Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 30

Morgunblaðið - 29.02.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 BANDARÍSKA leyniþjónustan stóð sig ótrúlega illa i íran. Rétt áður en keisarinn hrökklaðist frá völdum hafði CIA tilkynnt Carter forseta að á þvi væri engin hætta að honum yrði steypt. Síðan þá hefur sjónvarpið sýnt svo margar myndir af æstum múg fyrir utan bandaríska sendiráðið i Teherean, að okkur er farið að ofbjóða. Skýringar hinna hugrökku fréttamanna, sem tóku að sér störf i íran, byggðust á vanþekkingu og urðu til að auka þau áhrif myndanna að hér værum við vitni að almennu íslömsku brjálæði. I raun er ákveðin regla i brjálæðinu. Það kom berlega i ljós í studentaóeirðunum i París 1968, sem nær urðu de Gaulle að falli, hvernig hægt er að stýra múg námsmanna í pólitisku augnamiði og þessum aðferðum er beitt um allan heim. Að því má leiða sannfærandi rök, að að baki aðgerða múgsins og þess sem virðist algert öngþveiti, sé áætlun sem notfærir sér hryðjuverkamenn í gervi námsmanna um allan heim, þeir fá fjármagn aðalega frá Lýbiu (nema IRA sem Bandarikjamenn af irskum ættum styðja) og hafa tengsl við Moskvu. Grafið er undan öryggi ríkja í skjóli slökunarstefnunnar, en áróðursvél Kremlar kennir síðan fasistum, hægri mönnum og bandariskum leyniþjónustumönnum um allt saman. í þessu neti eru m.a. Baader-Meinhof glæpaflokkurinn i Þýzkalandi, japanski Rauði herinn, hryðjuverkamenn í Puerto Rico og provisional armur írska lýðveldishersins. eftir Fölsuð vegabréf Tengslin milli írönsku náms- mannanna og þessa nets eru ljós. Þann 16. júlí 1978 var vestur-þýzk kona handtekin, þegar hún og félagar hennar reyndu að fara yfir landamærin milli Kanada og Bandaríkjanna um fáfarinn veg í Vermont. Hún var með falsað íranskt vegabréf og var talin vera í Baader-Meinhof glæpaflokknum. Vegabréfið var eitt af þeim, sem íranskir námsmenn stálu, þegar þeir tóku á sitt vald ræð- ismannsskrifstofu Irans í Genf í júní 1976. Síðar kom í ljós að tveir félagar hennar voru eftirlýstir fyrir hryðjuverk í Vestur-Þýzka- landi. Sennilegt er að hinn þekkti hryðjuverkamaður Carlos frá Venezúela hafi átt þátt í töku bandaríska sendiráðsins í Teher- an. Ýmis blöð hafa birt þýðingu á viðtali við hann úr blaðinu Al- Watan A1 Arabi sem er gefið út á arabísku í París. Þar lýsir hann sínum þætti í ýmsum hryðjuverk- um, en þar á meðal var skipulagn- ing árásar japanska Rauða hers- ins á franska sendiráðið í Haag 3. apríl 1975 og taka OPEC ráðherr- anna í Vín 21. des. 1975. Hann stærði sig af því að geta greitt bandarískri heimsvaldastefnu banahöggið með því að sprengja öll olíusvæðin við Persaflóa og segir að marxismi sé þau trúar- brögð, sem hann hafi vígt líf sitt. Að baki þessa nets hryðju- verkamanna er Moskva. Banda- ríska sendiráðið var tekið sunnu- daginn 4. nóv. Dr. John Clark við Harvard háskóla sagði, að þessi framkvæmd hefði verið áformuð lengi. Því fer fjarri að hún hafi orðið fyrir tilviljun eða án undir- búnings. Þriðjudaginn 6. nóv. var Carter forseta tjáð á fundi í öryggismálaráði ríkisins, að er- lendir leyniþjónustumenn hefðu borið kennsl á suma „námsmenn- ina“ og þekkt þar starfsmenn KGB. Carter ákvað að birta þessar upplýsingar ekki opinberlega, þar sem hann hafði í hyggju að semja um lausn gíslanna í kyrrþey. Háskólinn í Teheran er miðdepill Moskvukommúnista, en samtök þeirra eru Tudeh flokkurinn. Smærri hópar marxista tengjast honum á óskipulegan hátt t.d. islamskir námsmenn sammála Khomeini, íslömsku þjóðernis- sinnarnir Mujaheddin-E-Khali (Baráttumenn þjóðarinnar) og hinir herskáu Cherikaye Fadaye Khalg (Fórnarskæruliðar þjóðar- innar). Khomeini var ekki á móti því, að námsmennirnir tækju sendi- ráðið. Mikael Goleniewski ofursti, fyrrum yfirmaður í pólsku leyni- þjónustunni, sem flýði til vestur- landa árið 1960, skýrði CIA frá því að Khomeini væri sá mikilvægasti af fimm beztu njósnurum Sovét- manna í íran og að tengiliður hans RONALD HILTON væri háttsettur írakskur embætt- ismaður, sem kæmi upplýsingun- um áfram til KGB fyrir milli- göngu starfsmanna þeirra í Varsjá, þar sem Goleniewski starfaði. Tveir kostir Khomeinis Ýmsir hafa borið brigður á þessa sögu, en það er fleira, sem bendir til tengsla Khomeinis við sovézka kerfið. L’Express í Paris birti 5. des. 1979 rammagrein um þessi tengsl. Jean-Francois Revel og Branko Lazitch fjölluðu um yfirlýsingu Tudeh flokksins frá 30. námsmönnunum. I fyrstu reyndi hann að beita hörku. Hann bann- aði útgáfu Mardon, málgagns Tud- eh flokksins, og gagnrýndi Rússa. Síðan var augljóslega komist að samkomulagi. Mardon fékk aftur að koma út, Khomeini hætti að gagnrýna Rússa og sneri öllum illyrðum sínum gegn Bandaríkj- unum og Carter forseta. Hann lýsti blessun sinni yfir sendiráðs- tökunni. Carter, sem er guðhrædd- ur baptisti, var kallaður útsendari djöfulsins, en ekki minnst á guð- leysið í Sovétríkjunum. í öllu þessu léku Rússar tveim skjöldum eins og þeirra er vani. Langtímamarkmið þeirra hefur alltaf verið að fá aðgang að Indlandshafi og að svipta vestræn ríki íranskri olíu. í samræmi við þá aðferð kommúnista að aðlaga sig raunveruleikanum unnu þeir KEISARINN — Moskvumcnn voru hinir samvinnuþýðustu við einvaldinn — þar til tímabært var að snúa við blaðinu. apríl 1979, þar sem lögð var fram baráttuáætlun, greinilega með samþykki Kremlverja. Raymond Aron sagði að Tudeh flokkurinn mundi beita venjulegri aðferð Sovétmanna og nota Khomeini jafnframt því, sem undirbúin væri stofnun marxísks lýðveldis. Khomeini átti í tvenns konar baráttu, þar sem annars vegar áttust við trúarofstæki hans og tengslin við marxisma, og hins vegar löngun hans til að sýna vald sitt sem æðsta stjórnanda írans og ótti hans um að missa tökip á með keisaranum sem var aldrei gagnrýndur í sovézkum blöðum. Skipti Sovétmanna við stjórn keis- arans eru sjaldan nefnd og aldrei gagnrýnd í frönskum blöðum, enda voru þau yfirleitt hagkvæm írönum, eins og stálverið í Isfahan er dæmi um. Áróðursvélin ferti gang Um leið og keisaranum hafði verið steypt, tók áróðursvélin í Moskvu að lýsa hinni spilltu KHOMEINI — Hefur hann um árabil verið handbendi Sovétmanna? SENDIRÁÐIÐ — Bandarísku gíslarnir bíða enn lausnarstundarinn- ar, en haft er fyrir satt að sumir „námsmannanna“ sem gæta þeirra séu raunar sovéskri KGB-menn. stjórn hans með ódulinni ánægju sem handbendi Bandaríkjamanna og stappa stálinu í námsmennina við sendiráðstökuna. Við þetta nbtuðu þeir útvarpsstöðina „Rödd írans" í Baku nálægt írönsku landamærunum. Jafnframt stækkuðu þeir sendiráð sitt í Teheran, sem var þó stórt fyrir; margir af rúmlega 300 starfs- mönnum þess voru taldir vinna hjá KGB. Verið er að stækka sendiráðsbygginguna og breyta henni í 10 hæða hús. KGB hafði tekizt að koma ár sinni fyrir borð í her írans, aðstoðaryfirmaður landhers írans, Ahamad Mogharrabi hers- höfðingi, njósnaði fyrir Sovétríkin í 11 ár áður en upp um hann komst. í umræðunum um vítur á íran í Örýggisráði Sameinuðu þjóðanna gat sovézki fulltrúinn ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, en ræða hans var ólík ræðum flestra hinna fulltrúanna að því leyti að hún var tvíræð. Á sama tíma héldu Sovét- menn áfram að hvetja námsmenn- ina í útvarpsútsendingum. Þegar Khomeini — verkfærið í höndum Sovétmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.