Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 27 Brákaðist á hrygg er bíllinn f auk Hveragerði. 28. febr. TVEIR ungir menn úr Hvera- gerði meiddust er bíll þeirra fauk neðst á Sandskeiði í óveðr- inu á mánudagsmorgun. Fór bifreiðin, sem er Willys-jeppi með blæjum, a.m.k. eina veltu og stöðvaðist loks á hliðinni. Er hún mikið skemmd, m.a. lögðust blæjurnar alveg saman. Eigandi bílsins, Haukur Svavarsson, er talinn brákaður á hrygg og er á sjúkrahúsi en farþeginn, Ari Axelsson, skarst í andliti en fékk að fara heim að rannsókn Tantrisk hugleiðsla, endurholdgun, „karma", hugvíkkun HVERN laugardagseftirmið- dag kl. 14.00-16.00 er í Aðalstræti 16, 2. hæð, opið kynningarnámskeið í hug- myndafræði PROUT. Hvern laugardag eru tekin fyrir ákveðin atriði hugmynda- fræðinnar. Heimilt er að sækja hluta námskeiðsins og er það opið nýjum þátttak- endum á meðan það stendur yfir, en því lýkur laugardag- inn 22. mars. Næstkomandi laugardag 1. mars (kl. 14.00—16.00), verður fjallað um tantríska hug- leiðslu, hagnýtar þroskaæf- ingar, endurholdganir, „kar ma", gervi vitund/sj álf, orkumiðstöðvar líkamans. Út- skýrð verða hugtök eins og „samskara", „guru", „tan- matra" o.fl. Þeir, sem hafa áhuga á að læra hugleiðslu, líkamlegar jógaæfingar eða fá aðrar hag- nýtar leiðbeiningar, geta feng- ið aukatíma. Námskeiðið og öll kennsla ör ókeypis. (Fréttatilkynning frá Þjóð- málahreyfingu íslands. lokinni. Þeir félagar stunda nám í Reykjavík og voru á leið í skólann að loknu helgarleyfi. Hér í Hveragerði var hið versta veður þennan dag en ekki er mér kunnugt um önnur slys eða óhöpp en þess má geta, að rafmagn- og símasamband hef- ur verið mjög skrykkjótt hér síðustu daga. — Sigrún Aukasýning á Kabarett ARISTÓFANES, leikklúbbur nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, verður með sérstaka aukasýningu á söngleiknum Kaba- rett í Breiðholtsskóla í kvöld klukkan 20.30. Uppselt hefur verið á síðustu sýningar og því var ákveðið að hafa þessa aukasýn- ingu. Um 20 leikendur eru í þessari uppfærslu á Kabarett auk hljómsveitar, en leikstjóri er Sig- rún Björnsdóttir. Höfðaströnd: Þessar bráðfallegu ungu stúlkur frá Víðistaðaskóla í Hafnarfirði voru í tvo daga í vikunni í starfskynn- ingu á Morgunblaðinu. Litla grein sögðust þær stöllur hafa gert sér fyrir þeirri miklu og fjölþættu vinnu, sem býr að baki blaðaútgáfu, en vonandi eru þær nú að fróðari. Á myndinni eru Ólöf Magnúsdótt- ir og Sif Gunnlaugsdóttir en á myndina vantar Arnfríði Methúsalemsdóttur. Óstillt veður til lands og sjávar Bæ. Höfðastrðnd. 28. feb. MJÖG óstillt er til lands og sjávar. Stórviðri hafa komið, þar sem jafnvel bílar hafa fokið af vegum, en manntjón hefur ekki orðið, svo vitað sé. Skaga- fjörður mun jafnvel stund- um hafa orðið milli veðra. Jörð er að mestu rauð, klaki u.þ.b. eitt og hálft fet í jörðu og mjög lítill þar sem snjór liggur yfir. Fén- aði hefur víða verið beitt en Vatnslitamyndir á Snerru-lof ti MAGNÚS Jóhannesson sýnir um þessar mundir 21 vatnslita- mynd á SNERRU-lofti í MOS- FELLSSVEIT. Myndirnar eru allar til sölu og eru flestar nýjar eða frá síðastliðnu sumri. Sýn- ingin er opin alla daga á verslun- artíma og um helgar frá 14.00 til 18.00 fram til 10. mars. Aðgang- ur er ókeypis. gefið kjarnfóður með beit- inni. Hafa því hey sparast mjög mikið en kjarnfóður verið mikið keypt. Hross eru í haustholdum. Víða sér maður nýborinn húsdýra- áburð á túnum og yfirleitt er tíðarfarið mjög ólíkt og 1979. Vegir eru alls staðar auðir en nokkuð misjafnir vegna þíðviðra sem hafa komið og mikillar umferð- ar. Á þorranum var blótað mjög víða og leið ekki sú helgi að hákarl, súrmatur og annað sælgæti væri ekki á borðum. Er þetta orðið vani og einnig er nú að koma tími árshátíða félaga. Eru því Skagfirðingar að venju syngjandi glaðir enda hafa söngkórar verið mjög mikið við æfingar. Karlakórinn Heimir æfir til utanlandsferðar og margir aðrir kórar eru við æfingar. Skuggi er á hjá mörgum bændum þar sem efnaleg afkoma er til muna verri nú en áður og ekki sjáanleg breyting þar á. Fiskafli togara hefur verið með ágætum góður og má segja að varla hafi hafst undan að vinna. Margar húsmæð- ur í sveitinni eru í vinnu í frystihúsinu á Hofsósi en láta bændum sínum eftir húsverkin en ungbarna- pössun hefur verið komið upp á Hofsósi vegna mikill- ar vinnu, sem foreldrarnir þurfa að inna af hendi. Annars veit ég ekki nema vellíðan sé yfirleitt hjá fólki. — Björn. Ráðstef na um móðurmáls- kennslu LAUGARDAGINN 1. mars gang- ast Samtök móðurmálskennara fyrir ráðstefnu um íslensku- kennslu á framhaldsskólastigi. Ráðstefnan yerður haldin í Kenn- araháskóla íslands og hefst klukk- an 13.00. Undanfarna mánuði hefur starfað nefnd skipuð af mennta- málaráðherra eftir tilnefningu Samtaka móðurmálskennara. Var nefndinni falið-að gera tillögur um samræmda námsskrá í íslensku fyrir framhaldsskólastigið. Á ráðstefnunni á laugardaginn mun nefndin leggja fram fyrstu hug- myndir sínar í þessu efni til umræðu og athugunar fyrir fé- lagsmenn. ------------* * » Söf nun til hjálp- ar flóttafólki frá Af ganistan NVLEGA barst Ilauða krossi íslands hjálparbciðni frá Alþjóða- samhandi Rauða kross (claga vcgna flóttafólks fra Afganistan. sem streymir yfir landamærin inn í Pakistan. Stjórn RKÍ ákvað þá þegar að scnda 2 milljónir króna' úr hjálparsjóði (élagsins til aðstoðar þessu fólki. 1 skeyti Alþjóðasambandsins sogir, að miðað við núverandi ástand sé þörf á fjárframlögum að uppha'ö 14 milljónir svissneskra franka. Fram- lög til hjálparstarfsins námu þá rúmlega einni milljón franka. Talið er að allt að 500.000 flóttamt'nn geti enn hæst við þau 500.000 sem þegar hafa flúið land. Fólk þetta fer matar- og klæðlítið yfir fjalivegi og er talið að þegar hafi margt harna orðið úti á leiðinni. Upplýsingafulltrúi Alþjóða RK, David Bedford, sem heimsótti norðvestur-héruð Afghanistans uni miðjan þennan mánuð, telur að mikil neyð eigi enn eftir að koma í Ijós þar um slóðir. Sagðist hann hafa séð aklrað fólk sofa úti, kla>ölítið. — I tjaldbúðum sem ég heimsótti, sagði hann, — hlupu born um berfætt og hósti þeirra yfirgmefði önnur hljóð. Þúsundir flóttamanna þarna eru hvergi skráðar sem slíkir og hafa engrar hjálpar notið. Óttast er að með vorinu, þegar mjög hitnar í veðri á þessu sva'ði, geti farsóttir brotist út. Rauði kross Islands vill benda þeim sem vilja aðstoða flóttafólk frá Afganistan á gírónúmer hjálparsjóðs félagsins, 90000—1. Þótt skammt se stórra högga í milli í erlendri neyðar- hjálp, þá er vonast til að enn sé möguleiki á að fólk geti lagt eitthvað af mörkuni. (Fréttatilkynning frá Rauða kross íslands) Jónas Sen við flygilinn. Tekur einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Rvík TÓNLEIKAR á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík og Sinfóníu- hljómsveitar Islands verða haldn- ir í Háskólabíói n.k. laugardag 1. mars kl. 14.30. Einleikari í píanó- konsert nr. 1 eftir Liszt verður Jónas Sen, nemandi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, og er það liður í einleikaraprófi hans frá skólanum. Önnur verk á tónleik- unum eru forleikur að óperunni Rúslan og Lúdmíla eftir Glinka og Rapsódía nr. 1 eftir Georges Enesco. Hljómsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson. Þetta er í annað sinn sem Tónlistarskólinn í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit íslands hafa samvinnu á þennan hátt. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.