal þeirra, sem náðu end- urkjöri, var Leonid I. Brezhnev forseti. PIERRE Trudeau gekk ekki einungis vel í kjörklef- unum í kosningunum á dögunum. Meðan kjöríund- ur stóð sem hæst brá hann sér á skauta í Toronto og stormaði þar að sjálfsögðu fram úr öðru skauta- fólki. Stálverkamenn snúa til vinnu Ltindúnum. 28. febrúar. AP. ÞÚSUNDIR brezkra stálverka- manna. sem starfa hjá fyrirtækjum í einkaeign, sneru aftur til vinnu í gær en aukinnar andstöðu gætir við verkfall stálverkamanna brezka rikisfyrirtækisins „British Steel". Verkamennirnir sem sneru aftur til vinnu starfa við fyrirtæki i Mersey- side og Sheffield. Á mánudag sneru 800 verkamenn aftur til vinnu i Kent. Aukinnar andstöðu hefur gætt við verkfallið eftir að verkamenn í bílaiðnaðinum og velskir kolanámu-. menn greiddu atkvæði gegn því að fara í verkfall. Verkamenn ríkisfyr- irtækisins „British Steel" sögðu í dag, að þeir mundu halda baráttu sinni áfram en þeir hafa nú verið átta vikur í verkfalli. Grænlendingar taka harð- ar á landhelgisbrotum - skipstjóri v-þýzka verksmiðjuskipsins fyrir rétti í Nuuk Nuuk - 27. fehrúar - frá Philip Lauritsen. fréttaritara Mbl. GRÆNLENZK stjórnvöld hafa herzt í afstöðu sinni gagnvart landhelgisbrjótum á Grænlandsmiðum, en þegar mál v-þýzka togarans Heidelberg kom í gær fyrir landsrétt í Nuuk, sem áður hét Godtháb, var visað frá kröfu um að togarinn fengi að láta úr höfn, þrátt fyrir það að fyrri togarinn, sem mál var höfðað gegn vegna ólöglegra þorskveiða á Grœnlandsmiðum, fengi á sinum tima leyfi til að láta úr höfn í Grænlandi gegn tryggingu að upphæð þrjár milljónir danskra króna. V-þýzka útgerðarfyrirtækið Nordsee Deutsche Hochseefischerei, sem Unilever er helzti hluthafi i, krafðist þess fyrir landsrétti að skipstjóri togarans væri sýknaður og skipið fengi að Iáta úr höfn þegar í stað. Skipið hefur legið við bryggju i Nuuk frá því að það var staðið að ólöglegum þorskveiðum á Grænlandshafi, þ.e. sundinu milii Grænlands og íslands. Skipstjóri Heidelbergs er ák- töku þess og að hafa þannig reynt um að hafa reynt að flýja af ærður fyrir að hafa stundað ólög- legar þorskveiðar vitandi vits, auk þess sem hann hafi reynt að falsa skýrslur í því skyni að villa um fyrir yfirvöldunum í Grænlandi. Þá er skipstjórinn sakaður um að hafa reynt að færa sér í nyt að skip hans var statt úti á rúmsjó er fiskveiðieftirlitið tilkynnti um að hindra yfirvöld við löggæzlu. Fyrir réttinum í gær viður- kenndi skipstjóri togarans að þorskur hefði verið umfram leyfi- íegt hámark í aflanum. Þá viður- kenndi hann að haf a f alsað skýrsl- ur. Á hinn bóginn neitaði hann að hafa veitt þorskinn vísvitandi, auk þess sem hann vísaði á bug ákæru Þetta geröist 29. febrúar 1964 — Tilkynnt um ieynismíði bandarískrar þotu sem fiýgur 2.000 mílur á klst. í 70.000 fetum. » 1960 - Jarðskjálftinn mikli í Agadír, Marokkó. 1956 — Pakistan verður isl- amskt lýðveldi. 1952 - Stjóro Edgar Paure fellur f Frakklandi og Antoine Pinay myndar stjórn. 1944 — Bandarískt herlið gerir árás á Admiralty-eyjar á Kyrra- hafi. 1932 — Uppreisn fasista hefst í Finnlandi. 1928 — Bandaríski ofurstinn Harry L. Stimson kemur til Manila og tekur við embætti landstjóra á Fílipseyjum. 1920 - Stjórnarskrá Tékkó- slóvakíu tekur gildi. 1916 — Skipun Þjóðverja um að skjóta vopnuð kaupskip tekur gildi. 1912 - Herbylting í Peking. 1892 — Sámningur Breta og Bandaríkjamanna um Bering- sund. 1872 — Ungur byltingarmaður reynir að ráða Viktoríu Eng- landsdrottningu af dögum. 1832 - Nýja-Granada í Suður- Ameríku fær stjórnarskrá þar sem gert ér ráð fyrir lýðveldis- stjórn. 1720 - Ulrica Svíadrottning afsalar sér völdum við eigin- mann sinn Friðrik I, prins af Hessen-Kassel. Afmæli — Gioacchino Rossini, ítalskt tótiskáld (1792-1868) - Michele Morgan, frönsk leikkona (1920—) • Louis Joseph de Montealm, franskur hermaður (1712-1759). Andlát - 1528 Patrick Hamil- ton, skozkur mótmælandi- píslarvottur (brenndur á báli).- Innlent - 1884 „Fjallkonan" hefur göngu sína » 1920 f. Klemenz Jónsson leikari. Orð dagsins — Engin rós er án þyrna — ókunnur höfundur. hólmi. Fyrir réttinum var lógð fram skýrsla yfirvalda um aflann í togaranum, en við rannsókn hafði komið í ljós að tveir þriðju hlutar aflans var fiskur, sem ólöglegt er að veiða á þessum miðum. í aflanum voru aðeins 39 tonn af karfaflökum, en karfa hafði togarinn heimild til að veiða, en 179 tonn af þorskflökum, auk verulegs magns af þorskmjöli. Þorskveiðar eru bannaðar á svæð- inu. Komist rétturinn að þeirri niðurstöðu að skipið, sem er verk- smiðjuskip, hafi verið að vísvit- andi ólöglegum þorskveiðum, eru líkur á að afli og veiðarfæri verði gerð upptæk. Fyrir réttinum neitaði skip- stjórinn því ekki að aflatölur þær, sem saksóknarinn lagði fram, væru réttar, en hélt þvi fram sér til málsbóta, að hann hefði ekki tekið við stjórn skipsins fyrr en 2. febrúar, þegar fyrri skipstjórinn hefði veikzt. „Hvað hefur gerzt undir hans stjórn verður hann sjálfur að segja til um," sagði hinn fertugi v-þýzki skipstjóri. Verk- smiðjutogarinn Heidelberg hefur verið að veiðum frá því fyrir áramót. Um meinta flóttatilraun hafði skipstjórinn það að segja, að hann hefði að vísu heyrt fyrirmælin um að hann ætti að halda til hafnar í Nuuk, en uppnám hefði verið um borð, auk þess sem hann hefði rétt fengið orðsendingu um að feng- sælt væri við Suðureyjar. „Eg slökkti á radíóinu og setti á fulla fart í austur," sagði skipstjórinn. Næsta morgun, hinn 19. febrúar, kvaðst skipstjórinn hafa tekið eftir því að eftirlitsskipið elti Heidelberg enn og hefði hann því sett sig í samband við útgerð- arfyrirtæki sitt. „Þar fékk ég fyrirmæli um að halda til Godtháb," sagði hann. Búizt er við því að réttarhöldun- um ljúki ekki fyrr en eftir nokkra daga. Danski sjávarútvegsráð- herrann, Poul Dalsager, er kom- inn til Nuuk vegna þessa máls til skrafs og ráðagerðar við græn- lenzku landsstjórnina. Aðskilnaður mistókst lloustiin. Tcshs. 2S. feh. \P. í GÆR reyndu læknar við barnasjúkrahúsið i Houston að aðskilja Siamstvibura frá Puerto Rico. en tvíburarnir. 24 daga gamlar stúlkur. létust. Tvíburasysturnar Ivette og Ivonne Morales vógu samtals aðeins 3,28 kíló, eða um 13 merkur. Ivette lézt á skurðar- borðinu, og Ivonne þremur klukkustundum síðar. ****»*•*#*»***»*»#*******<'»<•»*» *¦ * ^*¦>¦« .-«'«-*•«•***>*» »-»*»¦*'•«-*'«(-*»«'»•*-»•»•*•»¦»•*-»- *?*•*¦ .¦*-»** •><,ip í6\j;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.